Morgunblaðið - 25.03.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.03.2019, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 ÍÞRÓTTIR Körfubolti Valskonur eru óstöðvandi í körfuboltanum. Valur deildarmeistari í fyrsta sinn eftir 17. sigur- inn í röð í Dominos-deildinni. KR og Snæfell berjast um sæti í úrslitakeppninni. Breiðablik er fallið. 6 Íþróttir mbl.is Byrjunarlið Frakklands í kvöld verður að mestu leyti eins og það sem vann Króatíu í úrslitaleik HM í Rússlandi síðasta sumar. Valinn maður verður í hverju rúmi þrátt fyrir „minni háttar“ skakkaföll en Kingsley Coman, kantmaður Bay- ern München, varð að draga sig úr hópnum í gær vegna meiðsla. Áður höfðu Anthony Martial úr Manchester United og Lucas Digne, bakvörður Everton, hrokkið úr skaftinu. Að sögn franskra fjölmiðlamanna sem Morgun- blaðið ræddi við í París í gær má ætla að byrjunarlið Frakklands verði svona skipað: Líklegt byrjunarlið: Lloris (Tottenham) – Pav- ard (Stuttgart), Varane (Real Madrid), Umtiti (Barcelona), Kurzawa (PSG) – Kanté (Chelsea), Pogba (Man. Utd) – Mbappé (PSG), Griezmann (Atl. Madrid), Matuidi (Juventus) – Giroud (Chelsea). Þetta er sigurliðið frá því á HM fyrir utan að Lucas Hernandez er meiddur og Layvin Kurzawa leysir hann af hólmi. Hugsanlegt er að Samuel Umtiti, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona í vetur, víki úr vörninni fyrir Presnel Kimpembe úr PSG, í ljósi þess hve stutt er frá sigri Frakka á Moldóvum, á föstudagskvöld. Allt útlit er því fyrir að 4-5 breyt- ingar verði á liði Frakka frá liðinu sem byrjaði gegn Íslandi í 2:2-jafnteflinu í Guingamp í októ- ber, í vináttulandsleik. Hugo Lloris fyrirliði og Di- dier Deschamps þjálfari voru þráspurðir um þann leik á blaðamannafundi í gær en ítrekuðu að um vináttulandsleik hefði verið að ræða og að búast mætti við meiru af franska liðinu í kvöld. Lloris sagði að í þeim leik hefðu leikmenn sem minna hefðu spilað fengið tækifæri til að sýna sig og sanna, en að nú væri einblínt á það að ná í sigur gegn erfiðu liði Íslendinga. sindris@mbl.is Tíu af ellefu sem unnu HM  Ísland mætir nánast sama byrjunarliði og tryggði Frakklandi gull í Rússlandi Í PARÍS Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir nær ókleifu fjalli þegar það mætir heimsmeisturum Frakklands hér í París í kvöld. Eftir fínan 2:0-sigur á Andorra, áhugamannaliði í 132. sæti heimslistans, er komið að leik við besta lið heims á Stade de France kl. 19.45. Frakkar eru langsigurstranglegasta liðið í H- riðli og hvert stig unnið gegn þeim mikill bónus í baráttunni um sæti í lokakeppni EM á næsta ári. Ætla má að sú barátta verði í raun barátta um 2. sæti við Tyrkland eða Albaníu, en tvö lið komast upp úr hverjum riðli. Ekkert er þó úti- lokað. Ísland hefur unnið fáeina afar frækna sigra á útivöllum á síðustu árum. Má þar helst nefna 1:0-sigurinn á Hollandi í Amsterdam 2015 og 3:0-sigurinn á Tyrklandi haustið 2017, sem báð- ir voru algjörir lykilsigrar í að koma liðinu á stórmót. Liðið vann svo auðvitað Austurríki og England á EM 2016, fyrrnefnda sigurinn ein- mitt á Stade de France, og margir fræknir sigr- ar hafa unnist á Laugardalsvelli. Aldrei hefur liðið þó staðið frammi fyrir eins erfiðu verkefni og í kvöld og náð að fagna sigri. Stærri próf- raun er ekki til. Jafnvel jafntefli myndi flokkast sem einn almesti sigur þessa landsliðs frá upp- hafi. „Það er ástæða fyrir því að þeir eru heims- meistarar. Það er erfitt að finna veikleika í þessu liði en við erum búnir að grandskoða þá vel og lengi og það er auðvelt því þessir leik- menn eru að spila í sjónvarpinu í hverri viku,“ segir Aron Einar Gunnarsson fyrirliði. „Þetta er ólík áskorun frá síðasta leik. Við vitum að við munum ekki hafa boltann eins mikið og gegn Andorra og við þurfum að verj- ast almennilega. Við vitum að Frakkar geta leikið andstæðinginn grátt og hvaða leikmenn þeir hafa, sem spila í bestu liðum Evrópu. Við þurfum að vera vel meðvitaðir um hæfileikana þeirra, þetta verður erfitt en við trúum því allt- af að við getum náð góðum úrslitum. Þá þurfa allir að vera tilbúnir,“ segir Aron. Þrjár breytingar á byrjunarliðinu? Jóhann Berg Guðmundsson er hins vegar ekki tilbúinn. Jóhann leikur ekki með Íslandi í kvöld vegna kálfameiðsla sem hafa angrað hann undanfarið þó að hann hafi komist í gegnum 80 mínútur gegn Andorra á föstudaginn, og hélt hann heim til Englands í gær. Ekki þarf að fjöl- yrða um hve mikið áfall þetta er fyrir íslenska liðið. Erik Hamrén mun því þurfa að breyta byrj- unarliði sínu og raunar var alltaf útlit fyrir að sú yrði raunin. Íslenska liðið hefur undir stjórn Svíans aðeins prófað sig áfram með þriggja miðvarða kerfi og margt bendir til þess að sú verði raunin í kvöld. Fyrir utan Jóhann eru allir leikmenn klárir í slaginn. Meiðsli hans gætu gefið Rúnari Má Sigurjónssyni tækifæri í liðinu en einnig gæti Arnór Sigurðsson þá haldið sæti sínu þrátt fyrir fjölgun í vörninni. Hugsanlegt byrjunarlið: Hannes – Birkir Már, Sverrir Ingi, Kári, Ragnar, Hörður Björgvin – Aron Einar, Birkir Bjarna, Rúnar Már – Gylfi Þór, Alfreð. Þetta myndi þýða að þrjár mannabreytingar yrðu á liðinu frá síðasta leik, eða að þeir Hörð- ur Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason og Rúnar Már kæmu inn í stað Jóhanns, Arn- órs og Ara Freys Skúlasonar. Stærri prófraun ekki til  Ísland án Jóhanns þegar liðið mætir heimsmeisturum Frakka á Stade de France  Jafntefli yrði frækinn sigur  Fimm varnarmanna kerfi í kvöld? AFP Heimsmeistarar bíða Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og Aron Einar Gunnarsson einbeittir á æfingu íslenska landsliðsins á Stade de France í gær, þar sem liðið mætir stórliði Frakka í kvöld.  Ísland hefur aldrei landað sigri gegn Frakklandi í knattspyrnu karla. Liðin hafa mæst 18 sinnum ef allt er talið og hefur Frakkland unnið 13 leiki en liðin fimm sinnum gert jafntefli, síðast í vináttulandsleik í Guingamp í október, 2:2. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar jöfn- uðu undir lokin með sjálfsmarki Hólm- ars Arnar Eyjólfssonar og vítaspyrnu Kylian Mbappé, eftir að Kolbeinn Sig- þórsson handlék boltann.  Liðin mættust síðast í mótsleik á Stade de France í 8 liða úrslitum EM 2016. Olivier Gir- oud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griez- mann komu Frakk- landi í 4:0 í fyrri hálfleiknum, en Giroud skoraði einnig í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarna- son skoruðu mörk Íslands. Birkir hefur skorað í þremur síðustu leikjum við franska landsliðið því hann skoraði einnig í 3:2-tapi í Frakklandi 2012, í einum af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck. Kolbeinn Sig- þórsson skoraði hitt markið.  Ísland náði ilegræknu 1:1-jafntefli við Frakka í undankeppni EM haustið 1998, þegar Frakkar voru eins og nú ríkjandi heimsmeistarar. Ríkharður Daðason kom Íslandi yfir um miðjan fyrri hálfleik en Christophe Dugarry jafnaði metin fyrir gestina á Laugar- dalsvelli. Í seinni rimmu liðanna í þeirri keppni, á Stade de France, skoruðu Brynjar Björn Gunnarsson og Eyjólfur Sverrisson í 3:2-tapi.  Raphaël Varane, miðvörður Frakk- lands og Real Madrid, var í 3. sæti hjá Aroni Einari Gunnarssyni í kjöri FIFA á knattspyrnu- manni ársins 2018. Aron hafði atkvæðisrétt sem fyrirliði Ís- lands og var með Luka Modric, Cris- tiano Ronaldo og Varane í efstu þremur sætunum. Var- ane endaði í 9. sæti í kjörinu en Kylian Mbappé varð efstur Frakka í 4. sæti. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.