Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 2

Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 2
Rafn Kumar Bonifacius og Anna Soffía Grönholm vörðu Íslands- meistaratitla sína í tennis innanhúss en Íslandsmótinu lauk í tennishöll- inni í Kópavogi í gær. Rafn Kumar mætti föður sínum, Raj Bonifacius, í úrslitaleiknum í karlaflokki og hafði Rafn betur í tveimur settum. Hann vann það fyrra 6:3 og það seinna 6:0. Björgvin Atli Júlíusson hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa haft betur gegn Vladimir Ristic. Feðgarnir Rafn Kumar og Raj urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik eftir sigur í úrslitaleik á móti Brynj- ari Engilbertssyni og Björgvini Atla Júlíussyni í úrslitaleik. Anna Soffía hafði betur í úrslita- leiknum í kvennaflokki gegn Sofiu Sóley Jónasdóttur. Anna Soffía vann í tveimur settum 6:1 og 6:2. Þær Anna Soffía og Sofia Sóley fögnuðu sigri í tvíliðaleik en þær höfðu betur í úrslitaleik á móti Ingi- björgu Önnu Hjartardóttur og Selmu Dagmar Óskarsdóttur í úr- slitaleiknum. Í tvenndarleiknum hrósuðu Kristín Dana Husted og Magnús Ragnarsson sigri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsmeistarar Rafn Kumar Bonifacius og Anna Soffía Grönholm. Rafn og Anna vörðu titla sína  Rafn lagði föður sinn í úrslitum 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 569 1100, sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Auglýsingar sími 569 1111 , augl@mbl. is Prentun Landsprent ehf. Íslenska kvenna- landsliðið í hand- knattleik hafnaði í öðru sæti á Bal- tic mótinu í hand- knattleik sem lauk í Gdansk í Póllandi í gær. Ís- lenska liðið vann tvo síðustu leiki sína á mótinu. Á laugardaginn hafði það betur gegn Argentínu 31:26 og í gær hrósaði íslenska liðið sigri gegn Slóvökum 30:28. Slóvak- ar voru þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn 17:14 en Íslend- ingar sneru taflinu við í seinni hálf- leik og uppskáru tveggja marka sig- ur. „Þetta var virkilega góður sigur hjá stelpunum í dag. Við byrjum leikinn vel en misstum svolítið takt- inn og lentum mest fimm mörkum undir. Seinni hálfleikurinn var frá- bær af okkar hálfu þar sem vörnin small saman og Elín Jóna var virki- lega góð í markinu. Það var ró og yfirvegun í sókninni og þetta skilaði okkur sigri,“ sagði Axel Stefánsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið eftir leikinn. „Ég sá margt mjög jákvætt á þessu móti. Við spiluðum frábæran leik á móti Pólverjum en töpuðum leiknum á síðustu fimm mínútum leiksins. Liðið sýndi mikinn karakt- er í leiknum á móti Argentínu. Arg- entína náði að jafna metin um miðj- an seinni hálfleik en stelpurnar stóðu vel saman og náðu að landa góðum sigri. Slóvakía er skráð ein- um styrkleikaflokki fyrir ofan okk- ur en þetta var fjórði sigur okkar á móti Slóvökum á stuttum tíma og það var virkilega sterkt hjá okkur að vinna þá. Við fengum mörg góð svör á þessu móti og það er klárlega mikil stígandi í leik liðsins. Við vild- um sjá hversu við erum komin ná- lægt þjóðum eins og Pólland og nú skortir okkur bara herslumuninn að komast á næsta stig,“ sagði Axel en mótið var liður í undirbúningi lands- liðsins fyrir umspilsleikina gegn Spánverjum um sæti á HM sem fram fara í lok maí og byrjun júní. Mörk Íslands: Þórey Rósa Stef- ánsdóttir 8, Karen Knútsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Andrea Ja- cobsen 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Varin skot: Hafdís Renötudóttir 9, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 10. gummih@mbl.is Góður sigur gegn Sló- vökum í Gdansk Þórey Rósa Stefánsdóttir Í DIGRANESI Andri Yrkill Valsson Jóhann Ingi Hafþórsson Blaklið KA komu, sáu og sannarlega sigruðu í úrslitahelgi bikarkeppn- innar í blaki sem fram fór í Digra- nesi um helgina. Kvennalið KA vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil með 3:1-sigri á HK, áður en karlaliðið fylgdi því eftir með 3:0 sigri á Álfta- nesi. Það var annar bikarmeistara- titill karlaliðsins í röð. Bæði liðin urðu deildarmeistarar fyrr í vetur og hafa því möguleika á þrennunni; nokkuð sem karlalið félagsins afrek- aði einnig á síðasta ári. Úrslitaleikirnir í gær voru sann- kölluð rússíbanareið fyrir Miguel Mateo. Hann er þjálfari kvennaliðs KA og er lykilmaður í karlaliðinu. Eftir að hafa unnið bikarinn með kvennaliðinu tók hann yfir karlaleik- inn, var stigahæstur á vellinum með 25 stig og var útnefndur besti leik- maður úrslitaleiksins. Hann átti skiljanlega fullt í fangi með að orða tilfinningar sínar við Morgunblaðið eftir seinni leikinn, þá nýorðinn tvö- faldur bikarmeistari. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég kláraði kvennaleikinn og svo sagði þjálfarinn að ég hefði tíu mínútur til þess að gera mig tilbúinn, en ég var bara grátandi úr gleði. Ég var svo stressaður yfir kvennaleiknum og var alltaf á ferðinni, svo ég þurfti lít- ið að hita upp fyrir karlaleikinn. Ég kom til KA til þess að upplifa ná- kvæmlega svona stundir. Mér líður eins og ég hafi skilað góðu dags- verki. Ég græt eins og barn því allt gekk upp og öll vinnan skilaði sér. Þetta er fullkomið,“ sagði Mateo við Morgunblaðið. Úrslitaleikur karla var æsispenn- andi þrátt fyrir að KA-menn hafi unnið 3:0. Fyrstu tvær hrinurnar voru hnífjafnar þar sem norðan- menn eltu lengi vel, en sigu svo fram úr í lokin, 25:22 og 25:23. Stemningin var lengst af meiri hjá Álftanesi, sem púslaði saman svo til nýju liði eftir að Stjarnan lagði niður blaklið sín í fyrra, en það vantaði herslu- muninn til þess að standast KA- mönnum snúninginn. Þegar komið var fram í lokahrinuna, sem KA vann 25:17, var alveg ljóst að KA- menn ætluðu ekki að gefa titilinn eftir. Þjálfarinn Filip Szewczyk er ótrúlegur uppspilari sem gerir gæfumuninn á úrslitastundum og sú var sannarlega raunin í gær. Fyrsti bikartitill kvennaliðsins Kvennalið KA varð deildarmeist- ari í annað skiptið fyrr á tímabilinu og hefur þar með unnið tvöfalt í ár, en 3:1-sigurinn á HK í gær var fyrsti bikarmeistaratitillinn. Liðin voru afar jöfn í fyrstu hrinu og hafði KA að lokum betur eftir upphækkun, 29:27. HK svaraði hins vegar með öruggum 25:12-sigri í annarri hrinu og virtist meðbyrinn vera hjá HK. Strax í upphafi þriðju hrinu meiddist Matthildur Ein- arsdóttir, liðsmaður HK. HK-ingar áttu erfitt með að jafna sig eftir það áfall og vann KA tvær næstu hrinur örugglega; 25:16 og 25:19 og leikinn í leiðinni. Elísabet Einarsdóttir og Hjördís Eiríksdóttir voru í sérflokki hjá HK á meðan breidd KA skilaði liðinu bikartitlinum. Margir leik- menn lögðu sitt af mörkum og var um sannkallaðan liðssigur að ræða. Helena Kristín Gunnarsdóttir var maður leiksins og skoraði 17 stig. Fyrirliðinn Hulda Elma Eysteins- dóttir var glæsilegur leiðtogi á vell- inum og erlendu leikmennirnir; Paula del Olmo og Luz Medina stóðu fyrir sínu. Fyrrnefndur Miguel Mateo er að gera gríðarlega góða hluti sem þjálf- ari, en hann vann einmitt þrefalt með Þrótti Neskaupstað á síðustu leiktíð, ásamt del Olmo. Um afar færan þjálfara er að ræða. KA-liðin eru búin að vinna tvöfalt í ár og það er ekki ólíklegt að það verði þrefalt þegar upp er staðið. Fram undan er úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn og er erfitt að sjá eitthvert lið stöðva KA-liðin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fögnuður Mason Casner fer fyrir gleði KA eftir bikarmeistaratitil karla- liðsins. Miguel Mateo, þjálfari kvennaliðsins, er lengst til hægri. Tvöföld bikargleði KA  Karla- og kvennalið KA urðu bikarmeistarar í blaki  Þjálfari kvennaliðsins var valinn besti leikmaður úrslitaleiks karla  Fékk tíu mínútur til að þerra tárin Morgunblaðið/Hari Bikarmeistarar Hulda Elma Eysteinsdóttir, Gígja Guðnadóttir og Paula Del Olmo með bikarinn eftir fyrsta bikarmeistaratitil kvennaliðs KA í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.