Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 5
KA uppskar eins og til var sáð
KA-menn voru frá upphafi leiks að
Varmá í gærkvöldi mikið sólgnari í sig-
urinn en leikmenn Aftureldingar.
Norðanmenn enda að berjast á tvenn-
um vígstöðvum, annars vegar að halda
sæti sínu í Olísdeildinni í handknatt-
leik og hinsvegar að halda enn í von
um áttunda sætið og öðlast þátttöku-
rétt í úrslitakeppninni, sem hefði þótt
bjartsýni mikil þegar keppni hófst á
haustdögum.
Aftureldingarmenn voru miður sín.
Þeim tókst aldrei að sýna sitt rétta
andlit eftir erfiðar upphafsmínútur.
Lokatölur 26:22, fyrir KA eftir að gest-
irnir voru marki yfir að loknum fyrri
hálfleik, 12:11.
KA-liðið byrjaði leikinn af krafti.
Jovan Kukobat, markvörður KA,
skellti marki sínu í lás strax í upphafi.
Aftureldingarmenn skoruðu aðeins
eitt af sex fyrstu mörkum leiksins.
Segja má að upphafsmínúturnar hafi
endurspeglað framhaldið þótt Aftur-
eldingu hafi tekist að jafna metin,
11:11, skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
KA-menn voru ákafari og baráttuglað-
ari, vel studdir af litríkum en fámenn-
um hópi stuðningsmanna sem mættir
voru hálfum öðrum tíma áður, gul-
klæddir og vopnaðir trommum.
Áki Egilsnes og Tarik Kasumovic
báru uppi sóknarleik KA. Samtals
skoruðu þeir 21 af 26 mörkum liðsins.
Næstur þeirra var Kukobat markvörð-
ur með tvö mörk. Varnarleikur KA var
góður frá upphafi til enda. Þeir stöðv-
uðu sóknarleik Aftureldingar afar vel,
ekki síst í síðari hálfleik þegar Kuko-
bat slakaði aðeins á eftir frábæran
fyrri hálfleik.
Allt jafnvægi vantar í leik Aftureld-
ingar. Að þessu sinni voru leikmenn
nánast eins og miður sín. Herði þeir
ekki upp hugann á næstunni er liðið
ekki líklegt til þess að vera til stórræð-
anna á lokaspretti deildarinnar, hvað
þá í úrslitakeppninni.
Fram frá fallsvæði og í baráttu
Fram vann gríðarlega mikilvægan
sigur á ÍR í baráttu neðri hluta deild-
arinnar. Framarar voru yfir í hálfleik,
16:12, og létu forskotið aldrei af hendi í
Breiðholtinu sem skilaði þeim fimm
marka sigri 28:23. Þorsteinn Gauti
Hjálmarsson skoraði níu mörk fyrir
Fram, sem er nú með 13 stig í tíunda
sætinu og komst þremur stigum frá
fallsvæðinu. Þá er liðið aðeins einu
stigi fyrir aftan ÍR og hefur blandað
sér í baráttuna við KA um áttunda
sætið inn í úrslitakeppnina.
Staða Gróttu versnar enn
Grótta náði ekki að halda dampi
gegn Stjörnunni, því þrátt fyrir að
vera yfir í hálfleik 16:14 mátti liðið
sætta sig við tap, 30:27. Seltirningar
eru sem fyrr á botninum með átta stig,
nú fimm stigum frá öruggu sæti, en tíu
mörk Garðars Benedikts Sigurjóns-
sonar hjá Stjörnunni vógu þungt þar
sem liðið festi sig í sessi í sjöunda sæt-
inu með 17 stig.
Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson
H í leik liðanna í Eyjum í gær.
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
Íþróttahúsið í Eyjum, Olísdeild karla,
sunnudaginn 24. mars 2019.
Gangur leiksins: 0:3, 3:6, 6:9, 8:11,
9:14, 14:17, 17:20, 20:21, 23:24,
25:26, 28:28, 31:29.
Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson
13/7, Dagur Arnarsson 4, Elliði
Snær Viðarsson 4, Fannar Þór Frið-
geirsson 3, Kristján Örn Kristjáns-
son 3, Kári Kristján Kristjánsson 2,
Daníel Örn Griffin 1, Gabríel Mart-
inez 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson
9.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7/5,
Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7, Einar
Rafn Eiðsson 5, Arnar Freyr Ársæls-
son 3, Birgir Már Birgisson 3, Leon-
harð Þorgeir Harðarson 2, Ágúst
Birgisson 2.
Varin skot: Kristófer Fannar Guð-
mundsson 5, Birkir Fannar Bragason
3/1.
Utan vallar: 16 mínútur.
Dómarar: Sigurgeir M Sigurgeirsson
og Ægir Örn Sigurgeirsson.
Áhorfendur: 400.
ÍBV – FH 31:29
Hleðsluhöllin, Olísdeild karla,
sunnudaginn 24. mars 2019.
Gangur leiksins: 2:1, 4:4, 6:7, 9:8,
13:10, 15:13, 16:16, 19:19, 21:21,
24:25, 27:29.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson
9/3, Árni Steinn Steinþórsson 5,
Haukur Þrastarson 5, Atli Ævar
Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason
2, Hergeir Grímsson 2, Alexander
Már Egan 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 8, Pawel
Kiepulski 4.
Utan vallar: 0 mínútur.
Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason
6, Orri Freyr Þorkelsson 5, Ásgeir
Örn Hallgrímsson 4, Atli Már Báru-
son 3, Brynjólfur Snær Brynjólfs-
son 3, Heimir Óli Heimsson 3,
Tjörvi Þorgeirsson 2, Adam Haukur
Baumruk 2, Jón Þorbjörn Jóhanns-
son 1.
Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson
10.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunn-
ar Óli Gústafsson.
Áhorfendur: 750.
Selfoss – Haukar 27:29
Varmá, Olísdeild karla, sunnudaginn
24. mars 2019.
Gangur leiksins: 1:2, 1:5, 4:7, 6:9, 8:11,
11:12, 11:13, 13:14, 14:19, 18:21, 21:23,
22:26.
Mörk Aftureldingar: Finnur Ingi Stef-
ánsson 7/3, Tumi Steinn Rúnarsson
4/1, Elvar Ásgeirsson 4, Júlíus Þórir
Stefánsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 2,
Einar Ingi Hrafnsson 2.
Varin skot: Pálmar Pétursson 8, Arnór
Freyr Stefánsson 5.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk KA: Áki Egilsnes 11/1, Tarik Kas-
umovic 10, Jovan Kukobat 2, Jón Heið-
ar Sigurðsson 1, Andri Snær Stefáns-
son 1, Dagur Gautason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 14/1.
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og
Hörður Aðalsteinsson.
Áhorfendur: 200.
Afturelding – KA 22:26
Clinch getur gert betur. Það er virki-
lega vel gert hjá Grindavík að vinna
gegn jafn sterku liði og Stjarnan er, án
þess að Clinch hafi átt sérstaklega góð-
an leik.
Hlynur Bæringsson var stærsta
ástæða þess að Stjarnan náði að jafna
leikinn undir lokin. Hann er glæsilegur
leiðtogi innan vallar og reif hann liðs-
félaga sína áfram. Það dugði hins veg-
ar ekki til að þessu sinni. Ægir Þór
Steinarsson hitti illa, Brandon Rozzell
spilaði ekki eins vel og oft áður og lítið
kom út úr Tómasi Þórði Hilmarssyni.
Annti Kanervo byrjaði mjög vel hjá
Stjörnunni, en hann gerði lítið í seinni
hálfleik. Stjörnumenn eiga því töluvert
inni. Grindavík þarf að spila enn betur
til að leggja Stjörnuna að velli í Garða-
bænum næstkomandi miðvikudag.
Grindvíkingar sönnuðu það hins vegar
fyrir sjálfum sér og öðrum, að þeir
geta unnið deildar- og bikarmeist-
arana, þrátt fyrir að fáir hefðu spáð því
fyrir einvígið.
Njarðvík stakk af í Breiðholtinu
Njarðvíkingar eru ansi nálægt sæti í
undanúrslitunum eftir sannfærandi
85:70 sigur á ÍR í Seljaskóla í gær-
kvöldi. Njarðvík er nú 2:0 yfir í einvígi
liðanna og getur sópað Breiðhyltingum
úr keppni á heimavelli næsta miðviku-
dag. Suðurnesingar unnu nokkuð
nauman sigur í fyrsta leiknum sem var
jafn og spennandi eins og báðir deild-
arleikir liðanna í vetur. Í gærkvöldi
gerðist það loks að annað þessara liða
fór með afgerandi sigur af hólmi.
Njarðvíkingar voru fastir fyrir, spiluðu
gríðarlega góðan varnarleik og voru
með yfirhöndina frá fyrsta leikhluta.
Maciek Stanislav Baginski var frá-
bær í liði Njarðvíkur, skoraði 21 stig og
var hreinlega alls staðar á vellinum að
gera ÍR-ingum lífið leitt þann hálftíma
sem hann spilaði. Hjá heimamönnum
var Gerald Robinson stigahæstur með
25 stig en engu að síður var tilfinningin
sú í leikslok að hann, rétt eins og aðrir
lykilmenn ÍR, gerði ekki nóg þegar á
reyndi. Matthías Orri Sigurðarson,
sem var einn besti leikmaður Íslands-
mótsins í fyrra, var til að mynda
skugginn af sjálfum sér og skoraði úr
aðeins þremur af þrettán skotum sín-
um. Þá voru ÍR-ingar auðvitað án öfl-
uga Bandaríkjamannsins Kevin Ca-
pers sem tók út leikbann eftir að hafa
slegið leikmann Njarðvíkur í fyrsta
leiknum. Breidd ÍR liðsins var ekki svo
mikil fyrir og munaði um hann. „Við
erum að súpa seyðið af heimskupörum
Capers,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari
ÍR, í samtali við Morgunblaðið og eru
það orð að sönnu.
Njarðvíkingum vex ásmegin
Það skal þó ekkert taka af Njarðvík-
ingum sem léku frábærlega í Selja-
skóla í gær. Þeir töpuðu seinni leik lið-
anna í deildarkeppninni og svöruðu
fyrir það í síðustu viku þegar úr-
slitakeppnin hófst. Í gærkvöldi gengu
þeir svo skrefi lengra er þeir héldu ÍR-
ingjum í skefjum nær allan leikinn og
þögguðu niður í áhorfendum í Selja-
skóla sem eru svo oft háværir á pöll-
unum. Njarðvíkingar töpuðu bikarúr-
slitaleiknum í síðasta mánuði en það
virðist hafa gert þá enn hungraðri nú
þegar úrslitakeppnin er komin af stað.
Það er ljóst að Njarðvíkingar allir ætli
að leggja allt í sölurnar í vor.
og dramatík í Grindavík
gegn Stjörnunni með flautukörfu Grindavík jafnaði einvígið í 1:1 gegn tvöföldu
útivelli og nálgast undanúrslitin Lykilmenn ÍR koðnuðu niður þegar á reyndi
Hertz hellirinn, Dominos-deild
karla, 8 liða úrslit, annar leikur,
sunnudaginn 24. mars 2019.
Gangur leiksins: 2:2, 7:7, 9:13,
10:18, 18:22, 23:28, 27:35, 32:41,
38:49, 40:58, 46:60, 49:65, 57:70,
63:73, 65:78, 70:85.
ÍR: Gerald Robinson 25/15 fráköst,
Hákon Örn Hjálmarsson 19, Sig-
urður Gunnar Þorsteinsson 9/4,
Matthías Orri Sigurðarson 9, Hafliði
Jökull Jóhannesson 3, Sæþór Elm-
ar Kristjánsson 2, Benoný S. Sig-
urðsson 2, Sigurkarl R. Jóhann-
esson 1.
Fráköst: 17 í vörn, 13 í sókn.
Njarðvík: Maciek Stanislav Bag-
inski 21/4 fráköst, Jeb Ivey 17, Eric
Katenda 15/10 fráköst, Ólafur Helgi
Jónsson 12, Mario Matasovic 6/4,
Elvar Friðriksson 5/9 stoðsend-
ingar, Jón A. Sverrisson 5, Logi
Gunnarsson 4.
Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.
Áhorfendur: 589.
Njarðvík er 2:0 yfir í einvíginu.
ÍR – Njarðvík 70:85
ingar, Johann Arni Olafsson 2, Krist-
ófer Breki Gylfason 2.
Fráköst: 31 í vörn, 7 í sókn.
Stjarnan: Antti Kanervo 20/5 stoð-
sendingar, Hlynur Elías Bæringsson
20/12 fráköst, Brandon Rozzell 13/9
fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/4
fráköst/9 stoðsendingar, Collin Pryor
10, Tómas Þ. Hilmarsson 4/5 fráköst,
Arnþór F. Guðmundsson 3.
Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.
Áhorfendur: 453.
Staðan í einvíginu er 1:1.
arnan 84:82
Undankeppni EM karla 2020
C-RIÐILL:
Norður-Írland – Hvíta-Rússland ........... 2:1
Jonny Evans 30., Josh Magennis 87.– Igor
Stasevich 33.
Holland – Þýskaland ............................... 2:3
Matthijs de Ligt 48., Memphis Depay 63. –
Leroy Sané 15., Serge Gnabry 34., Nico
Schulz 90.
Staðan:
Norður-Írland 2 2 0 0 4:1 6
Holland 2 1 0 1 6:3 3
Þýskaland 1 1 0 0 3:2 3
Eistland 1 0 0 1 0:2 0
Hvíta-Rússland 2 0 0 2 1:6 0
D-RIÐILL:
Georgía – Sviss ........................................ 0:2
Steven Zuber 57., Denis Zakaria 80.
Gíbraltar – Írland .................................... 0:1
Jeff Hendrick 49.
E-RIÐILL:
Wales – Slóvakía ...................................... 1:0
Daniel James 5.
Ungverjaland – Króatía.......................... 2:1
Adam Szalai 34., Mate Patkai 76. – Ante
Rebic 13.
Staðan:
Slóvakía 2 1 0 1 2:1 3
Wales 1 1 0 0 1:0 3
Króatía 2 1 0 1 3:3 3
Ungverjaland 2 1 0 1 2:3 3
Aserbaídsjan 1 0 0 1 1:2 0
F-RIÐILL:
Malta – Færeyjar ..................................... 2:1
Kyrian Nwoko 13., Steve Borg 77. (víti) –
Jákup Thomsen 90.
Svíþjóð – Rúmenía................................... 2:1
Robin Quaison 33., Viktor Claesson 40. –
Claudiu Keseru 58.
Spánn – Noregur ..................................... 2:1
Rodrigo 16., Sergio Ramos 71. (víti) – Jos-
hua King 65. (víti).
G-RIÐILL:
Ísrael – Austurríki................................... 4:2
Eran Zahavi 34., 45., 55., Munas Dabbur
66. – Marko Arnautovic 8., 75.
Pólland – Lettland................................... 2:0
Robert Lewandowski 76., Kamil Glik 84.
Slóvenía – Norður-Makedónía............... 1:1
Miha Zajc 34. – Enis Bardhi 47.
Staðan:
Pólland 2 2 0 0 3:0 6
Ísrael 2 1 1 0 5:3 4
N-Makedónía 2 1 1 0 4:2 4
Slóvenía 2 0 2 0 2:2 2
Austurríki 2 0 0 2 2:5 0
Lettland 2 0 0 2 1:5 0
I-RIÐILL:
Kasakstan – Rússland ............................. 0:4
Denis Tsjerishev 19., 45., Artem Dzjuba
52., Sjálfsmark 62.
San Marínó – Skotland............................ 0:2
Kenny McLean 4., Johnny Russell 74.
Kýpur – Belgía......................................... 0:2
Eden Hazard 10., Michy Batshuayi 18.
Staðan:
Belgía 2 2 0 0 5:1 6
Kýpur 2 1 0 1 5:2 3
Rússland 2 1 0 1 5:3 3
Kasakstan 2 1 0 1 3:4 3
Skotland 2 1 0 1 2:3 3
San Marínó 2 0 0 2 0:7 0
J-RIÐILL:
Bosnía – Armenía .................................... 2:1
Rade Krunic 33., Deni Milosevic 80. – Hen-
rikh Mkhitaryan 90. (víti).
Ítalía – Finnland ...................................... 2:0
Nicolo Barella 7., Moise Kean 74.
Liechtenstein – Grikkland ..................... 0:2
Konstantinos Fortounis 45., Anastasios
Donis 80.
Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein.
Þýskaland
A-deild kvenna:
Wolfsburg – Mönchengladbach ............. 8:0
Sara Björk Gunnarsdóttir var hvíld í liði
Wolfsburg.
Duisburg – Leverkusen .......................... 1:0
Sandra María Jessen lék síðasta hálftím-
ann með Leverkusen.
Spánn
B-deild:
Sporting Gijon – Real Oviedo ................ 1:0
Diego Jóhannesson lék síðasta hálftím-
ann með Real Oviedo.
Ítalía
Roma – Atalanta ...................................... 0:3
Kristrún Rut Antonsdóttir lék ekki með
Roma.
Austurríki
Vorderland – Sturm Graz ...................... 1:2
Andrea Mist Pálsdóttir lék allan tímann
með Vorderland.
Danmörk
B-deild:
Roskilde – Thisted................................... 2:1
Frederik Schram lék í markinu hjá
Roskilde.
Viborg – Helsingör.................................. 1:1
Ingvar Jónsson lék í markinu hjá Vi-
borg.
KNATTSPYRNA