Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Ágeir Ingvarsson ai@mbl.is Auglýsingar Valur Smári Heimissonvalursmari@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg É g vinn hjá VSÓ Ráðgjöf sem er verk- fræðistofa og kannski aðeins meira en það. Mín helstu verkefni snúa að húsnæðis- og skipulagsmálum þar sem ég reyni að styðja sveitarfélög og þróunaraðila í að móta góða, skemmtilega og umhverfis- væna byggð. Undanfarið ár hef ég verið að aðstoða á annan tug sveitarfélaga við að gera hús- næðisáætlanir. Öll sveitarfélög eiga að hafa gert húsnæð- isáætlun núna í byrjun mars,“ segir Sverrir, spurður um sín störf. Hvað myndi gera Reykjavík að betri borg? „Reykjavík yrði betri borg ef það væri ánægjulegra að ganga um hana og ef geymslustaðir bíla réðu ekki öllu varðandi næsta umhverfi bygginga. Ef við gætum ákveðið að fara ekki mikið umfram núverandi fjölda bíla í umferð næstu ár- in og boðið fólki aðra valkosti til að komast á milli í flestar reglulegar ferðir þá getum við samt haft pláss fyrir atvinnubíla og einkabíla fyrir þá sem þurfa án þess að þeir lendi í umferðarstoppi. Annars skilst mér að flugbílar séu bara handan við hornið,“ segir hann. Hvað gerir þú eftir vinnu? „Fjölmiðlakúr- inn minn er sam- bland af léttu og þungu. Inga Rún konan mín sér þeg- ar ég er orðinn lú- inn af fræði- bókalestri og lætur mig hafa krimma og aðrar skemmti- legar bækur sem mér myndi ekki detta í hug að lesa að fyrra bragði. Nú síðast datt ég inn í Jørn Lier Horst- bækurnar um norska lögreglumanninn William Wisting. Í fyrsta skipti langar mig til Noregs. Annars hef ég verið að lesa nýju bókina hans Donald Shoup um áhrif bíla- stæða á borgarþróun,“ segir Sverrir. Hvað kryddar tilveruna? „Góður matur er bók- staflega kryddið í tilver- unni að mínu mati og mér finnst það ein besta þróun- in í Reykjavík undanfar- inn áratug, hvað góðir veitingastaðir eru orðnir margir. Mathöllin á Hlemmi er ótrúlega vel heppnað dæmi um endur- nýjun í borginni. Það var líka svakalega skemmti- legt að fara á nýja Le Kock-staðinn í Tryggvagötu. Þar eru drykkirnir líka á góðu verði og klassískt hipphopp í hátölurunum. Svo er enduropnun La Primavera í Marshall-húsinu (annað dæmi um frábæra endurnýjun í borginni) einhverjar bestu fréttirnar því ég hef saknað hans frá því honum var lokað hér um árið.“ Góður matur kryddar tilveruna Sverri Bollasyni verkfræðingi er umhugað um hag borgarbúa og vill ekki að bílum fjölgi í Reykjavík, heldur að umhverfið verði vist- legra fyrir gangandi vegfarendur. Þegar hann er ekki að vinna les hann góðar bækur og eldar framúrskarandi mat. Marta María | mm@mbl.is Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson Sverrir Bollason verk- fræðingur hjá VSÓ. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Þ að verður ekki af Svíunum tekið að þeir setja öryggið á oddinn. Nýj- asta varan frá vörubílaframleiðandanum Scania er gott dæmi um þetta en þar hafa verkfræðingar þróað nýja kynslóð öryggisvesta. C-me vestið er sannkallað hátæknivesti; búið skynjurum sem greina hvenær stigið er út úr ökutækinu og kveikja þá á díóðu- ljósum sem fest eru á vestið. Má ráða hvort ljósin blikka eða loga stöðugt. Hreyfiskynjarar eiga líka að nema ef notandinn fellur eða fær á sig högg, eða ef hann liggur hreyfingarlaus. Kveikir vestið þá á snjallforriti sem hefur samband við neyðarnúmer og sendir upplýsingar um staðsetningu ökumannsins. Snúa má vestinu á rönguna og er önnur hliðin grá en hin í skærgulum lit sem sést langar leiðir. Þeir sem vilja passa upp á hreinlætið geta fjarlægt rafbún- aðinn og skellt vestinu í þvottavél. Skemmir heldur ekki fyrir að vestið virðist vera nokkuð smekklega hannað. Scania segir brýnt að auka öryggi vöruflutningafólks og bendir á að slysin hendi iðulega í kringum ökutækið, frekar en á bak við stýrið. Meðal algengustu vinnuslysa vöruflutningabílstjóra eru beinbrot sem hljótast af því að þeim skrikar fótur eða falla úr háu ökutækinu. C-me vestið var frumsýnt í febrúar á raftækjasýningunni Mobile World Congress í Barselóna og á að verða fáanlegt hjá Scania-umboðum um allan heim um mitt þetta ár. ai@mbl.is Scania með snjallt öryggisvesti fyrir bílstjóra Svona lítur öryggisvestið út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.