Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 S tarf mitt felst í því að losa vörur og gáma úr skipum sem koma vikulega og lesta þau síðsan með áli frá Isal og fleiri útflutningsvörum. Síðan er ég líka að þjónusta Isal í mörgu öðru sem krefst vélavinnu,“ segir Sanda. Spurð hvers vegna þetta starf hafi orðið fyrir valinu segir hún að lífið hafi tekið í taumana og vinnan hafi þróast svona. „Ég valdi ekki beint þetta starf. Ég byrjaði að vinna í mötuneyt- inu hjá Isal árið 2001, þá 21 árs gömul, þar starfaði ég í eitt ár eða svo. Síðan sótti ég um flutning í annað starf innan Isal og var boðið starf á höfninni. Ég hef verið þar síðan,“ segir hún. Það að vinna á lyftara niðri á höfn er fjölbreytt og skemmtilegt að mati Söndru. „Ég hef enn gaman af flestu sem ég er að gera. Síðan eru vinnu- félagarnir líka alveg frábærir,“ segir hún og bætir við: „Það eru fæstir dagar venjulegir. Maður veit sjaldnast hvaða verkefni maður fær þann daginn. Það getur verið gámalyftari, frá litlum lyfturum með 3,5 tonna lyftigetu og upp í stóra með 16 tonna lyftigetu, moka snjó eða efni á hjólaskóflu, hífa á krana, vinna á hjólagröfu eða beltagröfu eða bara á jarðvegsþjöppu og jafnvel bara handskóflu.“ Sandra starfar hjá Snók verktökum, en fyrirtækið tók við höfn- inni í Straumsvík í júní 2017. Hún segir að hún hafi fylgt með. Hvaða menntun þarf kona sem vinnur á lyftara að hafa? „Ég er með próf og kennslu- réttindi á allar vélar nema valt- ara og malbikunarvélar en ég er ekki með meiraprófið.“ Hver er besti lyftarinn að þínu mati? „Ef ég á að velja bestu lyft- arana þá er það Konecranes sem skara fram úr. Þeir eru mjög liprir og þægilegir.“ Hlustar þú á eitthvað við vinnuna? „Ég hlusta mest á tónlist í útvarpinu – er ekki mikið fyrir að hlusta á blaður.“ Sandra segir að vinnan við höfnina sé ævintýri líkust. „Það hefur margt eftirminnilegt gerst á svona stórum vinnustað. Það var til dæmis þegar ég var að vinna niðri í lest á skipi, sem var að koma að utan, og við stöndum nokkrir vinnufélagar og erum að spjalla saman. Allt í einu hætta allir að tala og einblína í skelfingu á mig og byrja að benda á hausinn á mér. Það fyrsta sem mér datt í hug var að ég væri með eitthvert lifandi kvikindi ofan á hjálminum mínum, sem reyndist vera hlussustór og loðin kónguló. Mér er ekki illa við skordýr en þarna hoppaði ég næstum jafnfætis upp úr lest- inni á skipinu,“ segir hún og hlær. Hvað drífur þig áfram? „Það sem drífur mig áfram í starfi er fjölbreytt vinna og góður starfsandi,“ segir Sandra og þegar hún er spurð út í framtíðarplön sín og hvar hún sjái sig eftir fimm ár kemur ekkert hik á hana. „Ég verð klárlega bara fimm árum eldri á sama stað.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sandra Júlíusdóttir starfar á lyftara í Straumsvík. Með réttindi á flest nema valtara Sandra Júlíusdóttir starfar á lyftara við höfnina í Straumsvík. Hún elskar vinnuna sína og segir að hver dagur sé ævintýri. Marta María | mm@mbl.is „Ég er með próf og kennsluréttindi á all- ar vélar nema valtara og malbikunarvélar en ég er ekki með meiraprófið.“ FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 Vandaðir vinnuhanskar í öll verk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.