Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 9 Landsbankinn býður fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri hagstæðar leiðir við fjármögnun á nýjum og notuðum atvinnutækjum og bifreiðum. Hagstæð tækjafjármögnun landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Þ eir sem reynt hafa vita hversu miklu það getur breytt að eiga góðan vinnufélaga. Helgi Ragn- arsson, sendibílstjóri hjá Sendi- bílastöðinni, þekkir þetta vel, og á eins ljúfan og elskulegan vinnufélaga og hugsast getur: chihuahua-hundinn Frosta Aþenuson. Helgi útskýrir að Frosti litli sé kenndur við einstæða móður sína því enginn viti hver pabbinn er: „Leiðir okkar Frosta lágu saman fyrir sex árum en hann hafði ver- ið í eigu frænku minnar. Hún átti annan hund fyrir og samdi honum og Frosta ekki vel svo að finna þurfti nýtt heimili fyrir þann litla. Ég tók hann að mér og ætlaði að finna Frosta annan eiganda, en endaði svo á að taka hann að mér sjálfur.“ Frosti litli er afskaplega lukkulegur með hlutskipti sitt og lætur fara vel um sig í að- stoðarökumannssætinu á Iveco Daily- sendibílnum sem Helgi notar. „Ég er með handklæði undir honum og býr hann sér til bæli á farþegasætinu þar sem hann lúrir mestallan daginn. Við tökum svo nokkra stutta göngutúra á milli verkefna svo hann geti viðrað sig.“ Gott að hafa félagsskap Ekki er erfitt að skilja hvernig Frosta tókst að heilla Helga upp úr skónum: „Hann hegðar sér skemmtilega, getur verið mjög ákveðinn og er duglegur að labba. Þá er hann úthaldsgóður og hraustur, en líka með- færilegur og geltir sáralítið – og þá helst bara ef hann sér aðra hunda. Alla jafna er Frosti pollrólegur og einstaklega vinalegur.“ Helgi segir líka heppilegt að Frosti skuli ekki vera stærri, enda gæti fyrirferðarmeiri hundategund seint komist fyrir í bílnum. Þá sé ómetanlegt að hafa félagsskap krílisins og getur Frosti alltaf átt von á því að fá smá klapp ef sendibíllinn stoppar á rauðu ljósi. „Það skiptir mig miklu að hafa hann við hlið- ina á mér frekar en að þurfa að sitja einn og hlusta á auglýsingarnar í útvarpinu. Raunar eru það mikil forréttindi að ég geti fengið að hafa hund með mér við vinnuna,“ segir Helgi og bendir á að stóran hluta vinnudagsins séu sendibílstjórar einir á ferðinni á milli staða. Frosti fær gjafirnar Frosti flækist ekki fyrir heldur situr á sín- um stað þegar Helgi flytur varninginn á milli staða. „Oft taka viðskiptavinirnir ekki eftir honum fyrr en kemur að því að gera upp aksturinn. Fastakúnnarnir sem þekkja Frosta eru afskaplega glaðir að hitta hann og oftar en ekki er honum heilsað á undan mér.“ Helgi segir það aldrei hafa hent að einhver hafi brugðist illa við Frosta; þvert á móti vilji flestir fá að klappa honum, knúsa og kjassa, og er Frosti meira en til í það. „Ég held það hafi ekki klikkað að ef viðskiptavinur gefur okkur jólagjöf þá er hún ætluð Frosta, en ekki mér,“ segir Helgi glettinn. Þau sex ár sem Frosti hefur haft eftirlit með að vinnan gangi vel fyrir sig hefur hann aldrei pissað í bílnum, né orðið meint af bröltinu, en þótt hann sé smár á hann það stundum til að stökkva niður úr sætinu. „Frosti kemur alltaf með, nema ef mjög kalt er í veðri, því ekki væri gott að skilja hann eftir einan í bílnum ef ég þarf að athafna mig einhvers staðar í tvo eða þrjá tíma. Þá fer Frosti í búrið sitt heima og sést á honum að hann er örlítið spældur þótt hann hlýði, og myndi miklu frekar vilja vera með mér í vinnunni.“ Leitun að betri vinnufélaga Fastakúnnarnir eiga það til að heilsa hundinum Frosta á undan eiganda hans, Helga Ragnarssyni sendibílstjóra. Frosti fær gjarnan klapp á rauðu ljósi og geltir sjaldan. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Ragnarsson og hundurinn Frosti sem kemur alltaf með allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.