Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 8
K ominn er sprækur nýr vinnuklár í hlöðuna hjá Ford: nýjasta kynslóð litla sendiferðabílsins Ford Tran- sit Connect var að lenda og segir Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri hjá Brimborg, að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við kynntum Connect formlega á fimmtu- dag í síðustu viku og hann vakti lukku enda vel útbúinn og fjölhæfur sendibíll.“ Ford var í öðru sæti yfir mest seldu sendi- bíla síðasta árs og var fyrri kynslóð Transit Connect sá Ford-sendibíll sem seldist mest. Nýja kynslóðin hefur verið bætt á ýmsa vegu og m.a. fengið vel heppnaða andlitslyftingu. „Það má skrifa vinsældir Ford-sendibílanna á ótal þætti. Transit Connect þykir þannig vera mjög rúmgóður, bæði hvað hleðslurýmið varðar sem og það pláss sem ökumaður og farþegi hafa, og munu stórir og stæðilegir karlar ekki verða varir við nein þrengsli und- ir stýri.“ Olíumiðstöð skynjar umhverfishitann Meðal þess sem hitt hefur í mark hjá við- skiptavinum Brimborgar er að Transit Con- nect kemur með Webasto-olíumiðstöð með fullkomnum tímastilli. „Það má stilla mið- stöðina fyrir næsta vinnudag eða alla vinnu- vikuna ef því er að skipta, svo að hún fari af stað rétt áður en dagurinn byrjar. Er þá hægt að hefja vaktina í hlýjum og notalegum bíl,“ útskýrir Gísli. „Miðstöðin skynjar um- hverfishitann og fer af stað hæfilega löngu áður en bíllinn á að vera orðinn heitur – og kveikir jafnvel ekki á sér ef ekki er það kalt úti að þurfi viðbótarkyndingu. Þá kemur olíu- miðstöðin sér vel á köldustu vetrardögunum enda vélar nú til dags orðnar svo sparneytnar að lítið er af umframorku til að hita farþega- rýmið. Vill það jafnvel henda þegar frystir að ökumenn þurfi að stöðva bílinn og skafa af rúðunum því venjuleg miðstöð hitar ekki nógu vel til að halda glerinu volgu. Að hafa aukamiðstöð frá Webasto leysir þann vanda en hefur sáralítil áhrif á eyðsluna.“ Pláss fyrir löng rör Af öðrum eiginleikum Transit Connect nefnir Gísli að fella megi niður lítið þil á bak við farþegasætið og þannig koma betur fyrir á gólfi bílsins löngum hlutum eins og viðar- fjölum, stálteinum og rörum. „Pípararnir eru mjög hrifnir af þessum möguleika og ná að loka afturhurðinni þó þeir séu að flytja þriggja metra löng rör á milli staða.“ Fá má Transit Connect í ýmsum útgáfum en Gísli segir mest seljast af sk. „Edition“- útfærslu. „Fylgir þá með klæðning í gólfi hleðslurýmis, góð hljómtæki með fjarstýr- ingu í stýri og blátannartengingu fyrir far- síma, upphitanlegar rúður í afturhurðum, díóðulýsing í flutningsrými, nálægðarskynj- arar að aftan og rennihurðir á báðum hliðum – svo eitthvað sé nefnt.“ Af staðalbúnaði má nefna upphitanlega framrúðu og þvottakerfi framljósa, rafdrifna og upphitanlega útispegla, aksturstölvu, ESP-stöðugleika-stýrikerfi, fjölstillanlegt ökumannssæti og stýri og halógen-aðalljós. Rásfastur og rúmgóður „Transit Connect er framhjóladrifsbíll með spólvörn og eins og aðrir Ford-sendibílar þykir hann hafa prýðilega aksturseiginleika, jafnvel þegar færðin er slæm. Þá er Transit Connect búinn átta þrepa sjálfskiptingu, sem þykir óvenjulegt í sendibíl, en þýðir að hann eyðir minna eldsneyti.“ Gísli bætir við að til viðbótar við ökumann sé pláss fyrir einn eða tvo farþega eftir því hvernig sæti eru valin og fékk Transit Con- nect fimm stjörnur í evrópskum öryggispróf- unum. „Velja má um styttri og lengri gerð, og bætast 40 cm við hleðslurýmið í lengri útgáf- unni, og getur bíllinn þá rúmað tvö vöru- bretti.“ Transit Connect fæst bæði með dísil- og bensínvél og segir Gísli að Ford sé einn fárra framleiðenda sem hugsi fyrir því að koma í veg fyrir að ökumenn setji óvart ranga elds- neytistegund á tankinn. „Stundum á fólk það til að ruglast, og teygja sig óvart í þá elds- neytisdælu sem það er vanast að nota, t.d. til að fylla heimilisbílinn. Hefur verið gengið þannig frá opinu fyrir eldsneytisstútinn að það ætti að vera ómögulegt að setja fyrir mis- gáning bensín á tankinn á dísilvél, eða öfugt.“ Pallbílar fyrir vinnuhópa Gísli segir Transit Connect henta flestum iðnaðarmönnum vel og sé tilvalinn valkostur fyrir alls kyns vörusendingar. Hafi kaup- endur aðrar þarfir býður Ford upp á breitt úrval ökutækja, s.s. Transit Custom sem er meðalstór sendibíll og Transit Van sem er enn stærri. Allir þessir bílar eru fáanlegir bæði beinskiptir og sjálfskiptir og Transit Van er fáanlegur fjórhjóladrifinn. „Pallbílarnir frá Ford eru líka í uppáhaldi hjá mörgum, og mikið notaðir af sveitar- félögum sem eru með vinnuhópa á ferðinni. Þeir eru einnig fáanlegir sjálfskiptir og fjór- hjóladrifnir, en Ford-pallbílar geta rúmað allt að sex farþega auk ökumanns og á pall- inum er hægt að geyma áhöld eða flytja gar- ðaúrgang, möl, jarðveg og túnþökur.“ Morgunblaðið/Hari Heitur og notalegur í byrjun dags Webasto-olíumiðstöð með tímastilli er í Ford Transit Connect-sendibílunum frá Brimborg og tryggir þægilegri byrjun á vinnudeginum. Lengri útgáfan rúmar tvö vörubretti. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Umhverfi ökumanns er hannað til að hámarka þægindi og notagildi. Fella má niður skilrúm farþegamegin til að rúma langa hluti eins og rör og fjalir. Að sögn Gísla er Ford Transit Connect er í miklu uppáhaldi hjá iðnaðarmönnum. Með nýrri kyn- slóð batnar þessi ágæti sendibíll á ýmsa vegu og hefur hann líka verið gerður ögn huggulegri. 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 Það munar um að hafa dyr á öll- um hliðum og þannig óheft að- gengi að tækjum og vörum. Lengri útgáfa Transit Connect getur rúmað tvö vörubretti í afturrýminu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.