Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar
í Síðumúla 32, Reykjavík.
Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á
ellert@alnabaer.is
Forstjóri Samgöngustofu
Við leitum að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á þróun og framtíð samgöngumála á Íslandi,
metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs.
Ráðherra skipar forstjóra Samgöngustofu til fimm ára frá 6. ágúst nk.
Forstjóri Samgöngustofu stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hjá Samgöngu-
stofu starfa 150 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Stofnunin fer með stjórnsýslu, öryggismál og eftirlit
á sviði flugmála, umferðar- og vegamála, siglinga- og hafnamála. Meðal annarra verkefna Samgöngustofu
eru rannsóknir, greining og þróun á starfssviðinu ásamt fræðslu og upplýsingamiðlun um samgöngumál.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi.
• Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, stefnumótun og áætlanagerð.
• Færni til að vinna að umbótum.
• Reynsla af alþjóðasamstarfi kostur.
• Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg.
• Góð hæfni til samvinnu og í samskiptum.
Umsókn skal fylgja stutt kynningarbréf um hvers vegna sótt er um starfið og upplýsingar um árangur
sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í starfi forstjóra Samgöngustofu.
Upplýsingar um embættið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytis-
stjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, í síma 545 8200.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 1. apríl nk.
Umsóknum skal skila rafrænt á starf@srn.is.
Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is.
Umboðsmaður Alþingis mun á næstunni ráða í
tvö störf lögfræðinga. Störfin eru annars vegar við
athuganir og úrvinnslu kvartana og annarra mála sem
umboðsmaður fjallar um og hins vegar einkum við
frumkvæðis- og OPCAT-eftirlit.
• Leitað er að einstaklingum með embættispróf í lög-
fræði eða grunnnám í lögfræði auk meistaraprófs í
greininni.
• Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt sig eftir stjórn-
sýslurétti og/eða skyldum greinum í námi eða hafi
starfsreynslu á því sviði.
• Í starfi við frumkvæðis- og OPCAT-eftirlit er að auki
æskilegt að viðkomandi hafi sérstaklega lagt sig
eftir námi eða hafi reynslu á sviði mannréttinda eða
öðrum réttarsviðum sem reynir á við eftirlit með
stöðum þar frelsissviptir einstaklingar dveljast.
• Gerð er krafa um gott vald á ritun texta á íslensku.
• Gerð er krafa um góða kunnáttu í ensku og
kunnáttu í einu Norðurlandamáli.
• Um er að ræða krefjandi störf á sviði lögfræði.
Lögð er áhersla á að umsækjendur geti unnið sjálf-
stætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álita-
efna, séu skipulagðir og hafi gott vald á aðferða-
fræði lögfræðinnar.
• Frumkvæðis- og OPCAT-eftirlit felst m.a. í vett-
vangsathugunum og skýrslugerð um þær. Þeir
sem hafa reynslu úr slíkum störfum eru sérstaklega
hvattir til að sækja um.
• Í báðum tilvikum er leitað að einstaklingum sem
hafa til að bera frumkvæði, ríka þjónustulund og
lipurð í mannlegum samskiptum.
Áhugasamir sem uppfylla ofangreindar hæfnikröfur
eru hvattir til að senda inn umsókn. Um starfskjör fer
eftir kjarasamningi og nánara samkomulagi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
starfsferil og önnur atriði skal senda á netfangið
postur@umb.althingi.is eða á skrifstofu umboðs-
manns Alþingis, Þórshamri, Templarasundi 5, 101
Reykjavík, merkt: Starfsumsókn.
Þess er óskað að í umsóknum verði gerð grein fyrir
um hvort starfið er sótt og þekkingu og reynslu
umsækjanda í samræmi við það sem fram kemur um
hvort starf og að staðfesting um nám fylgi.
Umsóknarfrestur er til og með 29. mars nk.
Upplýsingar um störfin eru veittar hjá umboðsmanni
Alþingis í síma 510 6700. Nánari upplýsingar um störf
umboðsmanns Alþingis og OPCAT-eftirlitið má finna á
vefsíðunni: www.umbodsmadur.is.
Lögfræðingar
Þórshamri, Templarasundi 5 - 101 Reykjavík - Sími 510 6700 - Fax 510 6701 - postur@umb.althingi.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
Við finnum rétta
einstaklinginn í starfið www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.