Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 AKADEMÍSKT STARF VIÐ FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD Upphafsdagur er sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. Umsókninni skal fylgja: Háskólinn á Bifröst auglýsir laust 100% starf lektors/ dósents/prófessors í lögfræði við félagsvísinda- og lagadeild. Helstu verkefni eru kennsla og rannsóknir í lögfræði, bæði á grunnstigi í viðskiptalögfræði (BS) og meistarastigi (ML), ásamt leiðsögn með B.S.- og M.L. ritgerðum nemenda. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af rafrænum kennsluháttum. Menntunar- og hæfniskröfur: Fullnaðarpróf í lögfræði Doktorsgráða í lögfræði og nauðsynlegt er að umsækjandi hafi sinnt fræðastörfum. Þau sem búast við að ljúka doktorsgráðu á árinu 2019 koma til greina. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi kennt á á háskólastigi. Enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði Leitað er að umsækjendum með þekkingu og reynslu á sviði tæknilögfræði (IT-law). Umsóknarferli: Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans og eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Helga Kristín Auðunsdóttir, aðstoðardeildarforseti helgaa@bifrost.is Umsóknir skulu sendar á rektor@bifrost.is Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019 1. Ferilskrá og ritaskrá 2. Afrit af prófskírteinum og öðrum starfsréttindum 3. Tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila. Ný tækifæri, nýjar áskoranir! www.hagvangur.is Alls 1.880 íbúðir voru settar á sölu í janúar síðastliðnum og hefur framboðið ekki verið meira síðastliðin sjö ár. Þetta segir í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Niðurstaða þar er að íslenski fasteigna- markaðurinn einkennist nú af nýjum eignum. Slíkt sjáist m.a. á fjölgun þeirra á skrám fasteignasala, en í janúar komu 362 íbúðir í sölu. Að- eins einu sinni frá árinu 2013 hafi fleiri nýbyggingar verið settar á sölu í stökum mán- uði. Mikill meirihluti íbúða selst í janúar undir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð ekki mælst jafnlágt síðan í byrjun árs 2013. Einungis 4% íbúða í Reykjavík og nágranna- byggðum voru seldar yfir ásettu verði í janúar. Íbúðum á landinu öllu fjölgaði um 2.400 í fyrra og eru þær nú 140.600 talsins. Til saman- burðar fjölgaði íbúðum um 1.800 árið 2017. Er þetta mesta fjölgun nýrra íbúða sem orðið hefur í meira en áratug. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúðum um 542, en utan þess varð mesta fjölg- unin í Reykjanesbæ; 227 íbúðir bættust við. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarvogur Eftirsótt hverfi þar sem eignir seljast fljótt. Selfoss Mikið er byggt, svo sem fjölbýli fyrir eldra fólk. Nýjum eignum fjölgar  Meirihluti íbúða selst und- ir ásettu verði Hátt í 300 tonn af pappa spar- ast árlega hjá Krónunni með þeim skrefum sem stigin hafa verið með umhverfisstefnu Krónunnar samkvæmt nýrri samantekt sem gerð hefur verið á árangri fyrirtækisins á sviði umhverfismála. Jafn- framt hefur verslunin náð 25 – 50% orku- sparnaði og minnk- að matar- sóun um meira en helming. Sparnaður í pappírs- notkun hefur náðst með því að hætta útsendingu á vikulegum fjölpósti og því að nú er innflutt grænmeti sett í fjölnotakassa, en var í pappa áður. Jafnframt hefur náðst 25 – 50% orkusparnaður með því að skipta út kælum í versl- unum, taka up led-lýsingu og CO2-kælikerfi. Verslunum breytt Átak Krónunnar í að draga úr matarsóun undir merkinu „Síðasti séns“ hefur minnkað matarsóun í verslununum um helming. Þá hefur verið sett af stað vitundarvakning undir merkjum átaksins Þarftu poka? Í nýrri verslun Krón- unnar í Skeifunni í Reykjavík eru plastburðarpokar meira að segja ekki í boði. Þannig mætti áfram telja ýmsar að- gerðir sem eru liður í um- hverfisstefnu fyrirtækisins. „Því höfum við lagt metnað í umhverfismál og starfsfólk okkar brennur fyrir þau. Við höfum þegar gert töluverðar breytingar til góðs í versl- unum okkar en erum hvergi nærri hætt. Þessi úttekt á stöðu umhverfismála hjá okk- ur var gerð því það er mik- ilvægt að skoða árangurinn og setja sér svo ný markmið,“ segir Gréta María Grétars- dóttir framkvæmdastjóri og ennfremur: „Krónan hefur ýmis áform um það sem við viljum gera á komandi mánuðum og árum og leitum stöðugt nýrra leiða til að geta boðið viðskipta- vinum okkar umhverfisvænni umbúðir.“ Sóunin á undanhaldi  Umhverfisáherslur í Krón- unni  Spara pappa og orku Ljósm/Aðsend Búð Krónan er við Bæjar- braut í Garðabænum. Gréta María Grétarsdóttir Landssamband framsóknar- kvenna kallar eftir þjóðarsátt um að laun dugi til fram- færslu og það sé á færi allra að lifa mannsæmandi lífi. „Það eru mannréttindi að fá laun sem duga til framfærslu og þar eiga kvennastéttir sér- staklega undir högg að sækja. Leggja þarf sérstaka áherslu á að leiðrétta kjör þeirra, “ segir í ályktun LFK. Þar segir ennfremur að öll- um sé til hagsbóta að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Það sé í samræmi við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að verðtryggingin sé afnumin á lánum neytenda. Slíkt sé einnig í samræmi við sam- þykktir Framsóknarflokksins og ekki eftir neinu að bíða með að koma þessari breyt- ingu í framkvæmd. sbs@mbl.is Kjör kvennastétta verði leiðrétt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.