Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Kristín Sif Björgvinsdóttir um lífsins sorgir og sigra. 6 07.03.2019 12 Markaðsstjóri Smáralind- arinnar um konukvöldið 45 lita vörulína frá NYX frumsýnd 20 Útgefandi Árvakur Umsjón Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrun@mbl.is Ábyrgðarmaður Magnús Eðvald Kristjánsson mek@mbl.is, Auglýsingar birtingar@k100.is Prentun Landsprent ehf. Forsíða: Gassi Þ að má líkja K100 við eina stóra og blandaða fjölskyldu, svona eins og fjölskyldur eiga það til að vera. Árið 2017 gekk útvarpsstöðin til liðs við Árvakur og því óhætt að segja að fjölskyldan hafi orðið enn stærri og ríkari. Frá þeim tíma hefur verið unnið af ein- stökum metnaði að því að bæta stöðina, auka mannauð hennar og bjóða upp á fjölbreyttara efni. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en hlustendum fjölgar sem aldrei fyrr. Jafnfram hefur hlustendahópurinn breikkað í aldri. Stúdíó K100 er eins og fjölskyldueldhúsið þar sem allir eru velkomnir til borðs, allir fá orðið og hafa vægi og vigt. Við höfum fengið hvern drauma- viðmælandann í heimsókn á fætur öðrum sem gefa okkur frábær ráð inn í lífið, deilt upplifum sínum, afrekum og árangri, fá hlátursköst í beinni og gefa af sér alla leið okkur til mikillar ánægju. Starfsfólk K100 hefur hlúað að hverju einasta málefni með alúð og auðmýkt sem gerir það að verkum að við höfum eignast frábæra fastagesti í viðmæl- anda hópnum okkar. Einnig fáum við fasta gesta- stjórnendur til liðs við okkur reglulega, sam- anber stærstu poppstjörnu Íslands, sjálfan Pál Óskar Hjálmtýsson en hann stýrir svokölluðu Pallaballi í beinni sem enginn tónlistarunnandi vill missa af. Nýlega fékk stöðin einnig þann heiður að vera valin til þess að senda út eina op- inbera vinsældalista landsins sem ber heitið Topplistinn. Á milli þess sem ljúfir tónar hljóma á stöðinni og við- mælendur fara á kostum er séð til þess að þú fáir nýjustu fréttirnar beint í æð. Stilltu því á 100,5 og vertu partur af K100-fjölskyldunni. Kolbrún Pálína Helgadóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ein stór fjölskylda BRYGGJAN BRUGGHÚS bistro & brewery REYKJAV ÍK 2015 18 Ása Tryggvadóttir segir okkur allt um vortískuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.