Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 18
H
vernig myndirðu lýsa vor-
og sumartískunni þetta
árið í verslunum ykkar?
Mikið af skemmti-
legum trendum í gangi.
Fallegir liti og skemmtileg mynstur.
Við höldum áfram að sjá áhrif frá
gömlum vinnugöllum á skemmti-
legan hátt, síðerma samfestingar,
heilgallar, stórir jakkar og cargo-
buxur. Svo er gaman að sjá öll þessi
fallegu pils, gallapils, síð pils, blómp-
ils o.fl.
Hvaða litir verða mest áberandi í
sumar?
Við höfum tekið eftir því að ís-
lenskar konur eru farnar að velja sér
mikla liti og þess vegna höfum við
verið óhræddar við að taka inn liti
fyrir sumarið. Það er mikið um falleg
litrík mynstur en svo verður guli lit-
urinn mjög áberandi, kremaður litur
og svo er gaman að nefna neonlitina
sem eru að koma sterkir inn.
Er ekkert lát á vinsældum dýra-
mynsturs í skóm og fatnaði á næst-
unni?
Nei, heldur betur ekki, við erum
rétt að byrja. Alls konar dýra-
mynstur í mörgum litum eru
væntanleg hjá okkur í vor og sumar.
Við sjáum nýja liti í dýramynstrum
og skemmtilegar útfærslur.
Hvaða fimm flíkur eru nauðsyn-
legar í fataskáp hverrar konu þetta
vorið?
Fallegt pils, strigaskór, góðar
gallabuxur, sumarlegur kjóll og
hjólabuxur fyrir þær allra djörfustu.
Eru einhverjar nýjungar í skarti
og aukahlutum?
Nýjar hárklemmur og spennur í
öllum stærðum og gerðum eru að
koma sterkar inn og verða áberandi í
allt sumar. Perlur í hárið eru líka að
koma sterkar inn. Mittistöskurnar
halda áfram og svo erum við að bæta
við svokölluðum beltatöskum sem
eru mjög vinsælar. Svo sjáum við
líka þessa svokölluðu „bucket hats“
koma inn .
Buxnadragtir hafa verið vinsælar
að undanförnu, eru þær komnar til
að vera?
Já, ég á von á því – ekki bara
buxnadraktir heldur það sem við
köllum „sett“. Buxur og skyrta eða
toppur í sama prenti og jafnvel bux-
ur og kimónó í sama lit. Það hefur
verið mjög vinsælt hjá okkur og við
fáum meira af því í sumar.
Nú hafið þið unnið þétt með vin-
sælum samfélagsmiðlastjörnum und-
anfarið. Finnið þið bein áhrif þess á
söluna hjá ykkur?
Já, við höfum aðeins verið í því en
við gerum það í bland við notkun
annarra auglýsingamiðla. Við erum
með nokkra aðila sem við vinnum
með af því að þeir vinna faglega fyrir
okkur í þéttu samstarfi. Áhrifin eru
góð þegar vinnan er unnin vel og allir
vinna vel saman. Við vinnum hins
vegar mjög mikið á samfélags-
miðlum, en okkar fókus er miklu
meiri á að dreifa okkar efni og aug-
lýsa sjálf okkar vörur á þeim miðlum.
Efni frá áhrifavöldum er svo góð við-
bót við okkar efni á samfélagsmiðla.
Finnið þið breytingu á stíl ís-
lenskra kvenna með árunum?
Já, heldur betur. Svörtu fötin eru
aðeins farin að víkja og við sjáum
konur fara miklu meira í liti og alls
konar mynstur. Við seljum meira af
pilsum, stelpur eru óhræddar við að
prófa önnur snið, t.d. oversize-stíla,
og svo er það hugrekkið, að blanda
saman fleiri litum og mynstrum. Svo
eru aðrar sem eru meira í þessu
hefðbundna og leitast eftir einföldum
litum og helst ekki mynstrum, sem
er líka fallegt. Mér finnst íslenskar
konur vera mjög duglegar að móta
sinn eigin stíl og það er frábært. Öll
þessi tískutrend henta að sjálfsögðu
ekki öllum, við viljum eiga góð föt
sem henta okkur best en svo er gam-
an að nota þau trend sem henta okk-
ur til að poppa aðeins upp útlitið. Ég
myndi t.d. ekki henda mér í það sjálf
að nota hjólabuxurnar í sumar en ég
veit að þær verða mjög vinsæl-
ar hjá yngri hópi.
Draumaflíkin þín þetta sum-
arið?
Fallegur hermannagrænn
síðerma samfestingur frá Vero
Moda sem ég ætla að nota bæði
við sandala og strigaskó á sólríkum
íslenskum sumardögum.
kolbrun@mbl.is
Íslenskar konur duglegar
að móta sinn eigin stíl
Bestseller sem rekur verslanirnar Vero Moda, VILA,
Jack & Jones, Selected og Name it hefur vart und-
an að opna litríkar vorsendingar þessa dagana. Ása
Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir
einstaklega skemmtilegt tískusumar í vændum.
„Við höfum tekið eftir því að ís-
lenskar konur eru farnar að velja
sér mikla liti og þess vegna
höfum við verið óhræddar við
að taka inn liti fyrir sumarið.
Það er mikið um falleg litrík
mynstur en svo verður guli lit-
urinn mjög áberandi.“
,
Mikið verður
um aukahluti
þetta vorið.
Neon litir verða
áberandi á næstunni.
Hárspennur í öllum
stærðum og gerðum
boða komu sína.
Ekkert lát er á
vinsældum dýra-
mynsturs á
næstunni.
Það er
óhætt að
segja að
samfest-
inga æðið
sé rétt að
byrja.
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Ármúli 21
108 Reykjavík
Sími: 519-2525
Opnunartímar:
Mán-Fös 11:30–14 / 17-21
Lau-Sun 17–21
bombaybazaar.is