Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Á hugafólk um förðun er búið að bíða í ofvæni eftir þess- ari línu, en Can’t Stop Won’t Stop slógu sölumet um heim allan þegar þær komu út árið 2018 í Bandaríkjunum. Spennan leynir sér ekki hjá vöru- merkjastjóra NYX á Íslandi, Ernu Hrund Hermannsdóttur, sem segir einstaklega ánægjulegt að geta kynnt línuna til leiks á sjálfu konu- kvöldi Smáralindarinnar og K100. Litur fyrir alla Línan samanstendur af 45 litum af farða, 24 litum af hyljurum og púðurfarða ásamt 6 litum af lausu púðri, sérstökum förðunarbursta og svampi. „Það er ekki bara sjaldgæft að vörumerki sendi frá sér svona marga liti af farða heldur er líka bú- ið að hugsa fyrir því að allir finni lit sem hentar sínum undirtón. Við er- um nefnilega öll með hlýjan eða kaldan tón í húðinni og það getur verið misjafnt hvaða tón við viljum kalla fram.“ Línan lofar einnig langtíma end- ingu og góðri þekju sem auðvelt er að byggja upp. „Við á Íslandi gerum öðruvísi kröfur til endingar förð- unarvaranna okkar en aðrir, sér- staklega þar sem við viljum að vör- urnar endist og haldist á sínum stað í gegnum hvaða veður sem er. Farð- ar eins og Can’t Stop Won’t Stop gera einmitt það og jafnvel meira til! CSWS-línan er nefnilega 24 tíma vörulína með formúlu sem gefur næringu, gefur þekju og dregur fram það fallegasta í þinni húð. Veglegir kaupaukar Í Hagkaupum er búið að byggja sérstakt sýningarsvæði fyrir farð- ann sem verður opnað kl 17.00 á konukvöldinu og munu fyrstu 100 viðskiptavinirnir okkar sem kaupa tvær eða fleiri vörur úr línunni fá glæsilegan kaupauka.“ Segir Erna kaupaukana veglegasta fyrir þá sem komi fyrstir. „Við getum hreinlega ekki beðið eftir að kynna þessa nýjung og erum meðvituð um það að þetta er frábær viðbót fyrir neytendur. Á meðan fólk finnur sinn eina rétta lit mun DJ Dóra Júlía halda uppi góðu stuði, Camilla Líf og Rabbi kíkja svo við og taka nokkur lög í anda Sunnudagslag- anna sem eru föst hefð hjá hjón- unum á Instagram,“ segir Erna Hrund að lokum. Erna Hrund ráðleggur Hvernig er best að velja og nota farðann: Finnið litatóninn sem hentar ykk- ur, ef þið eruð ekki viss hvort þið vilj- ið hlýjan, kaldan eða hlutlausan tón prófið að setja smá af formúlunni á kjálkabeinið, réttur litur fellur alveg saman við þína húð. Farði eins og Can’t Stop Won’t Stop hentar öllum húðgerðum því í raun er það prim- erinn sem þú velur að setja undir sem segir til um hvernig áferð farðans og ending er. Ef þið eruð með þurra húð notið þið t.d. Honey Dew Me Up primerinn frá sama merki en ef þið eruð með olíu mikla húð notið þið t.d. Shine Killer primerinn. Svo er engin regla um hversu marga pri- mera má nota. Til að fá „dewy“ áferð á CSWS-farðann ykkar toppið þið áferð húðarinnar með Dewy Setting spreyinu frá NYX Professional Makeup. kolbrun@mbl.is 45 lita farðalína frumsýnd Á konukvöldi Smáralind- ar og K100 er vægast sagt búið að efna til veislu hjá NYX Profess- ional Makeup í verslun Hagkaupa. Tilefnið er koma Can’t Stop Won’t Stop vörulínunnar. Í vörunni geta allir fundið rétta litinn fyrir sig. Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri NYX á Íslandi. „Það er ekki bara sjaldgæft að vörumerki sendi frá sér svona marga liti af farða heldur er líka búið að hugsa fyrir því að allir finni lit sem hentar sínum undirtóni.“ Passar þú í skóinn? Allir sem máta glerskó Öskubusku fá Baby Foot fótameðferðina að gjöf.* Kíktu í básinn okkar og fáðu að máta. Við verðum fyrir utan Zara á 1. Hæð í Smáralind á Konukvöldi K100. *á meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.