Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 22
E
urovision-keppnin fer fram
í Tel Aviv 14. maí og verð-
ur spennandi að sjá hvort
Hatari kemst í úrslitin en
þangað hefur framlag Ís-
lands ekki komist frá árinu 2014
þegar Pollapönk keppti fyrir Ís-
lands hönd. Óhætt er að segja að
atriði Hatara sé umdeilt en um leið
vinsælt. Og mögulega verður það
enn umdeildara í alþjóðlegu sam-
hengi þegar til Tel Aviv er komið
vegna ögrandi gjörnings margmiðl-
unarhópsins sem klæðist BDSM-
búningum.
Finnur fyrir miklum létti
Friðrik segist þakklátur fyrir
tækifærið í kringum Söngvakeppn-
ina. Í síðdegisþættinum á K100 hjá
Loga og Huldu sagðist hann hafa
verið mjög vel stemmdur alla
keppnina. „Ég var búinn að teikna
þetta upp hvernig ég vildi hafa þetta
og það rættist allt saman. Ég stjórn-
aði alveg ferðinni, það var mjög góð
tilfinning,“ segir hann einlægur.
Hann viðurkennir að hafa í upphafi
lagt upp með sigur. Þegar úrslitin
lágu fyrir segist hann hafa fundið
ákveðinn létti. Hann segir ástæðuna
margþætta. „Þetta er búið að her-
taka líf þitt í fimm mánuði og það er
rosalega gott að komast út úr því.
Ég fann það um leið og þetta varð
ljóst. Nú get ég farið að gera eitt-
hvað annað,“ útskýrir Friðrik.
Hefði haldið með Hatara
Friðrik Ómar hefði viljað sjá Hat-
ara fara út hefði hann sjálfur verið
óbreyttur borgari að kjósa. „Það er
eitthvað ferskt þarna. Nýtt. Og lagið
er bara gott, flottur húkkur. Og þeir
gera þetta vel.“ Hann segist hrifinn
af því hvernig strákarnir í hljóm-
sveitinni hafa verið búnir að hugsa
næstu leiki langt fram í tímann. Allt
vel útfært og úthugsað. Hann hefur
mikla trú á að bandið eigi eftir að
gera vel enda góðir og metn-
aðarfullir einstaklingar.
Ráð til Hatara
Samband hans við strákana í Hat-
ara var mjög gott. En hvaða ráð
hefur hann gefið þeim eða hvað
mun hann ráðleggja þeim fyrir
keppnina í Tel Aviv? „Ég held að
þeir hafi lært rosalega mikið af
þessu hér heima. Ef ég hefði verið
markaðsmaðurinn þeirra hefði ég
ekki sent þá mikið í viðtöl, nema þá
blaðaviðtöl, enda heppnuðust þau
öll mjög vel.“ Ráðið sem hann
myndi gefa þeim áður en haldið er
til Ísrael væri að sleppa því að vera
mikið í karakter þegar þeir eru
ekki á sviði. „Bara að vera glaðir
og „kind off stage“ en brjálaðir á
sviði,“ segir Friðrik Ómar. Alltaf
best að vera bara maður sjálfur á
milli atriða, segir hann.
Grét í fyrstu skiptin
En þá að Friðriki sjálfum og lag-
inu sem hann samdi sjálfur og
gerði texta við. Hann hefur gengið
í gegnum miklar breytingar í sínu
lífi síðastliðið ár. Lagið fjallar um
stórt og mikið persónulegt uppgjör.
„Ég grenjaði í fyrstu skiptin enda-
laust og komst ekki í gegnum lagið.
En svo verður þetta verkefni og
maður nær aðeins að sleppa tök-
unum á innihaldinu,“ segir Friðrik
Ómar þegar hann er spurður hvort
það hafi tekið á að syngja lag sem
tengist honum sjálfum.
Nýr fasi er mögulega að byrja í
lífi Friðriks Ómars sem tónlistar-
manns þar sem orðin eru farin að
flæða líkt og hann segir sjálfur.
Hann hefur haldið fjölda stór-
tónleika á vegum fyrirtækisins
Rigg ehf. sem hann á og rekur
sjálfur. Fyrirtækið stóð meðal ann-
ars fyrir tónleikum á Fiskideginum
mikla á Dalvík og heiðurstónleikar
hafa verið haldnir um U2, Meat
Loaf, Freddie Mercury og George
Michael auk annarra viðburða um
jól og önnur tilefni.
Nýtt að heyra fólk syngja eigin
lög
En verður breyting á því hjá
Friðriki? „Ég hef alltaf getað samið
lög og vitað það en ég hef ekki get-
að komið orðunum út. Það er í
rauninni lykillinn að því sem nú er
að gerast. Ég bara dæli út textum.
Mér finnst það rosalega skemmti-
legt og ég er að vinna í nokkrum
lögum,“ segir Friðrik Ómar sem
ætlar að gefa næsta lag út í lok
sumars. Honum líður vel og nú er
nýr fasi að hefjast í lífi hans. „Ég
er að koma í fyrsta skipti fram fyr-
ir þjóðina sem laga- og textahöf-
undur og flytjandi. Sem fyrir mig,
að verða 38 ára gamall, er alveg
geggjað,“ segir hann einlægur. „Ég
hef aldrei upplifað áður að semja
lag sem fólk er að syngja og það er
líka geggjað,“ bætir hann við. Hann
stefnir á stórtónleika í Hörpu á fer-
tugsafmæli sínu eftir tvö ár og þá
með frumsömdu efni.
hulda@k100.is
Nýr fasi að hefjast
Lögin tvö sem komust áfram í úrslitaeinvígið í Söngvakeppninni um hvert verður framlag Íslands í Eurovision í ár voru
Hatrið mun sigra með Hatara og Hvað ef ég get ekki elskað? með Friðriki Ómari. Það fór svo að Hatari fékk flest stig
dómnefndar, í fyrri símakosningu sem og í einvíginu við Friðrik Ómar þar sem þjóðin kaus. Hin alþjóðlega dómnefnd
var skipuð 10 aðilum og hafði hún 50% vægi á móti atkvæðum úr símakosningunni. Almenningur og dómnefnd voru
því sammála um röð laganna í ár og ljóst að framlag okkar Íslendinga verður með hljómsveitinni Hatara.
Morgunblaðið/Hari
Friðrik Ómar sér fram á spennandi feril
sem laga- og textahöfundur og flytjandi.
Morgunblaðið/Eggert
Friðrik Ómar hér við flutning á lagi
sínu í Söngvakeppni RUV á dögunum.
Hatari stóð sig vel að mati Friðriks
Ómars og honum finnst ákveðinn
ferskleiki yfir atriðinu.
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019