Umbrot - 16.01.1976, Qupperneq 2
UMBROT spyr:
Hefur UMBROT
þjónað tilgangi sínum
sem óháð bæjarblað?
Ólafur Theódórsson:
Af þeim kynnum sem ég hef
haft af blaðinu hefur það fjallað
um ýmis málefni, sem gott hefur
verið að hreyfa við og gert mikið
gagn, en þetta orð „óháð“ er
mjög teygjanlegt. Blaðið er óháð
pólitískt séð en ég mundi segja
að það væri ekki óháð.
Jón Gunnlaugsson:
Já, ég tel að blaðið þjóni sín-
um tilgangi. Orðið „óháð“ er
mjög víðtækt og það er alltaf
hægt að gagnrýna óháð blað fyr-
ir að taka ekki afstöðu. En blað-
ið er mjög gott núna og ég vona
bara að það haldi áfram á sömu
braut.
Jóhanna Aðalsteinsdóttir:
Mér finnst blaðið svolítið ein-
hæft. Blaðið þyrfti að leita meira
til fólksins um álit á hinum
ýmsu bæjarmálefnum, því fólkið
kemur ekki til ykkar. Það mætti
koma meira fram hvað fólki
finnst um afgreiðslu bæjarmála
og þjónaði þannig tilgangi sín-
um sem bæjarblað.
Friðjón Eðvarðsson:
Mér finnst blaðið mjög gott.
Það eina sem að því er, að al-
menningur mætti skrifa meira
um bæjarmálin almennt. Bæjar-
Ársskýrsla
Slökkviliðsins
Árlð 1975 má teljast þegar á heild er
litið, frekar annasamt. Fyrrihluti árs-
ins var mjög rólegur, en síðari hlutinn
óvenju annasamur, og þar áttu útköll
í sveitirnar drýgstan þátt að, en út-
köllin í sveitirnar urðu alls 8 í haust
og vetur_ Útköll vegna elds urðu alls
14 á árinu og haldnar voru 6 æfingar.
Tjón vegna elds urðu mjög lítil hér
innanbæjar, nema í einu tilfelli, en
það var þegar kviknaði í húsinu Vestur
götu 115B 17. des. en það skemmdist
mikið eða talið ónýtt, en það er gamalt
timburhús. Eitt er athyglisvert, en það
er, að á þessu ári er ekkert útkall í skip
eða báta, en það hefur ekki skeð i mörg
ár, því eitt eða fleiri útköll hafa ver-
ið í skip og báta á hverju ári.
Slökkviliðið fékk talstöövar í tvo bíla
í haust og kom strax í ljós öryggi og
þægindi við tilkomu stöðvanna, ekki
sist þegar þar að sinna útköllum utan-
bæjar, en það var einmitt töluvert um
þau 1 haust og vetur. Þessar talstöðvar
hafa sömu bylgjur og stöðvar lögregl-
unar_ Þannig getur slökkviliðið haft
samband við hana þegar þörf er á.
Eldvarnareftirlit var framkvæmt
eins og venjulega. 1 byrjun júni kom
eftirlitsmaður frá Brunamálastofnun
ríkisins og fór slökkviliðsstjóri með
honum á helstu vinnustaði, samkomu-
hús og skóla bæði hér í bænum og ná-
grannasveitirnar. Gerði hann nokkrar
tillögur til úrbóta sem þegar hafa ver-
ið framkvæmdar eða i framkvæmd_ Eld
varnareftirlit er eitt af þeim erfiðu
verkum sem aldrei verða full unnin
svo vel sé. Þess má geta að slökkvliðs-
stjóri hélt æfingu með skátum og leiö
beindi þeim í meðferð slökkvitækja, en
þeir höfðu öryggisvakt á Landsmótinu,
sem haldið var sér i sumar. Lánaði
slökkviliðið öll sín handslökkvitæki við
þetta tækifæri.
Ef á heildina er litið, var þetta óvenju
annasamt ár, en tjón lítil miðað við
útkallafjöldan_
búar þyrftu að tjá sig meira um
mál sem eru efst á baugi hverju
sinni.
Ölafur Guðjónsson:
Blaðið er ágætt hjá ykkur og
til fyrirmyndar að þið skylduð
hafa tekið ykkur til og gefið út
svona myndarlegt blað eins og
UMBROT er og ég hef enga
breytingartillögu um að það
verði öðru vísi en það er.
Frá sóknarpresti
Börn fædd á Sjúkrahúsi Akra-
ness voru 214 á nýliðnu ári.
Ekki mun fjarri lagi, að eitt
barn af hverjum þremur, sem
fæðast þar, sé Akurnesingur.
Á sama tíma voru skírð af
sóknarpresti eða í umboði hans
70 börn.
Fermingarbörn voru 111 og
mun það vera fjölmennasti ár-
gangur, sem fermdur hefur ver
ið í Akraneskirkju.
Gefin voru saman 24 brúð-
hjón. — Látnir eru 28 manns.
Þakkir
Kvennadeild Slysavarnafélags
Akraness sendir bæjarbúum
innilegar nýárskveðjur og þakk-
ar velviija og stuðning á liðnu
ári.
Stjórnin.
GÓÐ INNHEIMTA
Innheimta gjalda til Bæjarsjóðs Akraness gekk mjög vel á síð-
asta ári. Álögð gjöld ársins 1975 voru kr. 220.305.129 og innheimta
ársins var 216.771.139 eða 98,4%. Hér á eftir fer sundurliðun á
innheimtu Bæjarsjóðs árið 1975:
Álagt/eftirst. Innheimt Eftirst. Innh. %
Útsvör ársins 163.043.300 151.615.472 11.427.828 93,00%
Útsvör eldri 15.139.051 10.505.019 4.634.022 69,40%
Fasteignag. ársins 39.703.929 34.103.922 5.600.007 85,90%
Fasteignag. eldri 6.429.242 5.570.049 859.193 86,64%
Aðstöðug. ársins 17.557.900 11.655.844 5.902.056 66.37%
Aðstöðug. eldri 3.363.044 3.320.833 42.211 98,74%
Samtals 245.236.466 216.771.139 28.465.317 88,39%
Akurnesingar!
ÚRVAL GLUGGATJALDAEFNA
STRIGADRALON í MÖRGUM LITUM
Saumum og sníðum gluggatjöld ásamt hinum
vinsælu köppum.
Athugið að panta í tíma fyrir fermingar.
Gangið ekki framhjá HORNINU!
Versl. HORNIÐ
Kirkjubraut 56 — Sími 2153
Versl. BJARG
auglýsir:
Skrifborð
og
kommóður
Ath.: Greiðsluskilmálar
2