Umbrot - 16.01.1976, Qupperneq 3

Umbrot - 16.01.1976, Qupperneq 3
Badmintonmót... Nk. sunnud., 18. jan. kl. 12,00 verður haldið opið badminton- mót í meistaraflokki. Meðal þátt takenda verða nokkrir bestu badmintonmenn landsins og má því búast við spennandi keppni. Eftir mótið verður áhorfend- um gefinn kostur á að reyna sig í íþróttinni og fá leiðsögn. Akurnesingar eru hvattir til að mæta og hvetja sína menn. Þess skal að lokum getið að Badmintonráð, ásamt hand- knattleiksráði sá um alla ljósa- uppsetningu í húsinu í sjálfboða vinnu. AKUKNESINGAR! Kiwanisklúbburinn Þyrill þakk- ar ykkur fyrir góðar móttökur er sala flugelda fór fram þann 29. desember sl. HJÓNAVÍGSLUR Jæja, þá eru jólin afstaðin, þessi blessuð ljósahátíð sem okk ur íslendingum er, leyfi ég mér að segja lífsnauðsynleg. Þetta voru að því er fróðir menn tjá mér Branda-jól, og fékk fólk því óvenju langt og gott frí frá amstri og bjástri hversdagsleik ans, auk þeirrar andlegu upplyft ingar sem jólin eru okkur í skammdeginu. Nú lítum við fram á við til lengri og bjartari nátta. Eitt er það þó sem mér hefur, allt frá því að ég komst til vits og ára, fundist að skyggði á sjálfa jólagleðina, þessa sönnu barnalegu gleði, sem ætti að fylgja þessari hátíð barnanna en það er auglýsingaskrumið og þetta mikla kaupæði sem fylgir jólunum. Kaupmenn og alls kyns prangarar keppast um að aug- lýsa fáránlegustu hluti til jóla- gjafa, búðargluggar fyllast af alls konar plastskrani og pjátri frá Hong Kong og Japan, og yf ir öllu trónar sjálfur mammon, jólasveinninn, þetta undarlega hálfheiðna fyrirbæri sem við er- um á góðri leið með að tileikna jólin. Húsmæður leggja á sig mikið erfiði til þess að hafa nú allt til- búið þegar jólin koma, húsbónd inn tekur jafnvel víxil til að standa fjárhagslega straum af jólunum, og loks þegar allt er tilbúið, tíu tegundir af smákök- um í boxum og búið að eyða víxlinum í pjátur, þá er farið að halda heilög jól. En þá, þegar fólk ætti að fara að geta hvílt sig eftir erfiðið við jólaundirbún- inginn, byrja jólaboðin, það er rokið hús úr húsi, borðað og sof- ið, borðað og sofið og BANG, jól in eru farin og eftir situr Manni með pjátur í hönd og engu nær. Ég hef alltaf átt því láni að fagna að geta verið með börnum á jólunum, börnin eru þau okkar sem kunna best að meta jólin, þau eru ekki dauðþreytt þegar jólin fara í hönd eða láta þreyt- andi heimboð hafa áhrif á sig, þau hafa ekki verðmætaskynið okkar, og meta því ef til vill meir heimagerða tuskubrúðu en fjarstýrðan bíl, verðmunur er augljós en sem betur fer eru ekki dýrustu jólagjafirnar alltaf þær bestu. Eitt er það enn sem vakið hef- ur athygli mína, en þaö er hin mikla kirkjusókn við aftansöng á aðfangadagskvöld, mér er sagt að þar sé ávallt fullt út úr dyr- um, og þar sé fólk sem aldrei endranær sækir kirkju. Skyldi það hugsast, að þar leitaði fólk athvarfs eftir hið hressilega mammonsblót, sem aðventan er? Ef svo er, er vel. Reynir Már Samúelsson. Brúðhjón gefin saman í Garðaprestakalli á Akranesi 1. nóv. til 31. desember 1975. — Sóknarpresturinn sr. Björn Jónsson gaf brúðhjónin saman. Guðrún Linda Örlaugsdóttir Vesturgötu 121, Akra- nesi og Þorvarður Breiðf jörð Magnússon, Belgsholti, Melasveit. Jenný Sólborg Franklínsdóttir og Dagbjartur Kort Dagbjartsson, Stekkjarholti 16, Akranesi. (Sr. Jón M. Guðjónsson gaf brúðhjónin saman.) Sigurbirna Árnadóttir og Guðmundur Arnar Alfreðs- son, Bessahrauni 12A, Vestmannaeyjum. Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir og Sigurður Einars- son, Heiðarbraut 13, Akranesi. Margrét Soffía Björnsdóttir og Ólafur Jón Arnbjörns- son, Suðurgötu 45, Keflavík. Sólveig H. Ásgeirsdóttir og Róbert M. Hausler, Vest- urgötu 111, Akranesi. Hrönn Árnadóttir og Þorsteinn Jónsson, Garðabraut 10, Akranesi. 1. nóv. 15. nóv. 29. nóv. 6. des.: 27. des.: 27. des.: 31. des.: AFLI AKRANESBÁTA 1975 Við lauslega könnun á því, hvað fiskiðnaðurimn; á Akranesi greiddi í vinnulaun og til annarrar þjónustu tengdri fískvinmslu og útgerðinni árið 1975, kom í ljós, að heildarupphæðin er rúmur einn milljarður — UMBROT lét einnig taka saman skýrslu um afla Akranesbáta árið 1975, tegund veið- arfæra og aflaverðmæti hjá síldarhátunum, sem veiddu í Norðursjó, og togurunum. Fer skýrslan hér á eftir (aflatölur í kílógrömmum). Vetrarv. Sjó Loðnu- Sumar Veiðarfæri Haust Sjó Aflaverðm. Afli og afla- lína/net ferð. afli vert. vert. ferð. í Norðursjó verðm. togara Grótta 554.050 66 178.940 Botnvarpa 127.080 28 Haraldur 514.910 61 395.730 Handfæri 199.330 43 Höfrungur 180.520 49 60.920 Humartroll Höfrungur 2 386.660 63 Seldur Rán 198,880 54 81.810 Humartroll 54.100 troll Reynir 436.710 62 65.000 Humartroll 50.000 troll 24.000 rekn. Sigurborg 403.110 67 219.420 Botnvarpa 172.120 36 Sæfari 256.980 61 178.300 Handfæri 98.780 28 Bjarni Ól. 88.820 17 6.700.000 Söltun Höfrungur 3 238.340 18 5.290.090 Seldur Skírnir 104.620 16 5.812.704 156.240 Botnvarpa Söltun 12.753.652 Víðir 134.820 14 3.020.000 235.290 Botnvarpa 89.820 troll Óskar Mag. 10.300.000 74.720 19 21.507.256 Söltun Rauðsey 9.811.668 Söltun 39.394.544 Árni Sig. 5.908.000 (Byrjar 22.2.) Söltun 26.915.279 3.498.420 548 1.506.650 Togarar: Krossvík Ver Víkingur (tvær sölur erlendis) Haraldur Böðvarsson Smábátar og trillur: 180.380 kg. — Loðnu landað á Akranesi: 16.328 tonn. — tunnur haustið 1975 af fimm bátum. tonn land mkr. 2.819 29 99 2.033 16 71 1.187 12 41 912 12 35 6.951 69 246 Síldarsöltun: 9.807 3

x

Umbrot

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.