Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 6

Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 6
Nýlega efndi Í.A. til skákmóts og var keppt um bikar, sem Friðrik Ólafsson, stórmeistari gaf Í.A. — Myndin er frá verð- launaafhendingunni. T.v. Magnús Magnússon, er varð í öðru sæti, Björn Lárusson (nr. 1) Andrés Ólafsson (nr. 3) og Þröstur Stefánsson, forma'ður I.A. Myndin sýnir verðlaunaafhendingu á unglingamóti í knatt- spyrnu, sem háð var í Iþróttahúsinu þann 28. jan. sl. Þátttakend- ur voru um áttatíu úr 5. og 6. flokki. Þótti mótið takast frábær- lega vel. — Annað mót verður haldið sunnud. 19. þ.m. fyrir 3. og 4. flokk. Þá verður og innanhúsmót í öllum yngri flokkunum með þátttöku aðkomuliða laugard. 25. þ.m. — Akurnesingar og þá sérstaklega foreldrar og venzlafólk er hvatt til að mæta og styðja þannig við bakið á unglingaráði með eign þátttöku. Unglingarnir standa sig vel í frjálsum íþróttum og badminton íslandsmeistaramót í frjáls- um í þróttum innanhúss í sveina drengja- og meyjaflokki fór fram í íþróttahúsinu við Vest- urgötu sl. sunnudag. Þrír Skagamenn unnu til verð launa á þessu móti. Helgi Hróð- marsson, sem keppti í drengjafl. sigraði í langstökki á atrennu, stökk 3,05 m og varð annar í þrístökki, stökk 8,39 m. Einar Brandsson keppti í sveinafl. Hann sigraði í þrístökki án at- rennu, stökk 8,59 m og varð þriðji í langstökki án atrennu, stökk 2,76 m. Snorri Magnússon Söluverðlaun UMBROTS Söluverðlaun í janúar hlutu Anna Rós Jensdóttir, Merki- gerði 10 og Björn Viktorsson, Furugrund 6. — Þau eru beð- in um að hafa samband við blaðið. varð þriðji í drengjafl. í há- stökki með atrennu, stökk 1,60 metra. Unglingameistaramót Islands í badminton fór fram í TBR- húsinu í Rvík helgina 4. og 5. febr. sl. Var það eitt fjölmenn- asta badmintonmót sem fram hefur farið hérlendis. Skagamenn fjölmenntu á þetta mót og fengu 4 meistaratitla Voru það þessir: Stúlknaflokk- ur 16-18 ára, einilðaleikur: Guð laug Sverrisdóttir. Hnokkaflokk ur, undir 12 ára, einliðaleikur: Árn Þór Hallgrímsson. — Hnokka- og tátuflokkur, tvend- arleikur: Árni Þór Hallgrímsson og Katy Jónsdóttir. — Hnokka- flokkur, tvíliðaleikur: Árni Þór Hallgrímsson og Ingólfur Helga- son. Þá má geta þess að Víðir Bragason hefur verið valin til að keppa á Norðurlandameist- aramótinu í badminton sem verð ur í Noregi byrjun næsta mán- aðar. „Kjölfestan í bæjarrekstrinum’, 1 síðasta blaði MAGNA er rammagrein helguð bæjarstjór- anum. Þar er sagt að starf bæjarstjóra sé kjölfestan í bæj- arrekstrinum. I grein þessari er m.a. skýrt frá því að í upp- hafi hafi það verið bæjarfulltrú ar Framsóknarflokksins sem fyrst leituðu til Magnúsar Odds- sonar þegar unnið var að ráðn- ingu bæjarstjóra árið 1974. Síðan segir m.a.: „Magnús Oddsson reyndist strax og jafnan síðan duglegur og hygginn bæjarstjóri. Úrræða góður og þrautseigur við að koma fram málum bæjarins og vill veg hans sem mestan í hví- vetna. Hann hefur áunnið sér og bænum tiltrú. I upphafi kunni hann góð skil á málefnum bæjarins og gekk inn í starfið sem reyndur maður. Bæjarfull trúar Framsóknarflokksins hafa því ástæðu til að fagna því, að honum skyldi falin framkvæmda stjóm bæjarins áfram. Hann nýtur fyllsta trausts þeirra. Hins vegar hefur það komið í ljós, að núverandi meirihluti hef ur borið Magnús ofurliði í ýms um málum — vegna skammsýni og sérhagsmuna — bænum til tjóns. Verður skýrt nánar frá því í sambandi við einstök mál.“ Gaman verður að fylgjast með framhaldi þessa máls, en það skyldi þó aldrei vera, að Framsóknarflokkurinn hefði augastað á Magnúsi Oddsyni sem frambjóðanda í næstu bæj- arstjórnarkosningum ? Frá A.A. og Al-Anon A.A. og Al-Anon-deildir hafa starfað hér á Akranesi frá því á síðastliðnu vori, og haldið fundi í Sjálfstæðishúsinu, en um síðustu áramót fengu deildirnar hús eingöngu fyrir sína starf- semi. Húsið er að Skólabraut 35 (Vegamótum). AA-samtökin eru félagsskap- ur karla og kvenna sem sam- hæfa reynslu sína, styrk og von ir, svo að þau megi leysa sam- eiginlega vandamál sín og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu. AA-deildin á Akranesi heldur vikulega fundi á miðvikudögum kl. 21 og er húsið opið frá kl. 20,30. Al-Anon fjölskyldusamtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem eru eiginmenn, eiginkonur, ættingjar og nánir vinir alkohol ista. Ef þú ert í leit að lausn á þeim vandamálum sem skapast af því að búa með áfengissjúkl- ingi getur Al-Anon veitt þér hjálp. Al-Anon heldur vikulega fundi á mánudögum kl. 21 og er húsið þá einnig opi'ð frá kl. 20,30. Fjalla um höfnina í hópvinnu Fyrir nokkrum dögum kom Jónas Elíasson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Islands, ásamt 12 verkfræðinemendum til Akraness. Þeir voru að kynna sér hafnarmál á Akranesi, en þeir hafa hug á að fjalla um höfnina hér í hópvinnu í námi sínu, undir stjórn prófessors Jónasar. Nemendur kynntu sér höfn- ina undir leiðsögn Njarðar Tryggvasonar og Péturs Bald- urssonar. Einnig ræddu þeir við bæjarstjórann, Magnús Odds- son. Skýrsla byggingafulltrúa I byrjun árs 1977 voru í byggingu 119 íbúðarhús (198 íbúðir), 75.059 m3. Á árinu voru hafnar byggingar á 27 íbúðar- húsum (67 íbúðum og 3 viðb.), 27.426 m3. Alls voru í byggingu á árinu 1977 146 hús (265 íbúð- ir og 3 viðb.), alls 102.485 m3. I árslok voru í byggingu 97 hús (199 íbúðir) 74.492 m3, 120 bílgeymslur, 11.789 m3, 9 iðnað- arhús 39.067 m3, 3 verslunar- og skrifstofuhús 12.133 m3 og 5 opinberar byggingar 57.640 m3. Lokið var við 49 hús (66 íbúðir og 2 viðb.) árið 1977. Ár- ið 1976 var lokið við 23 hús (57 íbúðir). Annáll lögreglunnar 1977 Árið 1977 urðu 187 bifreiða- árekstrar á Akranesi. 7 menn voru lagðir inn á Sjúkrahús Akraness af völdum bifreiða- slysa. Auk þess var eitt bana- slys. Utan umdæmisins sinnti lög- reglan á Akranesi 21 bifreiða- árekstri á árinu og flutti 6 úr þeim á sjúkrahús. Þá var 41 maður kærður vegna meintrar ölvunar við akst ur bifreiða og vélhjóla. Sjúkraflutningar urðu 73. Innbrot og þjófnaðir voru 21 á árinu, þar af 16 upplýstir — nytjataka 3. þ.e. þjófnaður á bíl um. 228 menn gistu fangahúsið á síðasta ári. 6

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.