Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 2

Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 2
UMBROT Útgefandi: UMBROT sf. Biaðstjórn og ábyrgðarmenn: Indriði Valdimarsson, ritstj. og Sigurvin Sigurjónsson augl.stj. Auglýsingasími: 1127 — Pósthólf 110. Gíróreikn. nr. 22110-4 — Verð kr. 150 Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. L - Mistök á mistök ofan Hver ber ábyrgðina? í síðasta blaði var vikið nokkrum orðum að varanlegri gatnagerð á Akranesi sem unnin var sl. sumar og m.a. látið að því liggja að framkvæmdum hefði miðað fremur hægt. Ráðamenn bæjarins voru óhressir yfir þessari aðfinnslu og hafa sagt að allt hafi gengið samkvæmt áæltun. Það skal ekki dregið í efa að svo hafi verið, en það breytir ekki þeirri skoðun að framkvæmdum hafi miðað fremur hægt. En er nokkur furða þótt gatnagerðin hafi tekið allan þennan tíma, þegar það er haft í huga að margvísleg mistök áttu sér stað, mistök sem hljóta að kosta hinn almenna bæjarbúa stórfé. Við skulum taka dæmi með Kalmannsbraut. Þar var í fyrra unnið mikið verk í sambandi við vatns- og skolplagnir, sem maður hefði haldið að væri til framtíðarinnar. Svo var þó ekki. f sumar þurfti að setja niður skolplögn fyrir væntanlegan miðbæ. Þegar þessi lögn var sett niður þurfti að rífa upp mikið af því sem unnið var í fyrra og tafði þetta mikið fyrir steypuvinnu við götuna. Þetta hljóta að kallast dýr mistök. Við skulum taka dæmi með Háholt. Þar var búið að slá upp mótum og allt tilbúið undir steypu. Þá er það glöggur maður sem rekur augun í það að gatan er allt of há. Hæðin var upp á miðja lóðarveggi. Mótin voru því rifin upp og gatan lækkuð um a.m.k. 20 cm. Eitthvað hljóta þessi mistök að hafa kostað. Áfram mætti telja. Krókatún mun hafa verið tilbúið undir steypu. En áður en steypubíllinn kom uppgötvaðist að vitlaus hæð var á götunni og hana þurfti að lækka. Og enn höldum við áfram. Nú er það Skarðsbraut. Það er varla að hægt sé að ræða um hana. Hún var nokkurn veginn tilbúin undir lagningu. Þá var komið með víbróvaltara til að þjappa. Og hvað gerist? Valtarinn sprengdi allar lagnir. Gatan var rifin upp að hluta og skipt um lagnir og jarðveg. Síðan gerðist það að jarðvegurinn er það blautur að hann heldur varla fólksbíl. Þrátt fyrir það er gefin fyrirskipun um að olíumöl skuli lögð á. — Afleiðingarnar sjá þeir sem um götuna aka. Hún er ónýt á kafla og þarf að rífa hana upp og leggja á nýtt lag. Á vegum bæjarins er starfrækt svokölluð tæknideild, sem m.a. á að sjá um þessa þætti framkvæmdanna. Það er til lítils að hafa slíka deild, með dýrum mönnum, ef ekkert kemur frá henni nema mistök eins og hér að framan hefur verað lýst. Það verður að krefjast þess að deildin geri grein fyrir hvers vegna þessi mistök hafa átt sér stað og hvað þau hafa kostað bæjarfélagið. Á sama tíma og ráðamenn bæjarins tala um að ekki sé hægt að gera þetta eða hitt vegna peningaskorts, er nöturlegt að horfa upp á að milljónum króna er varið í að vinna upp verk sem átt hafa sér stað vegna mistaka og má í þessu sambandi bæði nefna íþróttavallar- mistökin og þau dæmi sem rakin hafa verið hér að framan. Akraneskaupstaður Einbýlishús GOTT EINBÝLISHÚS ÓSKAST TIL KAUPS Bœjarstjórinn á Akranesi 35 ár liðin frá vígslu Bíóhallarinnar 8. október sl. voru 35 ár liðin frá því að frú Ingunn Sveinsdóttir og Haraldur Böðvarsson afhentu Akurensingum Bíóhöllina til eignar. I gjafabréfi þeirra hjóna dagsettu 20. sept. 1943 segir m.a.: „Við undirrituð hjón höfum ákveðið að gefa Akurnesingum, Akraneskaup- stað, kvikmynda- og hljómleika- húsið Bíóhöllina við Vesturgötu á Akranesi, með áföstum gangstéttum og lóð undir húsinu, en stærð lóðar- innar ákveðum við síðar i skipulagsskrá. Bióhöllina gefum við með sætum, sýningarvélum og öðru innanhúss, eins og það verður um næstu mánaðarmót, skuldlaust." Þau hjónin afhentu bæjar- stjórninni þetta veglega hús kvöldið hinn 8. október 1943. Auk bæjarstjórnar var húsið fullsetið af gestum þeirra hjóna, þar á meðal voru allir þeir sem meira eða minna höfðu fengist við byggingu hússins. Þorsteinn Briem prófastur hélt vígsluræðuna og afhenti húsið fyrir hönd gefendanna. Rakti hann sögu byggingarinnar í stórum dráttum. Fyrir hönd bæjarins og bæjarstjórnar þakkaði forseti hennar, Ölafur B. Björnsson með ræðu. Hann sagði m.a.: „Á öld kvikmyndanna er það alvanalegt að fólki sé boðið á bíó. Það er heldur ekki einsdæmi að fólki sé boðið að skoða ný bíóhús, um leið og þau taka til starfa, eins og oss að þessu sinni. En það er áreiðanlega algert einsdæmi að þvf hinu sama boðsfólki — og þó miklu fleirum — sé gefið bíóhús slfkt sem þetta til ævinlegrar eignar. Ekki aðeins þeim, heldur og niðjum þeirra f 30. lið eða hver veit hvað!“ Pétur Ottesen þakkaði því næst fyrir hönd gefendanna hlý og vingjarnleg orð sem hefðu fallið f þeirra garð. Kvað hann gefendum vera það mikið ánægjuefni að geta lagt fram þennan skerf til menningar- og mannúðarmála í Akraneskaupstað, fæingarstað þeirra sem þau hefðu helgað allt sitt lífsstarf. Hér hefði vagga þeirra staðið og hér vildu þau eiga legu- stað. Væri það von þeirra og trú að gjöf þessi yrði þess megnug f framtíðinni að veita fólkinu sem hér býr, nokkurt öryggi með því að greiða götu þess til náms og menningar á æskuárunum, tryggja gamla fólkinu samastað og létta undir með þeim sem sjúkir væru. Sagði Pétur að það væri heitasta ósk gefendanna að Akranes mætti eiga bjarta og örugga framtfð. (Heimildir, blaðið Akranes 10.—12. tbl. 1943) i^rantin hf. i-Íílaleicja Ddlbraut 15 - ATcranesi - Stmar 2157 og 2357 Ford Cortínur Ford Escort Ford Bronco ATVINNA VILJUM RÁÐA STARFSKRAFT TIL VINNU VIÐ INNSKRIFTARBORÐ HÁLFS DAGS VINNA GÓÐ VÉLRITUNAR- OG ÍSLENSKU- KUNNÁTTA ER NAUÐSYNLEG SKRIFLEGAR UMSÓKNIR SENDIST FYRIR 5. NÓVEMBER N.K. PRENTVERK ÁKRANESS HF. HEIÐARBRAUT 22 — SÍMI 93-1127 — AKRANESI 2

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.