Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.10.2015, Side 8

Fjarðarpósturinn - 01.10.2015, Side 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Sl. föstudag klippti bæjar­ stjórinn í Hafnarfirði á borða þegar nýtt húsnæði Efnamót­ tökunnar ehf., dótturfélags Gáma þjónustunnar, var tekið í notkun en starfsemi Efnamót­ tökunnar hefur nú flutt eftir 25 ára starfsemi úr Gufunesi að Berghellu í Hafnarfirði. Sagði Sveinn Hannesson, stjórnarfor­ maður Gámaþjónustunnar að nú væri Efnamóttakan að flytja heim til mömmu. Fjöl mennt var við vígsluathöfnina þar sem starfsemin var kynnt og fólk gerði sér glaðan dag. Jón Stein­ grímsson er fram kvæmda stjóri Efnamóttökunnar Sérhæft húsnæði Efnamóttakan er eina sérhæfða fyrirtækið á landinu á sviði eyðingar á spilliefnum og raf­ tækjum og tekur nú í gagnið sér hæfða aðstöðu til gagna­ eyðingar. Nýja húsnæðið er rúm­ lega 1.000 m² og um 400 m² stærri en eldra húsnæðið. Húsið er sérhannað fyrir meðhöndlun á spilliefnum og þess sérstaklega gætt að engin mengun berist í umhverfið. Verkfræðistofan Strend ingur hannaði húsið en það var reist af Borgarafli. Fjölþætt starfsemi Árið 2000 fékk Gámaþjónustan 3ja hektara lóð við Berghellu í makaskiptum við Hafnarfjarðar­ bæ, fyrir lóð þar sem sorpdælu­ stöðin er núna. Byggðar voru tvær stórar móttökuskemmur og árið 2002 var byrjað að bagga efni, bæði til urðunar og endurvinnslu. Skömmu síðar var samið við Hafnarfjarðarbæ um stækkun á lóðinni upp í rúma 7,7 hektara og stefna mótuð að framtíðaruppbyggingu aðseturs Gámaþjónustunnar á höfuð­ borgar svæðinu. Árið 2005 var tekið í gagnið flokk unarband sem flokkar úrgang eftir tegundum til útflutn­ ings. Gámavellirnir voru teknir í notkun árið 2007 og jarðgerð 2008. Nýja endurvinnsluhúsið sem er 1.200 m² að stærð var svo tekið í notkun í árslok 2009. Gámaþjónustan og dótturfélög eru með starfsstöðvar á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Að Íshellu 2 er smíðaverkstæði sem félagið eignaðist 1999 við kaupin á Gámakó. Í ársbyrjun 2007 keypti félagið Hafnarbakka af Eimskip og sameinaði Flutn­ ingatækni sem var innflutnings­ og verslunarhluti samsteypunnar. Hafnarbakki­Flutningatækni annast innflutning og sölu á sorp ílátum og öðrum sérhæfðum búnaði til sorphirðu, sölu og leigu á skipagámum, gámahúsum og vinnuskúrum. Í framhaldi af þeim kaupum var keypt lóð og þrjú hús að Hringhellu 6, samtals 2,7 ha. og þar er m.a. söludeild samstæðunnar, geymslusvæði og gámaverkstæði. Uppbygging í Hafnarfirði Sameining Gámaþjónustunnar hér á höfuðborgarsvæðinu er hugsuð í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn, sem fagnað var á föstudag, var flutningur Efna mót tökunnar á Berghellu. Næsti áfangi verður flutningur höfuðstöðvar fyrirtækisins frá Reykjavík á Berghellu og flutn­ ingur söludeildar á Berg hellu. Seint í vetur eða í vor verð ur lokið við þá byggingu sem mun tengjast núverandi stjórn stöð og starfsmanna aðstöðu. Byggingin verður sett saman úr húseiningum sem þegar er búið að panta og koma þær vænt an lega til landsins með skipi fyrir árslok. Þriðji og síðasti áfanginn sem þegar er ákveðinn en ótímasettur er að sameina verkstæðin sem nú eru í Súðarvogi, Íshellu og Hring hellu í eitt myndarlegt verkstæði í Hringhellu. 3,1% atvinnu ­ leysi Lækkað um 18,2% Alls voru 459 vinnufærir einstaklingar skráðir atvinnu­ lausir í Hafnarfirði í ágúst sl., 102 færri en í ágúst í fyrra. Flestir atvinnulausra eru á aldrinum 20­29 ára gamlir, 167 talsins og meðal 30­39 ára vinnufærs fólks voru 114 at ­ vinnu lausir. Um helmingur atvinnulausra eru aðeins með grunnskólapróf. Næst flestir eða um 23% eru með háskóla­ próf. Af starfsstéttum er mest atvinnuleysi meðal verkafólks, 134 og fólk úr þjónustugreinum, ásamt sölu­ og afgreiðslu grein­ um kemur þar fast á eftir. Mun færri hafa verið lengur atvinnulausir en í eitt ár núna en fyrir ári síðan, 122 nú en 204 í ágúst í fyrra. 362 atvinnulausra eru ís ­ lenskir ríkisborgarar og hefur þeim fækkað um 6,4% á þessu tímabili á meðan atvinnulausum erlend um ríkisborgurum hefur fækkað um 24%. Eru þeir 97 og Pólverjar 63 af þeim. Til fróðleiks má nefna að árið 2014 voru skráðir um 2.620 Hafn firðingur sem teljast inn flytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Fjölmenni var við vígslu húsnæðis Efnamóttökunnar. Efnamóttakan flytur heim til mömmu Mikil uppbygging Gámaþjónustunnar í Hafnarfirði – Efnamóttakan opnaði við Berghellu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Elías Ólafsson stjórnarformaður Efnamóttökunnar. Sveinn Hannesson stjórnarfor- maður Gámaþjónustunnar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Tryggið ykkur miða 565 5900 midi.is Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Föstudagur 9. október kl. 20.00 Föstudagur 16. október kl. 20.00 Föstudagur 23. október kl. 20.00 Sunnudagur 27. september kl. 13.00 Sunnudagur 4. október kl. 13.00 Sunnudagur 11. október kl. 13.00 Uppselt Harmageddon Morgunblaðið midi.is Kvöldganga í skógi Krabbameinsfélag Hafnar­ fjarðar og Skógræktarfélag Hafn ar fjarðar bjóða til skógar­ göngu þriðjudaginn 6. október, kl. 19.30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verð­ ur gengið um skógarsvæði Skóg ræktarfélagsins. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Anna Borg, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræ­ ðingur vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógar gangan taki um eina klukku stund og að henni lok­ inni verður boðið upp á súkku­ laði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag Hafnar fjarðar og Skógrækt­ arfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöld göngu um skóginn. Göngu fólk er beðið að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið. ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.