Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.10.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 15.10.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2015 Fjármál Hafnarfjarðarbæjar eru að þróast í neikvæða átt samanborið við fjárhagsáætlun að mati Eftirlitsnenefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bendir nefndin á að fjárhagsáætlunin sé heldur ekki í samræmi við sam­ þykkta aðlögunaráætlun en forsvarsmenn bæjarins hafa upplýst nefndina um vilja til að óska eftir breyt­ ingu á aðlögunaráætluninni. Það er ljóst að bæjarstjóra ætlar að reynast það þrautin þyngri að hagræða í rekstri bæjarins og greiða niður skuldir á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa yrði aukin eins og hann lýsti yfir í upphafi kjörtíma­ bilsins. Launahækkanir, óvissa um útsvarstekjur útsvars, kostnaður vegna aksturs fatlaðra hafa raskað áætlunum. Miklar stjórnsýslubreytingar, uppsagnir og tilfærslur hafa skapað úlfúð meðal starfsmanna bæjarins og enn er eftir að sjá hvort þær muni skila sparnaði fyrir bæjarfélagið og þá hvenær. Breyting­ unum var einnig ætlað að bæta stjórnsýsluna og þær eiga vonandi eftir að skila sér. Ástandið í álverinu í Straumsvík er heldur ekki gott. Eftir höfnun bæjarbúa á stækkunaráformum var ráðist út í gríðarlega dýra framkvæmd við að auka mögulega framleiðslu með því að hækka rafstraum í núverandi kerjum. Það gekk ekki eftir og þurfti Rio Tinto Alcan að afskrifa milljarða vegna þess. Nýir samningar um kaup á rafmagni þar sem tenging við álverð var afnumin hafa verið fyrirtækinu mjög dýrir nú þegar álverð er mjög lágt. Á móti kemur framleiðsla á dýrara áli í álstöngum sem skilar félaginu auknum tekjum. Afkoma álversins í Straumsvík hefur verið slæm og hörð verkfallsátök sem nú virðast yfirvofandi eru ekki til að bæta ástandið og velta menn því jafnvel fyrir sér hvort Rio Tinto Alcan skelli ekki í lás nái þeir ekki sínu fram. Það væri ekki til að bæta fjárhagsástand Hafnarfjarðarbæjar enda er álverið gríðarlega mikilvægt fyrir afkomu fjölmargra Hafn firðinga og hafnfirskra fyrirtækja. Helstu möguleikar Hafnarfjarðarbæjar nú er sala á byggingarlóðum sem þegar eru tilbúnar og fólks­ fjölgun í bænum. Í dag eru malbikaðir vegir um tóm íbúðar­ og iðnaðarhverfi, hverfi sem vonandi innan skamms eiga eftir að vera iðandi af lífi. Stíga þarf lengi og fast á bremsurnar ef fjármálin eiga að lagast. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 18. október Sunnudagaskóli kl. 11 Vinadagur. Allir bjóði vinum sínum með. Gospelguðsþjónusta kl. 20 Mikil tónlist. Starf eldri borgara miðvikudaginn 21. október kl. 13.30 Sr. Gunnar Sigurjónsson kemur í heimsókn. www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 18. október Messa og sunnudagskóli kl. 11 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Orgnisti er Douglas Brotchie. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs Leiðtogar sunnudagaskólans eru Margrét Heba, Una og Ísak. Kaffi, kex og djús eftir stundirnar. MÁNUDAGUR: Tíu Til Tólf ára starf í Vonarhöfn kl. 16.30 -18 MIÐVIKUDAGUR: Morgunmessa kl. 8.15 Léttur morgunverður á eftir. FIMMTUDAGUR: Foreldramorgnar kl. 10-12 í Vonarhöfn. Haustfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju kl. 20 í Vonarhöfn. www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 18. október Messa kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir Sunnudagskólinn kl. 11 Fjölbreytt dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbiNú! María og Bryndís leiða stundina. Verið með í sunnudagaskólanum! Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum. Kyrrðarstundir alla miðvikudögum kl. 12.00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 18. október Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook Ekki missa af deili­ skipu lagsauglýsingum Hafnarfjarðarbær hefur auglýst tillögur til beytingar á deiliskipulagi miðsvæðis Setbergs vegna einnar lóðar, Stekkjarbergs 9, þar sem gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í stað einnar. Athugasemdarfrestur er til 11. nóvember. Þá hefur Hafnarfjarðarbær auglýst breyt­ ingar á skipulagi Óseyrarbrautar 22 og er athuga­ semdarfrestur til 11. nóvember nk. Þessar tillögur hafa ekki verið auglýstar hér í Fjarðarpóstinum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.