Bæjarblaðið - 14.07.1951, Síða 3

Bæjarblaðið - 14.07.1951, Síða 3
Laugardagur 14. julí 1951 EÆJARBLAÐIÐ 3 Síldveiðarnar.... Framhald af i. síðu < Mjög í þann sama mund, sem þetta aflaleysistímabil hófst bættust, tugir stórra og dýrra skipa í fiskveiðaflotann. Skip, sem sérstaklega voru ætl- uð til að gera mikilvægt gagn á þessum veiðum, samhliða því sem verksmiðjukosturinn hafði aukizt verulega. Ef veiðamar bregðast því enn, er útlitið ekki gott ,eigi aðeins fyrir útgerðar- menn, heldur einnig ríkið sjálft, sem hefur gerzt ábyrgur þátttakandi með stórvirkum og dýrum verksmiðjum, sem á þessum árum hefur bætt skuld við skuld. En auk þess orðið fyrir sárum vonbrigðum um öflun gjaldeyris af þessum at- vinnurekstri, sem segja má að sé stórfelldur á okkar mæli- kvarða. Vegna sívaxandi stríðshættu liefur markaðsverð á lýsi verið mjög hátt undanfarið. Hafa menn ekki þorað annað en tryggja sér þetta háa verð með fyrirfram sölu væntanlegra af- urða í sumar, og af því leiðir hið háa síldarverð sem þegár er ákveðið, eða 102 kr. fyrir málið. Þetta mjög svo háa verð hefur því freistað margra til þátttöku í síldveiðunum enn á ný, þrátt fyrir hin sáru von- brigði margra ára í röð. Þótt margir hafi verið deigir, eins og áður er sagt, hafa margir brugðið blundi síðustu daga, er allmörg skip hafa fengið góð- an afla á miðum fyrir Norður- landi. : 1 dag (14. júlí) munu hátf á?annað hundrað skipa komin til veiða. Héðan fara 16 bátar á snurpuveiðar og 3 á rekneta- véiðar. Stéttarrígur byggir ekki upp. Frá fyrstu tíð hafa margir haft hér ó landi andúð á síld- veiðunum, oftast að lítt yfir- véguðu máli eða réttmætum rökum. Auðvitað hafa menn misstigið sig þar sem annars staðar, og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En einn- ig hafa þar komið til óviðráð- anlegar orsakir, svo sem mis- æri, þótt minni hafi verið en undanfarin sex ár. Við höfum oft heyrt eitthvað þessu líkt: Þýí eru menn að ana út í þessa vítleysu ár eftir ár? Því er mönnum ekki bönnuð þessi vitleysa? Ýmislegt fleira af þqssu tagi hefur heyrzt. í þess- ari stuttu grein er ekki hægt að rökræða slíkar fjarstæður. En til samanburðar mætti spyrja: Yfirgefa bændur al- ménnt búsældarlegustu héruð- in þótt einn eða nokkrir harðir vetur gangi yfir, þótt'tún kali, eðá eitt og eitt óþurrkasumar komi? Þessi ýmpgustur á síld- veiðunum hefur heyrzt úr ó- líhustu áttum. Frá bændum og búaliði, frá' verzlunarmönnum og verkamönnum, og frá em- bættisnjonnum, æðri sem lægri. Frá ,ollum, sem meira eða mirfna lifa á því að.gert sé út á síldveiðar eða aðrar veiðar. Það er mikil nauðsyn, að hin- ar ýmsu stéttir þjóðfélagsins gæti hófs í gagnrýni sinni hver á aðra og fari þar ekki með fleipur eða staðlausa stafi. Gagnrýni er nauðsynleg, en hún á að vera jákvæð en ekki neikvæð. Gerð að yfirlögðu ráði og byggð á staðreyndiun. Þá byggir hún upp í stað þess að rífa niður. Þá treystir hún samstarf stétta í stað þess að fjarlægja þær eða fyrirbyggja það. Framtíð síldveiðanna. Það er áhættusamt fyrir landkrabba að spá um framtið síldveiðanna. En af ýmsiþn sólarmerkjum má þó draga nokkrar ályktanir, sem gefið geta einhverjar bendingar. f fyrsta lagi er rétt að at- huga gaumgæfilega reynslu undanfarinna áratuga gagn- vart þorskveiðunum. Þar virð- ist aflinn stöðugt minnka og fjarlægjast landið, þrátt fyrir síaukna tækni, og stærri og betri skip. Líklega stafar síldveiðunum hins vegar miklu minni hætta af ofveiði heldur en þorskstofn- inum, og aflatregða undanfar- inna ára á ekkert skyld við það. Enda hefur víða orðið vart mik- illar síldar, þótt ekki hafi það verið á venjulegum miðum fyr- ir Norðurlandi. Að ýmsum á- stæðum þekktum og óþekktum, koma þar því fyrir aflaleysisár eða tímabil, en svo aftur upp- gripaár. Með hliðsjón af þessu og ýmsu, sem hér er ekki hægt að rekja nánar, mun því síldarút- vegurinn verða um langa tíð enn einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Því fremur sem þær afurðir — sem ýmsar aðr- ar — eiga fyrir sér að full- vinnast til útflutnings, en ekki seljast sem hráefni. Má þar til- nefna aukna niðursuðu og lýs- isherzlu. Hér hefur áður verið getið um hið mikla síldarmagn fyrir Suðvestur-landi. Einhverntím- an kemur og sú tíð, að sú síld verði handsömuð á auðveldari og ódýrari hátt en nú á sér stað. Mun allt þetta tryggja, auka og efla síldveiðarnar sem einn mikilvægasta atvinnuveg ísl. Þjóðarinnar. Því fremur, sem síldin er og verður einn bezti og eftirsóttasti fiskur til manneldis, iðnaðar og áburð- ar. Þrátt fyrir allt, munu síld- veiðarnar því enn eiga eftir að færa þjóðinni mikla og varan- lega björg í bú. Þaðan mun og enn um langa hríð bætast við þjóðarauð hennar, eigi síður en frá öðrum fiskveiðum. Enn hefur útvegsmönnum verið gefinn kostur á skulda- skilum sem allt of margir hafa orðið að þiggja. Það er þung raun fyrir aðalatvinnuveg þjóð arinnar að ganga undir slíkt tvisvar, á minna en tveimur áratugum. í þetta sinn var auðvitað um að kenna sex ára síldarleysi. Vonandi bætist ekki hið sjöunda við í sumar, því þá horfir ver en illa fyrir þeim atvinnuvegi sem öll útflutn- ingsverzlun landsins og verk- legar framfarir hafa öllu öðru fremur byggst á síðan viðreisn landsins hófst, er fullkomið verzlunarfrelsi fékkst, rétt eftir miðja síðustu öld. Ó.B.B. íþróttirnar.... Framhald af 2. síðu. sem hér var þjálfari um tíma. Þá Karl Guðmundsson, sem starfaði hér heilt ár við þjálf- un knattspyrnumanna. Hans dvöl hér markaði verulegt spor í áttina. Af honum tekur Akumes- ingur við þjálfuninni Ólafur Vilhjálmsson frá Efstabæ, sem er mjög efnilegur íþróttamað- ur og þjálfari. Hefur hann haft þennan mikilvæga starfa á hendi í 114 ár, eða til 20. mai í vor, er Ríkharður Jónsson frá Reynistað kemur heim og tek- ur við þjálfuninni. Ólafur Vil- hjálmsson á því sinn stóra þátt í því sem hér hefur áunnizt, enda hefur hann mikið á sig lagt í þessu starfi og verið hinn einbeittasti og áhugasam- asti. Er hann talinn svo lík- legur í þessu starfi, að hann ætti það skilið að fá tækifæri til að sigla til frekara náms og kynningar á alþjóðavettvangi. Þá hafði það og stórkostlega þýðingu fyrir liðið að fá hing- að aftur Ríkharð Jónsson, bæði sem spilara og þjálfara. Ágæt- an knattspyrnumann, sem auk þess er lærður i Þýzkalandi. Vonast menn hér eftir miklu í hans starfi framvegis á sviði íþróttamálanna hér. Vegna þessara úrslita á Is- landsmótinu leiddi það svo að Akurnesingar kepptu við sænska landsliðið, sem eðlilega tapaðist þó. I fyrsta sinn nú, voru tveir menn valdir í lands- liðið við Svíana, þeir Ríkharð- ur Jónsson og Þórður Þórðar- son. En þeir gátu sér þar mjög gott orð eins og við mátti búast, og hafði enda úrslitaþýðingu. Einnig kepptu Akurnesingar við norska knattspyrnuliðið Váleringen í gærkvöldi, en það kom hingað til lands á vegum K. R. Sá leikur fór þannig, að jafntefli var 4:4. Þcgar nú er litið á þessa miklu sigra í ár, hvarflar hug urinn til ársins í fyrra, þegar Akurnesingar tóku líka þátt i Islandsmótinu með þeim góða árangri, að aðeins einn leikur tapaðist. Að þessu sinni hljóp Akur- nesingum yfirleitt kapp í kinn vegna frammistöðu íþrótta- mannanna og fylgst var með öllu af hinum mesta áhuga. — Hundruð manna fóru til Reykjavíkur á hvern leik, og er þeir komu heim, sem sigur- vegarar, með íslandsbikarinn, var þeim fagnað hjartanlega af mörgum hundruðum yngri og eldri, þótt komin væri nótt. I tilefni af þessum mikla sigri, sýndi Sturlaugur H. Röðvars- gon _ Iþróttabandalaginu þá rausn og vinarbragð, að færa því 10 þúsund króna gjöf. Iþróttabandalagið hefur nú ýmislegt á prjónuninn, svo sem landskeppni í hjólreiðum, sem háðar verða hér sunnu- daginn 12. ágúst. Er það fyrsta keppni í þessari grein hér á landi. Bæjarblaðið þakkar íþrótta- mönnunum þennan mikla á- huga, sem hefur orðið virkur í mikilvægum sigrum, sem við vonum að þeir haldi vel og lengi. Ö.B.B. Sundlaug og sundkeppni Framhald a( 1. s!8u. er á. Ekki er hægt að ætla ein- um manni að standa við vörzlu og eftirlit meira en hálfan sól- arhringinn samfleytt. Samt getur voði verið á ferðum, ef ekki er fullfær maður á sund- laugarbarminum að staðaldri meðan fólk er í lauginni. Alltaf getur mönnum fatazt sundið, og laugin er nægilega djúp til að hægt sé að drukkna í henni. Og um fleiri hættur getur verið að ræða. Einn morgun, þegar ég var í lauginni, var ein ungl- ingsstúlka til eftirlits. Hún hef- ur sennilega verið að sinna að- göngumiðasölu frammi. En smádrengir, sem voru í laug- inni, ætluðu að fara að stinga sér úr hringstiganum, sem liggur upp á svalirnar. En all- getur verið stórhættulegt. For- ráðamenn verða að tryggja næga starfskrafta við sundlaug- ina. En margar fleiri umbætur þarf að gera, sem ekki borgar sig að spara ár eftir ár. Skal hér drepið á fátt eitt. Nauðsynlegt er að smíða skóskápa í anddyri. Það eru leiðinleg fyrstu kynni að koma inn í anddyri (að vísu ekki ó- snoturt), þar sem gólfið er allt þakið skóm og skóhlífum á víð og dreif. Gagngerðar umbætur þarf að gera á baðklefum og fata- skápum. Steypiböðin þarf öll að endurnýja og helzt fjölga þeim. Það er slæmt, að ekki skuli vera 'hægt að læsa fata- skápum. Tvo—þrjá stiga vantar í laugina sjálfa. Mjög óþægilegt er fyrir fólk, scm farið er að stirðna, er þungt á sér eða fatlað að þurfa að brölta stiga- laust upp á barminn. Klukka er ómissandi í hverri sundlaug. Ekki skal telja fleira upp að sinni. En nauðsynlegt er að bæta sem fyrst úr þessum göll- um. Það getur varla kostað nein ósköp. Bæjarblaðið vonar, að forráðamenn sundlaugarinnar taki þetta til vinsamlegrar at- hugunar. En svo er hlutur sundlauga- gesta sjálfra. Þar er víða pott- ur brotinn, er ég hræddur um. Lítið bara á rispurnar á veggj- unum, klessurnar og krotið. Er ekki skolli mikill misbrestux á. að fólk þvoi sér sæmilega áður en það fer niður í laug- ina, ef vörðurinn stendur ekki yfir því? Kvenfólkið er e. t. v. litlu betra í þessru. tilliti en karlmennirnir, þótt ótrúlegt H megi virðast. En sá, sem fer óþveginn eða iJla þveginn nið- ur í laug, e'r sóði af versta tagi. ./ . Sjálfsagt er að menn komi í laugina í bað eftir vinnu í ryki, svita og óhreinindum. En .það er ófært, að menn ryðj- ist inn í hreinleg húsakynni laugarinnar beina leið úr ó- þrifalegri vinnu, löðrandi í grút, kolum og sementi. Þeir verða að fara úr versta „gall- anum“ annars staðar, ræsta af sér það versta og koma svo í laugina. Sundlaugin á að vera auga- steinn íþróttamannanna og eft- irlætisstaður almennings, mið- stöð þrifnaðar og umgengnis- menningar. En til þess að svo megi verða, verða allir að taka höndum saman: ráðamenn, starfsfólk og almenningur. _____________rj Bæjarfréttir Kirkjan. Á morgun kl. 1 visiterar biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson Akraneskirkju og prédikar sjálfur, en sóknarpresturinn sr. Jón M. Guð- jónsson þjónar fyrir altari, ásamt biskupi. Siðdegis visiterar hann svo á Innra-Hólmi og hefur þar með lokið visitazuferð sinni um Borgar- fjarðarprófastdæmi. Merkur Vestur- íslendingur kemur hingað til Akraness í dag og dvelur hér í nokkra daga, hjá frænda sínum Jóni Péturssyni. Hann heitir Gísli Johnson og er lögreglu- stjóri í Minot í Norður-Dakoda. — Hann er fæddur á Staðarstað í Staðarsveit árið 1901 en fór vestur aðeins 8 ára gamall. Minot hefur um 25 þúsund íbúa. Þar eru kola- námur, og nú hefur nýlega fundizt þar olía í jörðu. Gísli hefur verið þarna lögreglustjóri í 17 ár. Togararnir. Eftirtalin skip hafa landað karfa sem hér segir: 2. júlí fsborg ........... 170 tonn 4. júlí Bjami Ólafsson . . 322 — 9, júlí Fylkir ............ 394 — 12. júli Bjarni Ólafsson .... 218 — Sjómannadagsráð Reykjavíkur. Á morgun, sunnudag kemur Sjó- mannadagsráð Reykjavikur sína ár- legu skemmtiferð til Akraness á m.s. Esju. Verður því trúlega margt um Á síldveiðar fara: .Keilir, Ásbjörn, Sveinn Guð- mundson, Svanur, Böðvar, Eiríkur, leigubátur H.B., Sigrún, Fram, Ól- afur Magnússon, Ásmundur, Aðal- björg, Sigurfari, Farsæll, Heima- skagi, Bjarni Jóhannesson. Á reknetjaveiðar fara: Valur, Hrefna og Fylkir. Dánardægur: 21. maíi. Árrii Sigurðsson, Sól- mundarhöfða, f. 9: júní 1868, á Hurðarbaki í Svíriadai. 1. júni. Sigríður Hélgadóttir á Elliheimilinu, f. á Akranesi 14. febr. 1864 og var hér lengst af. .27. júní Guðný Jónsdóttir, f. 8. maí 1869 á Akranesi og ól hér alfan aldur sinn.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.