Bæjarblaðið - 07.02.1953, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 07.02.1953, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöSum: Verzlunin Brú, Veiðarfæraverzlun Axels Sveinbjörnssonar, og Bókaverzl. Andrésar Níelssonar. Nýr og vistlegur fundarsaíur opn- F aður í Iþróttahusínu Bæjarstjórí afhendír glæsílegan verðl.bíkar Stjórn ÍBA bauð nokkrum gestum að vera við- staddir opnun hins nýja fmidasalar s. i. þriðju- dagskvöld. Jafnframt fór fram afhending verð- launa. Salur þessi er þar sem leik- sviðið var áður, og er einkar vistlegur og smekkvíslega inn- réttaður. Þeir Jóh. Pétursson og Ríkarður Jcnss. sáu um verkið. Formaður 1. B. A. Guðmund- ur Sveinbjörnsson bauð gesti velkomna með ræðu. Hann drap á helztu atriðin í sögu í- þróttahússins, en það var byggt 1945 og tekið í notkun 1946. Sal þennan kvað hann vera innréttaðan til þess að betur væri hægt að sinna hér eftir en hingað til hinni félagslegu hlið íþróttahreyfingarinnar, sem full þörf væri á að efla. Sveinn Finnsson bæjarstjóri tók næstm til máls og ræddi um gildi íþróttahreyfingarinn- ar fyrir bæjarfélagið og þakk- aði henni hennar hlut, enda hefði hún verið og væri stöð- ugt á uppleið hér í bæ. Síðan afhenti hann vandaðan verð- launabikar, sem bæjarstjórnin hafði fyrir alllöngu ákveðið að gefa. Er þetta farandbikar, sem Akranessfélögin keppa um í knattspyrnu. Guðm. Sveinbjörnsson þakk- aði hina veglegu gjöf og af- benti síðan verðlaun. Framhald á 3. síðu. $undmeistflromót Akroness var haldið í Bjarnalaug sunnud. 1. febr. Keppt var í 10 sundgreinum. Úrslit urðu þessi. 200 m. bringusund karla. 1. Helgi Haraldsson 2.57,8 2. örlaugur Elíasson 3.15,8 3. Sig. Hannesson . . 3.24,0 50 m. bringusund stúlkna. 1. Bára Jóhannsdóttir 0.45,1 2. Ölafia Sigurbjömsd. 0.45,3 3. Áslaug Hjartard. 0.47,7 50 m. skriSsund drengja. 1. Helgi Hannesson 0.31,3 drengjamet. 2. Georg Elíasson . . 0.33,2 3. Gísli Friðriksson . . 0.35,0 50 m. baksund konur. 1. Bára Jóhannsdóttir 0.49,1 2. Anna Gunnlaugsd. 0.53,3 Framhald á 3. síðu. Qlmsileg Finnlnndskvöld- vflkn ^túdentflfélegsios AÐSÓKNIN SMÁNARLEGA DAUF Stúdentafélag Akraness gekkst fyrir almennri kvöldvöku í Bíóhöllinni í gærkvöldi. Var efni hennar aiit helgað Finniandi. var hann á ferð s. 1. haust. NQKKUR MINNING ARORÐ: Osknr Halldórsson Ú tgerðarmaður Er það allra manna mál, sem kvöldvöku þessa sóttu, að efni hennar hafi verið óvenju vand að og gott. Dr. Árni Árnason setti kvöld vökuna með stuttu ávarpi. Drap hann á ýmislegt í sér- stöðu Finna og hinna Norður- landanna. Þá sagði sr. Sigurjón Guð- jónsson, prófastur í Saurbæ ferðasögu frá Finnlandi, en þar Ferðasagan var fróðleg og bráðskemmtileg. Þá söng Alfreð Einarsson þrjú finnsk lög með undirleik Geirlaugs Árnasonar, svo las Ragnar Jóhannesson þrjú kvæði eítir sænska skáldið Runeberg. Síðan sýndi Karl Helgason kvikmynd frá Finnlandi og Framhald á 3. síðu Kvöldvaka Náttúrulækmnga- fél. Akraness, var fjölsótt og hin á- nægjulegasta. Náttúrulækningafél., deild Akraness, hafði kvöldvöku í Félagsheimili templara s. 1. f immtuda gsk völ d. Þar var flutt erindi af dr. Árna Árnasyni um matarræði og einnig sýnd sænsk kvik mynd, er nefnist „Heilsan sigr ar“, ennfremur stutt íslenzk mynd frá Þórsmörk og Öræf- um. Eftir sameiginlega kaffi- drjrkkju var spiluð „framsókn- arvist“. Formaður „deildarinn- ar“ er Jóhann Guðaason bygg- ingafulltrúi. Gagnfræðaskól- anum berast gjafir Ólafur Fr. Sigurðsson hefir sýnt gagnfræðaskólanum þann vinarhug og hugulsemi að senda honum að gjöf tvær góð- ar og gamlar ljósmjmdir i smekklegum mngerðum. Ætl- ast gefandinn til, að myndirn- ar prýði veggi í skólastofum. Er önnur gömul mynd af skólahúsinu sjálfu, en hin er af kirkjunni, áður en breyting in var gerð á turni hennar. Þær eru skýrar og glöggar. Skólinn þakkar góðum gef- anda gjafirnar og hlýjan vinar- hug, sem slíkri sendingu fylgir. R. Jóh. Rauði kross íslands hefir ákveðið að hefja söfnun til hjálpar bágsföddu fólki á flóðasvæðun- um. Almenningur hefir nú heyrt í útvarpsfréttum um þá hörmu- legu atburði, sem gjörst hafa á Hollandi og á Suðaustur- Englandi, er mörg hundruð manna hafa farizt i flóðum, en þúsundir manna misst hús Framhald á 3. siðu Það er sagt að maður komi manns i stað. — En sæti Ósk- ars Halldórssonar, verður vand fyllt í þessu þjóðfélagi. — Hann var einn hinn stórbrotn- asti athafnamaður og auðugur af hugmyndum, sem hafa kom- ið, og munu koma þjóðinni í hag, er fram líða stundir. — Hann andaðist þann 15. jan- úar s. b, tæplega 60 ára gam- all. Óskar var fæddur í Georgs- húsi hér á Akranesi, þann 17. júní 1893. Foreldrar hans voru Guðný Ottesen og Halldór Guð- Þetta mun vera í sjöunda skipti, sem þessi félög reyna með sér. Keppt er um verð- launagrip, ljósmynd, sem Árni Böðvarsson ljósmyndari gaf, en Árni er áhugamaður um skák. Akurnesingar hafa sigrað 5 sinnum, en Borgnesingar tvis- var. Við þrjú efstu borðin var skipað sem hér segir, að þessu sinni: bjarnason formaður. Flestir eldri Akurnesingar munu kann ast við ættir þeirra og uppruna. Óskar var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún Ólafs- dóttir, ættuð frá Litla-Skarði í Stafholtstungum. Guðrún lést árið 1939. Þau eignuðust átta börn, en tvö þeirra, elztu böm- in, létust, Guðný sex ára göm- ul og Theódór fórst með e/s. Jarlinum í stríðinu 1941. Sex uppkomin böm þeirra eru: Þóra, Guðný, Ólafur, Ema, Framhald á 2. síðu 1. borð: Guðmundur Bjarna son (Ak) og Jón Sigurðsson íshússtjóri, formaður Taflfél. Borgamess. 2. borð: Árni Ingimundar- son (Ak.) og Brynleifur Jóns- son (Bn.). Á þessu borði áttust við tveir klæðskerar. 3. borð: Gunnlaugur Sigur- björnsson, núverandi skákmeist ari Akraness, og Valdimar Ás- mundsson (Bn.). Skflnes sigror BorgArnes í shákkeppm í fimmtn sinn Laugardaginn 24. janúar s. 1. háði Taflfélag Akra- ness skákkeppni við Taflfélag Borgarness á 10 borðum. Akurnesingar unnu með 614 vinningi gegn 3 Vi.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.