Bæjarblaðið - 07.02.1953, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 07.02.1953, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Laugardagurinn 7. febrúar 1953 r----------------------------------------- BÆJARBLAÐIÐ RitnefntL DR. ÁRNI ÁRNASON, KARL HELGASON OG RAGNAR JÖHANNESSON Afgreiðslumaður: ODDUR SVEINSSON Sími 74. BlaðiS kemur út annan hvern laugardag. PrentáS í Prentverki Akraness h. f. Norðurlöndin og við Stúdentafélagið hér hélt myndarlega kvöldvöku í gær- kvöldi og helgaði hana Finnlandi. Þetta er virðingarverð menn- ingarviðleitni og sliku félagi vel sæmandi. ♦ * * Finnar eru, að vísu, fjarlægastir okkur af Norðurlanda- búum og flestir af öðrum kynstofni. En þeir hafa lengi átt samleið með hinum Norðurlöndunum í menningarmálum og fleiru og eru þjóð, sem okkur er áreiðanlega hollt að eiga samskipti við. Sumt er líkt með okkur Islendingum og Fiimum. Þeir hafa, eins og við, þurft að heyja harða sjálfstæðisbaráttu og þungt stríð til að varðveita frelsið, þegar þeim hefir fallið það í skaut. Þeirra frelsisbarátta hefir að sönnu verið þeim mun harðari en okkar, að finnska þjóðin hefir oft orðið að úthella blóði beztu sona sinna í miskunnarlausri viðureign við ofurefli. * * * Ekki eru allir sammála um það, hversu náið samband Islendingar eigi að hafa við hin Norðurlöndin. Sumir telja hollara að halla sér innilegar að öðrum þjóðum bæði í austri og vestri. Enginn réttsýxm maður, mælir með einangrun nú á tím- um, enda erum við þess ekki umkomnir að loka okkur inni. Svo háðir erum við viðskiptmn við ýmsar þjóðir, stórar og smáar. En hitt er mikil glámskyggni að halda þvi fram, að við eig- tim helzt að draga úr nánu sambandi við Norðurlönd. Þjóð- irnar, sem þau byggja, eru nánustu frændþjóðir okkar, og margt er líkt með skyldum. Norðurlöndin eru viðm-kennd ein mestu menningarríki í heimi. Þar stendur lýðræðisskipu- lagið fastari fótum en víðast annars staðar. Alþýðmenntun er hvergi meiri og jafnari. Tungumál þeirra allra, nema Finn- lands, eru af sömu grein og okkar og menningararfur að miklu leyti sameiginlegm-. Hvernig, sem á málið er litið, er augljóst, að við eigum að leggja megináherzlu á náið samband við Norðurlönd. * * * Furðu áleitin hefir sú skoðim orðið á þeim árum, sem liðin eru síðan striðinu lauk, að draga eigi úr kennslu Norður- landamála í skólum, og fella hana jafnvel niður. Þeir, sem halda þessu fram, vilja að enska komi nær eingöngu í stað Norðurlandamála. Við eigum að sjálfsögðu að auka þekkingu okkar á menn- ingu Engilsaxa. En hitt er menningu okkar beinn voði að skera á líftaugina, sem tengir okkur við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar. Sagan sýnir glögglega, að mikill hefir orðið ófarn- aður þeirra þjóða, sem losnað hafa úr lifrænum tengslum við uppruna sinn. Þann ógæfuferil skulum við ekki feta, svo að við verðum ekki eins og einstæðingstréð í Hávaraálinn: „Hrörnar þöll, sús stendur þorpi á, hlýrat henni börkr né barr, svá es maðr, er manngi ann, hvat skal hann lengi lifa“. RJÓH. — ÓSKAR HALLBÓRSSON — framh. af 1. síðu Halldóra og Guðrún. öll erul þau gift nema yngsta dóttirin. — Árið 1946 giftist Óskar Ebbu Sophie Kruuse, listmálara, bús- settri í Kaupmannahöfn, en hún var af norskum ættum. Hann missti hana eftir stutta sambúð. Óskar átti fjölmarga góð- kunningja hér á Akranesi, á- samt hinum mörgu konum og körlum, sem imnið hafa á hans vegum við síldveiðar og verk- un undanfarin 25 ár. Það er því ekki óviðeigandi að minn- ast þessa mæta manns að nokkru hér í Bæjarblaðinu. — Ég kynntist honum fyrst persónulega árið 1926. Hann var á leiðinni til Siglufjarðar með fjölskyldu sína á e/s. Is- landinu. Ferðinni var heitið að Bakka, yztu síldarsöltunarstöð- inni við Siglufjörð. — Við sigld vun inn fjörðinn i sólskini og sumarblíðu árla morguns í júní mánuði. Á hægri hönd birtist Bakki, með háreistum húsum. Hvítmáluðu frystihúsi, íbúðar- húsi og tilsvarandi útihúsum. Það var auðséð á svip Óskars, að hann hlakkaði til að hefja sumarstarfið á þessum fallega stað. Þar sem hann var eins og konungur i ríki sinu, óháður öllu nema síldinni og sjógang- inum. Þegar við komum að Bakka, en þangað var haldið án taf- ar, fór Óskar að athuga hvað vetrarstormarnir og sjórinn hefðu fært úr lagi frá sumrinu áður. Kom þá í ljós, að nokkr- ir gluggar höfðu brotnað, en bátabryggjan, sem búin var til árið áður og stóð á tréstaurum, var horfin með öllu. Honum brá ekki í brún, en fór niður í kaupstaðinn og útvegaði sér svo kallaðan rammbúkka, timbur og staura. Svo var bryggjusmíð- in hafin á nýjan leik með mesta harðfylgi; þá var ekki talað um neina átta stunda vinnu. — Bryggjan var tilbúin áður en síldarsöltun hófst þetta sum- ar. — Þetta endurtók sig ár eftir ár og er ég viss um, að þessi barátta Óskars við nátt- úruöflin, hefir í og með þjálf- að hans sterka persónuleika, aukið viðurkennda þrautseigju hans. Þetta sumar brást herpinóta- síldveiðin að mestu leyti. En aftur á móti hafa aldrei verið gerðir út jafn margir rekneta- bátar frá Siglufirði. Óskar var fljótur að útvega sér nægjan- lega marga reknetabáta, og svo réri hann út á fjörðinn í veg fyrir herpinótaskipin. Hann fékk mörg þeirra upp að bryggj unni á Bakka. — Ég man sér- staklega eftir því, að við rérum í veg fyrir togarann Jón For- seta. Óskar talaði við skipstjór- ann og fékk togarann upp að bryggjunni. Söltun síldarinnar var hafin þegar í stað. Rétt á eftir bar þar að danskan mann, sem margir kannast við, Gott- fredsen að nafni. Gottfredsen taldi sig eiga forkaupsrétt á síldinni í Forsetanum. En Ósk- ar var ekki á sama máli og hélt áfram að landa og salta síldina með leyfi framkvæmdastjóra togarans, Einars frá Flekkudal, sem kom til þess að fella úr- skurð í málinu. Þegar Gott- fredsen gekk upp bryggjuna, grét hann söltum tárum og skvetti þeim til beggja hliða. Einhver viðstaddur gerði þessa vísu: Síldin er silfur hafsins, sumarið okkar von. Þegar Gottfredsen grætur, gleðst Óskar Halldórsson. Þetta sumar saltaði Óskar mikið af síld, stundum var unn ið nótt með degi. Einnig frysti hann feikn af sild til beitu, sem seld var til verstöðvanna á Suður- og Vesturlandi. Verka- fólkið þénaði vel þetta sumar og var ánægt með sinn hlut. — Tveir reknetabátar frá Akra nesi, v/s. Elding og v/s. Sigur- fari, voru í viðlegu á Bakka um sumarið. Skipshafnimar bjuggu í bragga og höfðu ráðskonu til þess að matreiða. Óskar hafði mikið yndi af því að fara um borð í bátana, fá sér kaffisopa hjá kokknum og spjalla við mannskapinn. Kom þá ekki ósjaldan fyrir, að hann skildi eftir nokkra pakka af „sígarettum“ eða öðrum „trakteringum". Þetta sumar stjórnuðu þeir bræðurnir Sveinn og Bjarni Benediktssynir skrifstofuhaldi Óskars, en Kjartan Ólafsson mágur hans var verkstjóri. Ósk- ar var sjálfur driffjöðrin í öllu og virtist hann fylgjast með hverri hreyfingu manna, bæði nótt og dag. Óskar var einnig vel vakandi um framtíðarhag sildarútvegs- ins þetta sumar. Þá lagði hann drög að stofnun Síldarverk- smiðja ríkisins. — Magnús Kristjánsson, þáverandi fjár- málaráðherra, var daglegur gestur Óskars á Bakka, á tíma- bili um sumarið. Ástæðan var brennandi áhugi Óskars á þess- um málum; reyndar kiomst síldarverksmiðjumálið í fram- kvæmd litlu síðar. — Árið 1927 flutti Magnús þingsálykt- unartillögu á Alþingi, sem mið- aði að framgangi málsins. Óskar Halldórsson stóð fyrir margþættum atvinnurekstri um sína daga, eins og flestum er kunnugt. Brautryðjendastarf hans í hafnarmálum, síldarút- vegsmálum o. fl., er löngu við- urkennt. Eins og oft vill verða um þá, sem eru þáttakendur i hinum áhættusama atvinnu rekstri, varð hann fyrir stórum fjárhagslegum töpum. Annað árið var hann ríkur, en hitt árið fátækur; jafnvel svo fá- tækur, að hann gat ekki greitt 1 verkafólkinu laun þess. En þeg- ar afkoman batnaði, sendi hann síldarstúlkunum og verkamönn unum innistæður þeirra. Mér er persónulega kunnugt um þetta, þar sem ég var milli- göngumaður þessu viðvíkjandi í sumum tilfellinn. ' Þetta er aðeins brot úr æfi- sögu Óskars, svipleiftur frá einu síldarsumri. Síðan hafa liðið mörg góð síldarsumur, sum með ábata fyrir alla, ennfrem- ur önnur með miklu verðfalli á síld og fjárhagslegum halla, sem eyðilagði framtíðarfyrir- ætlanir margra manna. — Á meðan erlendir menn áttu hér allar síldarverksmiðjur, voru þeir einráðir mn verð og við- skipti bræðslusíldarinnar. Kom þá oft fyrir, að skipin sigldu út í Siglufjarðar-Krók og menn áttu ekki annars kost en moka síldinni þar í sjóinn aftur. Frá þeim árinn er mönnum minn- isstæð nöfn, eins og Dr. Paul og Sören Goos. — Einnig hafa komið mörg síldarleysissumur með óskráðum erfiðleikum. — Ef skrifa ætti sögu Óskars alla, mimdi hún fylla stóra bók. En sú saga verður ekki sögð, án þess að minnzt verði á Siglu- fjörð og síld, á hverju ári frá 1917- — Óskar var heilsteyptur og harðgerður atvinmuekandi, sem aldrei lét hugfallast, þótt erfiðlega gengi. — Þess vegna ávann hann sér traust, bæði verkafólks og valdhafa. Hann var „þéttur á velli og þéttur í lund og þrautgóður á rauna- stund“. — Heimilisfaðir hlýr og góður, höfðingi heim að sækja. Listrænn og skemmti- legur ræðumaður, ef því var að skipta. Það er mikill skaði að missa þennan mikla framtaksmann úr okkar fámenna þjóðfélagi. — Mætti fordæmi hans, þrótt- ur og þor, verða til eftirbreytni. tJtför Óskars fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, á virðulegan hátt að viðstöddu miklu fjölmenni, þann 23. jan- úar s. 1. Vinir hans og kunningjar hér á Akranesi senda fjölskyldu hans hugheilar samúðar kveðj- ur. — Honum sjálfum, sem horfinn er til fullkomnari til- veru, sendum við alúðar þakk- ir og eilífðaróskir. Júlíus Þórðarson. Raddir lesenda: Þó enn sé ekki nema miður þorri þá skapar hin óvenjulega hlýja veðr- átta vorhug meðal fólksins, og mað- ur fer að hugsa til vors og gróðurs. I því sam'oandi dettur mér í hug, að minna hlutaðeigendur á skrúð- garðshugmynd Akurnesinga og að ástæða sé til að halda því máli vel vakandi og hefja þann undirbún- ing fyrir vorið, sem flýtt geti fyrir framkvæmdum þá. Þá er það að athuga, að nauðsynlegt er, að bær- inn tryggi sér land það, sem liggur niður að sjónum, þannig að skrúð- garðurinn hafi allt það land til um- ráða. Þykir mér líklegt að hæjar- stjórn hafi athugað þetta og tekið til aðgerða, því staðsetning skrúð- garðsins miðist við, að honum fylgdi frítt land til baðstrandarinnar. Bœjarbúi. Akraneskirkja: Messað á morgun í Akraneskirkju kl. 2.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.