Bæjarblaðið - 07.02.1953, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 07.02.1953, Blaðsíða 3
Laugardagurinn 7. febrúar 1953 BÆJARBLAÐIÐ 3 SEXTUGUR SIGURÐUR SÍMONARSON 20. jan. s. 1. átti Sigurður Símonarson, múrarameistari, sextugsafmæli. Hann er fæddur austur í Rangárvallasýslu og ólst þar upp (i Ási i Holtum), og var þar fram yfir tvítugt. Múrverk lærði hann að miklu leyti hjá bónda í sveitinni, lagði þá land undir fót og fór til höfuðstað- arins og jók sina mennt í iðninni, en fluttist ári síðar hingað, eða 1916, og hefur alla stund síðan átt hér heimili sitt og helgað Akraneskaupstað krafta sína í margháttuðu fé- lags- og umbótastarfi. Sigurður Símonarson er gæddin- þeim góða eiginleika að geta látið sig dreyma stóra drauma um margt, sem öðru- vísi mætti vera og á annan veg ætti að vera, en það í reynd inni er. En hann hefur þá held- ur ekki brostið kjark til að gera sína drauma öðrum heyr- inkunna, því síður dug til að standa á sínum málstað allur og óskiftur, ef hann vissi hann vera réttan og horfa til bóta. Með mörgu móti hefur Sigurð ur Símonarson skráð nafn sitt í sögu þessa bæjar sem þrótt- mikill framfaramaður, en þó Ármann Halldórsson, Hof- teigi varð sextugur 31. des. Ár- mann er fæddur í Götuhúsum hér á Akranesi, sonur hjónanna Jórunnar, dóttur Þorkels Guð- mundssonar bónda í Káravík á Seltjarnarnesi og Halldórs Odds sonar Magnússonar, hónda i Múlakoti í Stafholtstungum. Halldór var formaður á sex- æring, sem hann átti, og réri hann skipi sínu úr Göthúsavör inni. Lítið man Ármann eftir föðm sinum, því að hann lézt í fiskiróðri, er drengurinn var á fimmta ári. 15 ára gamall réðist Ármann í skiprúm suður í Garði og réri þar 2 vertíðir. Formennsku byrjaði Ár- mann á róðrarbát norður á Langanesi 1913 og fiskaði vel. Árið eftir um haustið tók hann við vélbátnum Agli Skalla grímssyni. Síðar varð hann skipstjóri á v/b Garðari, eign Har. Böðvarssonar. 1926 létu þeir smíða 22 tonna vélbát i sameiningu, hann og Þórður Ásmundsson, sem Ármann hét. Var Ármann skipstjóri á hon- um þar til hann tok við floa- bátnum Fagranesi, sem var í förum hér á fjórða ár og Leifur Böðvarsson átti. Ármann var vinsæll yfir- maður og hélzt vel á hasetum sínum. Hann hefir fyrir nokkru tekið sér hvíld frá störfunum við sjóinn og keyrir nú bíl. Ármann er giftur Margréti dóttur Sigurðar Jónssonar og kannske í engu betur en með afskiftum sínum af staðsetn- ingu sementsverksmiðjunnar fyrir bæjarfélag sitt, og skemmst er að minnast. Sigurður er listrænn maður, og hefur sá hæfileiki hans m. a. komið í ljós í því, sem hann hefur gert fyrir leikstarfsem- ina í bænum. Þar á hann veiga- mikinn þátt í merku en á margan hátt örðugu brautryðj endastarfi. Af hinum mörgu forystu og trúnaðarstörfum, sem samborg arar hans hafa treyst honum til, skal það eitt nefnt, að hann var oddviti Ytri-Akraneshrepps um skeið og sá síðasti, áður en Akranes fékk bæjarréttindi sín árið 1940. Kona Sigurðar er Valgerður Halldórsdóttir, ættuð af Eyr- arbakka, frábær myndarkona, og eiga þau hjónin 7 börn. Á afmælisdaginn var gest- kvæmt á hinu fallega heimili þeirra. Þangað komu vinir og samferðamenn til að þakka þeim báðum góða samfylgd og árna þeim heilla og hamingju á ókomnum árum. m. Þuríðar Árnadóttur frá Innra- Hólmi. Hefir hún alið honum g börn. Tvö þeirra létust ung. Hin 7 eru fjórar dætur og þrír synir. Þrjú barnanna eru gift. Oddur. íþróttaliúsið........... Framhald af 1. síðu Á sundmeistaramót í Hvera- gerði í siunar sendi IBA fjóra þátttakendur og urðu tveir þeirra íslandsmeistarar, þau Bára Jóhannsdóttir og Nikulás Brynjólfsson. Tók Bára við sín- um heiðurspeningi, en Niku- lás var fjarverandi. Formaður Kára, Jón S. Jóns- son, tók við bæjarstjórnarbik- arnum fyrir hönd félags síns, sem er Akranessmeistari í knatt spyrnu. Formaður ÍBA afhenti knatt- spyrnumeisturunum, hverjum fyrir sig, verðlaunapening. Karl Helgason kennari af- henti f. h. Knattspyrnufélags Akraness málverk af Akrafjalli eftir Ríkharð Jónsson. Á það að prýða salinn. Stutt ávörp og ræður fluttu: Karl Helgason póstmeistari, Ragnar Jóhannesson, Friðrik Hjartar og séra Jón M. Guð- jónsson. Er athöfninni var lokið var gestunum boðin hressing, öl, brauð og kökur, sungin nokkur lög og spilað góða stund. Var þessi samkoma hin á- nægjulegasta. Sundmótið. . . Framhald af 1. síðu 100 m. baksund karla. 1. Jón Helgason .... 1.20,5 Akranesmet. 2. Hafst. Jóhannsson 1.27,8 3- Hjálmar Loftsson t.29,7 50 m. skriSsund konur. 1. Bára Jóhannsdóttir o.39,i 2. Anna Gunnlaugsd. 0.40,0 50 m. bringusund drengja. i. Helgi Hannesson. . 0.41,1 2. Sig Hannesson . . 0.41,4 3- Georg Elíasson . . 0.42,7 100 m. skriÖsund karla. 1. Helgi Haraldsson 1.07,8 2. Jón Helgason .... 1.11,8 3- örlaugur Elíasson 1.13,0 100 m. bringusund konur. 1. Bára Jóhannsdóttir 1-41,3 2. Ölafía Sigurbjörnsd 1.46,0 3- Súsanna Magnúsd. 1.47,8 32:50 m. boösund 1. Sveit Sundfélagsins 1.50,4 2. Sveit Kára 1.52,4 Um 35 keppendur tóku þátt í mótinu. Keppt var um tvo bikara, í 100 m. bringusundi kvenna, en þeim bikar fylgir nafnið sunddrottning Akraness. Bára Jóhannsdóttir hefur unn- ið hann tvö ár í röð, en hann þarf að vinnast fjórum sinnu í röð eða fimm sinnum alls til eignar. Einnig var keppt um baksundsbikarinn nú i fyrsta sinn, og vann Jón Helgason hann. Form. I. A. Guðm Svein- björnsson afhenti sigurvegurun um bikarana, og verðlauna- peningar voru veittir fyrir hverja sundgrein. Mótið fór vel fram og voru margir áhorfendur. Nú á næstunni verður í Bjarnalaug, sundkeppni milli Reykholtsskóla og G.fr.skóla Akraness, en sú keppni milli skólanna fór fram í fyrsta sinn í fyrra í Reykholti, og vann Reykholtsskóli þá. Urslit eru tvisýn nú, því að betra er að keppa í heimalaug, en Reyk- ’hyltingar hafa löngum verið góðir sundmenn, og nemendur þar eldri að árum en nemend ur G. S. A. Gagnfræðaskólinn og Barna- skólinn munu halda sundmót seinna i vetur og verður þar háð m. a. keppni milli bekkja, einnig verður þar háð hin ár- lega keppni um skólabikarana, en þeir, sem þá vinna hljóta sæmdarheitið sunddrottning og sundkóngur síns skóla. Hvor skóli á 2 bikara, sem bera það nafn. laug hin árlega sundkeppni laug hin árleiga sundkeppni milli Akraness og Keflavíkur, en það er bæjarkeppni, sem háð hefur verið tvisvar, og hefur hvor bær unnið einu sinni. Þetta er bikarkeppni og er það metnaðarmál áhugamanna að vinna þessa keppni, en bikar- inn þarf að vinna þrisvar í röð eða 5 sinnum alls, til eignar. Bæjarfréttir Höfnin: Allir bátar hafa róið að undan- förnu. Afli hefur verið sæmilegur. Mestur afli ó bát um 9 tn. Bæjartogararnir hafa lagt upp afla sinn hér, eins og að undanfömu. Bjami Ólafsson þ. 2. þ. m. 250 tn. og Akurey 6. þ. m. um 160 tn. Hjónaband: 24. jan. gaf sóknarpresturinn (sr. J. M. G.) saman Kristínu Karls- dóttur (Auðunssonar) og Sigurjón Bjömsson, vélvirkja, frá Ósi. — Heim ili þeirra er á Suðurgötu 36. Gjöf til sjúkrahússins. I janúar s. 1. gaf st. Akurblóm nr. 3 Sjúkrahúsinu kr. 2000,00 til minningar um Frú Helgu Níelsdótt- ur og Kristmann Tómasson. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vil ég þakka fyrir hönd Sjúkrahússins. ráSsmaSur. Borgari boðinn vel- kominn. GuSrún, skírS 24. jan. (f. 12/11 '52). Foreldrar: Sigurjón Bjömsson, og Kristín Karlsdóttir, hjón, Suðurgötu 36. Anna Sigrún, skírS 1. febrúar (f. 15/5 ’52)- Foreldrar: Böðvar Guðjónsson og Svava Hallvarðsdóttir, hjón, Skagabraut 24. Sœvar, skírSur 1. febr. (f. 28/10 '52). Foreldrar: Benedikt Hermanns son og Oddný Ólafía Sigurjóns- dóttir, hjón, Suðurgötu 82. Þakkir: B. K. 1. AKRANESDEILD, þakk- ar hér með, hr. Þórði Þ. Þórðarsyni bifreiðaeiganda fyrir umsjón og starf- rækslu Sjúkrabifreiðarinnar síðastl. ár, sem hann leysti af hendi með mikilli prýði, ennfremur fyrir að láta í té bifreiðastjóra endurgjalds- laust í akstur bifreiðarinnar hér inn- an bæjar. Ennfremur þakkar deildin hr. Bergi Ambjarnarsyni bifreiðaeftir- litsmanni og Guðmundi Sveinbjöms- syni forstjóra fyrir velvild og greiða- semi í þógu bifreiðarinnar. f. h. R. K. 1. Akranesdeild. Ingunn Sveinsdóttir. gjaldkeri. Mirniismerki sjómanna á Akranesi vill minna á sig. Minningarspjöld þess fást í flestum verzlunum bæjar- ins og víðar. Látið það njóta áheita ykkar. Eflum sjóð þess á allan hátt, sem enn er of lítill til mikils átaks. I Hafnarfirði er fyrirhuguð keppni „Utanbæjarmanna“ annars vegar og Reykvikinga hins vegar. Þessa keppni unnu Reykvik- ingar síðast og hafa utanbæjar- menn fullan hug á að jafna metin. Síðast fóru 5 Akurnes- ingar í þetta landslið, og ef að likum lætur verða þeir fleiri í vor. Af því sem að framan grein- ir hefur sundfólkið á Akranesi nóg að hugsa um það sem eftir er vetrar. Það er gott til þess að hugsa að sem flestir hafi skemmtileg og heilbrigð viðfangsefni, til þess að glíma við í sínum frí- stxmdum. H. Barnaskemmtun barna- stúkunnar.. Bamastúkan hér hélt skemmti- samkomu fyrir böm s. 1. sunnudag, í Bíóhöllinni. Var þar margt á dagskrá og fjölbreytt skemmtiatriði. Samkoman var mjög vel sótt af börn- unum. Byggðasafn á Akranesi. Þeir, sem ætla sér að stuðla að því að byggðasafns hugmyndin nái nokkrum framgangi, eru vinsamlega beðnir um að láta ekki dragast lengi að tilkjmna um þá gömlu muni, er þeir ætla að gefa eða ánafna byggða- safninu. Góðir Akumesingar, látum þetta mál ekki verða að engu í höndum okkar. Styðjum hina lömuðu. Athygli þín er vakin á eldspýtun- um, sem sérstaklega og á sinn hátt er ætlað að „lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í skugga" jafnhliða, sem þú sjálfur hefur not af þeim. Notaðu þær eldspýtur öðrum fremur. Þær fást í flestum verzl- unum. 7. Rauði krossinn... . Framhald af 1. síðu sín og aleigu. Alþjóða Rauði krossinn hefir því hafið starf til hjálpar hinu bágstadda fólki. Rauði kross Islands, sem er grein á þessum alþjóðalíknar- samtökum, hefir því vitanlega ákveðið að taka þátt í starfinu og vér, Akranesdeild hans, megum ekki láta okkar hlut eftir liggja. Verður nú leitað til bæjarbúa um framlög til hjálpar Skátarnir munu góð- fúslega veita aðstoð sína, fara um bæinn og safna fjárfram- lögum. Fatagjafir verða einn- ig vel þegnar. Fötin mega vera notuð, en verða að vera hrein. Fatagjafir er beðið að afhenda frú Ingunni Sveinsdóttur, gjald kera deildarinnar, sem og tekur við fjárframlögum þeim, sem berast. Stjórn RauSakrossdeildar Akraness. Finnlandskvöldvaka . . . Framhald af 1. síðu skýrði sr. Sigurjón hana. Þessari ágætu kvöldvöku lauk með því, að karlakórinn Svanir söng undir stjórn Geirl. Árnasonar Finnlandia eftir Si- belius og þjóðsöng Finna. Aðsókn að þessari kvöldvöku var svo dauf, að bæjarskömm er að. Ekki þurfti þó að fadast frá, vegna þess hve aðgöngu- miðar væru dýrir, því að hver þeirra kostaði aðeins 1 o krónur. Er það í rauninni svo, að ame- riskar gangsteramyndir og leik rit á borð við „Karolína snýr sér að leiklistinni“. það eina, sem hlýtur aðsókn? En hitt er áreiðanlegt, að all- ir þeir, sem nutu þessarar Finn- landskvöldvöku Stúdentafélags- ins, munu húgsa til þess með þakklæti fyrir óblandna á- nægjustund og eina þá vönduð- ustu skemmtiskrá, sem flutt hefir verið á Akranesi á síð- ari árum. SEXTUGUR ÁRMANN HALLDÓRSSON

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.