Bæjarblaðið - 09.05.1953, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 09.05.1953, Blaðsíða 3
Laugardaginn 9. maí 1953. BÆJARBLAÐIÐ 3 Stofnandi Rauða krossins 125 ÁRA MINNING Iðnskólanum var slitið miðvikudaginn 29. apríl Iðnskólinn starfaði eins og að undanförnu í 3 deildum, og stunduðu 34 nemendur þar nám í vet- ur. Af þeim brautskráðust nú 12 nemendur. einkunn nemanda við skólann í vor. Annars eru einkunnir þeirra, sem brautskráðust, þessar: Hæstu einkunn á burtfarar- prófi hlaut Gísli Teitur Krist- insson, vélvirki, ágætiseinkunn 9,14. Var það jafnframt hæsta Ágúst Sig. Guðjónsson, húsasmiður, 2. eink....... 6,00 Böðvar Guðjónsson, bifvélavirki, 1. eink......... 7,83 Dagbjartur Hannesson, netagerðarmaður, 2. eink. 7,18 Eirikur Þorvaldsson, múrari, ágætiseink........... 9,06 Friðþjófur Helgason, bifvélavirki, 1. eink....... 8,13 Gísli Teitur Kristinsson, vélvirki, ágætiseink. . . 9,14 Halldór Magnússon, vélvirki, 1. eink............. 7,97 Knútur Bjarnason, múrari, 1. eink................ 8,54 Ingvi Guðmundsson, 1. eink........................ 8,52 Jónas Arnfinnsson, múrari, ágætiseink............. 9,00 Jón Sig. Jónsson, netagerðarmaður, 1. eink....... 8,05 Pétur Georgsson, netagerðarmaður, 1. eink....... 7,97. Hinn 8. mai þessa árs voru liðin 125 ár frá fæðingu Henry Dunants, sem stofnaði Rauða krossinn. Hann var fæddur í Genf í Sviss þann 8. mai 1828 og var kominn af góðu fólki í báðar ættir. Svo er sagt, að móðir hans var ifrábær kona að mannkærleik og mannkost- um. Það kom snemma í ljós, að hann var gæddur næmri tilfinningu með þeim, sem lifðu skugga megin í lífinu og sterkri löngun til þess að verða þeim að liði. Hann hafði og þegar á unga aldri mikinn áhuga á því, að kynning, skilningur og vel- vild mætti eflast þjóða í milli. Þessar hugsanir hans og hug- sjónir voru vaxnar upp úr jarð- vegi kristinnar trúar og hann átti drjúgan þátt í stofnun hins alþjóðlega kristilega félagsskap ar K. F. U. M. Nefna má hér tvær konur, sem talið er að hafi haft áhrif á hann í æsku og unnu að því göfuga markmiði, að draga úr böli manna og þjáningum. Önnur var Mrs. Beecher-Stove, höf- undur hinnar heimsfrægu bók- ar „Kofi Tómasar frænda,“ en sú bók átti sinn þátt í hreyf- ingunni, er barðist fyrir af- námi þrælahalds í Bandaríkj- unum. Hin var Florence Night- ingale, sem hlaut alþjóðlega frægð fyrir björgun og hjúkrun í Krímstríðinu. Árið 1859 stóð ófriður á Ítalíu milli Sard- iníumanna (ítala) og Frakka annars vegar og Austurríkis- manna hins vegar. Einhver blóðugasta orustan var háð við Solferino þ. 24. júní. Það er hún, sem Gröndal á við í Helj- arslóðarorstu. Mannfallið var mikið og er sagt, að eftir hana lægju 40 þús. manna fallnir og særðir. Sjúkrahjálp var á þeim tíma í ólagi og fóru 3 dagar í að bera hina særðu af vígvell- inum. Það var þá að Dunant, þá 31 árs að aldri, hófst handa til hjálpar. Hann fékk nokkrar konur í lið með sér og sömuleið- is fékk hann því til vegar kom- ið við Napoleon keisara, að austurrískir herlæknar, sem höfðu verið teknir höndum, voru látnir lausir og fengu að starfa með honum. Líknsemi Dunants, sem náði jafnt til beggja striðsaðila, vakti hrifn- ingu og þá varð til orðtækið „tutti fratelli,“ „allir eru bræð- ur,“ sem Dunant valdi síðan Framhald af síðasta dálki um verður aftur tekin upp sú regla, frá 15. þ. m., að afgreiSa innanbæjarsímtöl eingöngu eft- ir númerum. Ég vil vænta skilnings sím- notenda á þessari tilhögun, enda er hún til þess að gera afgreiðsluna greiðari og betri. Karl Helgason. að einkunnarorðiun hjúkrunar- sveita R. K. Þetta var upphafið að líknarstarfi Rauða krossins. Nafnið er dregið af merki, hvitu bandi með rauðum krossi, sem Dunant lét allt starfsfólkið bera og hann átti hugmyndina að. Það er öfugt við svissneska fánann, sem er hvitur kross á rauðum grunni. Árið 1862 kom út bók eftir Dunant, „Minn- ingar frá Solferino,“ sem vakti mikla athygli og var þýdd á margar tungur. Það mun hafa verið um sama leyti, sem Dun- ant gjörði bandalag við 4 menn aðra og bundust þessir fimm menn samtökum um, að koma hugsjón Dunants í fram- kvæmd með öflugum áróðri. En Dunant lagði fram fé til starfsins. Þessir 5 menn voru í rauninni stofnendur R. K. Starf D. spurðist fljótlega um álfuna og vakti athygli og að- dáun og var nú farið að ræða um alþjóða samtök um að lina þjáningar særðra manna i ó- friði og setja reglur um með- ferð þeirra. Árið 1864 var gjörð og undirrituð i Genf hin svo nefnda Genfarsamþykkt, „samningur um velferð her- manna, er særast í ófriði." Þár með var stofnaður Alþjóða Rauði krossinn. Síðar bættust fleiri ríki i þessi samtök og nú eru RK-félög í 71 landi alls. Það var ekki fyrr en alllöngu síðar, á friðarfundinum í Haag 1899, að samin voru og gilt ákvæði um mannúðlega með- ferð stríðsfanga. Dunant lagði fram aleigu sína fyrir málefni RK. og hann lifði um 20 ára bil, á efri árum sínum, við mestu örbirgð. Hann gleymdist, þó undarlegt megi virðast. En svo var hann „upp- götvaður" aftur og árið 1901 fékk hann friðarverðlaun Nó- bels að hálfu. Af þvi fé notaði hann ekki sjálfur nema það, sem hann þurfti til brýnustu nauðsynja. Hitt gaf hann til eflingar R. K. Hann andaðist árið 1910. Þetta er í fáeinum aðalatriðum sagan um hinn auðuga unga mann, sem seldi eigur sínar og gaf þær til hjálp- ar særðum mönnum og bág- stöddum. Ef hlutverk Rauða krossins væri það eitt, að hjálpa og hjúkra særðum hermönnum og draga úr mannúðarleysi i orr- ustum, þá ætti ihann sem betur fer lítið erindi til vor. En það er miklu víðtækara. R. K. vinn- ur að því að efla frið, bræðra- lag og samúð þjóða á milli, með því að veita hjálp í hvers kon- ar nauðum og hörmungum. Það er sú hlið hjálparstarfsem- innar, sem vér getum látið til vor taka auk margvíslegrar hjúkrunar- og líknarstarfsemi meðal þjóðarinnar. Rauði kross íslands var stofnaður 10. des. 1924, og eru nú starfandi 10 deildir alls, með um 3000 fé- lagsmönnum. Hér verður ekki fjölyrt um starf hans, en að- eins drepið á helztu atriðin. Þegar Finnar lentu í ófriði, er Rússar réðust á þá, þá gekkst R. K. I. fyrir Finnlandssöfnun- inni svo nefndu. Einnig sendi R. K. I. nokkra fjárhæð til Chile, er ógurlegt tjón haifði orðið þar af jarðskjálftum. Hann hafði forgöngu um fjár- söfnun til bágstaddra flótta- manna frá Noregi 1944, til bágstaddra barna í Miðevrópu (lýsisgjöf) 1946, til bágstadds fólks af völdum flóða á Ítalíu 1951 og á Hollandi á s. 1. ári. Af innlendum verkefnum og starfi má nefna þetta: Hann heifir sutt Verarhjálpina í starfi hennar og unnið að því, að koma börnum til sumardvalar í svéit. Hann hefir haft með höndum fræðslustarfsemi í hjúkrun og hjálp í viðlögum og gefið út tímarit um heil- brigðismál, „Heilbrigt líf.“ R. K. I. kom upp sjúkraskýli i Sandgerði og hefir starfrækt þar hjúkrun. Hann hefir eign- azt sjúkrabifreiðir og séð um rekstur þeirra. Auk þessa fékk R. K. I. sérstakt verkefni í sið- ustu heimsstyrjöld, þ. e. að undirbúa hjálp og hjúkrun, ef slys skyldu verða af völdum loftárása. Ástandið í heimin- um getur þvi miður leitt til þess, að þessu verkefni þurfi að sinna er minnst von um varir. R K. I. vill því vera við- búinn með sjúkrahjálp, svo sem hjúkrunarlið, rúm, með- ul o. fl., og er nokkuð af þessu nú fyrir hendi, en ekki nóg. Þarf til þess raeira fé, en R K. I. hefir yfir að ráða. Þess vegna meðal annars snýr félagið sér til allra landsmanna og biður þá að gerast félagar. Það er ódýrt, en getur verið félaginu mikill styrktrr. Því er hér með beint til Ak- urnesinga, að gerast félagar i Akranesdeild R. K. I. I því skyni eru menn beðnir að gefa sig fram við símstjóra Karl Helgason, formann deildarinn- ar, frú Ingunni Sveinsdóttur, gjaldkera, eða frú Helenu Hall- dórsdóttur, ritara deildarinnar. Á. Á. Bæjarfréttir Hjúskapur: Laugardaginn 23. aprfl s. 1. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Arndís Halla Guðmundsdóttir, Laug- arbraut 26 hér í bæ og Þórir Þor- steinsson, Laugateig 26, Reykjavík. Hjúskaparheit: 1. mai s.l opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sjöfn Jónsdóttir, Kirkjuhvoli og Daði Eiðsson frá Akureyri. Söngkennari sambands ísl. karlakóra ungfrú Ingibjörg Steingrímsdóttir frá Akureyri hefur dvalið hér síðan laust fyrir miðjan apríl s. 1. við raddþjálfun hjá Karlakórnum Svön- um. Framhald á 4. sáðu Tveir nemendur Iðnskólans, þeir Gísli Teitur Kristinsson og Ingvi Guðmundsson, luku bæði 2. bekkjar prófi og burt- fararprófi nú í vor. Hlaut Gísli hæstu einkunn í 2. bekk eða 1. eink. 8,71. I 1. bekk hlaut Smíðar kenndar drengjum í fyrsta skipti í vetur; að auki bókband og burstagerð. Hand- iðja stúlkna með líkum hætti og áður. Heilsufar var gott, og þrifn- aður góður. — Lýsisgjafir með líkum hætti og áður. Skýrsla tannlæknis 1953 (30/4) Svo sem flestum mun kunn- ugt, hefur bærinn gert samn- ing við tannlækninn um tann- aðgerðir skólabarna. Skýrsla tannlæknis er á þessa leið. Til mín hafa komið too börn til tannviðgerða og tanndrátt- ar, þar af 52 börn úr 7, 8, 9, 10 og 11 ára bekkjum og 48 úr 12 ára bekkjum. I 12 ára börn- um hafa 400 tennur verið skemmdar, og hefi ég gert við og dregið úr 318. — Eftir eru þá 82 tennur óviðgerðar en 12 ára börn geta fengið viðgerð á, ef þau koma á næstu tveim mánuðum, eftir því, sem ég mæli fyrir. — Börn, sem til mín hafa komið, úr yngri bekkj um, hafa fengið viðgerð vegna þess, að ég taldi annað óhjá- kvæmilegt. Haukur Gígja hæstu einkunn, 1. einkunn 8,40. Iðnaðarmannafélag Akra- ness hefur árlega veitt þeim nemenda Iðnskólans bókaverð- laun, sem hæstu einkunn hlýt- ur á burtfararprófi. Þessi börn eru 52 að tölu, og hefi ég gert við og dregið úr 86 tennur, eða alls 404 í eldri og yngri skólabörnum. — Skólastjóri biður alla foreldra þeirra 12 ára barna, sem ekki hafa enn mætt í tannlæknis stofunni, að hvetja þau til að heimsækja tannlækn inn að fyrirmælum hans — í maí eða júní. Nokkrar tölur varðandi lest- ur: I október í haust lásu 7 ára börnin (rétt) a. m. t. 40,9 ára börnin (rétt) a. m. t. 409 atkv. á (1) mín., í vor (apríl) lásu sömu börn 81,9 atkv. á sama tíma. Framfarir 7 ára barna a. m. t. 41 atkv. á mín. I haust lásu 8 ára börn rétt a. m. t. 102 atkv. á mínútu. I vor lásu sömu börn 156 atkv. rétt á sama tíma. Framfarir 8 ára barna a. m. t. 54 atkv. á mínútu. — Einkunnir í barnaprófi féllu þannig, að 14 börn hlutu 2. einkunn 24 börn 1. einkunn og 1 ág. einkunn. — Eitt barnið var veikt, 11 hafa ekki lokið barnaprófinu að fullu, vantar flest sundpróf, en fáein fleira. 350 BÖRN í BARNASKÓLANUM Á AKRANESI Skólanum fyrir eldri börnin var slitið í kirkjunni 30. apríl s. I. 3 50 börn sóttu skólann, þegar þau voru flest. Deildir voru 14. Koma þá a. m. t. 25 börn í deild. Mest áherzla er aS sjálf- sögðu lögS á MÖÐURMÁL (lestur, réttr. og mádfræÓi) og REIKNING. Auðvitáð kenndar að auki allar lögboðnar náms- greinar barnaskólanna.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.