Bæjarblaðið - 09.05.1953, Blaðsíða 2
3
BÆJARBLAÐIÐ
Laugardaginn 9. maí 1953.
BÆJARBLAÐIÐ
Ritnefnd;
DR. ÁRNI ÁRNASON, KARL HELGASON,
RAGNAR JÓHANNESSON OG VALGARÐUR KRISTJÁNSSON
AfgreiSslumaSur:
ODDUR SVEINSSON
Sími 74.
BlaSiS kemur út annan hvern laugardag.
PrentaS i Prentverki Akraness h. f.
Vorannir
Bæjamerming vor íslendinga er ung. Svo skammt er síð-
an bæir og þorp tóku að risa hér upp.
Þessa gætir líka allmjög hjá oss, einkum í hinum smærri
bæjunum. Höfuðborgin og stærstu kaupstaðirnir hafa hins
vegar fengið á sig snyrtilegri blæ.
Fólk, sem búið hefir í strjálbýli, er oft nokkuð lengi að
nema lögmál þéttbýlisins til hlítar. En þar er aðallögmálið,
sem flestar aðrar reglur hyggjast á: að taka tillit til annarra
í sambúðinni, miða meir við heildina en einstaklinginn.
Eitt af því, sem mest veltur á í því sambandi, er þrifn-
aður og aðrar lungengisvenjur úti við.
Tökum dæmi: Það telst skaðlítið að skyrpa frá sér úti i
haga, en að hrækja á gangstétt í bæ, gengur villimennsku næst;
það er mönnum frjálst að bera hvað sem er á tún í sveitinni,
en það þykir ósvinna að bera óþverralegan og daunillan
áburð á lóð í þéttbýli, rétt við nefið á nágrannanum. Kröf-
ur heilbrigðiseftirlits hljóta lika að vera strangari þar. —
Líka telst til menningarskorts að drita niður alls konar rusli
og úrgangi úti við, pappírsneplum, appelsínuberki, að ekki
sé nú talað um flöskur, sem sjást stundum mölbrotnar á fjöl-
förnum götum til stórhættu fyrir menn og ökutæki.
Já, vér eigum enn í mörgu langt i land, íslendingar, að
skapa oss bæja- og umgengnibrag með siðmenningarblæ. Þ^ss
vegna eigum vér að vera námfús og skjót til að taka oss til
fyrirmyndar þær þjóðir, sem lengst eru komnar í þessum
efmun.
+ * *
Nú hefjast vorannirnar. Bráðum hefst garðræktin, sem
er svo ríkur þáttur í bæjarlífinu hér.
Garðyrkjan á Akranesi miðast nær eingöngu við nytja-
jurtir. Skrúðgarðaræktin stendur hér yfirleitt á lægra stigi en
í flestum öðrum bæjum sambærilegum. Valda þar e. t. v. að
nokkru mn erfið skilyrði, en þó mun hvergi nærri fullreynt,
hve langt má komast í trjárækt og skrautjurta, ef áhugi og
þrautseigja haldast í hendur við snyrtimennskuna.
Sumir einstaklingar hafa sýnt lofsverðan áhuga i rækt
garða sinna og lóða, en mér skilst, að enn hafi lítið verið gert
af bæjarfélagsins hálfu til að prýða almenna staði, lóðir við
opinberar byggingar o. þ. u. 1. Það nægir engan veginn að
hugsa um skrúðgarðinn á Garðatúni einan. Bærinn sjálfur
fríkkar ekki við það. Það eru staðir eins og torgin, kirkju-
lóðin, skólalóðirnar, bæjarhússlóðin og fleira, sem setja dag-
legan svip á miðbæinn.
Á þessum tíma árs skiptir miklu, að allir, einkum hús-
eigendur, geri allsherjar sókn, hver á sínu landi, til að þrífa
og snyrta. Þótt skúrarnir og úthýsin séu víða ljót hér í bæ,
mætti líta skár út umhverfi margra þeirra. Ljótt er að sjá
fallega lóð þakta rusli og óþverra, þegar grösin fara að teygja
kollinn upp úr moldinni. Segja má e. t. v. að falleg stúlka
sé alltaf falleg, en þó fær fegurð hennar tilfinnanlegt áfall,
ef hún er sóðaleg og úfin. Fallegt blóm nýtur sín ekki vel við
hliðina á appelsínuberki, bréfarusli og úldnum þorskhaus.
Það ætti að vera öllum ánægja að prýða bæinn sinn.
Þess njótum við sjálf, hvert og eitt og okkar fólk. Þar tjáir
heldur ekki að heimta allt af öðrum. Hver einasti er ábyrgur
fyrir útliti bæjarins snyrtingu hans og yfirbragði.
rjóh.
RAGNAR JÓHANNESON:
Sigurður Símonarson n loftbrúin
Ég er smeykur rnn, að Sig-
urður Símonarson hafi lesið
greinarkorn mitt um loftbrúna
með svipuðum hætti og sagt er,
að viss persóna lesi biblíuna.
Ég hefi t. d. hvergi sagt, að
ég væri að tala í nafni allra
Akurnesinga. Það eina, sem
mögulegt er, að S. S. byggi
þessa staðhæfingu sína á, er
það að ég sagði, að „yfirgnæf-
andi meirihluta fólks muni lít-
ast það bezta ráðið að verða
sér úti um nýtt skip til Faxa-
flóasamgangna, en það verður
að vera vel úr garði gert, hrað-
skreitt, þægilegt og rúmgott.“
Ég er sannfærður um, að
þessi skoðun á vilja manna er
rétt, og ég byggi hana a. m. k.
á eins góðum forsendum og
S. S. sannfæringu sína um af-
burði flugleiðarinnar fram yfir
sjóleiðina. Og ef greinarhöf.
heldur, að allir Akurnesingar
séu svo fjöðrum fengnir vegna
þessara loftbrúarhugmyndar,
að enginn hafi neitt við hana
að athuga nema ég, þá er brú-
in hans svo harla mjög í loft-
inu, að hvorugur endi hennar
nemur við jörðu.
Meira furðar mig þó á því,
er S. S. segir, að ég hafi „látiö
í það skína í grein minni, að
fólkið á Akranesi þyrði ekki að
fljúga þennan spöl.“ Þetta er
nú heldur en ekki er lofti grip-
ið, og því mjög lausu, því að
þótt leitað sé með logandi ljósi
í grein minni fihnst hvergi
stafkrókur, sem bendir til þess,
að ég dragi í efa hugrekki Ak-
urnesinga í lofti, láði né legi.
En úr því að á þetta er minnzt,
er rétt að segja það, — og nú
tala ég fyrir mig einan, — að
ef ég þyrfti nauðsynlega að
komast til Reykjavíkur í io
vindstiga veðri og dimmu,
mundi ég hugdeigari klöngrast
upp í flygildi einhvers staðar
uppi á melum en að stíga um
borð í sæmilegt sjóskip í höifn-
inni. Og þótt einhverjum sé
líkt farið, er það engrnn láandi,
svo raunaleg hefir hrakfalla-
saga íslenzkra flugsamgangna
verið á undanförnum árum.
En hvað sem þessu líður,
fagna ég því, að S. S. hefir
skrifað athygli verða grein til
þess að skýra þetta nýja sjón-
armið í samgöngumálunum.
Það- er nauðsynlegt, að slík
mál séu rædd fyrir opnrnn tjöld
um og viðar en á fámennum
fundum eða götuhornum.
En þótt S. S. hafi margt vel
ritað í grein sinni og leiði ýmis
rök að sinni kenningu, þá hefi
ég ekki sannfærzt enn um rétt-
mæti hennar, og væri ég þó
ekki ófús til að skipta um skoð-
un i þessu máli, ef ég sæi ann-
að réttara. En alvarlegt atriði
er það, að nú er bersýnilegt,
að þeir, sem úr samgönguvand
anum eiga að greiða, eru klofn -
ir; tveggja eða þriggja megin-
sjónarmiða gætir í málinu. En
slíkt er aldrei vænlegt til skjótr
ar úrlausnar. Það getur tekið
menn langan tíma að rífast um
það, hvort sjó- eða loftsamgöng-
ur séu affarasælli; og hætt við
að hvorutveggja seinki vegna
þeirra deilna. Það hefði t. d.
ekki flýtt gangi málanna, ef
menn hefðu fundið upp á þvi
að rífast um, hvort heppilegra
hefði verið að setja sements-
verksmiðju eða áburðarverk-
smiðju á Akranesi.
Það sem fyrst og fremst þarf
að meta í þessu sambandi, er
það hvort flugsamgöngur geti
komið algerlega í stað skipa-
flutninga. Á það eru ég og fleiri
vantrúaðir og skal ekki um það
fullyrt, hvort af vanþekkingu
stafar. En í svo veigamiklu
máli tjáir ekki annað en byggja
á ýtrustu reynslu og varúð.
Engin spákaupmennska né
hæpnar tilraunir mega komast
þar að.
Satt er það, að oft hefir
mannkynið beðið stórtjón við
ihaldsemi og þröngsýni gagn-
vart tæknilegum nýjungum.
En hitt er áríðandi, þegar
byggja á fyrir framtíðina, að
rasa eigi um ráð fram.
öllum er ljóst, að flugsam-
göngurnar hafa lyft Grettis-
taki í samgöngumálum þjóðar-
innar að undanförnu. En hitt
vita menn líka, að tímunum
saman geta flugsamgöngur við
fjarlæg héruð slitnað, sökum
illra veðurskilyrða. Er það nú
öruggt, að flugvélum sé eins
vel eða betur treystandi til að
halda uppi stöðugum samgöng-
um hér á milli en traustu og
góðu skipi? Flugleiðin er ör-
stutt, en geta ekki verið örð-
ugleikar við flugtak og lend-
ingu, þótt allt sé í lagi í lofti?
Gott væri að fá upplýsingar
um það, hvort slík „loftbrú“
hefir nokkurs staðar verið
reynd á stöðum með loftslagi,
sem mest likist islenzku. Ekki
mega menn t. d. láta sig henda
þá fásinnu að taka hina frægu
loftbrú til Berlínar til saman-
burðar. Berlin og Faxaflói eiga
sér ólíka hnattstöðu og veður-
far, og sitt er hvað samgöngur
milli þorpa á Islandi og sam-
göngur upp á líf og dauða við
milljónaborg á hagsmunasvæði
stórvelda.
Sig Sim. lét ósvarað þeirri
spurningu, sem ég varpaði
fram, hvernig á þvi stæði, að
þessi samgönguaðferð skuli
ekki hafa verið tekin upp í Vest
mannaeyjasamgöngum t. d., og
eiga þeir þó við drjúgum örð-
ugri samgönguvandræði að
striða? Flugsamgöngur hafa
bætt þau mikið, en nægja þó
ekki. Hvernig stendur á, að hin-
ar afskekktu byggðir á Aust-
fjörðmn og Vestfjörðum fá ekki
vanda sinn leystan með þessari
aðferð, sem S. S. og Kofoed Han
sen telja svo auðvelda og ó-
dýra?
Sé hún það ekki, er rétt að
kanna allt til hlítar, áður en
við gínum við því að láta gera
á okkur tilraun. Við höfum
ekki efni á því að láta gera á
okkur slíkar tilraunir. Þær eru
vafalaust nauðsynlegar, en það
er stórþjóðanna að prófa þær
til fulls áður en fátæklingar
eins og við tökum þeim tveim
höndum strax.
Ekki er ég andvígur flug-
samgöngum yfirleitt og marga
yfirburði þeirra hljóta allir að
viðurkenna, t. d. hraðann og
þægindin. Vissulega virðast
þær vera það, sem koma skal.
En í náinni ifrámtíð verður ekki
annað séð en að samgöngur á
sjó og landi verði að bæta þær
upp og starfa við hlið þeirra.
Mjög trúlegt er, að fljótlega
verði teknar upp einhverjar
flugsamgöngur milli Reykjavík
ur og Akraness, t. d. um sumar-
tímann. En eftir þeim upplýs-
ingum, sem enn eru fengnar,
sýnist hitt líklegra, að myndar-
legt farþega- og flutningaskip
verði ennþá að vera aðalsam-
göngutækið.
Símaafgreiðsla -
símanotkun -
Fyrir fjórum árum var sú
regla tekin upp hér við inn-
anbæjarafgreiðsluna, að af-
greiða aðeins eftir beiðnum um
númer, en ekki nafn. Var hægt
að halda þessa reglu nokkurn
veginn, þangað til símanotend-
um fjölgaði allverulega á s. 1.
sumri, án þess að nokkur skrá
væri til yfir þá, til afnota fyr-
ir notendur.
Nú hefir verið bætt úr þessu
með útgefinni sérstakri síma-
skrá fyrir Akranes og getur
hver símanotandi fengið hana.
Það tefur mjög og torveldar
afgreiðsluna þegar beðið er um
fólk í bænum, án þess að nefna
um leið símanúmer, og svo mik
ils kunnugleika er ætlast til af
símastúlkunum, að beðið er um
fólk með „gælunöfnum“ og
einnig er það til, að beðið sé
um „bifreiðanúmer," ef fólk
ætlar að ná í einhvern bifreiða-
stjóra.
Þar sem 400 símanúmer eru
nú hér i bænum, er það fyrst
og fremst miklu erfiðara fyrir
stúlkurnar að átta sig á því í
hvaða númeri þessi eða hirm
maðurinn sé, þegar beðið er
um nafn, auk þess sem það
torveldar mjög nýjum af-
greiðslustúlkum, að þurfa að
læra utan að, ekki aðeins nöfn
og - númer símanotendanna
sjálfra, heldur og einnig fjölda
annars fólks.
Af framangreindum ástæð-
Framhald á næsta dálki.