Bæjarblaðið - 19.09.1953, Side 3

Bæjarblaðið - 19.09.1953, Side 3
Laugardagur 19. september 1953 BÆJARBLAÐIÐ 3 — ÓLAFUR B. BJÖRNSSON HEFUR ÚTGÁFU NÝS RITVERKS. — Frh. af 1. síðu. Akraness, menn og málefni, samanborin í ritgerð Ó. B. B., Hversu Akrancs byggðist. Hef- ir það vafalaust verið ærið tímafrekt eljuverk að draga það saman úr sjaldgæfum gögn- um og munnlegri geymd. En höfundurinn er gæddur sterkri sagnfræðihneigð, og slíkum mömium verður jafnvel hið erfiðasta þolinmæðiverk unað ur einn. 1 þessu síðasta hefti Akra- ness má sjá, að Ó. B. B. hefir fleiri járn í eldi fræðimennsk- unnar. Hefst þar ritgerðin Saga byggSar sunnan SkarSs- heiSar. Mun hún verða allum- fangsmikil líka. Fjallar þess^ fyrsti kafli um landnám hér og byggist á meira og minna sjálfstæðmn athugunum höf- undar. Ekki hefur sá, sem þetta rit- Ekki hefur sá, er þettar ritar, þekkingu á mönnum og stað- saman Akranesssögu Ó. B. B. og heimildir hans, og er. það líklega á einskis eins manns færi. En ekki hefi ég heyrt getið mn að kunnugir menn hafi rekið sig á tilfinnanlegar vill- ur, en það er nær óhugsanlegt, hversu samvizkusamir sem höfundar eru, að smávillur komi ekki fyrir í verki, sem byggja verður upp með þessum hætti. Er að því leyti gott, að slíkt verk birtist fyrst í tíma- riti, áður en það kemur í bók. Þægilegra er þar að leiðrétta, villur og missagnir en í bók, sem e. t. v. kemur aðeins út einu sinni. Birtingin í blaðinu er þá nokkurs konar hreins- unareldur, sem efnið gengur í gegnum áður en það kemst á bókarstigið. En úr þvi að ég minntist á bækur í þessu sambandi, þá vil ég ekki láta hjá líða að skýra frá þeirri skoðun minni, að nauðsynlegt sé, að þessi rit- verk Ó. B. B. verði gefin út i bókarformi. Akumesingar eiga að telja það' skyldu sína, að stuðla að því og leggja þar með rækt við sögu staðar síns. Margir halda lítt saman blöð> irm og tímaritum, enda óað- gengilegra að lesa \löng ritverk ■’ ^rim. Efi útgáfa Akranesssögu Ól- afs, jafn fyrirferðamikil og hún er orðin, mrmdi verða allkostn- aðarsöm, og varla á færi höf- undar eins, enda eru sagnfræði- rit af þessu tagi sjaldan gróða- fyrirtaiki. Ef vel væri ætti eiginlega að gera tvennt: 1) veita höfimdi nokkurn styrk, svo að hann gæti gefið sig um tíma óskiptan að þessu þarfa menningarstarfi í þágu kaupstaðar og héraðs. 2) veita myndarlegan styrk til útgáfu Akranesssögunnar. 1 rauninni ættu fleiri en Akranes og Borgarfjarðarsýsla að eiga aðild að slíku. Biki og alþingi hafa oft styrkt ómerk ari fræðimennsku en þá, sem hér um ræðir. R. Jóh. ------------------------------------— Nýkomið: FYRIR DÖMUR: Náttkjólar, miög ódýrir. Skjört. Undirföt. Ullarsokkar. Fóðurbútar og alls konar önnur vefnaðarvara. — NÝJAR VÖRUR DAGLEGA — HARALDARBÚÐ EFTIRTALIN BYGGINGAREFNI VENJU- LEGA FYRIRLIGGJANDI: Timbur — Cement — Vatnsleiðslurör — Saumur — Þakpappi — Þakjárn — Múrhúðunarnet — Snowcem — Gólf- dúkar — Gólfkork — Einangrunar- kork og margt fleira. HARALDARBÚÐ NÝKOMIÐ: ÚR-ARMBÖND. ROFAKLUKKUR fyrir ljós og rafmagnstæki. Verzlunin Skólabraut 30 BRAGI ÞÓRÐARSON: Á skátenmótt \ jSviss Það er líkast því að bera í bakkafullan lækinn, að ætla sér að llýsa fegurð Svisslands með hina tignarlegu Alpa, sem heilla til sín ferðamennina, og mun ég því aðeins reyna að segja frá því helzta, sem við vorum þátttakendur í á Rover- mótinu í Sviss. s. 1. sumar. — Við, sem vorum svo lánssamir að fá tækifæri til að dvelja þar, munum áreiðanlega geyma Svisslandsförina með dýrmæt- ustu minningum okkar. * * * Fimmta alþjóðamót Rovers- skáta var haldið í Kandersteg í Sviss, dagana 2g. júlí til 7. ágúst. — Hinn fagri dalur Kandersteg, mótsstaðurinn, er umluktur háum fjöllum á þrjá vegu og stendur 1170 m yfir sjávarmál. Er hann í hjarta hinna tröllauknu Alpafjalla. Ibúar bæjarins Kandersteg, sem dregur nafn sitt af daln- um, eru um 900, og lifa þeir flestir á verzllunar- eða hótel- rekstri. Enda er í hverju húsi í bænum ýmist glæsileg hótel eða verzlanir. Aðalverzlunar- vörurnar eru fagrir og sér- kennilegir minjagripir, sem heilla ferðamanninn og ræna jafnvel síðustu peningunum úr fátækustu vösum. —■ Minja- gripimir eru margvíslegir. Mest er af spiladósum gerðum í líkingu við gömlu svissnesku sveitahúsin. Þær eru trektar upp og spila þá hin fegurstu lög; þá eru einnig margvíslegir fánar og merki; reykjarpípur af mörgum gerðum, svissneskir leirmunir og ótal margt fleira af líku tagi. Allir eru munir þessir fagrir og vandaðir og margt af þeim listagripir. Innan við bæinn, sem stend- ur framarlega í dalnum, voru tjaldbúðir mótsins reistar á sléttum bökkum árinnar Kand er og í nágrenni við hana. — Þátttakendur voru mn 5000 alls, frá 20 þjóðum. Flestir voru frá Engilsaxnesku þjóðunum eða um 1000, og fjöldi af Sviss- lendingum. Annars voru þama menn frá fjarlægustu og ólik- ustu löndum og þjóðemum, svo sem varaþykkir hrokkin- hærðir svertingjar frá Frönsku Afríku, Indverjar með stóra vefjarhetti, Líbanonbúar með síðar slæður aftur af höfði og niður fyrir mitt bak, feitir Mexicanar, Skotar í marglit- rnn pilsum og þannig mætti lengi telja. — Aðeins einn Kín- verji var á mótinu, og var eft- ir því sem ég frétti, frá For- mósu. Engir þátttakendur voru frá kommúnistaríkjunum, eða leppríkjum kommúnista, vegna þess að skátafélagsskapurinn er bannaður i öllum rikjum þar sem kommúnistar hafa völd. Náttúruöflin voru fremur óblíð við okkur i byrjun, og fyrstu fimm sólarhringana rigndi mikið, einnig rigndi tvær nætur til viðbótar. Þó voru öðru hvoru sólskinss tund- ir og voru þær vel þegnar. Þrjá síðustu dagana fengum við ágætis veður og ferðuðumst þá til nærliggjandi staða. Varðeldar höfðu verið á- kveðnir sum kvöildin, en veður hamlaði þvi að hægt væri að halda þá úti (það getur víðar rignt en á Islandi og einmitt þá sízt skyldi), í þess stað voru kvöldvökur í stórum tjöldum. Þar voru sýndir þjóðdansar og sungnir þjóðsöngvar frá Sviss, af vel æfðu dansfólki og söng- kór, voru bæði dans og söng- fólkið klætt fögrum svissnesk- um þjóðbúningum; þá voru eimng sýndir skozkir þjóð- dansar með sekkjapípuundir- leik; engilsaxneskir dansar; þjóðdansar frá Libanon og Frönsku Afríku, einnig söng- ur og dansar frá ýmsmn öðrum þjóðum, sem þátt tóku í mót- inu. Á milli atriðanna voru söngvar og hróp. Kvöldvök- unni lauk með því að alllir sungu bræðralagssöng skóta, sem er hinn sami alls slaðar i heiminum. Hugirnir voru sam- einaðir í söngnmn, þótt ólíkar væru trmgur og litir þjóðanna, sem sungu. Á stundum sem þessum tengjast menn fastari bræðralagsböndum, og geyma þær með beztu minningum sínrnn. * * * Á dagskrá mótsins var meðal annars, að einn dag skyldi hver þátttakandi vinna að ákveðnu verki. Voru 100 manna hópar að verki d hverj um stað. Hópminn, sem við tilheyrðum hafði það verkefni að útrýrna kjarri i ca. 1500 m hæð. Vorum við fluttir upp snarbratta fjallshlið, geysiháa, í litlum tveggja sæta körfum. sem festar voru á virstreng. Tók ferðin upp ca. fjórar mín- útur. Þeir, sem ekki eru fyrir loftferðir hefðu líklega ekki verið lirifnir af slikri loftferð, sitjandi ,í körfu, sem hangir á j NýUomið: mjóum vírstreng, og fyrir neð- an er fjallshlíðin með ægileg- asta egggrjóti hér og þar. En ekki er ástæða til ótta við þess- háttar ferðir, því að þær eru mjög öruggar. tJtsýnið úr körf- unni er vítt og fagurt, og þeim mun fegurra sem ofar dregur. Sést þá yfir blómlegan dalinn með skemmtilega byggðum húsunum, öllinn í sama sviss- neska stílnum; dökkgræn tré og gulir akrar fylla ramma hinnar svissnesku myndar og gera hana fullkomna. Vinnan sem beið okkar uppi í fjöllunum var andstæð okkar venjum. Hún var í því fólgin, eins og fyrr segir, að útrýma kjarri til þess að fá beitiland fyrir kvikfénað bændanna, sem eiga býli sín á þessum slóðum. Kjarrið var nefnilega nokkuð stórt. Það voru hin fegurstu grenitré á stærð við stærri jólatrén, sem við fáum hér heima. Við vorum látnir höggva þau upp með rótum og brenna síðan til ösku. —- Hugs- un þjóðanna gagnvart trjá- gróðrinum er ólík. Á Islandi hefði starf sem þetta verið allt að því landráð. I Svisslandi var verkið nauðsyn. — Sínum aug- mn lítur hver á silfrið. — Frá mótinu voru einnig skipulagðar ferðir um nágrenn- ið og var veður hið bezta þegar við fórum í þessar ferðir. — Einn daginn ferðuðumst við i jámbrautarlest upp á fjalls- tind (Schynnige Platte), sem er örlítið hærri en hæsta fjall á Islandi Öræfajökull. Ferðin með lestinni upp á fjallstind- var líkust ævintýri, og þegar upp var komið var Stórt hó- tel og fjöldi ferðamanna, fá- um metmm neðan við hátind- inn. Síðustu metrana upp geng- um við. tJtsýnið af tindinum var geysiviðáttumikið, en mist- ur lá yfir og rofaði til öðru hvom, svo að ekki var útsýnið jafngott allan tímann, sem við dvöldum þar uppi. — Um þessa ferð og fleiri, sem við fórum væri hægt að skrifa sérstakar greinar en ekki er rúm fyrir meira hér í blaðinu. .... KULDAJAKKAR OG BLÚSSUR á börn og fullorðna. GÓLFDREGLAR OG MOTTUR (útlendar teg.). SKÁPA- OG SKÚFFUHÖLDUR SV$IÍi3JÖ{úmOÍi ii R

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.