Bæjarblaðið - 19.12.1953, Side 2

Bæjarblaðið - 19.12.1953, Side 2
 BÆJARBLAÐIÐ Laugardagur 28. nóvember 1955 BÆJARBLAÐIÐ Ritnsfrub DR. ARNI ARNASON, KARL HELGASON, RAGNAR JOHANNESSON OG VALGARÐUR KRISTJANSSON AfgreiStlumaSur: ODDUR SVEINSSON Sími 74. SlaSiS kemur út annan hvern laugardag. PrentáS i Prentverki Akranets h. f. 3ól Enn koma blessuð jólin — hátíð hátíðanna — og minna okkur á hann, sem beztur hefur lifaS hér á jör'8 og kristnir menn milljónum saman þakka stærstu lífshamingju sína. Jólin — enn koma þau me'Ö sitt fyrirheit um allt í senn: kœrleika Guðs til brotlegra manna, frelsun þeirra, friS á jörð og bröðurhug og brœÖralag manna í milli, flokka, stétta og þjóSa. Þegar skammdegiS er mest skín okkur börnum norSurs- ins IjósiS, sem leggur inn aS hjartarótum. ÞaS Ijós hefur logað yfir íslenzkri byggS í raSir alda, vermt í vetrarkuldunum, kveikt vonir og gefiS sigurbros á vör í stríSu sem blíSu. Allt í islenzku þjóSlífi, sem fegurst er og bezt, á rætur sínar aS, rekja til jólanna. „Vér fögnum komu Frelsarans,“ syngjum viS á jólum. öll höfum viS veriS börn og minnumst þess af hve sönnum og heilum hug víS glöddumst, þegar bernskujólin okkar komu. Barnslundin er enn söm viS sig, og ef viS viljum sjá hvar birta jólahátíSarinnar finnur opnasta leiS, þá lítum á litlu barns- andlitin í kringum okkur um jólin. En á hvern hátt fögnum viS — hin eldri — komu Frelsarans? Gerum viS þaS méS opn- um hug, eins og þegar lítiS blóm breiSir úr krónunni og drekk- ur í sig sólargeislana til þess aS geta lifaS, og dafnaS? Gerum viS þaS á þessa lund: „Kom blessuS Ijóssins hátíS, — helgi þín minn hug og vilja, göfgi, vermi, fylli, '1 svo máttug verSi’ og heilög hugsun mín og hörpu mína Drottins andi stilli.“ ViS verSum aS skilja þáS, aS Frelsaranum er ekki bezt fagnaS méS ytra umstangi, og þar sem hugsáS er um þaS fyrst og fremst aS klœSa jólahátíSina glysi og prjáli og óhófi, er honum raunverulega úthýst. 1 auSmýkt og bæn skal hver ganga til móts viS hann. 1 hjarta sínu þráir hver maSur aS eignast innra öryggi og verSa sem beztur maSur, sér og öSrum til hamingju og blessunar. ViS finnum öll til vanmáttar okkar og þess, aS af eigin kröftum getum viS ekki lifaS því lífi, sem hugur okkar og hjarta kýs. En — GuSi sé lof, til er hönd hans, sem hjálpar okkur og leiSir. BróSurhönd Jesú Krists er okkar eina von til fyllra, fegurra og betra lífs. — Inn í friðvana heim, til ófull- kominna og vansœlla manna berst rödd hans: „Sjá, ég er meS yður alla daga. Fylg þú mér.“ GuS gefi, aS jólagleSi þín og mín sé af því sprottin aS viS viljum helga honum líf og krafta og finnum, aS því aSeins erum viS á réttri leiS aS Frelsarinn haldi í hönd okkar. „Kærleikans ímyndin fegursta, Frelsarinn blíSur. fáSminn GuSs miskunnar enn sem fyrr hjörtunum býSur; hvíld finnur hér hver sá, er þjakáSur er, huggun sá, hrelling er líður.“ Jón M. Guðjónsson. DR. ÁRNI ÁRNASON. Fyrsti dcsember. - EJtirþdnhar Fyrsti desember hefir riú verið haldinn hátáðlegur að vanda og það með réttu. Hann er dagur endurminninga, dag ur yfirlits um frelsishagi þjóð- arinnar, dagur framtíðaráætl- ana og heitstrenginga. Það fer því ekki illa á því, að stúdent- amir, tilvonandi leiðtogar og forvígismenn á mörgum svið- um, taki daginn sérstaklega að sér og setji á hann hátiðarbrag. Hann er dagur minninga. Vér höfum fulla ástæðu til að rifja upp sögu frelsis og sjálfstæðis og kúgunar og ósjálfstæðis. Oss er hollt að minnast þess, hverj- ar voru orsakir þess, að þjóð- in glataði frelsi og sjálfstæði. Það er líka hollt, að minnast þeirra tíma, þegar þjóð vor bjó við ófrelsi, umkomuleysi, fá- tækt og hraðrétti, en sýndi á þeim tímum sem oftar þrek og þrautseigju og sigraðist á erfiðleikunum með hinum fornu þjóðardyggðum, þolgæði, iðjusemi og sparsemi. Og það er líka hollt, eins og það er gleðilegt, að minnast þeirra tíma, þegar aftur fór að rofa til og birta tók yfir þjóðl'ífinu, og þeirra ágætu manna og einlægu ættjarðarvina, sem þá voru að verki, vöktu þjóðina til umhugs unar og skilnings og stöppuðu í hftna stálinu. Það þurfti vissu- lega að taka til hendinni í verk- legum efnum og þá var starfið að sínu leyti ekki minna í and- legum efnum. Það þurfti að vekja þjóðina til meðvitundar um sjálfa sig, um hlutverk sitt og gildi, vekja hana og hvetja ti'l starfa, til endurreisnar tungu sinni, frelsi og þjóðlegum verð- mætum yfirleitt. Þessa alls og þeirra ágætu manna, sem að þessu unnu, minnist þjóðin i. desember. En á þeim degi er lika hugað að því, hvar vér nú stöndum og hvernig. Það er hollt, að virða fyrir sér ástand og horfur og taka mikilvægar ákvarðanir. Á þeim fyrsta des- emberdegi, sem er nýlega lið- inn, var þetta gjört að tölu- Framhaid á 3. síðu rfóh. Skrafiað og skeggrœtt ★ Litið í búðarglugga. Þessa dagana er óvenju mikið um það, að fólk gangi í búðir til að skoða vörur og til þess að kaupa, sjálfum sér og öðrum til glaðnings um jólin. Sumura firanst það jafnvel harla góð dægradvöl að skoða vörur, án þess að kaupa nokkuð. Og víst má hafa gaman af slíku, einkum, ef vel og smekklega er um vörumar búið í hill- um og gluggum. Mikið veltur á því, að smekklega sé stillt út i búðarglugga. Það er mik- ils vert fyrir verzlanimar sjálfar og getur verið mikið augnayndi fyrir skoðandann, því að stundum má kalla, að smekkvíst verzlunarfólk búi til hrein listaverk í gluggum sínum. Slíkt dregur viðskiptavini að, því að það má öllum ljóst vera, að fólk, sem snyrtilega gengur um verzlun sína og sýnir smekkvísi í gluggasýningum. hlýtur að leggja rækt við starf sitt og hjá því þess vegna fremur a? vænta góðra og smekklegra vara. Enda er mjög misjafnt að líta í búðar- glugga og misjöfn umgengnin í búð- unum. Sums staðar er þvi iíkast, að búðargluggamir séu notaðir sem skrangeymslur, sem hlutum er fleygt i af handa hófi, grænsápa við hlið ina á aradlitspúðri, silkisokkar hjá vað málsbuxum. ★ Gluggasýningar og auglýsingar. Hér á Akranesi er verzlunum nokk ur vorkunn, þótt öllu ægi saman í út- 6tillingum. Flestar eru verzlanimar hér alhliða verzlanir, en ekki sér- verzlanir, auk þess hafa flestar litla glugga. En heppilegustu og smekk- legustu útstillingarnar eru sjaldn- ast þær, sem f jölbreyttastar eru, þ. e. eins miklu og frekast er unnt hrúgað í gluggana. Þvert á móti eru hinar beztar, sem leggja megináherzlu á eina vörutegund eða fáar í senn, og helga þeim eingöngu heilan glugga eða jafnvel meira. Þá er athygli vak- in á viðkomandi vörutegund, sem verzluninni er sérstaklega umhugað um í það og það skiptið. En þetta kostar vinnu og hugkvæmni, og oft þarf að skipta um. Þá er sjaldgæft hér að sjá sann- kallaða uppstillingu, en oft minna fallegar útstillingar á leiksviðsupp- setningu. Þá er ekki nóg að láta vör- una sjálfa í gluggann, ýmis hjálpar- meðul eru tekin til aðstoðar: áletran- ir, teikningar, súlur, tjöld, húsgögn, blóm o. s. frv. Því eru lítil takmörk sett, hvað hugkvæmur og smekkvís verzlunarmaður getur gert i glugg anum sínum. Um auglýsingamar er svipað að segja. Margir virðast telja það litlu skipta, hvemig auglýsing í blaði eða annars staðar er orðuð og lítur út. Sumir segja jafnvel, að blaðaauglýs- ingar séu gagnslausar, og ef þeir aug- lýsi, geri þeir það blaðsins vegna. Þeir sem þannig tala, eru harla litlir verzl unarmenn. Vald auglýsinganna er geysimikið, og er því hinn mesti vandi að ganga frá auglýsingu, þótt ekki sé nema fáein orð. Og menn eiga að reyna að fá sem mest fyrir þá peninga, sem þeir borga fyrir auglýs- ingar. *„IIva varða ferir þeg?“ Svo skulum við skreppa mn í búð- ina og „stúdera" blessað búðarfólkið í kyrrþey. Það er mikill vandi að vera innan búðar. Til þess fólks eru gerðar strangar kröfur um framkomu og allt háttalag í starfi. Og hér er víða pottur brotinn, þvi miður. Sér- staklega er ungu fólki, a. m. k. hér i bæ, ósýnt uiú að stunda fágaða framkomu, hverju sem um á að kenna, heimilum, skólum eða um- hverfi, eða þessu öllu saman. Auð- vitað finnast prýðilegar undantekn- ingar, og minnist ég t. d. strax einn ar eða tveggja ungra meyja, gam alla námsmeyja minna, sem eru fyr- irmyndar afgreiðslustúlkur, kurteisar og röskar. En öðrum gengur miður, og er það auðvitað ekkert eins dæmi hér á Akranesi. Hverjir kannast ekki við búðarstúlkur, sem vnicla sér frekju lega að viðskiptavini, sem á sér einsk- is ills von, og hreyta framan í hann: „Hvavarða ferer þeg?“, e. t. v. í miðju tyggigúmmísáti. Rétt er að benda búðarfólki á, að ekki er viS- eigandi að vera að rabba við kunn- ingjana meðan viðskiptamenn bíða. Fliss og flannahlátrar eiga heldur ekki við í afgreiðslustörfum. Flestir eru í búðir komnir í alvarlegum er- indagerðum. Góð afgreiðslustúlka (eða afgr.maður) er hæversk og eðli- leg í framgöngu, sýnir mikinn áhuga fyrir afgreiðslunni og aðstoðar við- skiptavininn eftir fremsta megni og setur sig iran í þarfir hans. Stima- mýkt á ekki alls kostar við oss Is- lendinga, en frjálsleg kurteisi er lágmarkskrafa. Hér á Akranesi mundi t. d. tæplega þykja viðeigandi, a. m. k. ekki fyrst í stað, að segja: „Hvað þóknast herranum (eða dömunni)?“, þótt slíkt væri auðvitað engin frá- gangssök, og tíðkast orðið mikið í Reykjavík. En hér gæti afgreiðslu- fólk t. d. sagt: „Hvers óskar þú?“ eða: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ í stað hins hvimleiða: „Hvavarða ferer þeg?“ (og varast ber að þúa ókimn- uga, þótt þéringar séu sjaldgæfar hér). ★ Dónalegir búðargestir. En búðarfólkið á ekki sökina eitt. Sumir viðskiptamenn haga sér rétt eins og halanegrar í búðum og verða sér stórkostlega til minnkunar, ryðjast fram fyrir náungann, skamma allt og alla og sýna önnum köfnu afgreiðslufólki ósvifni. Það er hart að mega ekki visa slíku fólki á dyr, hvort sem um er að ræða sjómann eða „fína“ frú. Það er fullkominn dónaskapur að skammast eða pexa við undirmann í verzlun um verð og gæði, slíkt ræður hann ekkert um. Allt pex og prútt í verzlunum á afar illa við Islendinga flesta og ratmar Norðurlandabúa yfirleitt. Það eru Austurlandabúair, sem fást aðallega við þá list. Nei, það er reglulega gaman að koma í verzlunarbúðir, þar sem saman fer snyrtimennska og hug- kvæmni annars vegar og kurteisleg ' og þægileg afgreiðsla hins vegar, og allir gerðir jafnir; hvort sem pyngjan er létt eða þung. Þá fara viðsk.vinimir að kunna vel við sig í búðinni. ★ Verðraiðar. En meðal annarra orða .... i gildi munu vera ákvæði um það að verðmiðar fylgi vörum, sem stillt er út í búðarglugga, enda er slfkt til hins mesta hagræðis. Hér sjást þessir miðar varla, þó bregður þeim fyrir á 9töku stað. Hver á að sjá um, að þessu ákvæði sé framfylgt? Það er sjálfsagt, að neytendur fylgi þessari kröfu eftir, og er hér með skorað á verzlanir að hlýða þessu sérstaka á- kvaeði. ★ Jólaösin. Jólahátíðin hleypir jafnan miklu fjöri í vissar greinar viðskiptalífs- ins, sumar ekki sem þarfastar. í sam- bandi við hana mun sums staðar tíðkast hið mest óhóf í mat, drykk og gjafaglingri, og er fólk auðvitað sjálfrátt um það, hvernig það eyðir peningum, sem það þykist hafa efni á að eyða, en brýn þörf væri á þvi, almenningur hefði beinlinis sam- tök um að sitja á og hefta ýmsa eyðslusiði í sambandi við jól, sem óþarfir eru, en aðeins stundaðir til þess „að vera eins og hinir.“ Aðalatriðið er ekki 5ifín“ jól, heldur GLEÐILEG JÖL!

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.