Bæjarblaðið - 19.12.1953, Page 3
LaugarcLagur 19. desember 1953.
BÆJARBLAÐBE)
3
- 1. desember - Eftirþankar
Framhald af 2. síðu
verðu leyti. Þá bar mikið, og
enda mest, á umhugsun og um-.
ræðum um ástæður hins ís-
lenzka rikis, aðstöðu lands vors i
gagnvart umheiminum og þá
einkum d sambandi við varn-
arbandalag hinna vestrænu
þjóða, en þar erum vér ekki á
eitt .sáttir.
I herverndarmálum svo
nefndum skipast menn einkum
í tvo flokka, og raunar að vissu
leyti í þrjá. Aðalandstæðurnar
eru á móti eða með hervemd.
Hvorir tveggja færa fram rök
fyrir sínu máli. Hér má drepa
á hin helztu eða algengustu
þeirra. Andstæðingar hervemd
ar segja eitthvað á þessa leið:
Island hefir lýst yfir ævarandi
hlutleysi og því ber að halda
áfram. Þátttaka Islands i varn
arbandalagi hinna vestrænu
þjóða brýtur bág við hlutleysið
og er landinu hættuleg, því að
þá er hættan sú, að vér verðum
styrjaldaraðili. Herbúnaður
Bandaríkjanna og herseta
þeirra í landinu er stórhættu
leg, því að það eykur mjög
Iíkumar á þV.í, að landið verði
vettvangur árásar, ef heims-
styrjöld skellur á. Auk þess eru
hervarnir þær, sem hér em
framkvæmdar, kák eitt og
kæmu oss ekki að haldi i árás.
Ennfremur er hersetan til tjóns
fjrrir þjóðlíf vórt og hættuleg
þjóðerni voru. Loks er her-
varnarsamningurinn undan-
látssemi við ásælni Bandaríkj-
anna, sem er vitanleg og hef-
ir komið fram berlega, meðal
annars í því, að þeir fóm ekki
á brott með her sinn í stóðs-
lok og fóru fram á leyfi til her-
setu til 99 ára. Þeir, sem eru
hersetunni samþykkir, segja
aftur á móti eitthvað á þessa
leið: Hlutleysi vort í styrjöld
sem þá verður heimsstyrjöld,
er ekki annað en orðin tóm.
Vegna legu sinnar er Island
svo mikilvægt hemaðarlega, að
hvomgum aðila myndi til hug-
ar.koma, að láta það afskipta
laust, heldur myndi hvor um
sig reyna að verða fyrri til að
klófesta það. Það verður því
stóðsvettvangur og vér fáum
engu um það ráðið. En oss er
ekki sama, hvor aðili nær hér
fótfestu. Vér fylgjum hugsjón
Vesturveldanna í alþjóðamál-
um og álítum, að samtök þeirra
miðið að frelsi og friði. Það er
þvi rétt og ráðlegt að gjöra við
Bandaríkin viturlegan samning
um þær ráðstafanir, sem miða
svo sem unnt er að þvlí, að
vemd landsins sé borgið, og
gætt sé öryggis þjóðarinnar. I
slíkum 'samningum verðum
vér að gæta vor fyrir erlendri
ásælni. Hersetan er ill, en hún
er óhjákvæmileg nauðsyn á
meðan svo ófriðlegt er í heim-
inum sem nú er og styrjöld
getur skcllið á óðar en varir.
Galla á ýmsum framkvæmdum
vegna hersetunnar verður að
laga og úr þeim má bæta. I
þriðja lagi eru svo þeir menn,
og ekki allfáir, sem að vísu
telja hervernd og hersetu ilia
nauðsyn, en líta svo á, að stjórn
arvöld vor hafi ekki staðið
nægilega vel í ístaðinu í þessum
rnálmn og að mikið skorti á,
að i framkvæmd sé öryggis þjóð
arinnar gætt svo sem skyldi.
Þetta sjónarmið kom fram í
sinni athyglisverðu ræðu Jó-
hanns Sæmundssonar prófess-
ors. Hér er aðeins drepið á að-
alatriðin i skoðanamun manna
um hersetuna.
Þessar athuganir á aðstöðu
vorri og ástæðum voru það,
sem mest bar á og mest var
rætt opinberlega 1. desember
síðastliðinn. En i öllum umræð-
um og öllu starfi að frelsi, full-
veldi og gengi og gæfu þjóðar
vorrar nú og á komandi árum
er þó eitt enn, sem ekki má
gleyma og hafa verður jafn-
an hugfast. Það er þjóðin sjálf,
eiginleikar hennar, hæfileikar,
viðnámsþróttur og öll starf-
semi. Og það er þetta mikil-
væga og enda mikilvægasta at-
riði, sem mér fannst ekki koma
nægilega skýrt í ljós og ekki
nægileg áherzla vera lögð í
umræðunum á þessum hátíð-
isdegi. Það er mikils um það
vert, að geta verið hlutlaus í
styrjöld, eða að allar ytri varn
ir séu í lagi, ef á þeim þarf að
halda. En um hitt er ekki
minna vert, að hinar innri
varnir séu í lagi. Það er vegna
þess, að úrslitin velta á þeim
að síðustu svo og þvi ekki síður,
að þar getum vér ekki verið
hlutlausir. Það reynir alltaf á
hinar innri varnir þjóðarinnar
í öllu lífi hennar og viðskiptum
við aðra fyrr og siíðar. Með
innri vörnrnn er hér vitanlega
átt við manndóm og mannkosti,
sjálfstæða hugsun og heilbrigða
dómgreind, þjóðhollustu, ætt-
jarðarást, trúmennsku og ásér
plægni í störfum, drengskap,
orðheldni og ráðvendni. Land
vort og þjóð eru þannig á sig
komin, að oss er þörf og nauð-
syn þess, að þjóðin búi yfir
góðum hæfileikum, þroska og
viðnámsþrótti. Land vort er
gott og gjöfult, en það selur
ekki gæði sín við öðru en þrótt
miklu starfi og elju. Hóglíf og
löt þjóð mim ekki þrífast' þessu
landi. Vér erum lítil þjóð, sem
eigum dýrmæt andleg verð-
mæti og land, þar sem eru
mikil ónotuð verðmæti. Vér
megum gæta þess, að glata ekki
hvoru tveggja, glata ekki sjálf-
um oss og renna saman við
aðra stærri þjóð. Vér óttumst
hersetuna og höfum andúð á
henni, og herinn er vissulega
illur aðskotahlutur í þjóðar-
líkama vorum. En vér verðum
að gjöra oss ljóst, að vér verð-
um ekki framar einangraðir,
svo -framarlega sem menning
jarðar vorrar lifir áfram. Jörð-
in heldur áfram að minnka, ef
svo má segja, þóttbýlið vex,
samgöngur aukast, fólkinu
fjölgar og samkeppnin vex,
ekki sízt um matinn. Vér verð-
um að vera við því búnir, að
Verða fyrir meiri og meiri á-
SVEINN GUÐMUNDSSON, rafvirkjameistari.
Mestn Áhyfföjuefm
rdfvírkjflonA
— Framhald úr síðasta blaöi —
Til þessara staða teljast t. d.
baðherbergi, þvottahús, útihús,
ölgerðarhús, sláturhús, sápu-
gerðarhús heyhlöðm, steinolíu-
geymslur og bensíngeymslur,
einnig sumar geymslur verzl-
ana, trésmiðjur, tóvinnuhús, og
margir aðrir staðir. Sérstakar
reglur gilda um rafmagnslagnir
á þessum stöðum.
Ég ætla nú að ræða lítillega
aðra hlið þessa máls. Mín trú
er sú, að er eldsvoði verður frá
rafmagni sé hann margfalt oft-
ar frá rafmagnstækjum eða að-
taugum þeirra heldur en raf-
lögnum og finnst mér of lítill
greinarmrmur á í tfréttum
blaða, er rafmagn veldur elds-
voða, það er hvort raflögn húss-
ins, eða hvort það er eitthvað
rafmagnstæki, sem eldinum
veldur, því að vissulega verkar
það mjög tvírætt gagnvart við-
komandi rafvirkja, ef eingöngu
er getið um að rafmagn sé or-
sök eldsins. Eitt er það, sem ég
get ekki látið hjá líða að minn-
ast á, það er ef hús brennur og
eldsupptök eru ókunn, hve þvi
er oft slegið föstu, algjörlega
út í bláinn, að rafmagn hljóti
að hafa verið þar að verki. Veit
ég um mörg dæmi í húsum,
sem tekizt hefur að bjarga og
álitið hefur verið, að ekki gæti
verið um annað að ræða en raf-
magn, hefur allt annað komið
í ljós, er athugun hefm farið
fram. Ætla ég að geta hér nokk-
urra dæma. Eldur hafði komið
upp í verzluninni Bjarg h.f. í
herbergi í miðju húsinu, hafði
brunnið þar utan af hessían-
stafla, sem var staflaður á gólf-
ið upp í á að gizka eins og hálfs
metra hæð, þiljur sviðnað og
gat komið á loftið. Þama inni
var ekkert annað en fyrnefnd-
ur hessian og ekki hafði verið
komið þar inn með sígarettu
né annan óbyrgðan eld um
lengri tíma. Engin raflögn var
í herberginu, en ofan við gat-
ið, sem brann á lo'ftið lá blý-
strengur, sem lagður var þar
eftir bita. Strax var bent á, að
ekki gæti verið um annað að
ræða en blýstrengur þessi hefði
valdið eldinum.
En þegar að var gáð kom í
ljós að blýstrengurinn hafði ver
ið tekinn úr sambandi við raf-
lögnina fyrir nokkrum árum
síðan, en hvað eldinum hafði
valdið, því verður ekki reynt
hrifum. Þau áhrif verða marg-
vísleg, bæði á þjóðemi vort,
tungu vora og lifnaðarhætti og
vér munum jafnan þurfa á því
að halda, að gæta að oss. Lítil
þjóð í heimi vaxandi fjölmennis
og þéttbýlis verður ávallt að
gæta sín. Vorar innri vamir
verða því sígilt áhugamál og
nauðsynjamál þjóðar vorrar.
að svara hér, en það var ör-
ugglega ekki út frá rafmagni.
Er eldur kom upp á íþrótta-
húsinu fyrir nokkrum árum,
var strax fullyrt, að um í-
kveikju frá rafmagni væri að
ræða. En er eldurinn hafði ver-
ið slökktur kom í ljós, að elds-
upptök vom þau, að hiti frá
rafmagnsofni hafði valdið eld-
inum.
Eldur kom upp í beitningar-
skúr hjá Fiskiver h.f. Þessi
beitningarskúr er í hluta af
stóru timburhúsi, sem geymd
munu vera verðmæti fyTÍr tugi
þúsunda króna. I beitningar-
plássi þessu er notaður olíuofn
til upphitunar. Þeim mönnum,
sem þama höfðu verið að vinna
áður en eldurinn gaus upp, bar
öllum saman um, að slökkt
hafði verið á homun 2—3 tím-
um áður en eldsins varð vart.
Þama inni átti því ekki að vera
um neinn eld að ræða, og er
því hætt við að sterkur grunur
hefði fallið á rafmagnið eða það
jafnvel fullyrt, ef húsið hefði
brunnið til kaldra kola.
Morguninn eftir fór ég þaraa
niður eftir fyrir forvitnissakir
og mætti ég þá framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins og ávarpaði
hann mig eitthvað á þessa leið:
„Jæja, frændi, fullvíst er að
ekki er hægt að kenna rafmagni
um lí þetta sinn.“
Minntist ég varla að hafa
fengið kveðju, sem mér hefur
þótt vænna um að fá.
Eitt sinn var ég kvaddur í
niðursuðuverksmiðju H. B. &
Co., til að gera við rafmagns-
vél, sem notuð var til að hræra
með, kvartaði starfsfólkið imd-
an því, að það 'fengi straum af
áðurgreindri vél. Gerði ég við
vélina, sem reyndist biluð. Dag
inn eftir gýs upp eldur í verk
smiðjunni og stórskemmdist
hún. Eftir brunann mun þá-
verandi verksmiðjustjóri hafa
haft orð á þvi, að starfsfólkið
hefði orðið vart við rafstraum
daginn fyrir brunann, en láðist
að geta þess, að ég var búinn
að lagfæra bilunina, sem hon-
um var þó full kunnugt um, og
virðist það all undarlegt. Var
það álit þeirra manna, sem
þetta skoðuðu eftir að búið var
að kæfa eldinn, að eldsupptök
hefðu orðið upp yfir stórum
gufukatli, sem er í verksmiðj-
unni og var í notkim er þetta
skeði.
En þar nærri var engin raf-
lögn, svo ikviknun frá raf-
magni virtist óhugsandi. Löngu
seinna barst þessi bruni í tal
á milli mín og umboðsmanns
brunabótafélagsins hér á staðn-
um og segi ég að ekki hafi nú
verið um að villast að eldsupp-
tök hafi ekki verið frá rafmagni
a þetta skipti.
Skýrir hann mér þá frá, mér
til stórkostlegrar undrunar að
niðurstaða á réttarskýrslu
þeirri, sem sér hafi borizt eftir
brunann hafi verið sú að kvikn-
að hafi í út frá rafmagni og
má það furðulegt teljast.
Er Hótel Akranes brann
heyrði ég talað um að eldsupp-
tök hefðu verið út frá rafmagni,
en býst þó við, að fáir eða eng-
irm geti sannað það með nokkr-
um rökum.
Því tel ég, að ef eldsupptök
eru ekki ljós, sé það einstakt
ábyrgðarleysi að slá því föstu,
að rafmagn hafi valdið íkvikn-
uninni á þeim forsendum ein-
um, að þar hafi ekki verið neitt
fyrir hendi, sem íkvikniuninni
hafi getað valdið annað en ra-f-
magn.
Að endingu vil ég taka fram:
Rafmagnið er dásamelgur kraft
ur, sem mannsandinn hefir tek-
ið í þjónustu sína, og höfum
við Islendingar ekki sízt þörf
á og skilyrði til að notfæra okk-
ur rafmagnið til að gera okkur
auðveldari lífsbaráttuna. En
við verðum að fara gætilega
með þennan kraft, því að hann
getur verið ættulegur líifi og
eignum manna, ef eigi er rétt
með hann farið. Hvílir þvi mik-
il ábyrgð á öllum þeim, sem að
því vinna að beizla þessa orku
og verða þeir að framkvæma
verk sín með samvizkusemi og
vandvirkni. Einnig hvílir sú
skylda á notendum, að hlýða
settum reglum um raflagnir og
tæki og gera sitt til að þessi
áhöld séu ávallt í góðu lagi.
Frá‘Brunabótafélagi íslands
Þeir, sem enn eiga eftir að greiða brunabóta-
gjöld af húseignum sínum, eru hér með áminnt-
ir um að greiða fvrir áramót. Eftir þann tírna
ber að krefjast lögtaks á þeim, og reikna drátt-
arvexti.
Alcranes-umboð 16. des. 1953
U mböösmáöur.