Bæjarblaðið - 19.12.1953, Page 5
Laugardagur 19. desember 1953.
5
BÆJARBLAÐIÐ
inn
Nýtt alikálfakjöt
Svínakjöt
Léttsaltað dilkakjöt
Haust saltað dilkakjöt
Gulrófur, alls konar niðursoð-
ið grænmeti hraðfryst hvítkál
oggúrkur
Egg, reyktur lax og alls konar
álegg
GERBÐ JÓLAINNKAUPIN TÍMANLEGA, PANTIÐ I SfMA 211.
★ JÓLAPANTANIR VERÐA SENDAR HEIM A ÞORLÁKSMESSU.
Mfttardeild Kftupfélftgsins
I jólamat
Rjúpur
Dilkahangikjöt
T rippahangikjöt
Heill hryggur
Cotelettur
Lærissneiðar
Heil læri
Nautabuff
CJftmlir sidir 09 veojur
Þegar ég var ungux þótt sjálf
sagt, að hvert heimili hefði
fastar venjur og siði, um eitt
og annað, en nú finnst mörg-
um, að það eigi helzt ekki að
hafa svo sem neinar fastar
venjur. Meira að segja, að
krakkarnir eigi bara að koma
inn og hátta þegar þeim sýn-
ist, hvað sem áliðið er kvölds,
eða nætur, og á hvaða aldri
sem er.
Það voru ýmsar ákveðnar
venjur um helgihald hátíðis-
daga, svo sem það, að á að-
fangadagskvöld mátti ekki spila
á spil, né viðhafa neinn glaum.
Á gamlárskvöld áttu allir að
vera heima og minnast sameig-
inlega ársins, sem var að enda
og byrja nýja árið sem ein
heild. Jóladagamir og nýárs-
dagur voru aftur hátíðisdagar,
sem sjálfsagt var að skemmta
sér, eftir ástæðum, en þó átti
kirkjuganga alltaf að sitja fyr-
ir og skemmtanirnar að koma í
naestu röð.
Bænadagar og Páskadagur
voru aftur á móti eingöngu
helgidagar og þó sérstaklega
föstudagurinn langi og Páska-
dagurinn. En nú er það bara
orðið algengt að báðir bæna-
dagarnir séu notaðir eingöngu
til margs konar skemmtana og
fyrir „party,“ eins og farið er
að segja. Þetta venjast börnin
við nuna, og þá er von að þau
vilji hafa það þegar þau eru
orðin fullorðin. Ég hef nú ekki
komið í útlandið, en margir
hafa sagt mér, að aðrar menn-
ingarþjóðir hefðu fasta þjóðar-
siði og miklu fastari venjur
heldur en við og þær þy-ki svo
sjálfsagðar, að varla detti fólki
í hug annað en fylgja þeim.
Svona var það hjá okkur, en
nú er þetta mikið breytt. Það
var eins og um að gera, að
þurrka út sem flestar venjur
hjá okkur-á timabili. Fólki
fannst allt betra ,sem var nýtt
og ég tali ekki um, ef það var
útlent. Ætli þetta hafi ekki
stafað nokkuð af þvi, að fyrir
síðustu aldamót voru Islending-
ar svo trúlausir á allt sem við-
kom landi og þjóð, að þeir hafi
helzt viljað kasta öllu fyrir
borð, sem minnti á íslenzku
þjóðina og héldu að allt
annað væri betra. öll harðind-
in og fátæktin, sem þeim fylgdi,
var búið að hafa þessi áhrif
Ég er nú svo gamall, að ég
man tímana tvenna og ég var
einn af þeim, sem helzt hefði
viljað flýja allt sem íslenzkt
var, þegar ég var rrngur. En
eftir að .hafa séð og reynt, hvað
landið gefur og þjóðin getur,
hefur skoðtm mín alveg breytzt
og nú er ég orðinn þeirrar trú-
ar, að fáar þjóðir geti haft það
betra en við, ef við högum okk-
ur skynsamlega.
Mér sýnist bara svo fjarska
uiikið los á mörgu hjá okkur,
og fólkið er svo lítið ánægt, þó
sýnist mér það hafa það dæma-
laust gott, ef ég ber það sam-
an við fyrri tíma, t. d. þegar
ég var ungur. Fólkið er alltaf
að leita að ánægju og gleði, en
ég held hreint að það geri sér
ekki ljóst, að það þarf sjálft
að leggja fram sinn hlut til að
skapa ánægjuna.
Ég kem nú ekki oft á manna-
mót, eða skemmtanir, en mér
sýnist mest lagt upp úr því,
að fá dýra skemmtikrafta, helzt
sem allra lengst að, en þykir
flest lélegt, sem að heiman er
lagt til.
Ég geri nú l'ítið orðið, annað
en rölta hér um götumar og
helzta ánægja mín er, ef ein-
hver staldrar við og rabbar ögn
við mig. Það eru bara svo
dæmalaust fáir, sem mega vera
að þvi. Það er þetta ógnar ann-
ríki, allir verða að flýta sér svo
mikið. Jú, þetta fannst mér
líka, hérna áður. Nú sé ég, að
annríkið er stundum tilbún-
ingur hjá manni, og stundum
koma þeir langmestu af, sem
hægast fara. Svo held ég að
sumir séu alltof alvarlega þenkj
andi, eða mér sýnist það oft á
þeim, þegar ég mæti þeim. Mér
dettur þá oft í hug, að nú séu
þeir að ráða fram úr einhverj-
um heim9vandamálum. Kann-
ski þeir séu nú að brjóta heil-
ann um hvernig hægt sé að fá
þetta í lag í Kóreu, nú eða hvað
sé hægt að gera til þess að
þeir verði vinir, þama Molo-
tov, Churchill, Eisenhower og
hvað þeir nú heita öll þessi
stórveldi. Það þyrfti svo sann-
arlega að venja þá af því að
skrökva svona hver upp á ann-
an. Það er margt umhugsunar-
efnið, nú eða bara skulum við
segja sandfokið hérna og þess-
ar ólukkans vilpóttu götur. En
það er ég viss um að batnar
ekki fyrr en eftir bæjarstjóm-
arkosningar.
Jæja, stöku sinnum stanza
þó kunningjar ininir hjá mér
og heilsa upp á mig, meirá að
segja með handabandi. Það
finnst mér nú þjóðlegur siður.
En hvað það er skrítið, mér
finnst stundum að srnnir séu
hálf hræddir við að 'verða of
„sveitó“ með því. Þeir óttast
kannski að brosað verði að
þeim, eins og sveitamannin-
um, sem labbaði niður Lauga-
veginn í Reykjavík og heilsaði
öllum, sem hann mætti með
handabandi, og sumum með
kossi. O, nei, það er engin hætta
á þvd, þetta hvað vera algengt
í útlandinu og einn kunningi
minn, sem lengi var búinn að
sigla, sagði mér, að það þætti
bara sjálfsagt að heilsa og
kveðja með handabandi, þegar
komið væri í heimsókn, en það
er nú ekki lengur móðins hér.
Það halda sumir, að Ameríkan-
amir séu alveg hættir þVí.
Svo ætluðu læknarnir einu
sinni að fara að telja okkur
trú um að við gætum fengið
bakteríu af því að taka í hend
ina hver á öðrum, svo að, bezt
væri að hætta þessu. En ég hef
nú verið til sjós og þar drukk-
um við stundum margir úr
sömu krúsinni alveg eins og
þegar við vorum á kendiríi í
landi og varð ekki meint af.
Ég er búinn að sjá, að við
eigum ekki að apa allt eftir
öðrum, heldur hafa okkar siði,
hvað sem þeir útlendu segja og
kenna krökkunum okkar það
líka. Við þurfum svo sem ekki
að skammaSt okkar fyrir að
vera Islendingar. Ég hef líka
heyrt að margir útlendingar
brosi að okkur fyrir það, að við
þorum ekki annað en reyna að
vera alveg eins og þeir. En
oft detta mér þá í hug feðg-
arnir og asninn.
En nú eru blessuð jólin að
koma. Þá yngist ég alltaf upp
og líkist krökkunum. Mér
finnst svo ánægjulegt að heyra
fólkið óska ‘hvert öðru gleðilegra
jóla og ég veit að þá vilja allir
vera svo góðir hver við ann-
an. En ósköp þykir mér leið-
inlegt þegar fólkið er að segja
gleðilega rest. Ég vil bara að
það segi gleðileg jól, eða gleði-
leg hátið.
Ég óska ykkur svo öllum
gleSilegra jóla. .
öldungur.