Bæjarblaðið - 21.04.1958, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 21.04.1958, Blaðsíða 4
Aknrnesingar! Kaupið BÆJARBLAÐH) BÆJARBLAÐIÐ Akranesi, mánudaginn 21. apríl 1958 Anglýsið í BÆJABBLAÐINU — 4rsþing f A TILKYNNING UM LÓÐAHREINSUN Á AKRANESI Samkvæmt 11. gr. Heilbrigðissamþykkt- ar fyrir Akraneskaupstað er eigendum húsa skylt að sjá um, að haldið sé hreinum port- um og annarri byggðri lóð kring um hús þeirra, svo og óbyggðum lóðum, þar á með- al rústum. Með tilvísan til framanritaðra ákvæða heilbrigðissamþykktarinnar, eru lóðareig- endur eða umráðamenn lóða í Akranes- kaupstað hér með áminntir um að hreinsa lóðir sínar og fjarlægja þaðan allt, sem óþrifnaður eða óprýði er að, og þarflaust er að hafa þar. Lóðahreinsuninni skal vera lokið eigi síð- ar en 15. maí næstkomandi, ella mega lóðar- eigendur búast við, að hreinsunin verði framkvæmd á þeirra kostnað. Menn eru hvattir til að kynna sér sem bezt ákvæði heilbrigðissamþykktarinnar. Hana er hægt að fá í skrifstofu bæjarfógeta. Akranesi 17. apríl 1958. Heilbrigðisnefnd Akraneskaupstaðar. Til sölu Viljum selja verzlunarhúsnæði okkar, Garð (Suðurgötu 36) ef viðunanlegt boð fæst. KAUPFÉLAG SUÐUR-BORGFIRÐINGA „Syngjöndi páskar“ Skemmtun í Bíóhöllinni sunnudaginn 27. apríl n. k. — Dansleikur um kvöldið í Hótel Akranes. Danshljómsveit Björns R. Einars- sonar leikur. — Sjá nánar í götuauglýsing- um. — Allur ágóði rennur til áhaldakaupa fyrir Sjúkrahús Akraness. Styðjið gott málefni um leið og þér njótið góðrar skemmtunar. LIQNSKLÚBBUR AKRANESS. Frartihald af l. síðu. í héraðsdómstól voru kjömir: Óðirm S. Geirdal, Ólafur Fr. Sigurðsson og Helgi Júliusson. Endurskoðendur voru kosnir: Ólafur Fr. Sigurðsson og Sig- urður Vigfússon. Á ársþing l.A. að þessu sinni höfðu 50 fulltrúar seturétt og skiptast þeir þannig á félögin: K.A. 19 fulltrúa, Kári 19, Sundfélagið 6 og Skíðafélagið 6 fulltrúa. Hér á eftir fer það helzta úr skýrslu l.A. fyrir starfsárið 1957—1958. Knattspyrna. Á s.l. ári voru knattspyrnu- menn Í.A. yfirleitt sigursælir. t tslandsmóti I. deildar bar t.A. sigur úr hýtum og hlaut io stig, skoraði 14 mörk gegn 2, og hlaut þar með titilinn „Bezta knattspyrnufélag ts- lands 1957“. Alls lék meistara- flokkur t.A. io leiki á árinu, vann 9 og tapaði einum gegn tékkneska ungl i ngalan dshðin 11 og skoraði 41 mark gegn 10. Akranes sigraði Reykjavík tví vegis í bæjarkeppni, svo og Ak- ureyri og Keflavík. Leikmenn t.A. léku með í flestum úrvals- og pressuliðum, er léku hér á sumrinu. 1 landsliðinu léku alls 9 leikmenn frá t-A. og í leikn- um gegn Norðmönnum voru 8 leikmenn. Á árinu lék Ríkharð- ur Jónsson sinn 20. landsleik, og hefur enginn leikið jafnoft í íslenzka landsliðinu. Knattspyrnufélag Akraness sigraði Kára í keppninni um Skaftabikarinn með 4 mörk- um gegn 2, og hlaút titilinn „Bezta knattspyrnufélag Akra- ness 1957“. t.A. sigraði í landsmóti 3. flokks og skoraði alls 14 mörk gegn 3. Er þetta í fyrsta skipti, sem lið utan Reykjavikur sigr- ar í landsmóti 3. fl. I lands- móti 4. flokks komst lið t.A. í úrslit, en tapaði úrslitaleikn- um. Alls voru skoruð 95 mörk gegn 61 í þeim 33 leikjum, sem t.A. tók þátt í á árinu. Ákveð- ið er, að 2- fl. t.A. fari i keppn- isferðalag til Finnlands og Svi- þjóðar á kamandi sumri; einn- ig standa yfir samningar um utanför fyrir meistaraflokk. Ríkharður Jónsson þjálfaði meistara- og 1. flokk, en Helgi Daníelsson yngri flokkana. Sund. Sund hefur verið æft af kappi og stunda þær æfingar að staðaldri 35 manns. Fimm sundmót voru haldin á Akra- nesi, og sundmenn tóku þátt í fjórum sundmótum utan Akra- ness. Akurnesingar töpuðu bæj- arkeppninni við Keflavík, en sigruðu þá í samnorrænu sund- keppninni. Hallur Gunnlaugs- son, sem hefur verið þjálfari sundfólksins undanfarin ár, lét af því starfi nýlega, en við tók Magnús Kristjánsson. Handknattleikur. Handknattleikur var stund- aður af kappi í okt.—des. af körlum, en eftir áramót hefur hann að mestu lagzt niður. — Handknattleiksmenn háðu enga leiki við lið utan Akraness. Skíði. Sex skíðaferðir voru farnar á árinu, en aðalstarf Skíðafé- lagsins var að annast og sjá um framkvæmd skíðalandsgöng unnar á Akranesi, en Akranes varð 6. í röðinni af kaupstöð- um landsins, en langefst af kaupstöðum og íþróttahéruðum á suður og suð-vesturlandi. Skíðakennsla var nokkur á vegum Skiðafélagsins og annað- ist Aðalsteinn Jónsson, íþrótta- kennari, hana. íþróttahúsið. 1 íþróttahúsinu, sem er eign I.A., fer fram íþróttakennsla á vegum bandalagsins frá kl. 7—11 síðd-, auk annarrar starf semi Knattspyrnuflokkarnir, hver um sig, hafa tvo tíma í viku, svo og handknattleiks- menn. Badminton er iðkað tals- vert af konum og körlum, og eru kennarar þau Halla Árna- dóttir og Benedikt Hermanns- son. Einnig er frúarflokkur í leikfimi og körfubolta kvenna, hvort tveggja undir stjóm Sig- rúnar Eiðsdóttur, íþróttakenn- ara. Þá er „Old Boys“ flokkur, sem leggur aðallega stund á blak og körfubolta, og er hann undir stjóm Þórarins Ólafsson- ar. f íþróttahúsinu er og félags- heimili f.A. Salurinn er smekk- lega búinn húsgögnum og tekur um 50 manns í sæti. Þar fara fram flestir fundir stjórnar Í.A. og ráða bandalagsins. Þar eru einnig haldnir ýmis konar fræðslu og skemmtifundir, að- allega fyrir yngstu meðlimina. Á vegum Í.A. fer fram árlega skákmót, er nefnist Friðriks- mótið. Er keppt um bikar, er Friðrik Ólafsson, skákmeistari gaf, og er það farandbikar. „Friðriksmótinu“, hinu 3. í röðinni, er nú nýlokið og voru keppendur 12. Sigurvegari að þessu sinni varð Guðni Þórðar- son, leikmaður úr 2. flokki, og hlaut hann 10 vinninga, næstur varð Karl Helgason með 9 vinn inga. íþróttavöllurinn. Mikið var rætt um íþrótta- svæðið á þinginu og voru full- trúar á einu máli um, að nauð- syn bæri til að ljúka sem fyrst að ganga frá vellinum. Fræðslufundir. Einn fræðslufundur var hald inn á árinu og tókst hann mjög vel, auk þess sem haldnir hafa verið skemmtifundir fyrir yngri flokkanna. Er nauðsyn- legt að auka þessa fundi. Lokaorð. Hér á undan hefur verið stikl að á því helzta úr starfsemi Iþróttabandalags Akraness! Störfin eru margvísleg, eins og skýrslan ber með sér, enda hafa verið á árinu 1957 starfandi á vegum f.A. við íþróttakeppnir, æfingar og önnur félagsstörf á 5. hundrað manns, sem sýnir bezt hversu þýðingarmikið í- þróttastarfið er fyrir æsku þessa bæjar. HÁTÍÐAHÖLD Á SUMARDAGINN FYRSTA Sumardagurinn fyrsti verÖ ur, að þessu sinni, helgáöur Dagheimili Akraness, og er því sem oftast áÖur dagur harnanna og velferÖarmála þeirra. Hátíðahöldin hefjast með skrúðgöngu frá Bamaskólanum kl. 1.30 e. h. Staðnæmzt verður á Gagnfræðaskólablettinum og þar ávarpar Hálfdan Sveinsson kennari og forseti bæjarstjórn- ar, börnin- Hans Jörgensson stjórnar fjöldasöng. Kl. 3.00 hefst barnaskemmt- un í Bíóhöllinni, verða þar ým- is skemmtiatriði. Dansleikur fyrir börn verður í Hótel Akranes kl. 5—7 og loks kvikmyndasýningar fyrir fullorðna í Bíóhöllinni klukkan 7 og 9. ÞAKKIR TIL AKURNESIN G A Kvenfélag Akraness þakkar Akurnesingum frábæra þátt- töku í fjársöfnmi félagsins vegna Sjúkrahússins annan páskadag. Alls söfnuðust kr. 47.826.21 þar með talinn stór- höfðingleg gjöf kr. 11.193,21 frá hjónunum frú Guðrúnu Ein arsdóttur og Sigurjóni Sigurðs- syni Neðra-Teig Akranesi. — Rausn þeirra sýnir góðvild og hlýhug þann, er þau bera til Sjúkrahússins og allra, er þar liggja sjúkir. Allt þetta þökk- um við hjartanlega. Stjórn Kvenfélags Akraness. FERMING á Akranesi er ákveðm á hvíta sunnudag og annan í hvíta- sunnu, 25. og 26. maí n.k., kl- 10.30 f.h. og 2 fyrri daginn, og kl. 10.30 f.h, á annan. Sóknarprestur. ORGELSJÓÐUR AKRANESKIRKJU Eins og flestum mun kunn- ugt, er kirkjuorgelið hér orðið gamalt og samsvarar ekki leng- ur kröfum tímans um góð kirkjuhljóðfæri. Er mikil nauð- syn að bæta úr þvi. Nú hafa kirkjukórinn, sókn- arnefnd og sóknarprestur beitt sér fyrir almennri söfnun í bænum til kaupa á nýju kirkju- orgeli. Er fólki gefinn kostur á að gefa annað hvort eina pen- ingagjöf í eitt skipti fyrir öll eða skipta framlagi sinu í þrennt. Forystumenn söfnunarinnar og aðrir velunnarar kirkjunnar vænta þess, að safnaðarfólk bregðist vel við og láti hver sinn skerf af hendi rakna til góðs fyrirtækis.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.