Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. nóvember 1958 /----------------------------------------------- BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, ValgarSur Kristjánsson, Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson AfgreiSslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 55 PrentaS í Prentverki Akraness h.f. 1_____________________________________________________________—/ Qömlu bœjanö$nin á Akrancsi Svo sem kunnugt er, báru bæir og hús á Akranesi nöfn til skamms tíma. Nú er breyting á orðin. Að vísu eru mörg þessara gömlu nafná nefnd í daglegu tali, en annars að mestu útmáð, t. d. í manntalsskýrslum. í þeirra stað eru komin númer, þetta og þetta við þessa og þessa götu. Mörg hinna gömlu húsa eru með öllu horfin og komin gangstétt og gata eða flöt, þar sem þau stóðu. Allvíða eru ný hús risin á grunni hinna eldri, með sínu númeri, og svo er að sjálfsögðu um allar aðrar nýbyggingar. Þetta er eðlileg þróun og ekki nema gott eitt um það að segja. En mörgum er annt um gömlu bæja- og húsaheitin, og eins blettinn, sem þessi gömlu nöfn voru bundin við, i mörgum tilfellum í aldaraðir. Þessi gömlu staðaheiti mega ekki týnast fyrir fullt og allt. Að vísu verða þessi nöfn varðveitt í bréfum og bókum, en það er ekki nóg. Það á að merkja þessa staði, svo vitað verði með vissu hvar hver einstakur bær eða hús stóð. Og þetta má ekki draga á langinn, heldur byrja, meðan ferskt er í minni, og halda síðan áfram jafnóðum og tíminn og nýjar framkvæmdir ýta því til hliðar, sem áður var. Þetta má gera á látlausan og einfaldan hátt. Á nýbyggingar, sem risið hafa og rísa á grumr gömlu húsanna (bæjanna) sé heiti þeirra (þ. e. hinu gamla nafni) komið fyrir á einhverjum fleti utanhúss, er viðkomandi telur heppilegan. Hið sama sé gert á eldri byggingum (íbúðar- húsum), sem borið hafa og bera nafn og eiga fyrir sér að standa áfram á sínum gamla stað. Þar sem gömlu bæjarheitin eru með öllu horfin, komi tafla á staðinn (sem næst miðju að- albyggingarinnar, er var) með nafni bæjarins eða hússins á Þessum töflum er allavega hægt að koma fyrir með góðu móti og smekklega, í gangstétt eða götu eða gerði, sem komið er þar sem gamli bærinn (húsið) stóð. Sumir kunna að líta svona tiltæki smáum augum, og vafa- laust eru þeir til. Satt er það, hér er ekkert stórt mál á ferðinni, og þó. Af hverju harma þjóðræknir merm, að margur blettur- inn, sem þeir vildu mega stíga fæti sínum á í fullri von um að héma — nákvæmlega hérna — hafi þetta verið eða þetta átt sér stað, er með öllu hjúpaður móðu gleymskunnar? Gömlu bæja- og húsanöfnin á Akranesi eru á sinn hátt fjársjóður, sem bærinn og bæjarfélagið á að eiga í allri f-ramtíð, með þeim hætti, sem hér er drepið á, eða á annan svipaðan hátt, ef heppilegri þykir. Þetta snertir ráðamenn bæjarins. Hvað sýnist þeim? Mörg heiti, og þó einkum örnefni hér á Akranesi og í ná- grenni bæjarins, lifa nú orðið í vitund tiltölulega fárra manna Innan tíðar eru mörg þeirra gjörsamlega gleymd, ef ekki er girt fyrir í tíma, að svo fari. Ríkastan áhuga hefi ég fundið hjá Jóni Sigmundssyni, sparisjóðsgjaldkera, sem gjörþekkir þessar stöðvar, fyrir því, að þessu sé gaumur gefinn, áður en það er um seinan. í félagi, sem ég var í með honum, talaði hann máli þessa oftar en einu sinni. Það er ekkert ógnar átak að gera þessu máli verðug skil. En hvað um samtökin? I sumar kom roskin kona hingað á Akranes. Hún var að heimsækja bemskustöðvar sínar, sem hún hafði ekki séð frá því hún var gjafvaxta stúlka hér heima. Hún er fædd hér í litlum bæ og ólst þar upp. Bærinn er fyrir all-löngu horfinn Það vissi hún. En hana langaði til að koma á staðinn, þar sem litli bærinn hennar stóð og minnast þar við nöfn foreldra sinna og systkina. En hvernig fór? Hún áttaði sig ekki, allt var orðið svo breytt. Þeir, sem hún hitti, gátu lítið leiðbeint henni og hún fór aftur, án þess að finna staðinn, sem litli bærinn hennar stóð. Þetta urðu henni vonbrigði. Mér finnst þetta litla atvik styðja það, sem hér hefur verið rætt um. Jón M. Gu'Sjónsson. VALDIMAE INDRIÐASON: BJÖRGUNARTÆKI SLYSAVARN AFÉGSINS — Svar við fyrirspurn I síðasta tbl. Bæjarblaðsins biður „verkamaður“ um upp- lýsingar varðandi björgunar- tæki hér á Akranesi, hvar þau séu niðurkomin, um ástand þeirra og hvað forráðamenn þessara mála hafi framundan. Af þessu tilefni ætla ég fyrir hönd slysavarnadeildarinnar „Hjálpin“ að veita eftirfarandi upplýsingar. Björgunarsveit slysavarnar- deildarinnar Hjálpin var stofn- uð hér á Akranesi árið 1930. Skömmu síðar er sveitin búin nauðsynlegustu tækjum, til þess að geta bjargað skipbrots- mönnum í björgunarstóli, og eru það ennþá þessi sömu tæki, sem sveitin hefur til umráða, nú að verða 30 ára gömul. Ár- ið 1940 er fyrst byggt skýli yf- ir tækin og bát, sem sveitin hafði fengið og stóð það á lík- um stað og gamli hafnarskúr- inn er nú. Þarna fékk það að vera í nokkur ár, eða þar til að höfnin þurfti á lóðinni að halda. Nú var það flutt í Teiga- vör fyrir neðan og austan hús- ið Akur. Þarna fékk það frið- land í nokkur ár, þangað til hafnar voru framkvæmdir við olíugeymi þann, er nú stendur í Teigavör. Nú virtist engin lóð tiltækileg og var skýlið rif- ið, og björgunarbátm: og tæki flutt í bráðabirgðahúsnæði, gamalt aðgerðarhús. Þannig var sveitin á eilífum hrakhól- um með starfsemi sína, og gekk illa að fá skýlinu sama- stað. Snemma s.l. sumar varð loks árangur í þessu lóðarmáli, þá veitti bæjarstjóm deildinni lóðarréttindi til að byggja 50 fermetra hús við Akursbraut, fyrir norðan lóð vélsmiðjunnar Loga. Hafizt var handa við að reisa húsið og er því verki lok- ið fyrir nokkru. Sveitin hefur flutt björgunarbát og tæki í þetta nýja húsnæði og er það hið prýðilegasta. Húsið er hvít málað með blárri rönd eða bandi og þak rautt. Hvíti og »" III111111111111111IIIIII llll.l II! ■iilllltilllllliill II ■" r/ó/i. IIII llllllllllllllll 111118111111111111111II ■lll!ll"ll!llll S KRAF AÐ OG SkEG GRÆTT IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIINIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!III!IIIIIII!IIIIIIIIIIIMIIII ★ Biðraðir einu sinni enn. 1 síðasta tölublaði Bæjarblaðsins var ég enn að rífast um biðraðir, og fann, að ég var orðinn leiðinlegur og hét því að gera þennan skolla ekki aftur, fólk vildi hvort eð er ekki fara að ráðum mínum. En „það sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann“, eins og þar stendur. Síðan ég skrif- aði síðasta biðraðapistilinn hef ég orðið fyrir reynslu, sem knýr mig enn til að tala máli þessara sjálf- sögðu afgreiðsluhátta; og til við- bótar því, að síðast var ég leiðinleg- ur, þá er ég nú bálvondur. ★ Þegar ég reiddist í búðinni. Síðastliðinn sunnudagsmorgun bauðst ég til að fara og kaupa mjólk og rjóma. Ég rólaði af stað með brús- ann minn, hress og glaður, hafandi verið á skemmtilegu balli nóttina áður. 1 búðinni hafa verið eitthvað milli 20—30 manns, böm og fullorðnir. Ég sá, að allt var í fullkomnu skipu- lagsleysi, eins og venjulega, krakk- arnir niðuðu utan í búðarborðinu, en flest fullorðna fólkið hímdi í há- tíðlegri ró úti við glugga, og þokaðist svo að borðinu, þegar afgreiðslu- stúlkan kallaði: „Næsti!“. Ekki botn- aði ég í því dæmalausa minni, sem fólkið hafði, að geta svona örugg- lega sagt um það, hver væri „næst- ur“. Og mannglöggt má það líka vera; ekki hef ég þekkt nema e. t. v. þriðja part af þessum fjölda, og ekk- ert af börnunum, .... en það er nú ekki að marka mig, ég er glópur að þekkja fólk. Kumpánlegt samtal tókst með mér og nokkrum ungum námsmeyjum mínum og góðum vinkonum, og kom okkur saman um, að biðröð væri ein- faldara en þetta, og röðuðum okkur upp sjálfkrafa nokkur saman og allt virtist leika í lyndi. En enginn má við margnum, og við fengum engin hýr augu fyrir tiltækið. Og þegar kom að okkur, að okkur fannst, heyrðust hávær mótmæli um, að við værum. ekki næst. Þetta var senni- lega rétt, en hvemig í ósköpunum átti að vera hægt að skera úr því með nokkurri vissu? En þá reidd- ist ég. ★ Brauð- mjólkur- og nýlenduvörur helga daga sem virka. Ég fór að fjasa um það þarna í búðinni, að svona skipulagsleysi væri sjálfskaparviti. Fólkið leit undrandi á mig og ég hætti undir eins, sá, að þetta þýddi ekkert. Enda var ég ekki reiður við neinn sérstakan. En það var annað, sem mér gramdist og hefir oft gramizt i þessari umræddu búð. En það er verzlunarfyrirkomulagið, einkum á sunnudagsmorgnum. Og nú get ég ekki lengur orða bundizt og vil það ekki heldur. Þetta er útibú K.S.B. í Mjólkur- stöðinni, snotur og þokkaleg búð. En hlutverk hennar er geysi mikið. Þama er mjólkur- og brauðabúð, en auk þess fullkomin nýlenduvörubúð. Er verzlað jöfnum höndum með mjólkurvörur, brauð, nýlenduvörur og sælgæti, jafnt sunnudaga sem aðra daga. ★ Aðeins ein stúlka. Búðin er að vísu lítil, en samt er verzlun þar svo mikil, einkum um blái liturinn eru þeir litir, sem Slysavamafélag íslands merkir skýli og björgunartæki sín með, Ég bendi á þetta hérna svo að mönnum megi vera það ljóst, hvað þetta litla hús hef- ur að geyma og hvaða hlut- verki það gegnir. Því miður var gömlu skýl- unum sýnd sú lítilsvirðing, að brotizt var inn í þau og fram- in spellvirki og fjarlægðir það- an hlutir og tæki, sem björg- unarsveitin átti. Slík verk eru óhæfa og til ósóma þeim, er þau vinr.a og geta kostað mannslíf. Björgunartækin eru orðin gömul og úrelt eins og áður hefur verið bent á. Þau eru mjög þung og erfið í meðför- um, stórar kistur með sverrnn tógum og því vont að koma þeim á slysstað, þar sem að- Framhald á 4. síðu. helgar, að það er allt Oif mikið að gera þar fyrir aðeins eina afgreiðslu- stúlku. Stúlkan, sem þar er og hefir verið, er prýðileg í starfi sínu, og gegnir þvi af fremsta megni, en það er hverri manneskju ofætlun að af- kasta því, án þess að viðskiptavinir þurfi að bíða tímunum saman eftir afgreiðslu, e. t. v. á aðra klukku- stund á sunnudögum. á Fjöibreytt sunnu- dagaverzlun. Það er fyrst og fremst nýlendu- vöruverzlunin, sem tefur mjólkuraf- greiðsluna á sunnudagsmorgnum. Sumt fólk virðist nærri því velja þann morgun til að birgja sig upp til vikunnar að ýmiss konar vörum. Ég skal nefna nokkrar vörur, sem ég hef séð keyptar þama á slikum morgnum: sígarettur, neftóbak, fisk- bollur, búðingar, com-flakes, gos- drykkir ýmiss konar, gosdrykkja- duft, súkkulaði, kökur, kex og auð- vitað sælgæti í stórum stíl. En þama fást yfirleitt alls konar nýlenduvör- ur. — Meðan ég beið eftir mjólkur- sopanum mínum og rjómalögginni á sunnudaginn var (rúmlega 50 mín- útur), var nýlenduvöruverzlunin í miklum blóma, og veslings af- greiðslustúlkan hafði svo mikið að gera, að ég sárvorkenndi henni. Em stúlka, sem stóð við hliðina á mér um tima, keypti 7 — sjö vöruteg- undir, að vísu mjólk og rjómi með talin. * Á verzlunin að vera þjónusta við fólkið eða —? Ég beini því til forráðamanna þessa útibús að kippa þessu í lag hið snarasta. Þessi verzlun með ný- lenduvörur samrímist ekki mjólkur- verzluninni, þ. e. a. s. ekki um helgar. Svo er annað: Er þetta leyfilegt á helgidögum? Svar við því heyrir sennilega undir bæjarfógeta, og skulu sízt dregnir í efa skjótir og skörulegir úrskurðir úr þeirri átt. Getur K.S.B. ekki gert það mjólk- umeytendum til þægðar, að gera annað hvort: 1) Að taka fyrir nýlenduvöruverzl- un í þessari búð um helgar, 2) eða að greina þessa starfsemi al- gerlega í tvennt. Það skal að lokum tekið fram, að því er fjarri, að þessar aðfinnslur séu fram settar hér af andúð gegn samvinnuverzlunum. Það kæmi sann -arlega úr hörðustu átt, því að kalla má, að ég sé uppalinn í kaupfélagi, vann mörg sumur i kaupfélagsbúð og hef verið kaupfélagsmaður síðan ég fór að búa. Hér er það því vinur, sem til vamms segir.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.