Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. nóvember 1958 BÆJARBLAÐIÐ 3 Ætla mætti nú, að með allri þessari skólagöngu væri náms- þörf fólksins í landinu full- nægt. En svo er þó ekki. Greinilegasta sönnunin fyrir því er mikil aðsókn að náms- flokkum, málaskólum og bréfa- skólum. Líklega eru Námsflokkar Reykjavíkur skýrasta dæmið mn þetta. Starfsemi þeirra hófst fyrir um það bil tveim- ur áratugum undir forystu Ágústs Sigurðssonar cand. mag., sem jafnframt er einn þekktasti tungumálakennari og kennslubókahöfundur vor á síðari áratugum. Hafa Náms- flokkamir alla tíð síðan starf- að undir öruggri handleiðslu hans og eru nú hvorki meira né minna en einn fjölmennasti og fjölbreyttasti skóli landsins. Þó er þetta í sjálfum höfuðstaðn- um, þar sem leiðirnar til náms og mennta eru þó langflestar og greiðastar. Hvaða fólk er þáð, þá, sem einkum sækir námsflokka? Óhætt mun að segja, að það sé fólk af ýmsum stéttum og nærri því á öllum aldri. Það eru unglingar, sem lokið hafa skyldunámi, eru farnir að vinna, en vilja þó nema fleira. Það er fullþroska fólk, sem ýmist hefir farið að einhverju leyti á mis við skólavist og vill bæta menntun sma, almennt eða á ákveðnum sviðum. Það eru yngismeyjar og rosknar húsfreyjur, miðaldra menn í föstum stöðum o. s. frv., 0. s. frv. Námsflokkastarfsemin er því hvarvetna athyglisverð og sérstæð og mjög þörf, að dómi allra skynbærra manna. Það leiðir af sjálfu sér, að kennsluaðferðir hljóta að verða með nokkrum öðrum hætti í námsflokkum en venjulegum skólum, að minnsta kosti í mörgum námsgreinum. I sum- um námsflokkum er t. d. haft að miklu leyti fyrirlestra- eða samtalsform. Margt þátttak- enda er önnum kafið fólk, sem ekki hefir tíma til reglubundins lexíulestrar, og fullorðið fólk, sem óvant er skólagöngu og því ófært að beita við það sams konar aðferðum og við ungl- inga á skólaskyldualdri. Til er það form námsflokka, einkum erlendis, sem líkara er klúbbfyrirkomulagi og sam- starfi þátttakenda en kermslu, enda eru námsflokkar stundum kallaðir leshringar, á íslenzku (sænska: Studiecirklar). En venjulegt kvöldskólafyrir- komulag er algengast hér á landi. Ekki er tími né rúm til þebS hér að lýsa nánar fyrirkomu- lagi námsflokka almeinnt, en það skal tekið fram, að, við það er miðað í starfi námsflokka, að allur almenningur geti notið þess og aukið þekkingu sína, í einni éða fleiri grein- um, eftir frjálsu vali. Þátt- takendur mega vera á hvaða aldri sem er. Tilgangur þessa greinar- korns var sá, að ræða örlítið um Námsflokka Akraness, sem hefja starfsemi sína í annað skipti, í þessari viku. Skal farið fáeinum orðum um hvern flokk fyrir sig. Áformuð hefir verið kennsla í tveimur tungumálum, dönsku og ensku. Það er skoðun skóla- nefndar Námsflokka Ákraness. að tungumálakennslan í þess- um flokkum þurfi mjög að miðast við hversdagsnotkun málanna, við ferðalög og ein- földustu atvik. Leggja ber því áherzlu á framburð. ENSKA Þegar munu vera fullskipað- ir tveir flokkar þar, enda er enska mjög í tízku. DANSKA er það miklu síður, og er tregða almennings til dönsku- náms mjög skaðleg, að mínum dómi. Norðurlöndin hljóta allt- af að verða okkur skyldust að hugsunarhætti og námi, svo að fremur ber að treysta menn- ingarsamband vort við þær en hið gagnstæða. Dönskunám hlýtur að verða Islendingi auð- veldara en enskimám. Það er því að byrja á öfugum enda að vilja endilega ráðast strax í enskunámið, án þess að ég vilji þó á nokkum hátt gera lítið úr gildi þess náms. En menn skyldu varast að leggja út í erf- itt tungumálanám af tízku- ástæðum einum saman. REIKNINGUR Engin grein er eins ómiss- andi hverjum manni, karli og konu, í hversdagslífinu. Það ætti þvi að vera vinsælt að fá kost á góðri þekkingu í almenn- um reikningi, t. d. prósentu- reikningi, en á hann mun ætl- unin að leggja aðaláherzlu í þessum flokki. VÉLRITUN Það liggur við, að segja megi, að vélritun sé eins nauð- synleg nútímamanni og venju- leg skrift. Á það ekki aðeins við um verzlunarfólk, heldur alla, sem skrifa þurfa bréf eða ein- hvers konar gerninga. HAGNÁT FÉLAGSFRÆÐI OG VIÐSKIPTAMÁL Við erum hræddir um, skóla -nefndarmenn, að auglýsingin um þennan flokk hafi ekki skil- izt almennilega, enda er það ekki von, nánari skýringar er þörf. Aðalnámsgreinin i þessum flokki er bókfærsla, tvöfalt bókhald, almennar færslur. Fyrir þetta hafa margir þörf í daglegu lífi. En ætlunin er að skýra ennfremur ýmsar aðr- ar greinar almenns viðskipta- lífs og hagnýtrar félagsfræði, sem hver maður verður að vera handgenginn. Dæmi: Trygg- ingar, skattamál og skattafram- töl, víxlar, almenn lánastarf- semi o. s. frv. Við gerum t. d. ráð fyrir, að ýmsum mundi þykja þægilegt að geta fengið almennar leiðbeiningar um út- fyllingu skattaframtalsins í janúar! Við, skólanefndarmenn, skor -um á fólk að leita upplýsinga um þennan flokk, og er þá rétt- ast að snúa sér til leiðbeinand ans, Valgarðs Kristjánssonar lögfræðings. SAUMAR OG SNIÐ Þessir flokkar eru mjög vin- sælir og er ástæðulaust að hafa nokkum áróður í frammi þeim viðvíkjandi. Kvenfólkið skilur gildi þeirra. ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR Eftirspurn sýnir, að nóg þátttaka verður til þess að þessi flokkur geti starfað. Þetta ætti að geta orðið eink- ar skemmtilegur flokkur fyrir áhugasamt fólk. Kennslan fei fram að mestu í fyrirlestra- og þó einkum samræðuformi Enginn þarf að óttast, að hann verði „tekinn upp“ eins og kallað er, eða reynt að „reka á gat“. Að vísu er miðað við ákveðin viðfangsefni hverju sinni, og undirbýr fólk sig eftir því sem tími, áhugi og bóka- kostur segja til um. Vinsælast mun almennt, af tekið verði til meðferðar tíma- bilið 1750—1950, í mjög stór- um dráttum. Stundum geta þessar stundir orðið líkari mál- fundi en kennslustund; komið getur jafnvel til deilna, eink- um þegar nálgast fer okkar tíma, t. d. rithöfundar, sem enn eru á lífi og umdeildir eru. HÁTTPRÝÐI OG UM- GENGNISVENJUR Þessi flokkur er auðvitað að- allega ætlaður ungu fólki Hann er ætlaður aðeins 10 stundir. (Kennslugjald 50.00 krónur). Það er undirritaður, sem á hugmyndina að þessum flokki og ber ábyrgð á honum, ef úr honum verður. En orsakir eru þessar: Skólastjóri kemst ekki hjá því að víkja mjög að þessuir hlutum í starfi sínu. Það hefi ég gert í sívaxandi mæli i starfi mínu við Gagnfræðaskól ann hér á undanfömum árum bæði í kennslustundum og al mennum erindum og ávörpum fyrir nemendur. Stundum hefi ég tekið til þess arna heilar keinnslustundir, nokkrar í röð einkum í efstu bekkjunum. Hefi ég orðið þess var, að þetta er afar vinsælt hjá mörg- um unglingum og þau bein- línis óskað eftir því. En skólamir hafa nóg með tíma sinn að gera og því datt mér í hug, að það væri ekki að bera í bakkafullan lækinn, þótt þessum námsflokk væri bætt við. Ekki er ætlunin með þessu að venja unglingana á neitt pjatt eða hoffmennsku, heldur einungis benda þeim á venjur og siði, sem nauðsynlegt er hverjiun manni að kunna, sem heita vill siðaður maður og vill ekki verða til skammar og at- hlægis innan um siðað fólk. Rætt yrði um t. d.: framkomu utan húss, á götum, í sam- komuhúsum, kvikmyndahús -um; kurteisi á dansleikjum og í samkvæmum; nauðsyn- legustu umgengnishœtti í fjölmenni, skólum, á ferða- lögum; algengustu borðsiði og samkvœmisvenjur o.s.frv. Ég er sannfærður um, að okkur vantar tilfinnanlega slika kennslu. Það er vist fæst af okkur, sem ekki veitir af að bæta framkomu okkar og sið- fágun. BASTVINNA Þetta er einnig nýr flokkur, og bendir nafnið til eðlis hans. Bast er nú mjög í tízku og em margir fagrir og listrænir mun- ir búnir til úr þessu efni. Það skal að lokum tekið fram, að enn er hægt að innritast í suma af ofanrit- uðum flokkum. En það er áríðandi að gera það sem fyrst. Fólk snúi sér til for- stöðumanns Námsflokka Akraness, Þorgils Stefáns- sonar, sem gefur nánari upp- lýsingar, en líka má beina fyrirspurnum til kennar- anna í hverjnm flokki. — Athugið, að þátttökugjaldið greiðist forstöðumanni við irmritun. R. JÓH. Nr. 26/1958 TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið, að veið hverrar seldrar vinnustundar, verkamanna og aðstoð- armanna, hjá eftirtöldum aðilum megi \era sem hér segir: Bifreiðaverkstœði, vélsmiðjur og blikksmiðjur: Dagv. Eftirv. Næturv. Aðstoðarmenn .. kr. 36.75 kr. 51.50 kr. 66.20 Verkamenn ......— 36.00 — 50.40 — 64.80 Söluskattur og útflutningssjóóðsgjald er innfalið í verðinu: S kipasmíðastöð var: Dagv. Eftirv. Næturv. Aðstoðarmenn .. kr. 33.75 kr. 47.25 kr. 60.75 Verkamenn ...... — 33 °5 — 46-25 — 59-5° Reykjavík 7. okt. 1958. Verðlagsstjórinn. FRÁ NÁMSFLOKKUM AKRANESS: Marhmið 09 leiöir námsflokka Hér á landi er, svo sem kunnugt er, almenn skóla- skylda barna og unglinga frá 7 til 15 ára aldurs. öll heilbrigð börn á þessum aldri eru skyldug til að ganga í barnaskóla fyrst síðan unglingaskóla, og lýkur skóla- skyldunni með svo kölluðu unglingaprófi. Að því íoknu heldur verulegur hluti unga fólksins áfram skólagöngu, en þeirri almennu skólagöngu lýkur méð gagnfrœða- prófi, sem er œðsta prófstig almennu skólagöngunnar. En svo geta þeir, sem það kjósa, vikið inn á aðra braut í svonefndu miðskólaprófi (landsprófi miðskóla) og farið í menntaskóla o.fl. Enn aðrir fara iðnskólabrautina og í aðra sérskóla.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.