Bæjarblaðið - 02.02.1960, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ
10. argangur
Akranesi, þriÖjudaginn 2. febrúar 1960.
2. tölublaÖ
! BÆJARBLAÐIÐ
fæst á eftirtöldum stöðum j
Bókaverzlun Andrésar
Níelssonar.
Veiðarfœrav. Axels
Sveinbjörnssonar,
Verzl. Einars Ólafssonar
Verzlunin Brú,
11 íbúðdrlÉ voru í siiéiiii d Ahrd-
nesi sJ. dr 09 hdjin vor smíði d
630 m lagðir nýjum gangslíllum
Bæjarblaðið hefur leitað upplýsinga um byggingaframkvæmdir í bænum,
til Björgvins Sæmundssonar, byggingafulltrúa og verkfræðings. — Fara
upplýsingar hans hér á eftir.
Á árinu hófst smíði 35 íbúðarhúsa, með samtals 59 íbúðum, stærð sam-
tals 25.900 rúmmetrar. Á árinu voru teknar í notkun alls 16 íbúðir, þar
af voru 13 taldar fullgerðar, en þrjár skemmra á veg komnar.
1 smíðum voru á árinu alls
72 íbúðarhús með samtals 138
íbúðum, 57.180 m°. Auk þess
voru í smíðum: Póst- og síma-
hús, 2.350 m°, gagn fræðaskóli,
4.700 m°, tvö fiskverkunarh.,
3.550 m°, 7 verkstæði, 4,315
m°, stór og smá, 1 olíugeymir,
eitt geymsluhús og 17 bíla-
geymslur og önnur smáhýsi.
Auk þess nokkrar bygginga-
framkvæmdir hjá Sementsverk-
# Störf Byggingar-
nefndar
Fundir bygginganefndar á
árinu voru alls 14. Nefndinni
bárust til úrlausnar alls 123
mál og voru þau afgreidd sem
hér segir:
Samþykktir voru uppdrættir
af eftirtöldum byggingum:
30 íbúðarhúsum.
3 verzlunar- og íbúðarh.
1 fiskverkunarhúsi.
6 verkstæðum.
26 bílageymslum.
1 fisksöluhúsi.
1 olíugeymi.
3 geymsluhúsum.
1 spennistöð.
9 viðhyggingum.
1 þessmn húsum eru alls 77
íbúðir. Þá voru samþykktar 7
breytingar á eldri húsum. 22
girðingarleyfi veitt, 8 fyrir
Kvenfélogið heldur gnmln
spurnum svarað, 2 mönnum
veitt viðurkenning til húsa-
teiknunar og 3 málum var vís-
að frá.
Umræður voru einnig um
skipulagsmál og byggingarmál
almennt.
O Helztu framkvæmdir
á árinu
GagnfræÖaskóli:
Skólinn allur gerður fokheld
Framhald á 3. síðu.
GuSrún (SigríSur Kolbeins) og HeiSbláin (Ölafía Ágústsdóttir).
Álfameyjarnar þrjár: Mjöll, HeiSbláin og Ljósbjört (BjarnfríSur Leós-
dóttir, Ólafía Ágústsdóttir og SigríSur Sigmundsdóttir).
Leikfélag Akraness:
Nýdrsnóttin eftir Indriðd Eindrsson
Leikstjóri: Hildur Kalman
fólkinu mifndnrlegt
09 skemmtilegt snmsmti
Á því leikur enginn vafi, að skemmtanir þær,
sem kvenfélagið hér í bæ heldur gamla fólkinu
á ári hverju, upp úr áramótum, eru einhverjar
myndarlegustu og vönduðustu skemmtisamkom-
ur í bænum. Þær eru gestunum til gleði, sem þeir
búa efalaust lengi að.
Skemmtun þessi í ár fór fram
að venju í Hótel Akranes og
tókst frábærlega vel. Frú Eygló
Gamalíelsdóttir stjórnaði henni
með myndarskap, en fjöldi
kvenfélagskvenna studdi hana
í góðu starfi, með ráðum og dáð,
við framreiðslu og aðra gest-
risni, að ógleymdri frú Sigríði
Sigurðardóttur, sem stjórnaði
almennum söng með óblöndnu
fjöri og hreif flesta með.
Mjög var vandað til skemmti
skrár. Sóknarpresturinn hélt
fyrst ræðu, sem venja er til,
Ragnar Jóhannesson las sögu.
Karlakórinn Svanir söng nokk-
ur lög undir stjórn Matthías-
ar Jónssonar, og hlaut ágætar
undirtektir og ánægju hlust-
enda. Þá kom leikflokkur úr
Nýársnóttinni, að lokinni sýn-
ingu í Bíóhöllinni, og sýndi
dansa, og kafla úr leikritinu.
Fór það vel úr hendi, og vakti
óskipta athygli og hrifningu,
þegar álfakóngurinn stikaði inn
með kórónu og önnur tignar-
merki, ásamt glæsibúnu hirð-
fólki. Seinna sagði séra Jón ýms
ar gamlar sögur héðan úr ná-
grenninu, af Arnesi útileguþjóf,
Katanesdýrinu o.fl. Náði prest-
ur prýðilegum tökum á þessu
þjóðlega efni og vakti það mikla
ánægju.
Veitingar voru staðgóðar og
rausnarlegar. Þeir spiluðu, sem
vildu, sumir bridge, aðrir vist,
aðrir lombré o.s.frv. Loks var
dansað, og sást þá, að enn ber
margur fiman fót, þótt árum
fjölgi, en hárum fækki, eða þau
gráni. Er óhætt að segja, að af
þessari ágætu samkomu hafi
enginn farið óánægður.
Þjóðsögurnar íslenzku eru
sannkallaður alþýðukveðskap-
ur, skáldskapur, sem sprottinn
er fram af vörum sjálfrar þjóð-
arinnar, án höfundanafna. Og
þótt flest fólk sé nú hætt að
trúa á álfa og útilegumenn o.
þ. h., þá standa ræturnar það
djúpt, að enn eru ýmis þau
skáldverk, er á þjóðsögum
byggjast, einkar vinsæl með al-
menningi. Svo er t. d. um þrjú
leikrit, sem öll sækja efni sitt
í þjóðsögur, og eru afar vinsæJ,
Skugga-Svein, Nýársnóttina og
Gullna hliðið. Skólapiltarnir
Matthías Jochumsson og Indr-
iði Einarsson sóttu efni sitt í
tvær höfuðgreinar þjóðsagn-
anna: útilegumannasögurnar
og álfatrúna.
Nýársnóttin verður engan
veginn talin veigamiklar bók-
menntir, síður en svo. Bæði
efni og persónusköpun eru
fremur veigalítil, engin hlut-
verk geta talizt stór eða gera
miklar kröfur til átaka og
áreynslu. Því fer því fjarri, að
þessi sjónleikur sé annað eins
grettistak litlu leikfélagi og t.
d. Gullna hliðið. En þrátt fyrir
þetta er Nýársnóttin viðfelld-
in og ljúfur leikur, eins konar
ævintýraleikur, sem skírskotar
til ímyndunaraflsins, og er
mjög hentugur yngri kynslóð-
inni. Og þeim eldri hlýnar fyr-
ir brjósti lika af þvi, sem þeir
sjá og heyra.
I Nýársnóttinni eru mörg
tilvalin hlutverk fyrir nýliða
íð spreyta sig á. Þetta er því
skynsamlega valið verkefni hjá
leikfélaginu, og tækifærin vel
notuð. Það er mikils vert að
leiða nýja krafta fram á sviðið
undir leiðsögn lærðs leikstjóra.
Þetta er því leikskóli um leið,
eins og oft áður.
Á frumsýningu var léttur og
viðfelldinn blær, viðtökur á-
horfenda góðar. Leikstjórinn
hefir leyst verk sitt vel af
hendi, miðað við allar aðstæð-
ur. 1 leikritinu eru hópsýning-
ar, sem krefjast nokkurs hús-
rýmis, og svið Bíóhallarinnar
er mjög grunnt, enda þótt
breiddin sé nægileg. Þessar hóp
sýningar fóru vel úr hendi, og
er það að sjálfsögðu nær ein-
göngu verk leikstjórans.
Framhald á 4. siðu.
‘pakkir
ForstöÖunefnd skemmtunar Kvenfélags Akraness fyrir
gamla fólkið biÖur BæjarblaÖiÖ aÖ flytja alúÖarþakkir
öllum þeim, sem lögÖu fram sinn skerf viÖ þetta tæki-
fœri til þess aÖ gera gamla fólkinu í bænum glaÖan dag
og ánægjustund. Sérstakar þakkir flytur nefndin Leik-
félagi Akraness, Karlakórnum Svönum, FólksbílastÖÖinni,
hótelstjóra og starfsliÖi og öÖrum sem lögöu hönd aÖ því
aÖ gera samkvæmi þetta sem ánægjulegast.
ForstöÖunefndin.