Bæjarblaðið - 02.02.1960, Blaðsíða 4
ádturnesingar! Kaupið
BÆJAKBLAÐIÐ
BÆJARBLAÐIÐ
Akranesi, þriðjudaginn 2. febrúar 1960
Auglýsið í
BÆJAKBLAÐINTJ
Fólkiö á bœnum: Gvendur snemmbœri (Sig. Sigurðsson), Anna (Guörún Váltýsdóttir), lón (Björn Pétursson),
GuÖrún (SigríÖur Kolbeins), Margrét (ÁsgerÖur Gísladóttir og GuÖmundur bóndi (Þorsteinn Ragnarsson). —
- Híflársnóitin frh. af 1. síðu
Auðvitað gætti þess nokkuð,
að mikið kom hér fram af al-
gerum nýliðum, einkum í fram
sögn og áherzlum (t. d. of þung
cg óeðlileg áherzla á fornöfn
og önnur smáorð). Þetta er allt
afsakanlegt, og ekki hægt að
ásaka leikstjórann fyrir það, að
ekki er hægt að útrýma slíku á
svo stuttum tíma, sem æfingar
standa yfir. En frammistaða
nýliðanna var yfirleitt góð, og
er það mikill sigur, bæði fyrir
þá og leikstjórann, og ekki sízt
fengur fyrir leikfélagið.
Eins og að framan getur, eru
engin stór hlutverk í Nýársnótt
inni, meira að segja vafasamt
hver þeirra er rétt að nefna
aðalhlutverk. Fá þeirra gera
heldur miklar kröfur til til-
þrifa. Hins vegar gera mörg
þeirra, einkum álfahlutverkin,
miklar kröfur til skýrrar fram-
sagnar, enda margt i leikritinu
í hundnu máli, að klassískum
hætti.
Um tilþrif og góðan og fjöl-
breyttan leik ber einn leikenda
af, en það er SigríÖur Kolbeins
í hlutverki Guðrúnar. Leikur
varla vafi á því, að í þessari
ungu leikkonu á L.A. nú einn
sinn bezta leikkraft. Sérstak-
lega tókst henni upp, er mest
reyndi á: Þegar hún les bréfið
frá fóstru sinni. Hún er ein á
sviðinu, en verður að sýna heit-
ar tilfinningar, ótta og sorg.
Hér er hætt við, að lélegri leik-
ara mundi bregðast bogalistin,
atriðið mimdi „falla“. En hér
sýnir Sigríður einmitt bezt
styrk sinn, svipbrigðin og lát-
bragðið er sterkt, röddin bregzt
hvergi, eintalið magnar áhrif-
in, en dregur ekki úr þeim.
Sigríði ætti sem fyrst að gefast
kostur á að spreyta sig á stóru
hlutverki, dramatisku fremur
en kómisku. En eftir þetta
verða líka miklar kröfur gerðar
til hennar, hún verður að minn-
ast þess, að vandi fylgir veg-
semd hverri.
Alfred Einarsson sýndi líka
góð tilþrif í Grími, einkum eft-
ir að Grímur er orðinn ærr.
Alfred hefur góða leiksviðs-
rödd og er óhræddur orðinn að
taka á, þegar það á við.
ÁsgerÖur Gísladóttir leikur
Margréti, og er ekki að sökum
að spyrja, þegar hún fær svona
kerlingar til meðferðar: henni
tekst prýðilega upp. Guðmund
bónda lék Þorsteinn Ragnars-
son, nýr maður á sviðinu, ekki
ólaglega, en tilþrifalaust. GuÖ-
rún Valtýsdóttir lék önnu.
Hún getur efalaust orðið lið-
tæk með tímanum, en undar-
leg ráðstöfun er það, að gera
enga tilraun til að gera þetta
unga andlit eitthvað ellilegra,
þar sem hún leikur roskna
konu. Björn Pétursson leikur
Jón, lýtalaust, en þó er hann
ekki nógu frjálslegur á sviðinu.
Ásdís Einarsdóttir lék Siggu.
Ásdís er falleg stúlka og ætti
síðar að fá gott ástmeyjarhlut-
verk. Hún var áberandi óstyrk,
en lék þó með fjöri og léttleika.
Gvend gamla snemmbæra,
þann vinsæla karl, lék Sigurð-
ur B. Sigurðsson þaulvanur
leikari, sem oft hefir verið
skemmtilegur á sviði, og er það
oft hér, en mætti víða vera
liprari og ísmeygilegri. Leik-
stjóri hefir algerlega látið und-
ir höfuð leggjast að fá Sigurði
sómasamlegt gervi. Gvendur er
feikna matmaður og segist
sjálfur þurfa tveggja manna
rúm í kirkjunni. En Sigurður
er hafður grannur eins og slægð
síld á sviðinu.
Yfirleitt er meiri reisn yfir
hlutverkum álfanna á þessari
sýningu, og ber tvennt til: Hér
hafa verið valdir fleiri vanir
leikarar, og hér eru hin miklu
framsagnarhlutverk leikritsins.
Vel sópar að Þórleifi Bjarna-
syni í konungshlutverki sínu,
sem vænta mátti. Honum skeik
ar hvergi í tígulegri framsögn
sinni. En hér reynir lítið á
sterkan leikara, og gæti ég trú-
að því, að Þórleifur hefði sjálf-
ur kosið meira af slíkri
áreynslu. Ef til vill mætti kaldr
anans og grimmdarseggsins
gæta enn meir í þessu hlut-
verki. Hér er hinn sígildi harð-
stjóri og einvaldsherra nefni-
lega á ferðinni, afturhaldssegg-
urinn, andlegur bróðir Dofr-
ans í Pétri Gaut.
lngibjörg Hjartar leikur Ás-
laugu álfkonu með miklum
glæsibrag og skýrri framsögn.
Mjöll, Ljósbjörtu og Heiðbláin
sýna þær BjarnfriÖur Leósdótt-
ir, Sigríður Sigmundsdóttir og
Ólafía Ágústsdóttir, og tekst öll-
um vel, enda þótt Bjarnfríður
beri þar af, sökum sinnar afar
skýru framsetningar. Adam
Þorgeirsson og GarÖar Óskars-
son fóru með hlutverk Hún-
boga og Reiðars, báðir laglega,
enda þótt meira mætti sópa að
þeim. Bogi SigurÖsson lék Svart
þræl. Bogi er ungur maður, en
þó ekki með öllu óvanur leik-
sviði, og fórst honum þetta
hlutverk vel úr hendi.
Lárus Árnason hefir unnið
hvern sigurinn á fætur öðrum á
undanförnum árum, í leik-
tjaldamálun, en honum hefir
oft tekizt betur en að þessu
sinni, og er ekki þar með sagt,
að illa hafi til tekizt — öðru
nær.
L.A. á þakkir skilið fyrir að
koma þessum gamla og
skemmtilega ævintýra- og þjóð-
sagnaleik upp hér, en Nýárs-
nóttin hefir aldrei verið sýnd
hér áður, enda er hún, þrátt
fyrir góðar vinsældir ekki eins
nátengd íslenzkri þjóðarsál og
t. d. Skugga-Sveinn. 1 Skugga-
Sveini eru líka meiri þjóðlífs-
lýsingar og dýpri persónulýs-
ingar (týpur). Fer ekki að
verða óhætt bráðum að sýna
Skugga-Svein aftur hér? Vin-
sældir hans virðast vera ótæm-
andi.
Nýársnóttin hefir, að mak-
legleikum, verið vel sótt, og
viðtökur leikhússgesta ágætar.
RJÖH.
NÝR BÁTUR:
Sigurður A % 70
Föstudaginn 21. janúar s. 1. kom nýr fiskibátur
til Akraness. Nafn hans og einkennisstafir er
Sigurður AK 107. Báturinn er byggður af eik
og vandaður mjög.
Hann er byggður i Dan-
mörku, hjá Frederikssund
Skibsverft.
Dtgerðarmaður skipsins er
Ólafur E. Sigurðsson Hall-
bjarnarsonar. Aflvél bátsins er
385 ha. Alfa Diesel. Hjálpar-
vél er 30 ha. og 2 rafalar 16
kw hvor, auk þess er 32 volta
rafmagn frá rafgeymum til
vara í ljósastæði skipsins. Sig-
urður er búinn Decca-ratsjá,
sem dregur 48 mílur, dýptar-
mæli af gerðinni Simrad, ásamt
hinu nýja og fullkomna Sim-
rad-síldarleitartæki. Þá er 75
watta talstöð og miðunarstöð
í bátnum, sími í öllum vistar-
verum og stýristæki sjálfvirk.
Skipið er hitað upp með raf-
magni og búið rafmagns eldun-
artækjum.
M.b. Sigurður gekk röskar 9
mílur að meðaltali á heimleið-
inni. Komið var við í Færeyj-
um og aukið við olíuforða. Ein-
ar Guðmundsson skipstjóri frá
Reykjavík sigldi skipinu heim,
en skipstjóri á því verður Ein-
ar Árnason, þekktur aflamað-
ur, sem áður var með m.b. Sig-
rúnu, og einnig var með í ferð-
inni. Þeir nafnar láta mjög vel
af skipinu á heimleiðinni, lentu
þó í stormi, átta til níu vind-
stigum í Norðursjó.
Olafur E. Sigurðsson er
framkvæmdastjóri útgerðarfyr-
irtækisins Sigurður Hallbjarn-
arson h.f. Undir stjórn hans
hefur það vaxið mjög að far-
sæld og umsvifum hin síðustu
ár. Árið 1954 keypti félagið
fiskvinnsluhús Halldórs Jóns-
scnar útgerðarmanns innarlega
við Vesturgötu, svonefnd Kamp
hús, og hóf þar söltun og herzlu
fiskjar, ásamt síldarsöltun. Hús
þessi hefur félagið endurbætt,
— stækkað og byggt sjóvarnar-
garð fyrir alla lóðina. Árið
1958 byggði það frystiklefa til
beitugeymslu og frystingar, og
á s. 1. sumri byggði það tveggja
hæða fiskvinnslustöð að flatar-
máli 260 fermetra. Þar er kom-
ið fyrir færiböndum og allri
fullkomnustu tækni, sem um er
að ræða í þágu saltfisks og
skreiðarvinnslu. Fyrirtækið hef
ur nú þrjá vélbáta fyrir landi.
Sigrúnu, Ólaf Magnússon og
Sigurð.
Bæjarblaðið óskar hinu nýja
skipi, áhöfn þess og eiganda
allra heilla og farsældar.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS.
AOAI.FUMDU&
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verð-
ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík,
föstudaginn 3. júní 1960 og hefst kl. 1.30 eftir hádegi.
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd-
um á liðnu starfsári og frá starfstilhögun á yfir-
standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur
fram til úrskurðar endurskoðaða reikstursreikninga
til 31. des. 1759 og efnahagsreikning með athuga-
semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og
tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt-
ingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stað
þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum fé-
lagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer,
og eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef
tillögur koma fram).
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem
upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf-
um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í
Reykjavík, dagana 30. maí — 1. júní næstk. Menn geta
fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn
á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir
að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin
skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er,
viku fyrir fundinn.
Reykjavík, 19. janúar 1960.
STJÓRNIN.