Bæjarblaðið - 02.02.1960, Blaðsíða 3
ÞriÖjudagur 2. febrúar 1960
BÆJARBLAÐIÐ
3
ur handraða sóknarprcsís
ENN — stutt orðsending frá byggðasafninu
Við síðustu áramót (31. des.
1959) var tala íbúa í Akra-
neskaupstað: 3745. Við áramót-
in næstu á undan voru íbúar
kaupstaðarins: 3685. Fjölgunin
á árinu nemur því 60, og er
sú tala (þ. e. íbúafjölgun) mun
lægri en mörg undanfarin ár.
Fólksfjöldi í prestakallinu losar
nú 4000. -— Til samanburðar:
Viið áramót 1919 voru íbúar í
kaupstaðnum 903, og í öllu
prestakallinu 1215.
Á árinu fæddust foreldrum
(móður), með heimilisfestu í
kaupstaðninn 120 börn. 3
þeirra fæddust í Reykjavík, hin
(117) hér heima. Af þeim
voru tvennir tvíburar. 2 börn
fæddust andvana. Hlutfallslega
fæddust flest börn í júlí, eða 20,
og er það met fæðinga í einum
mánuði í sögu kaupstaðarins.
Tala fæddra var hærri 1957,
og hefur hún aldrei komizt eins
hátt og þá (124 börn).
120 bæjarbörn (þ. e., sem
eiga foreldra á Akranesi) voru
skírð á árinu, 95 þeirra heima
hjá sóknarpresti.
Af bæjarmönnum dóu 22,
þar af 5 börn innan 1 árs.
Hjónavígslur voru 32 —
framkvæmdar af sóknarpresti.
6 brúðhjón voru gefin saman í
Akraneskirkju, 1 á heimili
sínu, 25 heima hjá presti. —
Fermd voru 72 börn. Messur
í prestakallinu voru á árinu 61.
• Mannslát árið 1959:
Hallgrímur Jónsson (frá
Bakkagerði) Suðurgötu 106b.
14/6 1872 á Bekanstöðum. D.
Var lengi sjómaður framan af
ævi.
Hallur Björnsson, bifreiðastj.
Brekkubraut 13. F. 10/12 1913
á Reykjum í Mjóafirði. D. 1/2.
Stjórnaði veghefli vegagerðar-
innar á Akranesi og nágrenni
síðustu árin.
GuÖmundur Þórir Elíasson,
sjómaður, Vitateig 5. F. 27/7
1928 í Hafnarfirði, drukknaði
8. febrúar með b.v. Júlí. Var
lærður vélvirki.
— Byggingarframkv,
Framhald af i. síðu.
ur, þ. e. 1 álma einnar hæðar
og 1 álma 2 hæða, alls 4700 m3,
miðstöðvarlögn að mestu lokið
og kennsluálman að mestu full-
gerð og tekin til notkunar.
Höfnin:
Lagt grjót meira en lOOOt.
meðfram fremsta keri hafnar-
garðsins því til styrktar. Einn-
ig fyrir enda þess og þar inn-
undir. Steypt nýtt slitlag ca.
100 m annars vegar á hafnar-
garðinum næst landi. Steypt
í gat, er myndazt hafði í óveðri
síðastliðinn vetur milli tveggja
fremstu kerja hafnargarðsins.
Sett tréþekja yfir op milli báta-
bryggju og kersins, er þar ligg-
ur framan við. Auk þess venju-
legt viðhald á kanttrjám, tré-
bryggju o. fl.
1 þróttavöllur:
Lokið við malarvallargerð
með því að setja á hann efsta
lag af sandi. Þá einnig lagfært
í kringum hann og sáð þar gras
fræi. Jafnaðar og gerðar hlaupa
brautir meðfram hluta af gras-
velli. Einnig gerðar stökkgryfj-
ur. Vellirnir girtir gripaheldri
girðingu.
Lœknisbústaður:
Neðri hæðin einangruð og
innihúðuð, tréverk hafið. Lóðin
sléttuð og grædd. Húsið málað
utan.
Holrœsi:
Grafnir margir skurðir til
framræslu flóanna ofan byggð-
arinnar núverandi. Einnig lögð
nokkur holræsi.
Gangstéttar:
Gangstéttar lagðar við eftir-
taldar götur: Vesturgötu 70 m,
Suðurgötu 135 m, Skagabraut
260 m, Kirkjubraut 45 m og
á barnaskólalóð 120 m, eða
630 m samtals.
Þá hefir verið nokkuð borið
í götur og niðurföll sett allviða
í bænum. Hafið að leggja nýj-
an veg inn flóann frá Mjólkur-
stöðinni.
Áhaldabraggi settur upp of-
an rörasteypunnar, stóð áður
niðri við höfn.
Vélar og áhöld:
Rörasteypan eignaðist nýja
vél á árinu til röragerðar og
einnig nýja vél til hellugerðar.
Er nú verið að auka húsrými
hennar. — Loftpressa, steypu-
hrærivél, bíll, valtari og skurð
grafa bæjarins hafa verið notuð
við hinar ýmsu framkvæmdir
bæjarins, en auk þess leigð út
eftir ákvæðum. — Jarðýtu eign
aðist bærinn á árinu og hefir
komið að miklum notum, enda
til margra verka fær, vegna
búnaðar síns. Hún hefir einnig
verið leigð út, mest til sem-
entsverksmiðjunnar, t. d. við
uppskipun á gibsi.
Á Ferju II var gerð mikil
og gagnger viðgerð s. 1. vor.
Voru vélar endurbættar, skrokk
urinn gerður upp, tankar
hreinsaðir, stýrishús sett á, tal-
stöð komið fyrir o.fl gert til
öryggis og endurbóta. Má þar
til nefna lúgur, er loka nú fram
hluta lestarinnar. Skipið hefir
síðan verið í flutningum fram
til jóla mest með sement til
Reykjavíkur og Keflavíku:, eu
einnig farið ferðir til Hellis-
sands og Aðalvíkur. Nú er hlé
á flutningum en væntanlega
hefur hún flutninga að nýju
í byrjun marz.
í Görðum.
Rétt áður en byggðasafnið var opnað, komu tveir bæjardrengir heim
að Görðum og báðu um að mega koma inn í húsið. Það var auð-
fengið. Þegar þeir höfðu litið vel í kringum sig, sagði annar þeirra
—- og hinn tók undir: „Hér hefur þá ekki mikið skemmzt“.
Nánar aðspurðir, kváðust þeir hafa heyrt það heima hjá sér og
víðar, að þeir munir, sem verið væri að safna í Garðahúsið, lægju
þar í hrúgum á gólfinu og vafalítið meira og minna blautir og myrgl-
aðir. „Nei, drengir mínir“, var þeim svarað, „hér hefur ekkert
skemmzt“. — Má vera, að mikill seinagangur — og dráttur á fyrir-
greiðslu bæjarfólks (með mörgum undantekningum) með byggða-
safnið, hafi að nokkru stafað af þessu, er skauzt upp úr drengjunum;
að verið væri að hafa muni út úr fólki til að eyðileggja þá. Ef nokkur
elur enn með sér slíkar getsakir, má þeim sama vera gott að koma í
safnið og sjá með eigin augum, hvemig fer um hlutina þar og hvera-
ig þeir eru á sig komnir.
Hvað tefur annars, að bæjarfólk almennt láti vita um ýmsa hluti
heima hjá sér, Sem vitanlega eiga að vera i þessu sameiginlega byggða-
safni alls bæjarfólksins. Þó ekki þar með sagt, að fólk eigi að tæma
heimili sín af öllum gömlum minjum. — Safnið í Görðum er nú í
dag ekki nema visir að því, sem það á að verða. Til þess þarf dálítið
átak, sem fólkið í bænum almennt á að leggja til sinn skerf. Lítið á,
safnið sem ykkar sameiginlegu eign, er böm ykkar og omandi kyn-
slóðir erfa eftir ykkur. Það er fögur tjáning á rækt við feður og mæð-
ur að geyma minningu þeirra; mtmi, sem hendur þeirra héldu um
og myndir af þeim í safni sem þessu. Dráttur á því, sem hér þarf að
gera, er óþarfur og getur orðið bagalegur, því lengur sem dregið er.
Enn einu sinni óska ég eftir því, fyrir safnsins hönd, að fólk í bæn-
um hugi að því, hvað það vill láta í safnið, tíni það saman og láti
mig svo vita, þegar tilbúið er (sími 18). Verða þá hlutimir skráðir og
komið fyrir á góðum stað.
Margir tala mjög um það, og það er reyndar langt síðan að það
heyrðist, að Garðahúsið væri svo litið, rúmi lítið. 1 húsið munu nú
komnir á níunda hundrað hlutir og enn er þar allmikið rúm. Nú, og
þegar gamla húsið er fullnýtt, þá verður húsrými þar efra aukið —
og svo lengi, sem þörf krefur. Ekki er að kvíða því. Stjórn safnsins
er þegar farin að athuga þá hlið málsins. — Og sjálft safnið rúmar
hluti af öllu tagi, er minna á liðna tíð.
Ég treysti á réttan skilning allra á þessu máli og stuðning til
brautargengis því.
Jón. M. GuSjónsson.
••••(^••••••••••••••••••••••(^••••••••••••••«
Sigurður Guðnason, sjómað-
ur, Kirkjubraut 28 (Hákoti).
F. 1/12 1914 á Suðureyri,
drukknaði 8. febrúar með b.v.
Júlí.
Drengur — óskírður Guð-
mundsson, Vesturg. 64. F.
26/12 1958, d. 18. apríl.
Sigurbjörn Sveinsson, Fjólu-
grund 7 (elliheimilinu). F. 5/6
1868 á Steðja í Reykholtsdal, d.
26. apríl. Bjó lengi í Geirshlíðar
koti í Flókadal.
Ólafur B. Björnsson, ritstjóri.
F. 6/7 1895 á Litlateigi á Akra-
nesi, d. 15. maí. Ólafur var
þjóðkunnur maður.
Sverrir Áskelsson, málara-
meistari, Vesturg. 127. F. 18/1
1916 á Þverá í Laxárdal, d. 18.
júní. Sverrir var gagnfræðingur
frá Akureyri. Mjög listrænn.
Beinteinn Helgason, trésmið-
ur, Suðurgötu 85. F. 11/12
1913 á Hlíðarfæti í Svínadal.
Ólst upp á Súlunesi i Melasveit.
D. 2. júlí. Var mikill hagleiks-
maður.
Hafliði Bjarki Einarsson,
barn, Vesturgötu 154. F. 6/7
1959, d. 1. október.
Ólafur Ólafsson, vélsmiður í
Deild. F. 18/2 1875 á Gunn-
laugsstöðum í Stafholtstungum.
Lauk prófi í vélsmíði og setti
á fót vélsmiðju á Akranesi,
hina fyrstu þar, og rak lengi.
D. 11. nóvember.
Drengur — óskírSur — Hall-
grímsson, Bárugötu 22. F.
28/12 1959 og dó á sama degi.
SigríSur Skúladóttir, barn,
Kirkjubraut 19. F. 3/11 1958,
d. 13. febrúar 1959.
GuSrún ÞórSardóttir frá
Brekkubæ á Akranesi. F. þar
23/9 1888, d. 9. marz. Var
sjúk og rúmliggjandi, oftast í
sjúkrahúsum, um 40 ára bil.
Herdís Árnadóttir, Vestur-
götu 81. F. 13/1 1876 á Odds-
stöðum í Lundarreykjadal, d.
6. maí. Var um áratuga skeið
bústýra (húsfreyja) á Setbergi
á Akranesi.
María Steinsdóttir, Vestur-
götu 103. F. 24/9 1871 í Fjós-
um í Svartárdal, d. 11. júní.
Húsfreyja á Hólabæ í Langa-
dal, lengi i Skógum í Flókadal
(hjá dóttur sinni og tengda-
syni).
Sveinbjörg Eyvindsdóttir,
húsfreyja, Kirkjuhraut 28 (Há-
koti). F. 17/4 1902 í Belgsholts-
koti í Melasveit, d. 10. júlí.
Maður hennar (s.m.) drukkn-
aði á árinu (Sig. Guðnason):
Ingibjörg Loftsdóttir, Króka-
úni 17. F. 22/3 1868 á Brekku
á Hvalfjrðarströnd, d. 24. júlí.
Var lengi ljósmóðir, fyrst á
Hvalfjarðarströnd og síðar á
Bíldudal.
SigríSur Ásta Þórarinsdóttir,
Fjólugrund 7. F. 3/4 1916 á
Akranesi, d. 30. ágúst. Vann
um árabil hjá landssímanum á
Akranesi (bar út símatilkynn-
ingar og símskeyti).
Sólveig Einarsdóttir, Vestur-
götu 111. F. 31/10 1874 í Arn-
ardal við Skutulsfjörð og var
húsfreyja þar í dalnum lengst
ævinnar. D. 1. október.
Sigrún SigurSardóttir, barn,
Viðigerði 2. F. 4/1 1959, d.
30. október.
lngibjörg Halldórsdóttir,
Kirkjubraut 22. F. 2/5 1880 á
Síðumúlaveggjum og stýrði þar
lengi búi með bræðrum sínum.
D. 4. nóv.
ÓskírS stúlka Hallgrímsdótt-
ir, Bárugötu 22. F. 28/12 1959
og dó sama dag.
OAGÖLAOIO TÍMIMM
Um þessi mánaðamót tekur til starfa hin nýja og full-
komna prentsmiðja TÍMANS. — Jafnframt stækkar
blaðið úr 12 síðum í 16, og eykst fjölbreyttni lesmáls-
ins að sama skapi.
Nýir kaupendur, og þeir, sem kynnast vilja blaðinu í
hinum nýja búningi, geta fengið það sent ókeypis til
loka febrúarmánaðar.
Talið við afgreiðslumanninn
GUÐMUND BJÖRNSSON, kennara, sími 199.