Vanadís - 15.04.1926, Blaðsíða 3

Vanadís - 15.04.1926, Blaðsíða 3
VáNABÍS, 1. blað 1926 Prentsmiðja Guðjóns 0. Guðjónssonar Laufásveg* 15 Talsími 1269 Öll prentun, bæði smá og stór fljótt og vel af hendi leyst Haflð þjer ráð á að kasta peningum yðar á glæ? Biftjið um tilboð Biðjið um tilboð — Gæt orða þinna! Verkfærið sem jeg held á er þægilegt í sveiflum og það er ekki gott að fá gegnumboraða hluti. — Svo, svo! æpt.i förumaðurinn. Er þessi hlutur ljettur í sveiflun, þá er best að jeg fái þetta leikfang, því hjá mjer leikur það ekki svo auðveldlega. Með snöggu viðbragði hljóp iörumaðurinn að honum og hrifsaði af honum skammbyss- una og á sama augnabliki, tók hann líka vopnið af hinum. Annar ræninginn ætlaði að hlaupa á föru- manninn, en fjell meðvil.undarlaus til jarðar undan höggi því er förumaðurinn úthlutaði honum með skammbyssuskeftinu. Hinn varð agndofa og hopaði hræddur ti! baka fyrir förumanninum, sem með mótstöðu sinni og snarleik hafði vakið aðdáun hans. — Hverslags ósköp! noldraði hann. Þeir sem komast í leik við þig mega gæta sín, þú virðist vera röskur drengur. — Hældu mjer ekki um of, sagði förumað urinn og miðaði á hann skammbyssunni. En nú getum við skift um hlutverk. — Hver ert þú, og hvað ert þú að gera á næturnar? Hvernig komu þið hingað, og hvert. ætlið þið að fara? — fað er okkar mál, nöldraði pilturinn fokvondur. — Svaraðu mjer eða--------— fetta hljómaði þannig að pilturinn fiýtti sjer að Bvara: __ sá sem liggur þarna, heitir Mill Jones. Mitt nafn er Mack Morsing. Gerðu svo enga heimsku af þjer drengur! Við erum hjer af því að við höfum ástæðu til þess, og við verð- um að vera á verði ef við eigum að gæta okkur fyrir sporhundunum. Förumaðurinn dró andan ijettara. — Nú, svo því er þannig varið, en það gátuð þið sagt mjer strax, svo engin óþæg- indi hefðu orðið, og Mill Jones hefði þá held- ur ekki legið óvígur. — Þetta hefðir þú átt að geta skilið, s’var- aði Morsing. Fað gerir sjer það engin að leik að ráðast á þig, t.il þess að ræna þig, því það er auðsjáanlegt að hjá :þjer er litið að hafa. — A annan veg höfðu þið iit.la, ástæðu til handtaka mig því jeg líkist vanalega ekki neinum leynilögreglumanni. Hjer geturðu feng- ið skammbyssuna þína aftur' ogjeg ætla einn- ig að setja skammbyssu Jones í vasa hans. Förumaðurinn framkvæmdi strax það sem hann ákvað, og tók sig saman til að halda áfram. — Halló Fred Hawkens! hrópaði maðurinn ætlurðu þjer það í raun og rjettu að skilja mig einan eftir, ásamt Jones, sem liggjur þarna ? — Góði maður! Hvað á jeg að gjöra? Jeg er glorhungraður og vil svo flótt sem mjer er hægt komast til borgarinnar. Morsting benti yflr á landsveginn, sem rjett gat, sjest, að hjerumbil flmmhundruð fet Framhald.

x

Vanadís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vanadís
https://timarit.is/publication/1346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.