Vanadís - 15.04.1926, Side 4

Vanadís - 15.04.1926, Side 4
VANADÍS, 1. blað 1926 Skrítlur Kóna við lítin dreng sem er að reykja stór- an vindíl: — Heldur þú ekki vinur minn litli að hann pabbi þinn yrði reiður ef hann sæi þig reykja þennan vindil. Drengurinn: — Jú, það getið þjer tekið eitur uppá, því þetta er einn af fínustu vindlunum hans sem jeg hefi stolið. Kennar inn: — Það stendur í biblíunni um Josep, að Faró hafi sett hann yfir alt sitt hús, hvað þýðir það Ella litla? Ella: — Það þýðir að Faró hafi sett hann uppá þakið. Piparsveinn mætti laglegri stúlku á götu hann finnur blóðið þeytast um æðar sjer og segir við hana: — í hvert skifti sem jeg mæti yður ung- frú, verður mjer á að hugsa, eigi leið þú mig í freistni. Stúlkan svaraði: — Og í hvert skifti sem jeg sje yður dett- ur mjer ósjálfrátt í hug, frelsa mig frá öllu illu. A: — Jeg hefl heyrt að hann Hansen sje giftur, hún er víst húsleg konan hans. B: — Já, jeg held það nú, hún er altaf með kústin, hvað seint sem hann kemur heim. Konan: — Hvað sem jeg segi við þig fer inn um annan eyrað og út um hitt. Maðurinn: — Og það sem maðnr segir við þigferinn um bæði eyrun og út um munninn. Erfiljóð, krausborðar þakkarkort fljótust afgreíðsa — ódýrast Brjefhausar, Umslög Reikningar Hafið þjer ráð á að kasta peningum yðar á glæ ? Prentsmiðja Guðjóns Ó. Guðjonssonar Laufásveg 15 Talsími 1269 Jón var orðin leiður á að lifa. Eitt kvöld er hann kom heim datt honum í hug að hengja sig. Hann batt því spotta í gluggakistuna smegði snöru um hálsinn, og hljóp svo út um gluggann. En spottinn slitnaði, og af því að fallið var svo hátt, af þriðju hæð, misti hann meðvitundina er niður kom. En er hann rankaði úr rotinu, sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann staulaðist á fætur: — Jeg var þó svei mjer heppinn að drepa mig ekki á þessum fjanda. Gengur undir vorsól vor. Vonir stundir margar Sviða undir, samt er þor sem að fundum bjargar. Útgefandi Söguútgáfan Prentsmiðja Guðjóns Ó. Guðjónssonar

x

Vanadís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vanadís
https://timarit.is/publication/1346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.