Skagablaðið


Skagablaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Uppselt var á frumsýningu Sjó- ræningjanna frá Pensance í Bíó- höllinni í gærkvöldi og hafði reyndar verið uppselt á sýninguna frá því um miðja síðustu viku. Óneitanlega óvenjulegur áhugi en verkið er þess eðlis að það ætti að höfða til nær allra, sem á annað borð hafa vitund gaman af tónlist. Önnur sýning á verkinu verður á morgun kl. 20.30 og þriðja sýning á sunnudag kl. 16.30. Má fastlega búast við mjög góðri aðsókn í ljósi þessarar góðu byrjunar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel enda unnið sleitulaust undan- farna daga,“ sagði Andrés Sigur- vinsson, leikstjóri, er Skagablað- ið náði tali af honum á „general- prufunni“ á þriðjudagskvöld. „Við höfum öll sett okkur það markmið að gera þetta eins „pró- fessional amatör“-sýningu og frekast er kostur og hefur öllu verið kostað til.“ Frammi í anddyrinu sat Magn- ús Ólafsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, nánast sveittur við að fylla út miða á sýninguna. „Þetta er alveg að drepa mann,“ sagði Magnús og sagðist vera orðinn æði þreyttur því umfang uppsetningarinnar hefði verið margfalt meira en hann átti von á. „Við höfum hins vegar fengið svo ofboðslega góðan meðbyr nú Hópatriði úr söngleiknum. Pétur Jónsson, einn aðalsöngvaranna, er hér í kvennafansi. Akurnesingar virðast hafa lægri meðaltekjur en aðrir lands- menn ef marka má úthlutun úr Jöfnunarsjóði rétt fyrir áramótin. Fékk Akranes úthlutað 4,5 millj- ónum króna í aukaframlag, þ.e. bæjarsjóður. Framlagið til bæjarsjóðs var hið hæsta á landinu en e.t.v. má skýra þessa greiðslu að hluta til með því ótrygga atvinnuástandi sem ríkt hefur í bænum undan- farna mánuði. Þar virðist þó bjartara framundan og vonandi er að Skagamenn þurfi ekki að sætta sig við lægri meðaltekjur en önnur sveitarfélög landsins í framtíðinni. undanfarið, að það hefur hrein- lega lyft öllum, sem að þessu hafa staðið, upp,“ bætti Magnús við og léttist um leið á honum brúnin. „Vissuð þið, að það er löngu uppselt á frumsýninguna," sagði hann svo. Áhorfendur í gær, svo og þeir sem eiga eftir að sjá verkið, hafa vafalítið tekið eftir því að skipt hefur verið um gólf á sviðinu. Við spurðum Magnús hvort þessi breyting hefði gengið átakalítið í gegn. Magnús Ölafsson, framkvœmda- stjóri sýningarinnar, þreytulegur á svip. „Já, hún gerði það, en það var einvörðungu fyrir einstakan vel- vilja Haraldar Sturlaugssonar," svaraði Magnús og sagði þennan velvilja jafnframt hafa komið vel fram víðar í bænum síðustu dag- ana og því væri létt yfir mann- skapnum þrátt fyrir að mikið álag við æfingar og undirbúning hefði auðvitað tekið á aðstandendur sýningarinnar. „Það var eins og allt lyftist þegar fyrst var æfti á Tveir söngvaranna úr Sjórœningjunum frá Pensance brosa sínu blíðasta. nýja sviðinu,“ sagði Magnús Ól- afsson. Miðaverð á þessa einstöku sýn- ingu í bæjarlífinu er aðeins kr. 250 og er rétt að hvetja fólk til að vera snemma á ferð vilji það tryggja sér miða á sýningarnar um helgina. „Laus við vaktavinnuna“ Akranes lág- launasvæði? Svanur Geirdal tók við stöðu yfirlögregluþjóns af Stefáni Bjarnasyni þann 1. janúar sl. eins og Skagablaðið hafði reyndar skýrt frá að stæði til í síðasta blaði nýliðins árs. Stefán lætur nú af störfum hjá lögreglunni eftir rúm- lega 40 ára feril. Það slys varð um borð í Víkingi AK-100 um helgina, að einn skipverja féll niður í lest skipsins „Viðbrigðin eru helst þau, að maður er nú laus við vaktavinn- una eftir öll þessi ár,“ sagði Svanur er Skagablaðið ræddi stuttlega við hann í vikunni. Svan- ur hefur starfað í lögreglunni í 20 ár. Svanur gegndi áður stöðu varð- er verið var að landa úr því. Fallið var allhátt en meiðsli skipverjans óveruleg. Hlaut hann skurð á enni. Það er hins vegar e.t.v. öllu merkilegra að þessi sami skipverji varð fyrir meiðslum í andliti nokkru fyrir jólin er skipið var að veiðum. Varð þá að sigla inn til ísafjarðar svo hægt væri að koma honum undir læknishendur. Greinilegt að ólánið eltir suma, aðrir sleppa áfallalítið í gegnum lífið. stjóra en ekki hefur verið skipað í þá stöðu enn. Umsóknarfrestur rennur út þann 28. þ.m. Pétur Jóhannesson hefur verið settur varðstjóri frá áramótum. Fæðingum fækkaði í fyrra fæddust færri börn á Sjúkrahúsi Akraness en 1983. Á síðasta ári voru þau 178 en 184 árið áður. Skagablaðið skorar á bæj- arbúa að standa sig betur á þessu ári, og bendir á að þarna munar allt að hálfu fótboltaliði, eða 6 manns! Fyrsta barnið ’85 kom á Nýársdag, en var komið heim í Borgarnes þegar blaða- maður Skagablaðsins fór á stúfana eftir áramótin. Oheppnin eltir suna Sjóræningjamir frá Pensance í Bíóhöllinni í gær: Troðfullt hús var á frumsýningunni —Allir miðar uppseldir um miðja síðustu viku

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.