Skagablaðið


Skagablaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 1
1. TBL. 2. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1985 VERÐ KR. 30,- Skoöanakönnun nemenda flölbrautaskólans: Kvennalistinn áttfaldaði fylgið —stórfellt fylgistap Sjálfstædisflokksins Ef gengið yrði til kosninga nú myndi Kvennalistinn áttfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Hann fengi nú 12,4% atkvæða en fékk 1,6% við síðustu kosningar. Þetta ásamt 50% fylgisaukningu Alþýðu- flokksins og 18,9% fylgistapi Sjálfstæðisflokksins eru athyglisverðustu niðurstöður úr „könnun á viðhorfum almennings til stjórnmála“ sem fjórir nemendur Fjölbrautaskólans, Sigríður Hlöðversdóttir, Laufey Ingibjartsdóttir, Björn Malmquist og Sigurður A. Sigurðsson, unnu. Könnunin, sem unnin var í Alls voru lagðar 14 spurningar desember, er nokkuð umfangs- fyrir bæjarbúa og sú er svörin, mikil og úrtakið í bænum stórt eða um 140 manns. Svarar það til þess að úrtak í slíkri könnun væri um 6000 manns. Úrtak í könn- unum DV er aðeins tíundi hluti þess, þannig að úrtakið hér er mjög stórt. Skagamenn skilvísir Innheimta gjalda til bæjar- sjóðs gekk vel á nýliðnu ári og var mjög áþekk því sem var árið á undan að sögn Þorvarðar Magnússonar, inn- heimtufulltrúa bæjarins. Þorvarður sagði 92% á- lagðra útsvara og aðstöðu- gjalda hafa innheimst á síð- asta ári, eða alls 71 milljón 655.100 af 77 milljónum 792.950 krónum. Innheimta fasteignagjalda gekk einnig vel, var 96% eða 18 milljónir 953.361 af 19 milljónum 733.771. Innheimtuhlutfallið árið 1983 var 91,7% á útsvari og aðstöðugjöldum en 96,5% í fasteignagjöldum. Skilvísir menn, Skagamenn. sem vísað er til í upphafi frétt- arinnar, hljóðaði á þessa leið: Ef Alþingiskosningar færu fram í dag, hvern eftirfarandi flokka myndir þú kjósa, væru þeir allir í framboði í þínu kjördæmi? Síðan voru taldir uþp Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Bandalag jafn- aðarmanna, Flokkur mannsins, Framsóknarflokkur, Samtök um kvennalista og Sjálfstæðisflokkur- inn. Svörunin var á þá leið að Alþýðuflokkurinn fengi 20,4% atkvæða ef kosið yrði nú en hafði 14,2% í síðustu kosningum. Framsóknarflokkur fengi 13,1%, hafði 12%, Bandalag jafnaðar- manna fengi sama hlutfall og í síðustu kosningum, 5,8%, Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 38,1% í stað 57%, Alþýðubandalagið fengi 8,7% í stað 9,4% og Samtök um kvennalista fengju 12,4%, en fengu síðast 1,6%. Þá fengi Flokkur mannsins 0,7% atkvæða en hann bauð ekki fram síðast. Þessar niðurstöður eru, auk þess sem getið er um að framan, athyglisverðar fyrir það að annar stjórnarflokkanna, Framsóknar- flokkurinn, bætir við sig á meðan hinn, Sjálfstæðisflokkurinn, stór- tapar fylgi. Þá er einnig merkilegt að Alþýðubandalagið sem er í stjórnarandstöðu, skuli ekki bæta við sig fylgi úr því stjórnarflokk- arnir tapa samanlagt tæpum 18%. Fylgisaukningin er hjá Samtök- um um kvennalista og Alþýðu- flokknum.- Samhliða könnuninni um stjórnmálaflokkana var lögð fram spurning þess efnis hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt veru íslands í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Niðurstaðan úr svörun við þeirri spurningu er athyglisverð fyrir þær sakir að yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra, 75,5%, var hlynntur aðild að NATO. Enn önnur spurning í könn- uninni laut að áliti fólks á tekju- skiptingu í landinu, hvort hún væri réttlát eða ranglát. Alls töldu 53,4% skiptinguna vera óréttláta og aðeins 2% réttláta. Fremur réttláta töldu 11,5%, en fremur rangláta 33,1%. Arni kveður Skagann. Guðbjöm og Ámi til Noregs í gær — leika með tveimur af sterkustu liðum Norðmanna Stórgjöf aldraðra hjóna til Höfða: Gáfu íbúð Dvalarhcimilinu Höfða hefur borist höfðingleg gjöf frá hjón- unum Guðrúnu Salomonsdóttur og Sigurði Sigurðssyni frá Skelja- brekku. Þau hjón gáfu íbúð sína að Sandabraut 4 (neðri hæð) og var hún formlega afhent í tilefni níræðisafmælis Sigurðar þann 24. ágúst. f frétt frá Höfða segir að þessi höfðinglega gjöf sé afar kærkom- in og verður andvirði hennar væntanlega notað til þeirrar upp- byggingar á Höfða, sem væntan- leg er á komandi sumri. Stjórn Höfða vill koma á framfæri bestu þökkum til hjónanna. Sjá nánar um gjafíi til Höfða á síðast ári á bls. 7. Sandabraut 4. á komandi keppnistímabili Meistaraflokkur Akurnesinga í knattspyrnu mátti í gær sjá á bak tveimur af sterkustu leikmönnum sínum frá síðasta keppnistímabili er þeir Ámi Sveinsson og Guðbjörn Tryggvason héldu út til Noregs, Ámi til Válerengen í Osló, Guðbjöm til Start í Kristiansand. ... f stuttu spjalli við Skagablaðið sagði Árni áður en hann fór, að æfingar hjá liðinu væru að hefjast nú af fullum krafti en fyrsti leikurinn í norsku 1. deildinni yrði síðustu helgina f apríl. Þá mætti Válerengen Brann á úti- velli en Bjarni markvörður Sig- urðsson mun einmitt leika með því liði. Árni sagðist enn ekki hafa fengið fast aðsetur í Osló en væntanlega yrði gengið frá þeim málum um leið og hann kæmi út. Unnusta hans, Guðrún Þorsteins- dóttir, verður hér heima fram til vors þar sem hún á enn ólokið einni önn í fjölbraut. „Jú, auðvitað kemur maður til með að sakna margs héðan,“ sagði Árni er Skagablaðið innti l A '1D b B C K A !jA? !l 3 8 7 0 0 4 hann eftir því hvort það yrði ekki skrýtin tilfinning að yfirgefa Skag- ann eftir öll þessi ár. „Auðvitað saknar maður unnustunnar og allra kunningjanna." Með brottför þeirra Árna og Guðbjörns eru stór skörð höggv- in í Akranesliðið. Auk þeirra verður liðið án Sigurðar Hall- dórssonar, Bjarna Sigurðssonar, Sigurðar Jónssonar og Jóns Leó Ríkharðssonar. Um þessar mund- ir gengur svo sá orðrómur að Guðjón Þórðarson sé jafnvel á förum til Reykjavíkur. Hvert svo sem framhaldið verð- ur er víst að Hörður Helgason fær erfitt verkefni í sumar. Kröfu- harkan af hálfu bæjarbúa verður eflaust sú sama og fyrr en hætt er við að erfiðara reynist að uppfylla kröfurnar í ár en undanfarin tvö ár. Lið í þeirri stöðu sem ÍA-liðið er nú í þarfnast öflugs stuðnings og sanngjarnrar gagnrýni. Hver veit nema ÍA verði í fremstu röð áfram þrátt fyrir breytingarnar.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.