Skagablaðið


Skagablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 3
Þar sem ég skrifa í þennan greinaflokk „álit mitt“ á ný- byrjuðu ári æskunnar kemst ég ekki hjá því að fara nokkium orðum um FÍKNIEFNAMÁL. Ofheysla fikniefna virðist fara vaxandi og höfum við Akumes- ingar ekki sloppið við það vandamál frekar en aðrir lands- menn. I hverri viku era fréttir í fjölmiölum um að einhverjir hafi verið teknir fastir fyrir að reyna að smygla flkniefnum inn í landið. Mjög mikil umræða hefur farið fram um þessi mál og er það e.t.v. að bera í bakkafullan læk að ræða það hér. Þeir sem ráða yfir opin- bera fjármagni era oft sakaðir um að láta þetta mál ekki nægjanlega tU sín taka, því allt forvarnarstarf kostar peninga. A sl. sumri höfðu nokkrir aðstandendur fíkniefnaneyt- enda samband við mig og ræddu þessi mál. f framhaldi af þeirri umræðu þótti mér rétt að bæjarstjórn sæti ekki alveg að- gerðarlaus í þessu máli. Því komu fulltrúar Framsóknar- flokksins með eftirfarandi til- lögu á bæjarstjórnarfundi 27.11. sl.: „Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að fela æskulýðsnefnd að sjá um kynningu fyrir nem- endur í efri bekkjum grunn- skólans og foreldrum þeirra á skaðsemi fíkniefna. Æskulýsðnefnd er falið að gera drög að slíkri kynningu og kostnaðaráætlun. Sérstakri fjárveitingu skal varið við gerð fjárhagsáætlunar 1985 til að standa undir kostn- aði við kynningu þessa. Akranesi 27.11. 84 Steinunn Sigurðardóttir (sign.) Andrés Olafsson (sign.) Ingibjörg Pálmadóttir (sign.)“ Æskulýðsnefnd hefur gert drög að kynningu og vonandi kemst hún til framkvæmda fyrir vorið. Nú fyrir jólin var gefin út bókin „Ekkert mál“, eftir þá feðga Frey og Njörð P. Njarð- vík. í bók þessari er saga fíkniefnaneytandans rakin ýtar- lega og vil ég nota þetta tæki- færi til að hvetja alla foreldra til að lesa þessa bók. Föstudagur kl. 21 Rauðklædda konan (The woman in red) Föstudagur kl. 23.15 f brennidepli (Flashpoint) með Kris Kristofersson. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sunudagur kl. 21 í blíðu og stríðu (Terms of endearment) Sjá augl. bls. 2 Sunnudagur kl. 23.15 í brennidepli (Flashpoint) Mánudagur kl. 21 í blfðu og stríðu (Terms of endearment) Steinunn Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks: Ef ekki bót þá á aö kjósa um hundahald Hundahald í Skagablaðinu 25. janúar sl. mátti sjá stóra fyrirsögn á bak- síðu blaðsins: „Hundaeigendur mega vara sig“. í grein þessari er réttilega sagt að ég hafi tjáð mig um málið á fundi bæjar- stjórnar 22. janúar sl., en ástæð- an fyrir því látin liggja á milli hluta. Þann 7. janúar ritaði ágætur bæjarbúi bæjarráði bréf og mótmælti því eftirlitsleysi sem er með hundahaldi hér í bænum. Skoraði hann á bæjar- stjórn að sjá til þess að reglur um hundahald verði haldnar, einnig sló hann því fram að kanna hug bæjarbúa til hunda- halds við næstu bæjarstjórnar- kosningar. Bæjarráð afgreiddi málið á þann hátt að vísa því til heilbrigðisnefndar og bæjarfó- geta. Á áðurnefndum fundi bæjarstjórnar tók ég undir það sjónarmið sem fram kemur í nefndu bréfi og hygg ég að margir bæjarbúar séu mér sam- mála. Eins og flestum er kunnugt um þá er hundahald bannað en leyft með ákveðnum skilyrð- um. Til fróðleiks fyrir bæjarbúa læt ég fylgja hér nokkrar grein- ar úr „Samþykkt um hundahald á Akranesi", frá 8. janúar 1980. 1. gr. Hundahald er bannað í bænum að undanteknum leiðsöguhund- um til hjálpar blindu fólki og leitarhundum til aðstoðar bj örgunarsveitum. 2. gr. Bæjarstjórn er þó heimilt að veita einstaklingum búsettum í bænum, undanþágu til hunda- halds að uppfylltum eftirtöld- um skilyrðum: 1. Hundurinn skal skráður á skrifstofu bæjarins. Þar fær eig- andi afhenta merkta plötu sem jafnan skal vera í ól um háls hundsins. Á plötuna skal grafið Akr. og númer. Við skráningu skal hunda- eigandi undirrita yfirlýsingu um, að hann skuli í einu og öllu fara með hund sinn eftir fyr- irmælum samþykktar þessarar, eins og hún er nú eða kann síðar að verða. 2. Skylt er hundaeiganda að hafa hund sinn ábyrgðartryggð- an hjá viðurkenndu vátrygging- arfélagi, þannig að tryggt sé, að trygging taki til alls tjóns, sem hundur kann að valda, án nokk- urra óeðlilegra skilyrða, að mati bæjarstjórnar. 3. Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, held- ur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er heimilt að hafa með sér hund, þó í taumi sé, inn í skólahús, almennar skrifstof- ur, samkomuhús, leikvelli eða verslanir, svo og starfsstöðvar hverju nafni sem nefnast, þar sem úrvinnsla, meðferð og geymsla matvæla á sér stað. 4. Hundaeigendum er skylt að sjá svo um, að hundar þeirra raski eigi ró manna, né verði þeim til óþæginda. 5. Skilyrði fyrir hundahaldi í húsum þar sem íbúðir eru fleiri en ein, er að allir húsráðendur húss samþykki slíkt. Skal leggja fram skriflegt samþykki þar um við skráningu hunds, er gildi þar til bæjarstjórn berst skrifleg afturköllun frá einhverjum hús- ráðenda. 6. Til að standa straum af kostnaði bæjarsjóðs af skrán- ingu og eftirliti með hundum, skal árlega greiða leyfisgjald til bæjarsjóðs fyrir þá hunda, sem undanþága er veitt fyrir. Gjald- ið greiðist fyrirfram við skrán- ingu hundsins til 1. júlí og síðan Ekki er að sjá að þessir hundar þurfi að beygja sig undir einhverjar reglur. árlega á sama tíma. Bæjar- stjórn ákveður upphæð þessa gjalds í upphafi hvers árs. Við greiðslu gjalds þessa ber hundaeiganda að sýna fullgild skilríki fyrir greiðslu vátrygg- ingargjalds skv. 2 tl. þessarar greinar, vátryggingarskírteini, vottorð dýralæknis um að hund- ur sé ekki haldinn smitandi sjúkdómi og hafi verið hreins- aður af bandormum, svo og önnur skilríki er máli skipta skv. lögum um hundahald og vamir gegn sullaveiti svo og fyrirmælum sem heilbrigðis- nefnd setur varðandi hunda. Hundar, sem blindir menn og öryrkjar þurfa á að halda vegna fötlunar sinnar, svo og leitar- hundar, eru undanþegnir leyf- isgjaldi, en eru að öðru leyti háðir ákvæðum 2. gr. 3. gr. Við minni háttar brot á sam- þykkt þessari skal hundaeig- andi sæta skriflegri áminningu og greiða allan kostnað er leiðir af brotinu. Ef um alvarlegt brot eða ítrekað er að ræða, er heimilt að afturkalla viðkom- andi undanþágu til hundahalds og varðar það sektum sem geta numið allt að sömu upphæð og ársgjaldinu til bæjarsjóðs 5. gr. Lögreglustjóri og heilbrigðis- nefnd hafa eftirlit með hundum skv. samþykkt þessari og skulu þessir aðilar tilkynna bæjar- stjóra án tafar um allar kærur, sem þeim berast vegna meintra brota á samþykktinni. Einfalt Við yfirlestur á þessum grein- um má sjá að reglur um hunda- hald eru mjög skýrar og ein- faldar. Ef hundaeigendur geta ekki farið eftir þessum einföldu reglum þá hafa þeir að mínu mati ekkert við hund að gera. Nú er rúmt ár til næstu bæjarstjórnarkosninga og það er mín skoðun að ef ekki verði veruleg bót á þessum „lausa- hundum" eigi að kjósa um hundahald þrátt fyrir að sú skoðun sé ríkjandi hjá sumum bæjarfulltrúum að ekki þýði að kjósa um málið, því hundahaldi verði örugglega hafnað! Akranesi 29. jan. ’85 Steinunn Sigurðardóttir Leiðrétting Þau mistök urðu í lítilli for- síðufrétt Skagablaðsins um stór- gjafir Kiwanismanna sl. fötudag, að sagt var að klúbburinn ætlaði að gefa Dvalarheimilinu Höfða kr. 100.000. Þetta er alls ekki rétt, heldur fór þessi upphæð í Sig- urfarasjóð eins og réttilega kom fram í viðtali blaðsins við Sig- urstein Hákonarson, formann Þyrils. Blaðið biðst velvirðingar á þessum afglöpum. Ein smá... Bílskúr til leigu við Höfðabraut. Uppl. ísíma 2941 á kvöldin. Skattframtöl Tökum að okkur útfyllingu skattframtala fyrir einstaklinga. Einnig sjáum við um uppgjör fyrir fyrirtæki. Innifalið í þjónustu okkar er m.a. áætlun skatta og kærur álagninga. Sækj- um um framtalsfrest. Bókhaldsþjónustan sf. Óskar Þórðarson viðsk.fr. Skúli B. Garðarsson, viðsk.fr. Suðurgötu 45, Akranesi Sími 93-1570 Auglýsið í Skagablaðinu Akranes- v nágrenni* Andlitsbað, handsnyrting, fótsnyrting, vax, litun og make up við öll tækifæri Snyrtistofa Lilju Högnadóttur Krókatúni 12, sími 2644 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.