Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 2
Eldhuskrokurinn Um blettahreinsun Blettir geta verið ákaflega hvimleiðir og oft er erfiðleikum bundið að hreinsa þá. Allir kannast sennilega við það þeg- ar appelsín hefur hellst niður í ljóst gólfteppi. Slíkur blettur gefur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Hér á eftir fara nokkr- ar ágætar ráðleggingar um hreinsun áblettum. Meiraverð- ur í næstu viðbót. Blóð Nái blóðblettir ekki að þorna er yfirleitt hægt að ná þeim burtu með vatni. Best er að halda flíkinni undir krananum, skola vel og nudda. Ekki má nota heitt vatn, þá festist blett- urinn í flíkinni. Ef blóðblettir eru ekki þvegnir úr áður en þeir harðna þarf að beita öðrum aðferðum við hreinsun þeirra. Pá þarf að leggja viðkomandi flík í bleyti í nokkra klukku- tíma, jafnvel til næsta dags. Látið þvottaefni með efnakljúf- um í vatnið eða þá 2 msk. matarsalt í hvern lítra. Nuddið síðan blettinn og þvoið flíkina. Athugið að sum efni láta lit við þvott og efni, sem ekki má þvo, þarf að meðhöndla öðru vísi. Þá eru blettirnir vættir með saltvatni, Vi tsk. salt í 2 dl vatns, og það látið liggja á blettunum í a.m.k. hálftíma. Nuddið síð- an blettina með hreinu köldu vatni. Egg Fari egg í fatnað eða á gólf- teppi er rétt að nudda blettinn fyrst með uppþvottalegi. Látið hann (löginn) svo liggja á blett- inum í a.m.k. 30 mín. Þvoið síðan flíkina og blettinn (eða látið gufu leika um hann, sumir Lambahnetusteikur með fjallajurtum Eldhúskrókurinn heitir nýr þáttur á vegum Skagablaðsins og mun hann birtast vikulega í Viðbót blaðsins. f þessum þætti er ætlunin að birta uppskriftir af ýmsu tagi, sem ágætt getur verið að hafa við höndina, hvort heldur til hversdagslegra nota eða hátíðabrigða. f þættinum í dag verður vikið að tveimur uppskriftum úr íslensku lambakjöti úr safni Sveinbjörns Friðjónssonar, yfir- matreiðslumanns Gildis hf. sem reyndar er þekktara undir nafninu Grillið á Hótel Sögu. Takist matseldin ekki sem skyldi hjá þeim, sem kunna að reyna að fylgja uppskriftunum, er okkur sagt að fá megi réttina á Grillinu alla daga vikunnar. Lambahnetusteikur með fjallajurtum Það sem til þarf er: 1 kg úrbeinað lambalæri, 2 dl þurrt hvítvín, 1 matskeið bláberjalyng eða blóðberg, 1 matskeið söxuð steinselja 2 cl olía, 40 gr smjör, 20 gr hveiti, salt og pipar og lambasoð eða kjötkraftur. Lambasoðið er hægt að útbúa með því að höggva lambabein í litla bita, brúna þau á pönnu, krydda með salti og pipar og sjóða í u.þ.b. 35 mínútur. Bætið lárviðarlaufi út í °S þykkið með maísmjöli. Því minna vatn sem notað er við suðuna því meiri kjötkraftur.- Svo vikið sé að matreiðslu kjötsins er það skorið í u.þ.b. 50 gramma stykki og þau bönkuð íauslega með buffhamri. Það má alls ekki hamra á stykkjunum. Veltið síðan kjötstykkjunum upp úr hveitinu og steikið úr olíu og smáklípu af smjörinu á snarpheitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Hellið síðan hvítvíninu yfir kjötið ásamt kryddjurtunum og bætið lamba- soðinu og afganginum af smjörinu strax út í. Meðlætið getur verið nánast hvað sem er og þar kemur til kasta hugmyndaflugs kokksins í hverju tilviki. segja það betra) og þvoið að lokum með vatni. Kertavax Best er að flýta eins og kostur er fyrir hörðnun vaxins svo gott sé að skafa sem mest af því burtu. Fita verður alltaf eftir undir vaxinu og fari vax í flík er best að þvo þær í a.m.k. 60 gráðu heitu vatni. Ef ekki má þvo þær í svo heitu vatni má væta blettinn með uppþvotta- legi og láta löginn standa á blettinum í hálftíma a.m.k. Þvoið svo upp úr ylvolgu vatni. Ef alls ekki má þvo flíkina er hægt að nudda blettinn upp úr bensíni (hreinsuðu). VIKAN 15.-21. MARZ 1985 FVLGIBLAD SKAGABLAÐSINS ME0 SJÖNVARPSDAGSKRÁNNI AUGLÝSINGUM, AFÞREVINGAREFNI 0G FRÓÐLEIKSMOIIIM Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Liósmyndir: Árni S. Árnason Blaðamaður: ~ Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Móttaka auglýsinga og áskrifta síminn er 2261 eða 1397. Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.