Skagablaðið


Skagablaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 6
íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir - íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþrcttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ fþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir ■ íþróttir „Hehir gengið betur en ég bjóst nokkum tíma viö“ - segir Ragnheiiur Runólfsdóttir, sem stendur í stöiugum metaslætti í sundinu úti í Kanada „Þetta hefur gengið vel, betur en ég bjóst nokkurn tíma við,“ sagði Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona, þegar Skagablaðið hafði sam- band við hana vestur í Kanada sl. sunnudag, óskaði henni til hamingju með Islandsmetin sem hún setti á kanadíska meistaramótinu í síðustu viku, og spurði hana hvernig æfingarnar gengju. „Ég er á náttúrufræðibraut og til þessa hefur námið gegnið vel þrátt fyrir allar æfingarnar.“ — Eru einhver mót á næstunni hjá þér? „Nei, engin í allra nánustu framtíð en svo koma þau í röðum þegar dregur nær vorinu.“ Fjórsundið skemmtilegt — Ef við víkjum aftur að metunum þínum frá því í síðustu viku þá vakti það athygli að þú settir met í 200 metra fjórsundi, ætlarðu að leggja meiri áherslu á þá grein? „Ég veit það ekki en það er góð tilbreyting frá bringusundinu að synda fjórsundið því þar syndir maður bara 50 metra með hverri aðferð í einu. Mér finnst fjórsund- ið æðislega skemmtilegt og heí lagt á það meiri áherslu eftir að ég kom hingað út en bringusundið verður nú sennilega áfram mín sterkasta grein.“ Því má bæta við hér að á kanadíska meistaramótinu bætti Ragnheiður sinn besta tíma í 200 metra bringusundinu um heilar 4 sekúndur og hirti metið af Guð- rúnu Femu Agústsdóttur. Af framansögðu er því fyllilega ljóst að búast má við miklu af Ragn- heiði er líður á árið og vonandi verður hún í sínu allra besta formi á HM í Madrid í ágúst. „Ég átti nú kannski ekki von á þessum metum því ég er ekki búin að vera hérna úti nema í um mánuð og hafði sannast sagna misst dálítið niður yfir jólin,“ sagði Ragnheiður ennfremur, „en það var virkilega hvetjandi að svona vel skyldi ganga.“ Byggt upp fyrir sumarið — Að hverju stefnirðu þessa dagana? „Sem stendur miðast allt við undirbúning fyrir Heimsmeistara- mótið sem fer fram í Madrid á Spáni í ágúst í sumar og ætla ég mér í úrslitin þar.“ — Þú setur markið ekki lágt, veistu hvað þú þarft að bæta þig mikið til að ná því marki? „Nei, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því en þjálfarinn segist staðráðinn í að koma mér í annað hvort 16 eða 8 manna úrslitin.“ — Þannig að þú æfir af krafti þessa dagana? „Já, alltaf tvisvar á dag því nú er að keyra æfingarnar áfram eftir meistaramótið í síðustu viku. Reyndar er ég í fríi í dag (viðtalið fór fram á sunnudag og eftir þessi ummæli Ragnheiðar var ekki laust við að við fengjum sam- viskubit því klukkan var aðeins átta að morgni hjá henni er við hringdum í hana) en svo byrjum við aftur klukkan fimm í fyrramál- ið. Það verða tvær æfingar á morgun og þannig er það flesta daga.“ Námið gengur vel — Hvað syndirðu mikið á dag? „Það er yfirleitt á bilinu 14-16 kílómetrar." — Hefurðu þá nokkurn tíma aflögu fyrir námið? „Já, það bjargast einhverr, veginn. Ætli ég reyni ekki að nýta daginn í dag fyrir heimanám, ekki veitir af.“ Hvað ertu að læra þarna? Ragnheiður Runólfsdóttir sýnir stöðugar framfarir í sundinu. Fjórði flokkur ÍA í körfunni, leikmenn framtíðarinnar. Naumt tap í lokaleiknum gegn Haukum um sl. helgi - árangur 4. flokks í körfunni í vetur lofar góöu fyrir framtíöina ef rétt er á málum haldiö Heldur varð hann slyppur endirinn á keppnistímabili strákanna í 4. flokki ÍA í körfuknattleik. Þeir áttu að taka þátt í lokaturneringu sinni um helgina en þegar komið var á leikstað voru hvorki ÍR-b, né Breiðablik mætt með lið sín þannig að aðeins IA og Haukar mættu til leiks. Eins og lög gera ráð fyrir léku þessi lið því eina leikinn í „turneringunni“ og lauk honum með 69:62 sigri Hauk- anna eftir hörkuskemmtilegan síð- ari hálfleik. Haukar leiddu 38:25 í leikhléi en okkar menn gáfust ekki upp og tókst að saxa stórum á forskotið þótt ekki tækist þeim að brúa bilið alveg. Nýr leikmaður í liðinu, Haraldur Ingólfsson, sem kunnari er kannski sem knattspyrnu- eða handknatt- leiksmaður, fór á kostum í þessum leik og skoraði 19 stig, nær öll eftif hraðaupphlaup. Aðrir áttu einni góð' an leik. Árangur 4. flokks í vetur er mjög vel viðunandi. Strákarnir léku l11 leiki, unnu 5 en töpuðu fimm. A^ sögn Ragnars Sigurðssonar, blaða' fulltrúa körfuboltamanna, töpuðus1 tveir leikir snemma vetrar mest fyrir klaufaskap, gegn Tindastóli og Þóf- Árni Þór Halldórsson .... Sigurður M. Steinþórsson Gautur Gunnlaugsson Jóhannes Arason ..... Kristján Ólafsson ... Eyþór Kristjánsson .. Haraldur Ingólfsson . Bjarki Gunnlaugsson Hörður Ómarsson .... Árni P. Reynisson ... Þóroddur Bjarnason . .123 86 70 57 55 44 19 17 12 6 4 stig í 10 í 10 í 9 í 9 í 10 x 10 í 1 í 10 í 10 í 9 í 6 leikjum leik leikjum AfreksmaouF inn Haraldur Haraldur Ingólfsson er afreksmaður í sérflokki það er að koma betur og betur í Ijós. Ekki aðeins er hann fyrsta flokks knattspyrnumaður, heldur er hann og mjög liðtækur í handknattleik og körfuknattleik. Eins og kemur fram annars staðar hér á opnunni lék Haraldur með 3. deildarliði Skagamanna í handknatt- leik gegn ÍH á föstudagskvöld, en hann er enn í 3. flokki. Hann stóð sig eins og hetja þar og skoraði m.a. 2 mörk. A sunnudag var Haraldur svo enn á ný í eldlínunni, en í það skiptið með 4. flokki í körfuknattleik, þar sem hann lék sinn fyrsta leik í vetur. Ekki verður annað sagt en hann hafi byrjað með glæsibrag því hann skoraði 19 stig í leiknum og var illstöðvandi. Sigur í tveimur síðustu leiKjunum -spuminginafteinsum hvort Akranes hafnar í 3. eða 4. sæti 3. deiklar íslandsmótsins í handmattleik Heldur tóku Skagamenn við sér í síðustu leikjum sínum í 3. deildinni í síðustu viku, ráku af sér slyðruorðið og unnu bæði Selfoss og IH. Úrslitin í leiknum gegn ÍH, 47:32, (já, þið lásuð rétt) eru einhver þau sérstæðustu sem sögur fara af í íslenskum handknattleik og það að skoruð hafi verið 79 mörk í meistaraflokksleik í hand- knattleik hlýtur að vera met af einhverju tagi. Leikurinn gegn ÍH fór fram í Hafnarfirði á föstudagskvöld og eins og tölurnar bera með sér virðist varnarleikurinn hafa algerlega gleymst en sóknarleikurinn var hins vegar þeim mun fjör- ugri. Staðan í hálfleik vaer 26:13 og úrslitin í raun ráðin þar með. Pétur Ingólfsson skoraði 14 mörk, Sigþór Hreggviðsson 10 (persónulegt met hjá honum með mfl.), Pétur Björnsson 8, Óli Páll Engil- bertsson 6, Engilbert Þórðarson 4, Hlynur Sigur- björnsson 2, Haraldur Ingólfsson og Kristinn Reimarsson 1. Þeir Haraldur Ingólfsson og Tryggvi Tryggvason, sem báðir eru leikmenn 3. flokks, léku þennan leik og stóðu vel fyrir sínu. ,A - Selfoss 26:25 Þessi le'j)ur fór fram á miðvikudagskvöld og var síðasti hcimaleikur Skagamanna. Eftir afleitt gengi í he,rna eÁjunum eftir áramótin tókst loks að vinna 5l®ur er| naumur var hann. Leikurinn var allan tl,llunn 1 járnum og úrslitin réðust ekki fyrr en á ? ustu nn'nútunum. Pétur var að vanda markahæstur’ snt,raöi 13 mörk, Kristinn skoraði 4, Pétur 3. H ynur og Þorleifur 2 hvor og þeir Óli Páll og E,,g|lbert 1 hvor. ,,Spilaði á stuttbuxum í 10 stiga gaddi gegn Duisburg Laufey Sigurftardóttir gerir þai gott meft lifti sínu Beigisch Gladbach, í þýsku kvennaknattspymunni „Við áttum reyndar að spila í dag en vegna veðurs varð að fresta leiknum,“ sagði Laufey Sigurðardóttir er við ræddum við hana á heimili hennar í Bergisch Gladbach síðdegis á sunnudag. „Hér hefur verið heljarmikill vetur undanfarið og þar sem sýnt þótti að völlurinn færi illa ef við lékum á honum í dag var ákveðið að fresta leiknum.“ tv° önnur töp, gegn Njarðvík og . a ’ voru raunhæf að hans mati. e,kurinn gegn Haukum á sunnudag 8at svo farið á hvorn veginn sem var. að háir strákunum í 4. flokki, sem °8 reyndar fleiri flokkum, hvað lítið er um leiki á veturna, og er slæmt til Pess að vita að sum félög hunsi ” Urneringar“ eins og gerðist t.d. um . e 8jna- Það ætti að vera öllum í hag dt ‘á sem flesta leiki. Hér fylgir að lokum yfirlit yfir alla d sem skoruðu í leikjum 4. flokks í vetur. — Hvernig hefur gengið hjá ykkur eftir að keppnin hófst á ný eftir jólafríið? „Okkur hefur gengið ágætlega en þó ekki unnið neinn þeirra þriggja leikja, sem leiknir hafa verið undanfarnar vikur.“ — Hvernig kemur það heim og saman? „Jú, sjáðu til, við höfum leikið ágætlega en lent gegn sterkum liðum, m.a. tveimur efstu Iiðun- um í deildinni.“ Boltinn í gegnum netið — Hvaða leikir hafa þetta verið? „Fyrsti leikurinn af þessum þremur var gegn Uerdingen og lauk með 3:3 jafntefli. Við skoruðum reyndar fjögur mörk í leiknum en eitt var dæmt af vegna þess að knötturinn fór í gegnum gat á markinu. Dómarinn áttaði sig á því og dæmdi það ekki gilt.“ Á stuttbuxum í 10 stiga gaddi — En hvað um hina leikina? „Sá fyrri af þeim var gegn Duisburg, sem er í 2. sæti í deildinni. Sá leikur fór fram í brunagaddi, 10 stiga frosti, á sama tíma og t.d. öllum leikjum í Bundesligunni hjá körlunum var frestað, og lauk með markalausu jafntefli. Eg var ekki með neinar síðbuxur í töskunni minni fyrir leikinn og varð því að spila í stuttbuxum.“ — Þá er bara einn leikur eftir? “Já, það var hörkuleikur gegn efsta liði deildarinnar hér á heima- velli, Siegen. Honum lauk með 2:2 jafntefli eftir að við höfðum haft yfir, 1:0, í hálfleik. Við vorum bölvaðir klaufar að vera ekki a.m.k. 4:0 yfir í hálfleik því við fengum aragrúa góðra mark- tækifæra. í seinni hálfleik jafnað- ist leikurinn og þeim tókst að jafna metin. Laufey í kælingu — Hvernig hefur þér gegnið í þessum leikjum? „Bara vei, reyndar betur með hverjum leiknum. Reyndar lenti ég í því að fá gult spjald í leiknum gegn Siegen og fékk síðan annað gult spjald eftir hálfleik. Heima hefði það þýtt brottrekstur en hérna er maður bara sendur í kælingu í 5 eða 10 mínútur, eftir eðli brotsins, og fær svo að koma inn á aftur. Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég fæ gult í leikjunum með Gladbach.“ — Nú tókuð þið þátt í innan- hússmótum áður en meistaramót- ið hófst aftur, hvernig gekk í þeim? „Okkur gekk mjög vel, unnum þau bæði, og unnum m.a. Siegen í úrslitum annars mótsins fyrir troðfullri höll áhorfenda. Ætli þar hafi ekki verið 6-7000 manns og það var skemmtileg upplifun." í úrslitakeppnina — Eftir því sem þú sagðir okkur á Skagablaðinu fyrir jólin ættuð þið í Berg Gladbach að vera öruggar ( úrslitakeppni meistaramótsins, hvenær hefst hún? „Hún hefst ekki fyrr en 19. maí og þá ekki fyrr en bikarkeppninni er lokið. Við erum komnar í undanúrslit í bikarnum og mætum þar Munchen á útivelli. Ég veit fyrir víst að Siegen er búið að tryggja sér hitt sætið í úrslitunum. En hvað varðar meistaramótið þá fer lokakeppni þess fram með sama hætti og Evrópumótin í knattspyrnu, þ.e. þarna koma saman 16 lið alls staðar að úr Þýskalandi og síðan er dregið um hverjir mætast, rétt eins og í bikarkeppni, og leikið er heima og heiman.“ — En ef við víkjum aðeins frá knattspyrnunni, hvernig gengur þýskunámið og vinnan? „Þýskan gengur fínt en vinnan er hins vegar hundleiðinleg. Ég er reyndar nýbúin að fá atvinnuleyfi hér úti þannig að vonandi er að ég fái eitthvað betra en það sem ég hef verið í.“ Fæ fá bréf — Hefurðu eitthvað samband við stelpurnar í ÍA-liðinu? Laufey Sigurðardóttir lætur ekki að sér hæða fremur en fyrri daginn. „Já, ég hef nú reynt það, sér í lagi Rögnu Lóu og Ágústu Gylfa, en ég skrifaði þeim velflestum fyrir jól. Það var hins vegar lítið um bréf til baka. Þið megið gjarn- an skora á stelpurnar að vera duglegri við að skrifa.“ — Færðu aldrei heimþrá? „Jú, stundum, en það líður hjá. Það er helst eftir leikina að maður saknar þess að hafa ekki félags- skap, en annars reyni ég að fara eins oft og ég get til Kölnar því ég á nokkra ágæta kunningja í íþróttaháskólanum þar. En endi- lega skilið bestu kveðju til allra vina og kunningja á Skaganaum." sagði Laufey í lokin. Senn líður að þvr uð hinn nýí hail genglð ettn því að hann i i Fólboltanum, laki slaiiið að -m enn em anð Rrctinn Jim Barron, kuini hingað lil þvi [reii munu víst fáii þjálfai Biils iiE hcfji slnrf. Kftir |m sem li:nu <*.m treýsta:scf ■ 1 að taka SkagahlaðHl hclur frcgnað niun vnn VKv i|( l,onum 0„ undrai engan. ulKi ... .: , Og víslcr aö konui hans cr beöið mcð SkoraOl ) BlOrk aö nuöaltali Erfíftleit (""" cr að segja að haiin „ ....Skagamönnum belri en cnginn í ; ileildinm i velui 11. skoi endur 3. deildarliðs Skagantanna í handknattleiknum bíða nú í ofvæní eftir því hvort ákveðíð ■ iiii að fjölga liðum i 1. og 2. dciklinni á næsta keppnístíma- hili cí Hugmyndir eru uppi um að fjölga í báöum deildum og verði þær ofan á fá lið í 3. og 4. sæti 3. deildar tækifæri til að vinna sér sæti í 2. deildinni. ilvort það verður með þcim hætti að þau l'ærist heint upp eða hvort þau ika aukaieiki við ihlai er ekki vilað annað til Jrcs- ....... 6 * 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.