Skagablaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 2
Kirkjuhvoll, eitt reisulegasta
hús bæjarins, í niðumíöslu
Eitt reisulegasta hús bæjarins, Kirkjuhvoll, fyrrum prestsetur bæjarins og nú hin síðari ár heimavist
Fjölbrautaskólans á Akranesi, hefur staðið autt frá áramótum þegar hætt var að nota húsið fyrir heima-
vist. Húsið hefur síðan verið í niðurníðslu og lítið fyrir það gert. Rúður eru brotnar á stöku stað og er húsið
þar með óvarið fyrir veðri og vindum.
Ýmsir aðilar hafa leitað til Skagablaðsins vegna þessa húss og beðið blaðið að leita eftir upplýsingum
hjá bæjaryfirvöldum hver framtíð þess verður.
Við leituðum fyrst til Daníels Árnasonar, bæjartæknifræðings, og tjáði hann okkur að á fjárhagsáætlun
hefði verið úthlutað 100 þús. til viðahalds á húsinu, þ.e. til að verja það gegn skemmdum. Einnig sagði
Daníel, að skipuð hefði verið sérstök nefnd, Húsnýtingarnefnd, sem hefði það verkefni að gera úttekt á
gömlum húsum hér í bænum og ákveða um framtíð þeirra. Annað vissi hann ekki um þetta mál.
„Allir leggjast á eitt um að forða
húsinu frá eyðileggingu11
- segir Jóhmina Jónsdóttir, sem ólst upp í Kirkjuhvoli á meðan húsið var enn prestsetur
Get bætt við mig einu barni
allan daginn. Hef leyfi. Er
miðsvæðis í bænum. Uppl. í
síma 2837 allan daginn.
Óska eftir að taka á leigu 2-3
herbergja íbúð frá og með 1.
apríl. Á sama stað er óskað
eftir barnavöggu. Uppl. í
síma 2085.
Til leigu 3ja herbergja íbúð.
Uppl. í síma2897.
Vil kaupa tölvu með leikjum
og stýripinna, helst ódýra.
Uppl. í síma3339.
Til sölu létt bifhjól, Puch.
Uppl. í síma 1615.
Til sölu sófasett, 3+2+1,
ásamt sófaborði, gamall
skápur með gleri og svala-
vagn. Uppl. í síma 2897.
Ung hjón bráðvantar íbúð til
leigu. Uppl. í síma 1615.
Óska eftir að taka íbúð á
leigu, helst 2ja eða 3ja her-
bergja. Uppl. í síma 2246
eftirkl. 20.
íbúð óskast til leigu, helst
lítil, í c.a. tvo mánuði frá 15.
mars til 15. maí. Uppl. í síma
2801.
Óska eftir að passa börn á
öllum aldri á kvöldin og um
helgar. Uppl. í síma 2234
(Indiana).
Til sölu Silver Cross barna-
vagn, mjög vel með farinn.
Uppl. í síma2106.
Læknir óskar eftir að taka á
leigu 4ra herbergja íbúð frá
1. júlí í eitt ár. Uppl. í síma
91-23954 (Vigfús).
Til sölu rautt burðarrúm,
qöngugrind og hoppróla.
Uppl. í síma 2612.
Til sölu Ignis ísskápur vel
með farinn. Uppl. í síma
2581.
Köttur í óskilum. Svartur
högni með hvítar hosur, halt-
ur áfæti, er í óskilum að Eini-
grund 9, 2.h.t.v. sími 2449.
Til sölu hvítt notað baðker.
Selstódýrt. Uppl. í síma
2586.
Vantar nauðsynlega notaða
barnakerru. Uppl. í síma
2083 eftir kl. 19.
Til sölu mjög gott, hvítt
kvenreiðhjól með körfu.
Komið, skoðið og gerið tilboð.
Uppl. í síma3081.
Til sölu tvennir Nordica-
skíðaskór, aðrir stærð 34,
hinir 42-44. Einnig skíði m/
bindingum og skíðastafir.
Lítið notað og lítur mjög vel
út. Uppl. í síma 1456 eftir kl.
18.
„Vissulega hef ég áhyggjur af
Kirkjuhvolshúsinu eins og örugg-
lega flestír þeir sem þarna hafa
búið og eiga góðar minningar um
húsið“ sagði Jóhanna Jónsdóttir,
dóttir séra Jóns M. Guðjónsson-
ar, fyrrum sóknarprests okkar
Akurnesinga, er við slógum á
þráðinn til hennar og spurðum
hana álits á framtíð hússins.
Einn þeirra sem á sæti í Húsnýt-
inganefndinni er Jóhannes Finnur
Halldórsson. Við inntum hann
eftir því hvort málefni Kirkju-
hvols hefði borið á góma nefndar-
innar.
Jóhannes sagði að svo hefði
verið en ekkert hefði verið ákveð-
ið um framtíð hússins. En
Jóhannes lagði áherslu á, að
„ Við systkinin höfum rætt þetta
mjög mikið að undanförnu og það
sem fyrir okkur vakir er fyrst og
fremst að fá umræðu um framtíð
hússins á meðal bæjarbúa og að
þeir tjái sig um málið, annað hvort
við bæjaryfirvöld eða á síðum
blaðsins ykkar, því við höfum
heyrt að komið gæti til greina að
húsið yrði rifið og það finndist
nefndin tæki til greina allar tillög-
ur sem bærust til hennar og skor-
aði á fólk að láta í sér heyra um
Kirkjuhvol og reyndar önnur hús
sem nefndin þyrfti að fjalla um.
Nefndin mun síðan skila áliti
sínu um mitt sumar. Auk Jóhann-
esar í nefndinni eru Jón Sveins-
son, formaður, Jóhannes Gunn-
laugsson og Guðlaugur Ketilsson.
okkur að yrði ómetanlegt tjón.“
Jóhanna sagði ennfremur að
hún væri sannfærð um það að bær-
inn gæti nýtt sér þetta hús, sem
hún teldi að væri eitt af minnism-
erkjum Akraness, til ýmissa nota.
Hún benti meðal annars á það, að
bæjarstjórnarfundir væru haldnir
í leiguhúsnæði og þetta hús væri
svo sannarlega verðugur staður
fyrir slíka fundi svo eitt-
hvað væri nefnt.
„Kirkjuhvoll er eitt elsta stein-
hús á Akranesi og var byggt árið
1923 sem prestsetur," sagði Jó-
hanna. „Ættubæjaryfirvöldaðsjá
sóma sinn í því að viðhalda þessu
merkilega húsi. Ekkert hefur ver-
ið gert fyrir það svo að segja í 17
ár, ekki einu sinni málað. Með til-
komu heimavistarinnar frá 1978
hefur niðurníðslan verið enn
meiri. En ég vil að síðustu ítreka
það sem við viljum fá fram hjá
fólki er að það tjái sig opinberlega
um framtíð hússins og að allir
leggist á eitt um að forða því frá
eyðileggingu og gera það þess í
stað að stolti okkar Akurnes-
inga.“
Jóhannes Finnur Halldórsson í Húsnýtingamefnd:
Allar tillögur sem ber-
ast eru teknar til greina
Spuming
vikunnar
— Hvað finnst þér um
staðgreiðslukerfi skatta
sem ætlunin er að koma á?
Alfreð Kristjánsson: — Ég held
að þetta verði til bóta, miðað við
að þetta nái til allra skattþegna.
Steinn Helgason: — Ég held að
þetta sé eðlilegt og verði þægi-
legra fyrir margar stéttir. Þetta
breytir ekki miklu fyrir mig.
Sigurlína Júlíusdóttir: — Mér
líst vel á það.
Guðný Ársælsdóttir: — pað
hefur sína kosti og galla.
Skagablaðið
Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaðurog Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar
og dreifing: Árni S. Árnason ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot, filmuvinna og
prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og eropin alla
dagaBSÍmar2261 og 1397B Póstfang: Pósthólf 170,300 AkranesB Eftirprentunóheimilánleyfis.
2