Skagablaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 7
Hörpuútcjáfan gefur út
Passíusalma og lióðasafn
Út eru komnar hjá Hörpuútgáf-
unni á Akranesi bækurnar „Pass-
íusálmar Hallgríms Péturssonar"
og „Til móður minnar." Báðar
þessar bækur voru áður út gefnar
af bókaútgáfunni Stafafelli.
Helgi Skúli Kjartansson hefur
annast þessa útgáfu á Passíusál-
munum, sem er 71. prentun
þeirra. Hann ritar inngangsorð
um ævi Hallgríms og sálmaskáld-
skap hans. Hér er um að ræða
endurskoðaða 70. prentun.
Sú hefð hefur skapast að ferm-
ingarbörn fái Passíusálmana í
tengslum við ferminguna og til
þess að koma til móts við óskir
margra, er þessi útgáfa nú fáanleg
innbundin bæði í hvítu og svörtu
bandi. Bókin er 285 bls.
Til móður minnar
Þetta er safn kvæða, sem
íslensk skáld hafa ort til mæðra
sinna og um þær. Bók með þessu
Vextir á Kjörbók Lands-
bankans 21% en ekki 20,2%
Það var hreint ekki rétt sem
kom fram í augiýsingu Lands-
bankans í síðasta Skagablaði, að
ársvextir Kjörbókarinnar væru
20,2%. Þeir hafa nýverið verið
hækkaðir og nemur ársávöxtunin
nú 21%. Einhver misskilningur
varð á milli okkar hér á Skaga-
blaðinu og þeirra ■ Landsbankan-
um og biðjum við hlutaðeigandi
velvirðingar á því. Enn og aftur,
Kjörbókin ber 21% vexti. Von-
andi hefur þessu verið komið vel
til skila hér með.
í upplýsingariti frá Landsbank-
anum segir svo um Kjörbókina:
„Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á
ári. Þegar innstæða hefur legið 16
mánuði á Kjörbókinni hækka
vextir í 21,4% allt frá innleggsdegi
í 22% að loknum 24 mánuðum.
Vaxtaþrep gilda frá 1. janúar
1987. Vaxtaleiðrétting er0,8% af
útborgaðri fjárhæð en reiknast
ekki af vöxtum tveggja síðustu
vaxtatímabila. Vextir leggjast við
höfuðstól tvisvar á ári, 30/6 og 31/
12.
nafni kom fyrst úr 1945 í umsjá
Ragnars Jóhannessonar og
Sigurðar Skúlasonar. Sú útgáfa,
sem nú kemur fyrir sjónir lesenda
er 2. prentun 3. útgáfu í umsjón
Sigurðar Skúiasonar.
Körfuknattleikun
Smá glæta í
myrkrinu
Strákarnir í 4. flokki í A í körf-
unni riðu ekki allt of feitum hesti
frá þátttöku sinni í Vesturlands-
mótinu í körfuknattleik, sem fram
fór um helgina. Þeir öttu fjórum
sinnum kappi við andstæðinga
sína úr Snæfelli og Víkingi, Olafs-
vík, en töpuðu öllum viðureign-
unum.
Skoraði 67% stiga
Það voru körfuknattleiksstúlk-
ur bæjarins sem héldu uppi heiðri
hans í leikjum helgarinnar því þær
sigruðu stöllur sínar úr Snæfelli,
27:18. Andrea Hjálmsdóttir fór á
kostum í þessum leik og skoraði
hvorki meira né minna en 18 stig
eða % hluta allra stiga í A í leikn-
Frá Tónlistarskólanum á Akranesi.
Nemendatónleikar verða haldnir í Safnaðarheimilinu Vinaminni laugardaginn 14.
marskl. 15.
Alhrvelkomnir, ókeypis aðgangur.
Skólastjóri.
TIL FERMINGARGJAFA
í BOKABÚÐINNI
1 llilfe;
1 fiiHlío
★ Bækur, t.d. ritsöfa Biblíur,
Passíusálmar, sálmabækur,
Atlasar.
★ Pennar og pennasett.
★ Seðlaveski, styttur, hnatt-
líkön, skartgripaskrín, vasa-
tölvur, myndavélar og marg-
arnytsamargjafir.
★ Úrvalið af fermingarkortum,
gjafapappír og böndum fæst
hjáokkur.
★ Við sjáum um skrautritun og
gyllingu á bækur og prentun
áservíettur.
★ Minnum á Hraðframköllun-
ina. Fáið fermingarmyndirn
aráRodak-gæðapappír. hið
veljið myndastærðina, 9x13
eða 10x15 sm, matt eða
glansáferð.
VISA
EURQCARO
Bókaverslun
ANDRÉSAR NIELSS0MR HF.f
Skólabraut, sími 1985 - Kirkjubraut, sími 1293
7