Skagablaðið - 11.03.1987, Side 9
Glæsileg sumaráætlun
Samviimuferda/Landsýnar
Sumarbæklingur Samvinnu-
ferða/Landýnar er kominn út og
hefur aldrei verið glæsilegri. Er
hann 48 síður að stærð og auk 12
síðna verðskrár og prentaður í yfir
30.000 eintökum.
í þessum nýja bæklingi ferða-
skrifstofunnar er að finna ýmsar
nýjungar. Er þar fyrst til að taka
sæluhúsahverfi í Skírisskógi í
Englandi, byggt upp af sömu aðil-
um og eiga húsin sem Samvinnu-
ferðir/Landsýn hafa boðið upp á í
Hollandi. Á meðal annarra
nýjunga má nefna tvo nýja staði í
Grikklandi, eyjuna óviðjafnan-
legu Mykons og sportmiðstöðina
Porto Heli. Þá er Florida nú í
fyrsta sinn með í sumaráætlun
sem og hið glæsilega skemmti-
ferðaskip Astor, en með því verð-
ur boðið upp á „Ævintýraferð
ársins" í haust. Ennfremur má
benda á enn eina nýjungina, sem
er nýtt íbúða hótel við Rínarfljót í
HAfíT Á MÓTI
HÖRÐU sýnd annað
kvöld, fimmtudag, og föstu-
dag kl. 21. „Hann er í opnu
fangelsi, húnerínunnuskóla.
Bæði undir ströngu eftirliti en
þau eru ákveðin í að fá að
njótast og ieggja í hættuleg-
anflótta."
STÓRVANDRÆÐI í
UTLU KÍNA sýnd á
sunnudag og mánudag kl.
21.„Þettaerísenngrín-,kar-
ate-, spennu- og ævintýra-
mynd full af tæknibrellum. “
Leikstjóri John Carpenter.
Þýskalandi auk rútuferða um
Norðurlönd og annarrar sem ber
heitið „rómantíska rútan.“
Gamlir kunningjar
Auk þessara nýjunga bjóða
Samvinnuferðir/Landsýn áfram
upp á „gamla kunningja"
íslenskra ferðalanga. Á meðal
þeirra má nefna Rimini og Ricc-
ione á Ítalíu, sumarhúsin í Dan-
mörku svo og Grikkland og töfra-
eyjuna Rhodos. Sæluhúsin í Hol-
landi eru vinsælli en nokkru sinni
og sem dæmi um aðsóknina má
nefna, að 300 manns höfðu pant-
að dvöl þar áður en sumarbæk-
lingurinn kom út. Þá verður boðið
upp á þrjár sérstakar ferðir fyrir
eldri borgarana, tvær til Mallorca
og sú þriðja er til Portoroz í Júg-
óslavíu.
Metþátttaka
Metþátttaka var í ferðum Sam-
vinnuferða/Landsýnar á síðasta
ári og fyrir vikið getur ferðaskrif-
stofan boðið enn hagstæðari
samninga en áður. Má t.d. benda
á „bláa verðið“ sem gildir fyrir
alla aðildarfélaga en í mörgum til-
vikum hefur verð ferða lækkað í
krónutölu á milli ára. Öllum far-
þegum S/L sem búa úti á landi og
hyggjast fara til Rimini, Mallorca,
Grikklands, Rhodos eða í sumar-
hús í Danmörku, sæluhús í Hol-
landi eða Englandi er boðið
ókeypis flugfar á öllum áætlunar-
leiðum Flugleiða og Arnarflugs
innanlands ef þeir hafa staðfest
ferðapöntun fyrir 4. apríl.
Umboðsmaður Samvinnuferða/
Landsýnar á Akranesi er Kristján
Sveinsson, Kirkjubraut 5, Akra-
nesi.
Akraneskaupstaður
- Innheimta
Dráttarvextir
Dráttarvextir verða reiknaðir að kvöldi
16. mars n.k. Greiðum gjöldin tímanlega
og forðumst biðraðir.
Innheimta Akraneskaupstaðar.
Akraneskaupstaður
- íþrótta- og æskulýðsnefndir
Ráðstefna um íþrótta-
og æskulýðsnefndir
íþróttaráð- og Æskulýðsnefnd Akranes-
kaupstaðar boða til ráðstefnu um íþrótta-
og æskulýðsmál á Veitingahúsinu Still-
holti mánudaginn 16. mars 1987 klukkan
19.45.
Ráðstefnustjóri verður Ingibjörg Pálma-
dóttir.
Framsögumenn verða Gísli Árni Egg-
ertsson, Æskulýðsfulltrúi, Reykjavík,
Hermann Sigtryggsson, Æskulýðs- og
íþróttafulltrúi, Akureyri, og Magnús
Oddsson, formaður ÍA.
Öllum sem áhuga hafa er heimiluð þátt-
taka en hana þarf að tilkynna í Arnardal,
sími 2785 eða íþróttahúsið, sími 2243.
íþróttaráð- og Æskulýðsnefnd
Akraneskaupstaðar.
nm SÍMANÍIMER
Viðskiptavinum Samvinnutrygginga er bent á að nú er komið nýtt
símanúmer 3388 og verður það framvegis.
SAMVinNUTRYGGINQAR
AKranesumboð Kirkjubraut 28, sími 3388.
Akraneskaupstaður
- Bæjarstjóri
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Gísli Einarsson bæjarfulltrúi, verður til
viðtals fyrir bæjarbúa á milli kl. 17.30 og 9
miðvikudaginn 18. mars n.k. í fundarher-
bergi bæjarstjórnar að Heiðarbraut 40, 2.
hæð. Síminn þar er 2980.
Bæjarstjórinn á Akranesi.
UTBOÐ
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementverksmiðja ríkisins, Akranesi, óskar hér með eftir
tilboðum í byggingu nýs vegar að líparítnámu við Mið-
sandsá í Hvalfirði.
Helstu magntölureru:
Fylling 11.000m3
Skering í lausjarðlög 2.500 m3
Bergskeringar 900 m3
Ræsi 7 stk.
Frágangurog sáning 12.000 m2
Lengd 913m
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Almennu verkfræði-
stofunnar hf, Fellsmúla 26, Reykjavík, gegn 2.500 kr. skila-
try99ingu' Sementverksmiðja ríkisins.
Sjúkrahús Akraness
Bæjarbúar athugið!
Eftir lokun skiptiborðs, sem er kl. 20.00 virka daga og kl. 12.00 á
laugardögum - lokað alla sunnudaga - eru beinar línur á deildimar:
B+Cdeild—handlækninga-ogkvensjúkdómadeild s. 2313.
A-deild—lyflækningadeild s. 2317
E-deild—hjúkrunar-ogendurhæfingardeild s. 2312
Ef um meiðsl eða slys er að ræða eftir lokun skiptiborðs, þá hafið
samband við handlækningadeild s. 2313.
Upplýsingar um bæjarvakt í s. 2358.
Skiptiborð sjúkrahússins er opið virka daga frá kl. 08.00-20.00 og
19.00-12.00 laugardaga.
Geymið auglýsinguna.
9