Skagablaðið - 25.02.1988, Page 6
• Haukur í horni heyrði af því í
gær, að rétt einaferðina hefði símtól-
ið af almenningssímanum við stöð
Pósts og síma við Kirkjubraut verið
slitið af þannig að síminn væri nú
engum til gagns. Ekki minnist Hauk-
ur þess hve oft þessi atburður hefur
gerst á síðustu misserum en skiptin
eru orðin óteljandi. Virðist vera ger-
samlega útilokað að koma fólki í
skilning um að síminn er öryggistæki
- ekki leiktæki. Væri óskandi að þessi
molbúaháttur legðist af. Staðreyndin
er nefnilega sú, að jafnvel í verstu
fátækrahverfum erlendis fá almenn-
ingssímar að standa óáreittir af því
að fólk gerir sér grein fyrir því hve
mífcilvægirþeireru.
• Aðeins meira um símamál
almennt. Haukur í horni hjó eftir því
er hann var að hlusta á dægurmála-
útvarp Rásar 2 einn morguninn er
verið var að fjalla um símasamband
til Akraness, sem reyndar er löngu
orðið frægt að endemum. Sagði þátta-
gerðarmaðurinn, að merkilegt væri
hversu góð símalína væri til Japan
(undirritaður heyrði samtal hans og
þess er var í Japan og tekur undir
þetta) en bætti svo við, að fyrr um
morggninn hefði maður frá Akranesi
verið í'símanum hjá þeim í útsend-
ingu og sambandið þangað verið
hreint og beint afleitt. Kannast nokk-
ur við þessa lýsingu? Ætli ekki svo.
Símamál Skagamanna eru í megn-
aeta ólestri, hvað sem hver segir hjá
pósti og síma. Haukur í horni hefur
margsinnis lent í því sjálfurásíðustu
vikum, að símtöl rofna fyrirvaralaust
og dæmi eru um að fjórar atrennur
þurfti til þess að Ijúka einu símtali.
• Enn um símamál og aftur að því
öryggi sem símtæki getur veitt.
Kunningi Hauks í horni sem þarf eðl-
is málsins vegna að hringja nokkuð
oft í Sjúkrahús Akraness hefur sagt,
að gífurlegur munur sé á því hvernig
svarað er í síma á Sjúkrahúsinu.
Vitnaði hann til þess einn daginn, að
hann hefði látið hringja mjög lengi án
þess að svarð væri og loks þegartól-
ið var tekið upp var aðeins sagt:
„Sjúkrahús . . . augnablik . . .“
Lengra var það ekki í fyrstu atrennu.
„Hvað ef maður er nú að tilkynna
slys?“ spurði kunningi Hauks. Hann
vildi reyndar árétta, að þetta væri
ekki allaf svona en samt allt of oft.
Svo virtist sem konurnar á skipti-
borðinu væru starfinu ákaflega mis-
vel vaxnar.
Öflug
starfsemi
íáratug
Eins og fram kemur annars
staðar á síðunni er Siifurtúnglið
eitthvert umfangsnesta verkið
sem Listaklúbbur NFFA hefur
staðið að uppsetningu á á 10
ára ferli sínum og örugglega
það dýrasta svo vitnað sé beint
í orð formanns klúbbsins,
Rafns Guðlaugssonar.
Starfsemi Listaklúbbsins
hefur verið með miklum blóma
allt frá því hann var stofnaður
og er gaman að renna yfir þau
verk sem hann hefur sett á svið.
Fyrsta verkefnið voru tveir
einþáttungar, Bónorðið eftir
Tschekov og Nakinn maður og
annar í kjólfötum eftir farsahöf-
undinn Dario Fo. Leikstjóri
var Jón Júlíusson. Síðan fylgdu
verkin Elsku Rut 1980, Músa-
gildran 1981, ísjakinn 1982,
Klerkar í klípu 1983 og 1984
voru tveir einþáttungar undir
stjórn Hjalta Rögnvaldssonar
aftur á dagskránni. Þetta voru
Nakinn maður og annar í kjól-
fötum og Sköllótta söngkonan.
Grænjaxlar Péturs Gunnars-
sonar voru næstir í röðinni árið
1985 og m.a. sýndi Listaklúbb-
ur NFFA verkið á norrænu
leiklistarmóti í Finnlandi við
góðar undirtektir. Kitlur Stein-
unnar Jóhannesdótur voru síð-
an frumsýndar 1986 og Lísa í
Undralandi var svo á dagskrá í
fyrra.
Ftmp nWUnimria Sáraj
Fæðingardagur? 24 ~Tríar!T~l,*Ml4— —
Fæðingarstaður? Stykkishólm-
ur.
Fjölskylduhagir? Ógift, á eina
dóttur, Önnu Elínu.
Bifreið? Mazda 323 GLX árg.
1988.
Starf? Sérhæfður fiskvinnslu-
maður.
Fyrri störf? Vinna í mötuneyti.
Helsti veikleiki þinn? Matur.
Helsti kostur þinn? Pað verða
aðrir að dæma.
Uppáhaldsmatur þinn? Safarík
nautasteik með öllu tilheyrandi.
Uppáhaldsdrykkur? Bourbon-
viský.
Uppáhaldstónlist? Rokk.
Hvert er uppáhaldsblaðið/-tíma-
ritið/-bókin? Mogginn, Skinfaxi
og Mótaskrá KSÍ.
Hver er uppáhaldsíþróttamaður
þinn? Daley Tompson.
Hvaða stjórnmálamanni hefur
þú mestar mætur á? Halldóri
Ásgrímssyni.
Hvert er eftirlætis sjónvarpsefn-
ið þitt? íþróttaefni.
Hvaða efni í sjónvarpi finnst þér
leiðinlegast? Á tali hjá Hemma
Gunn.
Uppáhaldsútvarps- og sjón-
varpsmaður? Hallgrímur Thor-
steinsson (Bylgjan) og Ómar
Valdimarsson (Stöð 2).
Uppáhaldsleikari? Sigurður Sig-
urjónsson og af erlendum
Róbert de Niro.
Hvaða kvikmynd telurðu þá
bestu sem þú hefur séð? Educat-
ing Rita.
Hvað gerir þú í frístundum
þínum? Fer í sveitina til pabba
og mömmu.
Hver er fallegasti staður á íslandi
sem þú hefur komið á? Hval-
fjörður að vetrarlagi.
Hvað metur þú mest í fari ann-
arra? Heilindi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Sýndarmennska.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta og hvers vegna?
Margaret Thatcher, því mér
finnst hún sýna að konur standa
karlmönnum ekki að baki.
Hvaða námsefni líkaði þér verst
við í skóla? Stærðfræði.
Ef þú ynnir tvær milljónir í happ-
drætti hvernig myndurðu eyða
þeim? Fara á úrslit Evrópu-
keppninnar í knattspyrnu í sum-
ar og geyma afganginn til þess að
komast á HM á Ítalíu 1990.
Hvað myndir þú vilja fá í afmæl-
isgjöf? Ferð á Old Trafford.
Ef þú gætir orðið ósýnileg, hvar
vildurðu helst vera? Á Sellu-
fundi hjá VSÍ (Vinnuveitenda-
sambandi íslands).
Listaklúbbur NFFA
sýnir SiKurtúnglið
Listaklúbbur NFFA, sem um þessar mundir fagnar 10 ára afmæli
sínu, frumsýnir Silfurtúnglið eftir Halldór Kiljan Laxness á sal Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi þann 11. mars næstkomandi undir
leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar.
Leikendur í verkinu eru alls 25
talsins, auk fjögurra manna
hljómsveitar, sem hefur m.a.
útsett tónlistina við verkið eftir
eigin höfði. Eflaust mun suma
reka í rogastans því tónlistin hefur
fengið mun rokkaðra yfirbragð en
í fyrri uppsetningum. Jóhanna
Árnadóttir hefur samið dansa.
Alls taka um 50 manns þátt í upp-
setningu verksins.
Æfingar á verkinu hafa staðið
yfir í tvo mánuði. Aðalhlutverkið,
hlutverk Lóu, er í höndum Huldu
Gestsdóttur sem áður hefur m.a.
farið með hlutverk í Kitlum og
Lísu í Undralandi í uppsetningu
Listaklúbbs NFFA. Önnur stór
hlutverk eru í höndum Ársæls
Más Arnarsonar, sem leikur eig-
anda skemmtistaðarins sem níðist
á fólki, Önnu Alexandersdóttur,
sem leikur ísu - heimsfræga á
íslenska vísu, Gunnars Krist-
mannssonar, sem leikur Óal, eig-
inmann Lóu, og Þórodds Bjarna-
sonar, sem leikur stórlax frá
útlöndum.
„Þetta er með stærstu sýningum
sem við höfum sett upp og örugg-
lega sú dýrasta,“ sagði Rafn Guð-
laugsson, formaður Listaklúbbs
NFFA. Hann sagði sviðsmyndina
vera dýra og mikla vinnu hafa far-
ið í að útbúa hana. Verkið krefst
þess, að allt sviðið sé svart og er
því búið að mála salinn svartan
eða klæða með svörtum dúk. Rétt
Leikendur og aðstandendur Silfurtúnglsins á æfingufyrir skömmu.
er að verkið verður Listaklúbbn- Sýningar á Silfurtúnglinu verða
um dýrt í uppsetningu því þegar á sal Fjölbrautaskólans og sem
hefur það kostað á fjórða hundr- fyrr segir verður frumsýningin 11.
uð þúsund krónur og ekki eru öll mars. Taldi Rafn að Listaklúbb-
kurl enn komin til grafar. urinn þyrfti að fá a.m.k. 700
manns á verkið til þess að hann
bæri ekki fjárhagslegt tjón af upp-
setningu þess.
Stjórn Listaklúbbs NFFA skipa
nú þessir: Rafn Guðlaugsson, for-
maður, Sólrún Guðjónsdóttir,
gjaldkeri, María Karen Sigurðar-
dóttir og Ingibjörg Huldarsdóttir.
Stjómin hefur beðið Skagablaðið
að koma á framfæri innilegum
þökkum til allra þeirra aðila sem
veitt hafa Listaklúbbnum aðstoð
af einu eða öðru tagi.
6
„ÚTVARP AKRANES“
- FM 91.00 dagana 4.-6. mars næstkomandi
FOSTUDAGUR 4. MARS:
13.00: Opnunarávarp. Sturlaugur Sturlaugsson,
formaður Sundfélags Akraness.
13.10-15.30 „Fisléttur föstudagurBlandaður þáttur
með skemmtilegri tónlist og ýmsum þjóð-
legum fróðleik. Umsjón: Jón Ólafsson.
15.30—17.30 „ /deiglunni". Spjallað við Skagamenn
um eitt og annað sem er að gerast í bæjar-
lífinu. Fréttatengt efni. Umsjón: Bjarni
Vestmann.
17.30: Fréttir.
17.40-19.00: „Karphúsið“. Þáttur um bæjarmál, þar
sem skoðanir andstæðra póla fá að koma
fram. Umsjón: Sigurður Sverrisson.
19.00-21.00: „Eftirmínu höfði". Tónlistarþáttur.
Umsjón: Einar Skúlason.
21.00-22.00: „Staðið ágati“. Spurningaþáttur á milli
kennara Grundaskóla og Brekkubæjar-
skóla. Dómari: Gunnlaugur Haraldsson.
22.00-04.00: „Næturvakt". Óskalög og kveðjur.
Umsjón Sigurður Sverrisson.
LAUG ARDAGUR 5. M ARS:
09.00-10.00: „Góðandaginrí1. Léttog þægileg tónlist
með einhverju fróðleiksívafi og morgun-
leikfimi. Umsjón: Sigurbjörg Ragnarsdóttir.
Leikfimi: Jensína Valdimarsdóttir.
10.00-11.00: „ Veistþú?11. Léttar spurningar lagðar fyrir
hlustendur og þeim gefinn kostur á að
svara þeim með því að mæta í útsend-
inguna. Skemmtileg smáverðlaun.
11.00-12.00: „InnrastarfTónlistarskólans“. Þátturum
Tónlistarskólann á Akranesi og starfsemi
hans. Umsjón: Lárus Sighvatsson.
Fréttir kl. 11.30.
12.00-13.00: „Músikogmaturí. Matreitt fyrir hlustendur
undir dillandi tónlist. Umsjón: Magnús H.
Ólafsson.
13.00-14.30: „Fólkið að bakinöfnunum". Elís Þór Sig-
urðsson ræðir við Gísla Gíslason, bæjar-
stjóra, og Hallberu Jóhannesdóttur, konu
hans.
14.30- 17.30: íþróttaþáttur. Fréttir af líðandi stundu og
viðtöl við íþróttafólk á Akranesi. Umsjón
Sigurður Sverrisson.
17.30- 17.40: Fréttir.
17.40-19.00: Skemmtiþáttur: Umsjón: Skagaleikflokk-
urinn og Fjölbrautaskóli Vesturlands á
Akranesi.
19.00-20.30: Tónlistarþáttur.
20.30- 22.00: „Með sínu nefi". Tónlistarþáttur að hætti
þeirra Gísla Einarssonar og Guðbjarts
Hannessonar.
22.00-04.00: „Næturvakt". Kveðjur og óskalög.
Umsjón: Sigurður Sverrisson.
SUNNUDAGUR 6. MARS:
09:00-10.40: „Góðan daginrí1. Þægileg tónlist í morg-
unsárið. Einnig morgunleikfimi í umsjón
Jensínu Valdimarsdóttur.
10.40- 11.30 „Fjallið sem skiptilitum“. Umsjón:
Árni Ibsen.
11.30- 11.40 Fréttir.
11.40- 14.30: „Akurnesingarerlendis“. Spjallað við
Skagamenn sem búa á erlendri grundu.
Umsjón: Sigurður Sverrisson.
14.30- 15.30: „ Dagskrárstjóri í eina klukkustund“.
Umsjón: Helgi Daníelsson.
15.30- 15.40: Fréttir.
15.40- 16.00: „Heimreiðirí'. Stuttur lokaþáttur, þar sem
litið er yfir farinn veg. Umsjón: Sigurður
Sverrisson.
Aðstandendur „Útvarps Akraness“\ Sundfélag Akra-
ness í samvinnu við Skagablaðið.
Útvarpsstjórf. Sigurður Sverrisson.
Tæknimát. Ólafur Gísli Baldursson og nemar á rafiðn-
aðarbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands.
SUNDFELAG AKRANESS
7