Skagablaðið - 25.02.1988, Qupperneq 11
Bílstuldurinn
ennóupplýstur
Enn hefur ekki tekist að upp-
lýsa hver það var sem stal bifreið-
inni, sem fannst síðan skemmd
inn við Berjadalsá eftir að hafa
verið ekið þar út af. Síðast er
fréttist var bifreiðin reyndar enn á
staðnum og virðist því sem eig-
andinn hafi með öllu afskrifað
hana.
Bifreióaskoöun
lýkur formlega
íloknæstuviku
Bifreiðaskoðun lýkur formlega
í næstu viku og eiga þá allir
bíleigendur að hafa fært bíla sína
til skoðunar. Strax að lokinni
aðalskoðun verður farið í að elta
uppi þær bifreiðar, sem eru
óskoðaðar. Verða númerin klippt
af þeim þar sem til þeirra næst. Til
þessa hefur lögreglan séð í gegn-
um fingur við ökumenn óskoð-
aðra bifreiða en eftir næstu viku er
langlundargeðið á enda.
Ábending til foreldra:
Akið ekki inn
á skólalóðina
Skagablaðið hefur verið beðið
að koma þeirri ábendingu á fram-
færi við foreldra barna í grunn-
skólunum að þeir aki ekki inn á
skólalóðirnar þegar þeir eru að
sækja böm sín eða aka þeim í
skólanna.
Foreldrum hefur oftlega verið
bent á þetta áður en svo virðist
sem sumir þeirra geti ómögulega
meðtekið þessi einföldu skilaboð.
Hér er um að ræða einfalda varúð-
arráðstöfun til þess að spoma
gegn slysum og því ættu þeir for-
eldrar, sem enn viðhalda þessum
ósið, að láta af honum hið fyrsta.
Leiðrétting
j>au mistök urðu í Skagablað-
inu fyrir stuttu í frásögn um
afhendingu bikars, sem gefinnvar
til minningar um Báru Daníels-
dóttur af systkinum hennar, að
hún var sögð Ólafsdóttir. Þessi
nafnabrengl hafa víst birst tvíveg-
is í Skagablaðinu án leiðréttingar
og er beðist velvirðingar á því.
Allt fyrir
fermingar-
börnin
Ufnfl
KIRKJUBRAUT 4-6
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
VEXTIR 21. FEBRÚAR 1988
NAFNVEXTIR DÆMI UM
1. INNLÁN ÁÁRI ÁRSÁVÖXTUN
1. Sparisjóðsbækur:
1.1. almennar 22,0%
1.2. Kjörbækur 32,0% 1) * 34,6%
1.2.1 Kjörbækur 1. þrep 33,4% 36,2%
1.2.2 Kjörbækur 2. þrep 34,0% * 36,9%
2. Sparilánareikningar: 25,0% *
3. Sparireikningar:
3.1. meö 3ja mánaöa uppsögn 22,0% 23,2%
3.2. með 12 mánaöa uppsögn 23,0% 24,3%
4. Verðtryggðir sparireikningar:
4.1. meö 3ja mánaöa bindingu 2,0% 2)
4.2. meö 6 mánaöa bindingu 4,0% 2)
4.3. Orlofsreikningar 4,0%
5. Verðtryggðir sparireikningar tengdir
skattfríðindum: Binding:
5.1. Stofnfjárreikningar 6mán. 4,0%
5.2. Fjárfestingarsjóöstillag 6 mán. 4,0%
5.3. Húsnæöissparnaöarreikningar 3-10 ár 4,0%
6. Tékkareikningar:
6.1. almennir 10,0%
6.2. Einkareikningar 20,0% *
7. Gengisbundnir krónureikningar:
7.1. Tengdirgengi SDR 5,5%
7.2. Tengdirgengi ECU 6,0%
8. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
8.1. innstæður í Bandaríkjadollurum 5,75% *
8.2. innstæöur í sterlingspundum 8,0% *
8.3. innstæður í vestur-þýskum mörkum 2,0%
8.4. innstæöur í dönskum krónum 7,75% *
II. ÚTLÁN
1. Víxlar (forvextir) 34,0% * 40,4%
2. Yfirdráttarlán 36,0% * 43,2%
3. Almenn skuldabréfalán 35,0% 4) * 38,1%
4. Lán með verðtryggingu miðað við
lánskjaravísitölu: 9,5%
5. Afurða- og rekstrarlán:
5.1. Lán vegna framleiðslu fyrir innl. markað 32,5% *
5.2. Lán í SDR vegna útflutningsframleiðslu 7,75% *
5.3. Lán í USD vegna útflutningsframleiðslu 8,75% *
5.4. Lán í GBP vegna útflutningsframleiðslu 11,25% *
5.5. Lán í DEM vegna útflutningsframleiöslu 5,25%
6. Gengisbundin krónulán:
6.1. Tengd gengi SDR 8,5%
6.2. Tengd gengi ECU 9,0%
III.VANSKILAVEXTIR 51,6% 3)
* Breyting á vaxtaákvörðun frá 11. febrúar 1987
1) Vaxtaleiðrétting 0,85% af útborgaðri fjárhæð, að undanskildum vöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila.
2) Sérstakar verðbætur innan mánaðar eru 24,0% á ári.
31 Tekur mánaðarlegurn breytingum samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands.
41 Tekur gildi 1. mars
LANDSBANKI ÍSLANDS
11