Skagablaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 5
Skaqabladið
Allar b ífre iðastöðvama r
undir eitt og sama þak?
Hugmyndir komu fram um það
á fundi bæjarstjórnar í vikunni, að
allar bifreiðastöðvar bæjarins
yrðu sameinaðar undir einu þaki.
Það var Jóhann Ársælsson,
Alþýðubandalagi, sem vakti máls
á þessu.
Jóhann impraði á þessu í kjöl-
far bréfs frá Trausta, félagi sendi-
Straumrof
og dagstöf
Skagablaðið biður lesend-
ur sína velvirðingar á því að
blaðið er degi seinna á ferð-
inni en venjulega. Óvænt
straumrof fyrir hádegi á mið-
vikudag gerði ritstjórninni
grikk og „drap“ heils dags
vinnu í tölvunni.
bifreiðastjóra, til bæjaryfirvalda
þar sem óskað var eftir því að þau
beittu sér fyrir því að sett yrði á
stofn sendibifreiðastöð hér á Akra-
nesi. Félagið setur þetta sem skil-
yrði fyrir inngöngu sendibifreiða-
stjóra á Akranesi í félagið.
Jóhann sagði, að þar sem rekst-
ur bifreiðastöðva á Akranesi
hefði oft á tíðum verið erfiður,
teldi hann að skynsamlegt væri að
reyna að stefna þeim öllum saman
á eina stöð til hagræðingar fyrir
alla aðila. Taldi hann að bæjar-
stjórn ætti að beita sér í þessu
máli.
Magnús Ólafsson, Framsókn-
arflokki, og Gísli Einarsson,
Alþýðuflokki, tóku undir þessa
hugmynd Jóhanns og lögðu til að
reynt yrði að sameina fleiri aðila
undir einum hatti. Gísli taldi rétt
að kanna möguleika á að setja
Sérleyfisbíla Akraness undir
sama hatt og Magnús lagði til að
Stjömukaffi leigt út
fráogmeðáramótum
Eigendur Stjörnukaffis, Magn-
ús B. Karlsson og Áslaug Einars-
dóttir, hafa ákveðið að hætta
rekstrinum og leigja hann út frá
og með áramótum.
Að sögn Magnúsar hefur enn
ekki verið gengið endanlega frá
samningum en það eru hjón utan
bæjarins sem ætla að taka rekstur-
inn á leigu. Bæði eru þau faglærð
og eiginmaðurinn matreiðslu-
meistari.
Samkvæmt heimildum Skaga-
blaðsins hafa nýju rekstraraðil-
arnir hug á að reka m.a. samloku-
gerð samhliða rekstri staðarins
þegar þar að kemur.
En hvað ætla Magnús og
Áslaug að taka sér fyrir hendur?
„Það er allsendis óvíst," sagði
Magnús en bætti við: „heimurinn
er stór.“
ATVINNA
Óskum að ráða beitingamann
og háseta á Ingibjörgu BA 402.
Nánari upplýsingarí síma 12673
Akraneskaupstaður
-Tæknideild
Umferð - Akursbraut
Bátabryggja
Þann 15. okt. nk. tekur gildi breyting á umferð á
ofangreindum gatnamótum, þannig að biðskylda
verður á Bátabryggju gagnvart Akursbraut.
BÆJARTÆKNIFRÆÐINGUR
kannaðir yrðu möguleikar á
útgerð sjúkrabifreiðanna frá
sömu stöð.
Fari svo að hugmyndir bæjar-
fulltrúanna nái fram að ganga gæti
svo farið að fimm mismunandi
akstursfyrirtæki tækju sig saman
um rekstur einnar stöðvar. Myndi
það vafalítið létta róðurinn og
gera rekstur þeirra auðveldari á
allan hátt.
Matvæla-
framleiðsla
í„ríkinu“
Ingólfur Árnason hefur tekið
húsnæði að Þjóðbraut 11 (gamla
„ríkið) að leigu með það fyrir aug-
um að reka þar matvælafranm-
leiðslu af einhverju tagi.
Ingólfur sendi bygginganefnd
bréf fyrir skömmu, þar sem hann
óskaði eftir leyfi til breyttrar notk-
unar hússins. Segir í fundargerð
nefndarinnar að vel hafi verið tek-
ið í þá málaleitan.
Ingólfur sagði í stuttu spjalli við
Skagablaðið í vikubyrjun, að ekki
væri tímabært á þessu stigi málsins
að ræða hugmyndir sínar.
jwiil Akraneskaupstaður
-Bæjarstjóri
STARFSMAÐUR
ÓSKAST
Fyrirhugaö er aö ráða starfsmann til starfa fyrir
stjórn verkamannabústaöa á Akranesi
STARFSSVIÐ:
— Umsjón með íbúðum, sem falla undir lög um
verkamannabústaði svo og lög um kaupleigu-
íbúðir;
— Uppgjör vegna innlausna á íbúðum;
— Fjárhagslegt eftirlit með nýframkvæmdum;
— Samningagerð;
— Samskipti við Húsnæðisstofnun ríkisins;
— Undirbúningur funda stjórnar verkamanna-
bústaða o.fl.
Um þóknun fyrir framangreind störf fer að lögum
um Húsnæðisstofnun ríkisins.
Nánari upplýsingar um umfang starfsins og skil-
yrði umsækjenda, veitir bæjarritari í síma 11211.
Umsóknum skal skilað á Bæjarskrifstofu, Kirkju-
braut 28, II hæð. fyrir 1. nóvember næstkomandi.
BÆJARSTJÓRI
VI
VOLVO-MAZDA-LADA-DAIHATSU
□ 12. Silicon sett á þéttikanta
□ 13. Slag í bremsu-ogkúplings-
pedölum athugað
□ 14. Undirvagn athugaður
(demparar, púst, fóðringar
stýrisgangur)
□ Innifalið í verði: Silicon á þétti-
kanta, kerti, platínur
□ 1. Skipt um kerti og platínur
□ 2. Blöndungur hreinsaður og
stilltur
□ 3. Frostlögur mældur
□ 4. Vél stillt (ný og fullkomin
stillitölva)
□ 5. Loftsía og bensínsía
athugaðar
□ 6. Mæling á rafgeymi og
hleðslu
□ 7. Hreinsun og feiti á
rafgeymsasambönd
□ 8. Viftureim athuguð og stillt
□ 9. Rúðusprautur stilltar og
frostvari settur á
□ 10. Þurrkublöð athuguð
□ 11. Loft í dekkjum mælt
Verðaðeins: 4 cylindra með elektrónískri kveikju kr. 6.500,-
4 cylindra með platínukveikju kr. 6.800,-
Önnumst einnig vetrarskoðun á öðrum tegundum bíla.
BIFREIÐAVERKSTÆÐI GUÐJOKS & ÓUFS
Kalmansvöllum 3 - S 11795