Skagablaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 7
6
Skagabladið
Skaaablaðið
7
• Óhætt er að segja, að atvinnu-
ástandið á Akranesi sé með verra
móti þessar vikurnar. Skagamenn
hafa reyndar séð það svart á þess-
um vettvangi áður en ekki lagt árar í
bát. Haukur í horni er þeirrar skoðun-
ar, að ekki þýði að leggja árar í bát
þótt hjólin snúist ekki eins hratt og
áður. Landsmenn eru nú allir að
súþa seyðið af of mikilli þenslu síð-
ustu tveggja ára og þá er ekki annað
að gera en herða sultarólina aðeins.
Rætt hefur verið um offjárfestingu
atvinnuveganna sem skýrinqu
vandans. Svo mikið er áreiðanlega
víst, að fyrirtæki landsbyggðarinnar
verða seint sökuð um offjárfestingu!
Það er frekar að fjár hafi verið vant til
nauðsynlegrar uppbyggingar og
endurbóta. Eyðsla almennings er
aftur á móti allt annað og alvarlegra
mál. Nægir þar að líta á bílaflota
landsmanna, utanlandsferðir og
annað í þeim dúr. Efnahagsmálin
væru vafalítið í betri skorðum ef
almenningur hefði lært að fara með
fé. Óðaverðbólga í meira en áratug
hefur innprentað landsmönnum, að
ekki sé til neins að leggja fyrir fé held-
ur sé best að eyða því sem allra
skjótast. Þrátt fyrir stórbætt skilyrði til
Sþarnaðar og almennrar velmegun-
ar er langur vegur frá því að fólk hafi
lagt eyðslusemi verðbólguáranna til
hliðar. Afleiðingin er nú augljós.
• Talandi um atvinnumál hefur
Hauki í horni fundist það skjóta
skökku við, að í þeim mikla útvegs-
bæ sem Akranes er skuli vinnsla
sjávarafurða ekki vera fjölbreyttari
en raun ber vitni. Vissulega starfa
frystihúsin á sama grunni og verið
hefur og hér eru einnig fyrirtæki sem
sérhæfa sig í niðurlagningu hrogna
og rækju. Borgnesingar, sem eiga
ekki einu sinni almennilega höfn, eru
duglegir að bjarga sér. Þeir kaupa
afla af trillusjómönnum á Akranesi
og vinna hann í neytendaumbúðir
fyrir innanlandsmarkað. í burðarliðn-
um þar í bæ er nú fyrirtæki sem ber
nafnið Eðalfiskurogáaðveitatugum
manna atvinnu. Hætt er við að slíkt
fyrirtæki hefði komið sér vel á Akra-
nesi. Af hverju láta Akurnesingar
Borgnesinga skjóta sér ref fyrir rass
æ ofan í æ í atvinnumálum? Sefur
atvinnumálanefnd á verðinum?
• Þar sem sá er ritað hefur Haukur í
horni síðustu mánuði ernú aðflytjast
búferlum verður þetta síðasti pistill-
inn úr penna hans að sinni. Skaga-
blaðinu eru færðar þakkir fyrir að
hafa veitt honum tækifæri fyrir að tjá
sig á þessum vettvangi og bæjarbú-
um öllum eru færðar bestu óskir um
gæfuríka framtíð. Vonandi verður
atvinnuleysisdraugurinn kveðinn í
kútirin sem fyrst.
Körfubolti:
Tveir Skaga-
menn í lands-
liði drengja
Tveir Skagamenn eiga sæti í
drengjalandsliðinu í körfuknatt-
leik og eru þetta fyrstu Akurnes-
ingarnir til þess að brjótast til
þessara metorða innan körfukn-
attleiksins. Þetta eru þeir Jón Þór
Þórðarson og Jóhannes Helga-
son.
Strákarnir taka nú þátt í undir-
búningi drengjalandsliðsins fyrir
Evrópumeistaramót þessa aldurs-
flokks sem fram fer næsta vor.
Liðið lék fyrir skömmu æfingaleik
gegn A-liði Unglingaflokks ÍBK
og tapaði með 67 stiga mun! Stór
hiuti skýringarinnar á tapinu ligg-
ur í því að Keflvíkingarnir voru
flestir 2-3 árum eldri.
Æfingatafla
körfubolta-
mannaívetur
Æfíngar í körfuboltanum eru
hafnar af fullum krafti og er æfi-
ngatafla körfuboltamanna, sem
eingöngu æfa í gamla íþróttahús-
inu við Vesturgötu, sem hér segir:
Unglingaflokkur
Mánudagar kl. 19.15
Þriðjudagar kl. 21.30
kl. 20.00
kl. 12.00
20.00
22.30
20.45
13.00
Fimmtudagar
Laugardagar
Drengjaflokkur
Mánudagar kl. 18.30 -19.15
Þriðjudagar kl. 20.15 - 21.30
Fimmtudagar kl. 19.15 - 20.00
Laugardagar kl. 11.00 -13.00
Yngri tlokkur
Mánudagar kl. 17.45 -18.30
Fimmtudagar kl. 18.00 -19.15
Sunnudagar kl. 12.00 -14.00
Stúlknaflokkur
Mánudagar kl. 18.30 - 20.00
Þriðjudagar kl. 20.15 - 21.30
Fimmtudagar kl. 17.00 -17.45
Laugardagar kl. 10.00 -12.00
Minni-bolti
Mánudagar kl. 17.45 -
Fimmtudagar kl. 17.00-
Sunnudagar kl. 12.00 -
18.30
17.45
13.00
Hverjum
bjargar það jfi
næst^*
Tíu þúsund áhangendur fylgja
fúlskeggjuðum leikmönnum Brann
á úrslitaleik bikarkeppninnar
Séð yfir nýju spilduna sem Knattspyrnufélag ÍA hefur fengið úthlutað. Fjœr má sjá eldra svæðið og aðalvöllinn.
Ekkert lát á uppbyggingu aðstöðu hjá Knattspymufélagi ÍA:
Bæjarráð úthlutaði IA spildunni
frá Krossvíkurvita inn ao Höfða
Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, og leikmenn hans eru nú allir
orðnir fúlskeggjaðir en hyggjast ekki skerða skegghár sitt fyrr en að
loknum bikarúrslitaleiknum gegn Rosenborg annan sunnudag, 23.
október. Skeggsöfnun hefur gefist Skagamönnum vel í bikarkeppninni
og hver veit nema Teitur og féagar hans í Brann nái að koma nýbökuð-
um Noregsmeisturum Rosenborg á óvart og vinna bikarinn?
Skagablaðið sló á þráðinn til „Kinnbeinsbrotið var sem betur
Teits í fyrrakvöld og rabbaði við fer ekki mjög slæmt og Bjarni
hann um úrslitaleikinn framund- virðist á góðum batavegi. Það má
an og frammistöðu liðsins í hins vegarekkimikiðútafbregða
sumar. Hann var þó fyrst inntur til þess að þetta taki sig upp.“
eftir því hvort líkur væru á að Uppselt er á úrslitaleik Brann
Bjarni Sigurðsson stæði í marki og Rosenborg og það þýðir að
Brann þrátt fyrir kinnbeinsbrot, 28.000 manns munu fylgjast með
sem hann hlaut í Ieik fyrir leiknum. Að sögn Teits reiknaði
skömmu. hann með að um 10.000 Björgvin-
„Já, eins og staðan er í dag, arbúar taki sér ferð á hendur til
reikna ég með því að Bjarni spili Oslóar til þess að styðja við bak
úrslitaleikinn,“ sagði Teitur. sinnamanna. „Félagiðhefurverið
------------------------------- í vandræðum að útvega öllum
stuðningsmönunum sem vilja sjá
leikinn ferðir á hann,“ sagði Teit-
ur. Hann sagði bikarkeppnina í
raun stærra mót í Noregi en sjálfa
deildakeppnina og að bikarúrs-
litaleikurinn væri hápunktur
knattspyrnuvertíðarinnar sem all-
ir biðu eftir.
Er Teitur var spurður út í fram-
mistöðu liðsins á keppnistímabil-
inu sem er að Ijúka sagðist hann
ekki geta verið ánægður. „Það er
að vísu stórléttir að hafa haldið
sæti okkar í deildinni og kannski
er það út af fyrir sig afrek að sitja
Teitur Þórðarson og menn hans fá erfitt verkefni um aðra helgi. Liðið
tapaði bikarúrslitaleiknum ífyrra en hvað gerist nú?
enn í þjálfarastólnum í ljósi svipt-
inga hér á síðustu árum. Ég er þó
ekki ánægður með hversu lítið
kom út úr þeim mannskap sem við
höfum í sumar. Við höfum leikið
fína knattspyrnu en ekki tekist að
skora mörk. Bæði stjórn félagsins
og áhangendur, sem verið hafa 9 -
10.000 að meðaltali á heimaleikj-
um okkar, hafa verið ánægðir
með leik liðsins en okkur hefur
sárlega vantað að skora fleiri
mörk.“
- Nú er ljóst að þú verður
áfram með liðið næsta sumar, ertu
farinn að svipast um eftir leik-
mönnum?
„Eins og staðan er nú bendir
allt til þess að ég verði áfram með
liðið og vissulega er ég farinn að
huga að nýjum leikmönnum. Jú,
það eru íslenskir leikmenn inn í
myndinni hjá mér, en ég upplýsi
ekki á þessari stundu hverjir það
eru,“ sagði Teitur og gaf ekkert út
á það hvort Ólafur, bróðir hans,
sem orðaður var við Brann í fyrra,
væri inni í dæminu.
Ekkert lát er á „landvinningum“ Knattspyrnufélags ÍA. Á fundi
bæjarráðs fyrir réttri viku var samþykkt að úthluta félaginu svæðinu á
milli Höfða og Krossvíkurvita til uppgræðslu og afnota. Félagið hefur
nú yfir að ráða mjög stóru svæði til æfinga og eftir viðbótina býr senni-
lega ekkert félag á landinu við jafn góða æfingaaðstöðu. Hefur orðið
alger bylting á þessu sviði hér á Akranesi á aðeins tveimur árum.
Eins og knattspyrnuunnendur bæjarstjórnar á þriðjudag, m.a.
ÍA hefði fengið umrætt svæði til
afnota um aldur og ævi. Ef til þess
kæmi, að bærinn þyrfti á því að
halda síðar meir, fyndist sér eðli-
legt að félaginu yrðu greiddar
bætur vegna kostnaðar sem lagt
hefði verið út í við ræktunina.
Guðbjartur Hannesson,
Alþýðubandalagi, kvað það fyrir
sitt leyti með öllu óaðgengilegt að
bærinn greiddi bætur fyrir lands-
væðið færi svo að taka þyrfti spild-
una undir aðra notkun. Bæjaryfir-
völd hlytu að hafa endanlegt
ákvörðunarvald yfir þessu svæði.
og fleiri bæjarbúa rekur eflaust
minni til tóku stórhuga velunnar-
ar knattspyrnunnar, undir forystu
þeirra Gunnars Sigurðssonar og
Haraldar Sturlaugssonar, til í
fyrravor og ruddu stórt landsvæði
innan við gamla malarvöllinn.
Var svæðið þökulagt og síðan not-
að til æfinga. Þessir sömu aðilar
hafa nú lýst sig fúsa til vinnu við
frekari „landvinninga" og byggð-
ist umsókn félagsins um ofan-
greint svæði m.a. á því.
Nokkrar umræður urðu um
þessa úthlutun bæjarráðs á fundi
Atlamótið í badminton
haldið nú um helgina
Hið árlega Atlamót í badminton fer fram um helgina. Mótið er
ætlað fyrir keppendur 21 árs og yngri og er það nýlunda því hingað
til hefur mótið verið einskorðað við meistaraflokk.
Keppt verður í öllum greinum; einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Mótið hefst í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 19 í kvöld og er
aðgangur ókeypis.
Atlamótið er haldið til minningar um Atla Þór Helgason, sem
var lengi á meðal frammámanna innan Badmintonfélags Akra-
ness.
með tilliti til fundargerðar skipu-
lagsnefndar frá því 4. október.
Þar sagði m.a.: „Rætt um nýtingu
innsta hluta svæðisins á milli vit-
ans og Höfða. Samþykkt að svæð-
ið verði merkt sem útivistar- og
almenningsíþróttasvæði en ekk-
ert sé því til fyrirstöðu, að svæðið
verði jafnað og útbúnir þar vellir
til almenningsnota meðan önnur
landnotkun liggur ekki fyrir.“
Guðjón Guðmundsson, Sjálf-
stæðisflokki, var ekki par hress
með „afskiptasemi" skipulags-
nefndar. „Henni kemur þetta
bara ekkert við,“ sagði Guðjón.
Hann sagði það væri hennar að
draga meginlínur í skipulagi
bæjarins en það væri alfarið
bæjaryfirvalda að ákveða hvernig
svæðum væri úthlutað. „Mér
finnst það óviðurkvæmileg
afskiptasemi að hafa horn í síðu
svo jákvæðs famtaks,“ sagði
Guðjón og bætti því við að bæn-
um hefði verið rétt stórt ræktað
svæði á silfurfati.
Ingvar Ingvarsson, Alþýðu-
flokki, kvaðst ekki sammála
ummælum Guðjóns og auðvitað
kæmi það skipulagsnefnd við
hvernig svæðinu væri úthlutað.
Ingvar sagði ekki rétt að fjalla um
málið eins og Knattspyrnufélag
Breytingar í körfuknattleiknum á Akranesi í vetur:
Enginn meistaraflokkur
Enginn meistaraflokkur verður meiri ábersla lögð á uppbyggingu Veruleg breyting hefur orðið á
starfræktur á vegum Körfuknatt- yngri flokkanna að sögn Ragnars skipan yngri flokkanna í körfukn-
leiksfélags í A í vetur en þeim mun Sigurðssonar, formanns félagsins. attleik og verður leikið samkvæmt
nýju fyrirkomulagi í vetur.
Fjögur Evrópumöik Karls
- það fyrsta skorað 1975
Karl Þórðarson er næsta örugglega
markahæsti íslensku knattspyrnumað-
urinn í Evrópumótunum. Hann hefur
skorað 4 mörk á þeim vettvangi.
Ferill Karls er orðinn langur og hann
skoraði fyrsta Evrópumark sitt gegn
Omonia frá Kýpur 1975. Ári síðar skor-
aði hann gegn Trabzonspor, þá gegn
Beveren 1984 og loks gegn Ujpesti
Doza.
ÍA sendir nokkra flokka til
keppni í vetur opg sá elsti heitir nú
Unglingaflokkur og er fyrir stráka
fædda 1968 - 70. Drengjaflokkur
er fyrir árgangana 1971 og 1972 og
síðan tekur við Yngri flokkur. Þá
er um að ræða stúlknaflokk, fyrir
stúlkur fæddar 1970 og síðar og
loks Minni-bolta en það eru strák-
ar fæddir 1975 og síðar. Heimilt er
að senda fleiri en eitt lið til keppni
í hverjum flokki og er það gert til
þess að gefa fleiri unglingum tæki-
færi til þess að keppa.
Þjálfarar hafa verið ráðnir fyrir
alla þessa flokka og annast Garð-
ar Jónsson Unglinga- og Drengja-
flokkinn. Heimir Gunnlaugsson
þjálfar stúlkurnar, Einar Á. Páls-
son Yngri flokkinn og Jóhannes
Helgason Minni-boltann.
• •
SKEMMTIKY OLD
Á LAUGARDAG
Húsið opnar kl. 19 fyrir matargesti.
19.30 Fordrykkur.
20.15 Þríréttuð veislumáltíð.
21.45 Oktavía sér um skemmtiatriði.
Dansað íram eftir nóttu við
undirleik Rósarinnar.
Miðapantanir frá föstudag eftir kl. 13.
Miðaverð aðeins kr. 2.750, -
Veislustjóri: Sigurður Ólafsson.
BALL
Dansleikur í
kvöld, föstudag,
Rósin skemmtir
frákl. 23-03
NÆSTA HELGI
Næsta föstudag verða kátir piltar
fr á Hafiiaríirði með dansleik.
Lokað vegna einkasamkvæmis á
laugardag.
STROMPURINN
Létt og rómantískt.
Opið alla daga.
HOTEL Ai KRANESS
— STAÐUK I SÓKiY