Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 14.10.1988, Qupperneq 11

Skagablaðið - 14.10.1988, Qupperneq 11
Skaaablaðið 11 Gluggað í 92 ára gamla reglugerð um viðurværi áhafna á íslenskum fiskiskipum: Sjósókn fyrr á árum og í dag er tvennt ólíkt eins og allir sjómenn jafnt sem landkrabbar vita. Kemur þar til gerbreyttur skipakostur, meira öryggi, hærri laun og annar og betri aðbúnaður en var. Lesandi Skagablaðsins gaukaði fyrir stuttu að blaðinu reglugerð frá 1896, sem kveður á um viðurværi skipshafna á íslenskum fiskiskipum. Þetta er fróðleg lesning eins og hér getur að líta. I reglugerðinni, sem er dagsett 29. febrúar 1896, segir svo orðrétt: / brennidepli Fullt nafn? Ólafur Magnús Óskarsson. Fæðingardagur? 20. febr- úar 1952. Fæðingarstaður? Belgs- holt, Melasveit. Fjölskyldurhagir? Giftur Jónu M. Örlaugsdóttur. Börn: Arnar Geir, Erna Hefnes og Ágúst Örlaugur. Bifreið? Mazda 626 árg. ’87. Starf? Bifreiðasali. Fyrri störf? Sveitamaður, verkamaður, sjómaður og trésmiður. Helsti veikleiki? Það er leyndarmál. Helsti kostur? Gott skap. Uppáhaldsmatur? Allur matur góður. Yersti matur? Skata. Uppáhaldsdrykkur? Mjólk og viský (ekki saman). Uppáhaldstónlist? Allt nema óperugaul. Uppáhaldsblað/tímarit/ bók? DV og Skagablaðið, les ekki annað. Uppáhaldsíþróttamaður? Ásgeir Sigurvinsson. Uppáhaldsstjórnmálamað- ur? Fáir góðir. Uppáhaldssjónvarpsefnið? íþróttir. Leiðinlegasta sjónvarps- efnið? Auglýsingar og Dallas. Uppáhalds útvarps- og sjónvarpsmaður? Bjarni Dagur og Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsleikari? Laddi (Þórhallur Sigurðsson). Besta kvikmynd? Gauks- hreiðrið. Hvernig eyðir þú frístund- um þínum? Við uppvaskið hjá Maju. Fallegasti staður á íslandi? Hvalfjörður í góðu veðri. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni. Hvað angrar þig mest í fari annarra? Óheiðarleiki og fals. Hvað líkar þér best við Akranes? Staðsetningin. Hvað líkar þér verst við Akranes? Leiðin upp í Grundahverfi. Hvað myndir þú vilja fá í afmælisgjöf? Ekkert sérstakt. Hvað veitir þér mesta afslöppun? Að djöflast í fót- bolta. Hvaða mál vilt þú að bæjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? Atvinnumál. „Á íslenskum skipum, sem ganga til þorskveiða við strendur landsins, skal til málamatar úthluta hverjum manni til hverrar viku: 2Vi kg af skonroki eða þess í stað 3 kg af rúgbrauði 3A kg af smjöri og smjörlíki !4 kg af kandíssykri 14 kg af púðursykri (í tevatn) 125 g af kaffibaunum 40 g af kaffibæti 30 g af telaufi Auk þess skulu skipverjar fá soðinn fisk til mála eftir þörfum þegar nýr fiskur er til og jarðepli, 375 g á mann, að minnsta kosti 4 sinnum í viku. Þegar jarðepli eru eigi til skal koma í þeirra stað 1 kg af skonroki eða Vi kg af rúg- brauði. Til miðdagsverðar skal auk hins framantalda hafa eldaðan mat sem hjer segir á viku hverri: 2 daga góðar baunir með !4 kg á mann af nýju kjöti, eða söltuðu ef nýtt kjöt fæst eigi. 2 daga graut, annan daginn úr bankabyggi, en hinn úr hrísgrjón- um. 2 daga kjötsúpa með nýju kjöti, eða, ef það er eigi til, þá saltkjöt er sje !4 kg á mann vegið hrátt. 1 dag fiskisúpu með nýjum fiski, bætta á vanalegan hátt, eða saltfisk með jarðeplum, þegar nýr fiskur er ekki til. Fisk til málamatar og miðdeg- isverðar skal taka af trosfiski óskiftum. Graut, baunir, súpu og fisk skal gefa eftir þörfum, púðursykur Sex árekstrar á einni viku Eigi færri en sex árekstrar hafa orðið á Akranesi síðustu vikuna. í flestum tilvikum hefur verið um minniháttar óhöpp að ræða. Ekki er loku skotið fyrir að fleiri árekstrar kunni að hafa orðið en iðulega gerist það í smáóhöppum að lögregla er ekki kvödd til. Tvö veikstæði rísa við Kal- mansbraut Hjörleifur Jónsson og Karvel Karvelsson hafa fengið úthlutað lóðum undir iðnaðarhúsnæði við Kalmansvelli. Vinna við grunn 200 fermetra trésmíðaverkstæðis, sem Hjör- leifur ætlar að reisa, er þegar hafin en framkvæmdir við grunn húss- ins sem Karvel ætlar að reisa og er um 250 fermetrar að flatarmáli er ekki hafin. með grautnum og fiskisúpu, 125 g á mann um vikuna og hæfilega mikið af ediki. Allur vistaforði skipsins skal við byrjun ferðar vera óskemmd- ur, hollur og vel með farinn; skal hann vera svo ríflega tiltekinn að ekki geti komið til þess að neitt vanti af því sem tiltekið er á þeim tíma sem ráð er fyrir gjört að skip- ið verði úti. Trjeílát, sem neysluvatn er geymt í, skulu jafnan vera brend að innan, að öðrum kosti verður að sía vatnið og hreinsa áður en þess er neytt. Það skal vera á valdi skipstjóra að draga af og gjöra breytingar á ofangreindu mataræði ef hann álítur þess þörf sökum þess að útlit sé fyrir að útivistartími skips- ins verði af óvæntum ástæðum lengri en til var áætlað, svo að matarskort geti að höndum borið eða einhverja tegund þrjóti. Enginn af skipverjum getur heimtað meiri mat en hann sjálfur neytir, nje tekið endurgjald fyrir það, er hann kann að neyta minna en til er tekið í framanskráðri reglugjörð.“ Svo mörg voru þau orð. AEG heimilistæki Frystiskáparnir komnir. Afköst - Ending - Gæði <4 h mAviwmw Stillholti 16 fi 11799 'íljúnpifan hf' akranesi A TIL EIGENDA BÁTA 0G SKIPA ★ Brunaboði BB-2 er nýtt öryggistki fyrir minni báta ★ Islensk framleiðsla ★ Sérstaklega gerður íýrir íslenskar aðstæður. ★ Samþykktur af Siglingamálastofnun ríkisins til nota í minnibátum. ★ Aðvarar um eld, hita eða reyk ★ Aðvarar um bilun í búnaði, slitnar eða lausar leiðslur að nemum og bjöllu. ★ Aðvarar með bjöllu eða blikkljósi á þaki og vekur þannig athygli á eldi eða sjó í mannlausum bátum. ★ Getur tengst allt að 10 hita- eða reykskynjurum. ★ Mátengjabeintviðl2eða24vrafgeynii. ★ Odýrt tæki í hæsta gæðaflokki. Erum einnig með Halon 1301 slökkrikerfí fyrir skip og báta fyrirliggjandi. Viðurkennt af Siglingamálastofnun. ELDVARNARMONUSTAN ÞJÓÐBRAUT1 - Sími 13244

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.